Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 14
JÓN THORODDSEN Framh. af bls. 2 sem skýrt er frá fyrstu kynnum elsk- endanna, Sigríðar og Indriða; þannig kunni skáfdið að slá á marga strengi. E n sagan er ekki fullsögð enn. Sög- ur Jóns Thoroddsens öðluðust brátt nýtt og annarlegt líf á öðru sviði, — leiksviðinu. Líklegt má telja, að Jón hafi búið yfir dramatískum hæfileikum, þótt aldrei reyndi hanm að semja leik- rit, að minnsta kosti eru mörg samtöl hans óvenjulega snjölí og bragðmikil. Svo nákomnar og hugstæðar urðu sögu- hetjur hans þjóðinni, að hún lét sér ekki nægja að 'lesa um þær á bók, hún vildi fá að heyra þær tala, sjá þær ljós- iifandi á sviðinu. Samdar voru fjölmarg- ar leikgerðir úr sögunum, ýmist stuttiir einþáttungar eða heil leikrit og sýnd kappsamlega í sveitum og við sjó. auð- vitað við mjög frumstæð skilyrði og af vanefnum. Dr. Steingrímur skýrir frá því, að þættir úr „Pilti og stúlku", „Búr- fellsbiðillinn“ að nafni, hafi verið sýnd- ir árið 1862, aðeins tólf árum eftir út- komu sögunnar, og síðan rak hver leik- gerðin aðra: í Eyjafirði, á Vestfjörðum og í Dölum. Enn meiri vinsældir hlaut „Maður og kona“ á sviðinu, en fyrsta leikrit, sem vitað er um, að samið hafi verið eftir þeirri sögu, hét ,,Egilsgæla“ og var frumflutt í Eyjafirði árið 1881; og ýmsar sviðsgerðir síðan sýndar á Vestfjörðum, Þingeyjarsýslu, Reykja- vík og austur í Hreppum og ef tit vil‘1 víðar. Siðar urðu merk þáttaskil þessara mála. Það var á annan dag jóla árið 1933, að Leikfélag Reykjavík- ur frumflutti nýja leikfærslu „Manns og konu“ eftir Emil Thoroddsen og Indriða Waage, sú sýning hlaut al- mannahylli með fádæmum. Og réttu ári síðar sýndi Leikfélagið „Pilt og stúlku" eftir Emil Thoroddssn, sú sýn- ing naut einnig mikillar aðsóknar. Þjóð leikhúsið. hefur sýnt bæði leikritin og félög áhugamanna tekið þeim fegins- hendi og mjög að vonum: það er tóm- stundaleikurum tíðast harla erfitt að lýsa erlendu fólki, hátterni þess, um- hverfi og hugsunarhætti, svo að vel fari. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að skáldsögum er snúið í leikrit af miklu kappi víða um heim, og með habla misjöfnum árangri, sem að líkum lætur. Fáar skáldsögur munu torveid- ari viðfangs en verk Jóns Thoroddsens, og veldur því lauslegur söguþráður, dauflegar lýsingar elskendanna, svo að eitthvað sé nefnt: auk þess er „Maður og kona“ aðeins brot. Flestiv gagnrýnend- ur hafa fundið leikritum Emils og Ind- riða margt til foráttu, og er ég einn í þeirra hópi, á aug'ljósa agnúa er auð- velt að benda: nýjar leikgerðir ogbetri þyrfti að semja, og verður eflaust gert fyrr eða síðar, Hins er ekki að dyljast, að Emil Thoroddsen tónskáld var hug- kvæmur leikhúsmaður og miklar leik- stjórnargáfur Indriða Waage dregur eng- inn í efa, en hann stjórnaði leikritunum báðum. Og þrátt fyrir aílt eru leik- gerðir þessar mörgum kostum búnar, þar birtast mörg skemmtilegustu atriði sagnanna, og breiðar þjóðlífslýsingar, mergjað og hnyttillegt málfar og snjöll samtöl, og auðug og alþýðleg kímmi skáldsins láta ekki að sér hæða. Mest er þó varið í söguhetjurnar sjálfar, hið litríka safn sérstæðs og skopfegs fólks, sem reynzt hafur ófáum leikend- um feginsam'leg viðfangsefni: verkin sýna merkin. Margir hafa unnið minnis- verð afrek í sýningum þessum, en hæst ber frábær túlkun Brynjólfs Jóhannes- sonar á séra Sigvalda, þeim refjótta læ- vísa klerki, hún er talin eitt af fremstu afrekum í íslenzkri leiksögu: „Listræn- um leikarakostum leit ég snilling beita“ kvað Guðmundur skáld Friðjónsson með- al annars um afrek hans. Og enn er „Maður og kona“ sýnt í leikhúsinu við Tjörnina með Brynjólf í broddi fylk- ingar eins og fyrrum, og þar má einnig líta Valdimar Helgason i gervi Hjálm- ars tudda, eins og endur fyrir löngu, en fyrir rammþjóðlega túlkun þess hlut verks hefur hann jafnan hlotið mikið lof, og