Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 15
hamn miðaður við dvalarkostnað á Norð urlöndum. Ég fékk síðar mjög góðan bandarískan styrk og lauk B.A. og M.A. prófi í sálarfræði og uppe'.disfræði fiá Smith College í Massaschusetts, sem er einn af hinum frægu kvennaháskólum í Bandaríkjunum. Ég hafði satt að segja ekkert hug- leitt hvað við mundi taka að námi loknu. Þá fékk ég bréf frá frk. Þór- hildi Ólafsdóttur og Áslaugu systur minni, sem báðar voru þá forstöðukon- ur barnaheimila í Reykjavík. Þær fóru þess á leit við mig að ég kæmi heim og veitti fóstruskóla forstöðu, en á þeim tíma var mikill hörgull á útlærðum fóstr um. Það varð úr og Fóstruskólinn tók til s'arfa hau-tið 19416, eins ag fyrr seg- ir, að nokkru teyti eftir sænskri fyrir- mynd. Það var mikið verk og tímafrekt að skipuleggja skólann svo vel færi. Eink um þótti mér erfitt að engar bækur voru fáanlegar á íslenzku um upp- eldismál og þar af leiðandi vand- kvæðum bundiS aS tjá sig á íslenzku um þessi efni. Ég var alltaf á höttunum eftir góðum, nothæfum orðum, og enn er það svo að ýmsar kennslubækur, sem við notum í Fóstruskólanum, eru á dönsku. Þykir mér það heldur feitt, því mér var kennt eins og öðrum að bera virðingu fyrir íslenzkri tungu. „Ég get ’ekki stillt mig um í lokin“, sagði frú Valborg Sigurðardóttir, „að segja lítilsháttar frá skólanum og þeim nýjungum, sem þar eru á döfinni. Áð- ur þurftu nemendur að hafa unnið þrjá mánuði á barnaheimilum til þess að fá inngöngu í skólann, en nú erum við að byrja með forskóla, sem hefst á tveggja vikna námskeiði, og síðan er stúlkunum séð f"rir taunaðri vinnu á barnaheim- ilum : sjö mánuði, eða til 1. maí. Sjálft skó'lanámið hefst svo um haustið og tek ur tvö ár í viðbót. Ég held að forskól- inn sé framfaraspor í menntun fóstr- anna, Fóstruneminn veit betur hvers r r ð kre'st af henn' og skólinn á betra með að átta sig á fó-truefnunum. hæfni þeirra tiil starfs og þekkingar. Að sókn að skólanum hefur aukizt mjög hin síðari ár, eða allt frá árinu 1961, þegar við fórum að taka nemendur á hverju hausti. Ég er mjög ánægð með þá þróun. Með vaxandi aðsókn koma fleiri og betri fóstrur til starfa og það er einmitt tilgangur skófans. Leiksmiðjan í fullum gangi Leiksmiðjan, nýja lcikfélagið hefur nýlega lokið æfingum á Galdra-Lofti og hér sést Eyvindur Erlendsson, leikstjóri, ræða við Arnar Jónsson, sem leikur Loft. Leiksmiðjan ætlar að sýna þetta kunna verk Jóhanns Sigurjónssonar víða um land og leikararnir munu nú komnir vestur á Vestfirði þar sem sýningar eru fyrirhugaðar á næstunni. 20. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.