Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 3
Rússneska byltingin er nú fimmtíu ára gömul. Rússnesk kvikmyndalist, a.m.k. eins og við höfum kynnzt henni almennt á Vesturlöndum, er ennþá yngri — „Potemkin" eftir Eisenstein var gerð árið 1925. Af kvikmyndagerð allra þjóða er hin rússneska sú, sem mest hefur verið misskilin og rang- færð. Ástæðan er ekki svo torskilin. Á franskar og sænskar myndir hafa menn fyrst og fremst litið sem kvik- myndir, og síðan sem franska eða sænska framleiðslu. Hvað eru þeir margir, sem tengja frönsku stjórnina ,,La Grande Illusion“ eða sænsku sósíal- demókratana Ingimari Bergman? Menn hafa hins vegar frá a'llra fyrstu tíð litið á rússneskar kvikmynd- ir eins og símskeyti frá Moskvu, og hver kvikmyndagagnrýnandi hefur gerzt einhverskonar Kreml-fræðingur, þegar fjallað er um þær. Jafnvel eins skýr maður og James Agee, sem enginn hefði getað núið um nasir að væri æs- ingagjarn sósíalisti, skrifaði um þá „stórkostlegu fagnaðaröldu vegnæfrels- isins“, sem var næstum óhjákvæmilegt að mundi skola upp á strönd mann- kynsins einhverjum mestu listaverkum þessarar aldar, kvikmyndum Eisensteins Do\shenkos og Pudovkins. Þótt við leggjum ekki trúnað á þá barna'legu skoðun, að merkistími í sögu þjóðar hafi ósjálfrátt í för með sér blómaskeið í listum hennar, þá er sjálf- sagt að gera sér grein fyrir þeim geysi- legu áhrifum, sem breytingin á hugsana- gangi manna vegna stjórnmálaþróunar- innar í Rússlandi hafði á mat kvik- mynda. Þegar Graham Greene var kvik- myndagagnrýnandi fyrir meira en 30 árum, skrifaði hann eitt sinn um nýja, rússneska mynd. „En hve það var skemmtilegur tími, þegar The Times neitaði að birta gagn- rýni um sýningar kvikmyndaklúbb- anna sem tóku til meðferðar rússnesku meistaraverkin, þegar kvikmyndir sem ritskoðunin bannfærði voru sýndar af nefndum Verkamannaflokksins og kunnugir, greindir menn fóru til White- chapel að sjá beztu myndirnar. . . En bragðið af gömlu súpunni er tekið að dofna. Síðu bartarnir á spilltum aðals- mönnum eru sýndir frá einu sjónar- horni og stuttu bartarnir á einfö'ldum bændum frá öðru. Enn bregður fyrir kaldhæðnislegum myndum af þunglama- legum myndastyttum, þótt sovézkum kvikmyndatökumönnum veitist sífellt erfiðara að koma með nýjar myndir af hrossum og keisurum. Siðferðiskennd „St. Pétursborgar“ er aúðvitað eins flekklaus og sú, sem speglaðist í „Móð- urinni“: Fátæki hljómlistarmaðurinn, sem ekki fær áheyrn í höfuðborginni, er góður, og hindr auðugu, sljóu vel- gerðarmenn hljómlistar eru vondir. Mað ur getur séð hvað þeir eru vondir á gimsteinum þeirra, styttunum þeirra, englamyndunum, ljósakrónunum og má'l verkum af nöktum konum.“ Dómur hr. Greenes var mildur, þótt hann litaðist ögn af eftirsjá, þegar hon- um varð hugsað til gömlu, góðu dag- anna, er allt virtist svo einfalt. Því var nefnilega svo farið, að allir sem sáu myndir Eisensteins og Pudovkins á þriðja tugi aldarinnar, lofuðu þær af ástæðum, sem oft áttu meira að þakka stjórnmálaskoðunum áhorfandans en listrænu mati hans á kvikmyndum. Á fjórða áratugi aldarinnar breytt- ist ástandið. Flokkaskipting varð milli gömlu byiltingarmannanna og fylgis- manna Trotskys. T.d. skrifaði stalínist- inn Robert Forsythe í The Masses gagn- Kvikmyndagerð í Sovétrikjunum ÓFRJÓTT SKEID HUGMYNDA KÚGUNAR 2. grein Ettir Richard Roud rýni, sem svipar helzt til kvennadálka- höfundar að dásama „Tónaflóð": „Skjót- ið upp flugeldum og hefjið dans á göt- unum! „Chapayev" er kominn í bæ- inn.