hið sama má segja um Staðar- Gunnu Ingu Þórðardóttur. Einstæðskop- gáfa Alfreðs heitins Andréssonar þótti njóta sín forkunnarvel í h'luverkum Hallvarðs Hallssonar og Kristjáns búð armanns, og Valur Gíslason var meðal annars forkostulegur og raunsannur Bárður á Búrfelli og svo mætti lengur telja, þótt hér verið ég að láta staðar numið. Hinir yngri leikendur skilja að sjálfsögðu ekki hið horfna þjóðlíf jafn glöggum skilningi og leikendur þeir, sem ég nefndi, en þeir geta margt af þem lært og skapað eins konar erfða- venju, án þess um stælingar sé að ræða. íslendingar eiga Jóni skáldi Thorodd- sen margt og mikið upp að unna, við þökkum honum starf brautryðjandans, vemmi firrða list, ótal ánægjustundir. f mörg horn að líta Framh. af bls. 7 „fjárlögin" eins og við kö'llum þau, með okkur og voi'u óðfús að læra meira. Uppáhaldslögin í þessari ferð voru Borðsálmur Jónasar Halfgrímssonar og Rammislagur Stephans G., sem gerðu allra mesta „lukku“. „Teljið þér það æskilegt, að giftar konur vinni úti?“ „Já, hiklaust ef þær eru barn'lausar eða búnar að koma börnunum upp. Mín uppáhaldskenning er sú, að konur fái tækifæri til að vinna úti hluta úr degi, meðan börnin þarfnast þeirra mest. Auk þess finnst mér að ætti að vinna að því að einstæðar mæður fengju barnalífeyri tit þess að þurfa ekki að vinna úti nema hálfan daginn. Þá þyrfti hið opinbera ekki að reisa og reka hin dýru dagheimili, leikskólar, þ.e. hálfsdagsstarfsemi, væru nægjanleg ir. Börnin nytu mæðra sinna meir, heim ilislíf yrði meira fyrir móður og börn, en kostir 'leikskólans fullnýttir, án þess börnin yrðu þreytt og leið. En þjóðfé- fagið er því miður enn ekki tilbúið að veita konum þá aðstöðu. Það er afskaplega lýjandi að umgang ast smábörn daglangt, einkum fyrir þær konur, sem vilja hafa allt í röð og reglu á heimilinu, þannig að börnin verða hálfpartinn fyrir. Það verður að vera pláss fyrir börnin á heimilinum og dugar ekki eitthvert fínt barnaherbergi þar sem ekkert má fara úr skorðum. Með þessum orðum á ég ekki við að börnin megi snúa ö'ilu heimilinu við átöfulaust, ég tel þvert á móti að börn- in verði að læra að taka tillit til óska þeirra fullorðnu og gagnkvæmt. Full- orðna fólkið þarf líka að taka tiliit til eðlil'egra þarfa barnanna og áhugamála þeirra. En mig langar að taka fram, fyrst við erum á annað borð að spjalla sam- an, að mér virðist tæplega nógur áhugi hjá mæðrum að kynna sér barna- uppeldi. Þó finnst mér ungu mæðurnar opnari fyrir þessu atriði en eldri kyn- slóðin var, sem hafði oft mjög ákveðnar hugmyndir í þessum efnum. Ungu mæð- urnar mega heldur ekki setja állt sitt traust á barnaheimilin og fría sig af ábyrgðinni, eins og stundum heyrast raddir um. Það er meiri þörf á að kynna sér uppeldisfræði nú en áður var, tím- arnir eru gerólíkir, freistingarnar fleiri og velsældin meiri. Ég get tekið sem dæmi, að þegar ég var að alast upp, fengum við unglingarnir umráðarétt yf ir þeim fáeinu aurum, sem okkur tókst að öngla saman. Ég man t.d. að ég vann í fiskvinnu fyrir 30 aura á tím- ann og notaði reyndar þá aura til að fá tilsögn í píanóleik. En nú eru aur- arnir, sem börnin vinna fyrir, stundum orðnir að tugum þúsunda, og enn þyk- ir sjálfsagt að þau hafi umráðarétt yfir þeim. Þetta kálla ég að bjóða hættunni heim, það þarf að leiðbeina ungling- unum á þessu sviði sem öðrum. Við hjón in höfum brugðizt við þessu vandamáíi á þann hátt að leyfa börnunum að fara til útlanda fyrir kaupið sitt. Elzti son- ur okkar er t.d. nú í Lundi og unir vel hag sínum, situr á skólabekk með sænskum börnum og meirihlutinn af bréfum hans hafa snúizt um sænsku kosningarnar, sem hann fylgist með af lífi og sál. Dóttir okkar hefur bæði verið í Danmörku og Skotlandi, einnig í vinaboði. Ekki svo að ski'lja að allt sé unnið við að fara tif útlanda. En til- gangur ferða þeirra var fyrst og fremst að komast niður í erlendu máli, og það er sannarlega mikils virði fyrir mennt- ún hvers íslendings að nema önnur tungumál á unga aldri.