“ Það er enginn vafi á því að slíkur lúðrablástur fyrir ágætri kvikmynd (en engu meistaraverki) stendur í nán- um tengslum við stjórnmálaskoðun þess, sem greinina skrifar. En gagnrýnandinn Dwight MacDon- ald, sem var úr hinum herbúðunum, var á öndverðum meiði: „Það eru ekki nema 12 ár síðan við gengum fullir lotningar í „litlu“ bíóin til að sjá nýju myndirnar frá Rússlandi. Þó hafa þeir undursamlegu möguleikar, sem lágu fyrir fótum kvikmyndagerðar um 1930, koðnað niður í kænlega sam- soðna hversdagsvelluna frá Hollywood og barnalega samsoðna hversdagsvell- una frá Rússlandi. Tvær kvikmyndir Eisensteins, „Potemkin“ og ,,Október“ voru kannski tindar þess blómaskeiðs í listum, sem fýlgdu vori hins nýja þjóð- félags. Árið 1929 var skrifstofuveldi Stalíns búið að ná heljartökum á öllum framleiðslutækjum ríkisins, og hið mikla sköpunartímabil í listum var liðið und- ir lok. Auðvitað er ýmislegt rétt í ummælum MacDonalds, en þau eru fyrst og fremst sprottin af stjórnmá'lalegum skoð unum hans, og einmitt þessvegna er hann mjög ósanngjarn við sovézkakvik myndagerð á fjórða áratugi aldarinnar. Margir gagnrýnendur nú á tímum mundu halda því fram að „Trilógía Gorkís“ eftir Donskoi, „Ivan“ og „Schors“ eftir Dovzhenlco og „Æska Maxims eftir Kozintsev og Traúberg séu að minnsta kosti eins merkar og hver kvikmynd eftir Pudovkin. Mörgum þykir snilligáfa Eisensteins njóta sín bezt í „Alexander Nevsky og „ívani grimma. Þegar MacDonald ritaði þessa gagnrýni, hafði hann ekki séð „ívan“, sú staðreynd að myndin er sögulegs efnis hefði áreiðanlega nægt til að láta hann gruna hið versta. Hann var ekki einn um þá afstöðu á þeim tíma, þótt ég búist við að hann væri það nú í dag. Það væri ánægjulegt að geta látið sem þessir dagar séu löngu liðnir, og að við höfum allir náð s'líkum stjórn- málaþroska að við getum horft á gaml- ar rússneskar kvikmyndir, án þess að stjórnmálaskoðanir þeirra séu okkur þyrnir í auga. En það er ekki lengra síðan en árið 1955 að hinn gáfaði maður Robert Warshow játaði það að hann hefði komið á sýningarhátíð sígildu þöglu, rússnesku meistaraverkanna „í þeirri von að finna að grundvöllur sov- ézkrar kvikmyndalistar á blómaskeið- inu væri falskur.“ Hann var hins vegar nægilega heiðarlegur ti'l að viðurkenna að frá fagurfræðilegu sjónarmiði væru þær stórkostlegar. En Warshow hafði ýmislegt við sið- ferðilega afstöðu kvikmyndanna að at- huga. Hann sagði, að þær táknuðu „sigur listarinnar yfir manninum." Hann færði rök fyrir þessari skoðun sinni með því að benda á hvernig Eisen- stein notaði kvikmyndavélina til að sýna mannlega eymd, en klippti svo miskunnarlaust sundur og felldi inn í aðrar myndir, sem sköpuðu snilldar'lega hrynjandi, en gerðu verkin um leið ómannleg. Þessi afstaða Warshows er fullkomlega réttlætanleg, en hefði hann tekið hana til kvikmynda frá öðru landi en Sovétríkjunum? Þegar rætt er og ritað um sovézka kvikmyndaframleiðslu eftir síðari heimsstyrjöldina, ber miklu minna á röngu mati eða rangri túlkun á Vestur- löndum. Það er af þeirri einfö'ldu ástæðu að Sovétríkin höfðu á þeim tíma engar góðar kvikmyndir að bjóða. Kvikmyndagerð í Rússlandi var alger- lega ófrjó frá stríðslokum og fram yfir 20. flokksþingið, er Krúsjeff afneitaði Stalín. Þá var framleiðslan endurskipu- lögc: og henni dreift um landi'ð. Eldri leikstjórar, sem lítið eða ekkert höfðu aðhafzt um langt skeið, tóku aftur til óspi'lltra málanna. Sovézkri kvikmyndagerð var borgið. Meira að segja hið opinbera kvik- myndamálgagn lýsti yfir: „Við viljum ekki fleiri óhlutlæga eða óraunveru- lega fulltrúa mannkynsins eða sovézks þjóðfélags, — heldur aðeins ákveðinn, lifandi mann, sem ekki hefur aðeins nafn og sjúkrasamlagsnúmer, heldur einnig mannlegt eðli og mannleg örlög. Og eftir það unnu sovézkir kvikmynda- gerðarmenn hvern sigurinn á fætur öðr- um: „Trönurnar fljúga, „Konan með litla hundinn," „Heiður himinn'1, „Kvæð ið um hermanninn", „Bernska Ivans“, „Níu dagar af ári“ og „Stríð og frið- ur“. Með árunum varð rússnesk kvik- myndalist betri og betri. Útgefandi: H:f. Árvakur, Heykjavík. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Hitstj.fltr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100. Jón Óskar, Nútímalíf Ég' kem til þín á hverju kvöldi Þú gefur mér kók Ég dansa nakin alla nóttina og þegar dagar byrja ég aftur Þú byrjai aftur Við erum gleymd öllum nema okkur Engin borg engir turnar engin blóðug stríð engin þjóðarmorð aðeins við tvö sem byrjum aftur aftur aftur aftur. 17. nóv. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.