“ „En svo við förum út í aðra sálma, hvað olli því að þér ákváðuð að leggja stund á uppéldisfræði á sínum tíma?“ „Sannleikurinn var sá að ég ætlaði mér að fesa latínu og frönsku og fara til náms til Frakklands. En þar eð stríð geisaði í Evrópu var ekki um það að ræða að fara til Frakklands, eins og mig dreymdi um. Eini möguleikinn var Bandaríkin og að læra þessi mál þar fannst mér út í hött. Á þessum árum fannst mér algjört lífsskilyrði að halda áfram námi og fara til útlanda. Ég gat ekki hugsað mér að nema staðar við stúdentspróf. Mér var það andteg nauð- syn að afla mér meiri þekkingar. Ég var alls ekki að hugsa um menntun til þess að fá einhverja stöðu, ég var lif- andis skelfing ópraktískur unglingur, mig langaði bara að menntast til að þroskast og vita eitthvað um verö'ldina og mannlegt líf. Sálarfræðin hafði lengi heil'lað hug minn og ákvað ég, að ofan- greindu tungumálanámi frágengnu, að leggja stund á sálarfræði. Annars má segja að framhaldsmennt un mín hafi gengið alilsögulega fyrir sig. Þetta var nú á þeim tíma, að kven- fólk, sem gekk menntaveginn, þóttu skrýtnir fuglar og voru það kannski. Þegar ég lauk stúdentsprófi árið 1941 hafði verið venja að fjórir efstu nem- enurnir, tveir að norðan og tveir að sunnan, fengju „stóra styrkinn“, eins og það var kallað. Ég var meðal þessara fjögurra og bjóst þar af leiðandi við að fá styrk tit framhaldsnáms. í þetta sinn varð sú breyting á, að „stóri styrk urinn“ var ekki veittur fjórum, heldur tíu stúdentum, en þrátt fyrir það var ég ekki meðal þeirra. Menntamálaráð gaf fullum fetum þá skýringu, að ekki væri heppilegt að styrkja konu til náms utan'lands, hún mundi að öllum líkindum ekki koma aftur til starfa fyr- ir landið. Hvort þessi skýring var rétt eða ekki, skal ósagt látið, en þetta vakti svo mikið umtal að mér var veitt- ur styrkurinn árið eftir. Til gamans má geta þess að 3 af 4 skólabræðrum mín- um, sem styrkinn hlutu, eru giftir er- lendis og komu ekki aftur. Eins og fyrr segir var þetta á stríðs- árunum. Ég fór til Bandaríkjanna með Goðafossi og var tuttugu daga á leið- inni og einum degi batur. Við sigldum í skipalest í krókum yfir At'lantshafið. Mér verður þessi ferð alltaf afar minn- isstæð, því við þurftum að vaka alfar nætur og eina nóittina sátum við uppi á þilfari í björgunarbeltum. Mér er oft hugsað til þess, hvernig móður minini hafi verið innanbrjósts, meðan á ferð- inni stóð, og mánuði seinna sendi hún aðra dóttur sína sömu leið. Ég er ekki viss um að mér yrði róitt, ef ég þyrfti að senda börnin mín í ferðalag við svip uð skilyrði.“ „Já, meðal annarra orða, hverjir eru foreldrar yðar? „Faðir minn var Sigurður Þórólfsson, sem stofnaði lýðháskólann á Hvítár- bakka og var fyrsti skólastjóri hans. Hann dó þegar ég var 7 ára og naut ég hans sáralítið. Móðir mín Mfir enn. Hún heitir Ásdís Þorgrímsdótitir frá Kárastöð um á Vatnsnesi. Ég var 10. barn for- eldra minna. Þegar faðir minn dó, stóð móðir mín ein uppi með 9 börn á aldr- inum 7-24 ára. Mér verður oft hugsað til þessa, þegar ég. og mínir líkar erum að kvarta yfir smáerfiðleikum. Hún var, og er reyndar enn, andlega sterk kona, sem aldrei æði'iaðist. Hennar lífsvið- horf finnst mér ætíð hafa birzt í Ijóð- línum Steingríms Thorsteinssonar: „Trúðu á tvennt í heimi“. Og iþegar ég hugsa mig um finnst mér að þessa trú hafi hún fyrst og fremst viljað gefa okkur börnunum í veganesti. S'líkt vega nesti er gulli betra. En svo ég víki aftur að utanför miniin, þá hóf ég nám við háskólann í Minne- sota. Þegar til kastanna kom dugði styrkurinn engan veginn, enda var HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. I.augavegi 13, símar 13879 og 17172. Pósthólf 193, Reykjavík 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.