Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 8
Kirkjan er meðal þeirra húsa, flateyskra.sem einna bezt ervið haldið. Hann Vigfús í Eyjólfs- húsi hefur iykiiinn og gerir það með góða að labba út þang að á hæðina og ljúka henni upp. Loftskreyting Baltasar er eins og vænta má, stórvel gerð og mun hans nafn lengi uppi í Flatey. Kirkjan stendur ann- ars ekki í kirkjugarðinum, hún er á sléttum jrasbala, austar. En hvað er húsið það hið litla, kumbaldinn aftur af kirkju Krists? Þeir kalla það gamla bókasafnið í Flatey og ekki veit ég hvort nokkur hefur lyk il þar að. Aftur á móti sést gegnum smáskornar rúður að fátt er þar bókakyns, enda hef ur bókakosturinn verið fluttur í betra hús. Samt var þetta merkilegt framtak á sínum tíma hjá Flateyjar Framfarastiftun. Meðal þess sem enn er inn- anstokks þarna er kistill, klædd ur selskinni, sagður úr búi Gísla Konráðssonar. Suður á eyjunni í námunda við Hölluhús eru leyfar af torfkofa, þar sat fræða þulurinn Gísli Konráðsson við heldur fátæklegan kost og skrif aði upp sagnir. Kistill sagnarit arans og rústin af kofa hans bregða dálitlu Ijósi á aðstöðu þeirra brennandi áhugamanna, sem unnu við annálaskriftir fyrr á árum. ★ Um stund höfum við Vigfús í Eyjólfshúsi gengið saman eft- ir stígum, sem nú mega heita grasi grónir af umferðarleysi. Hann hefur sýnt mér staðinn austur á hólunum þar sem Flat eyjarklaustrið stóð. Saga þess varð ekki löng og nú stendur eftir einn stcinn uppúr sverði og í hann klöppuð skál, trú- lega fyrir vígt vatn. Við gengum afíur inn í pláss- ið, gegnum Götuskarð, framhjá Vinaminni og Vertshúsinu. Vig- fús lýkur góðfúslega upp bóka safninu, sem nú er komið í sæmi legt hús þar norður á bökk- unum. Það gerir Vigfús þegar einhver þar um slóðir þarf á lesmáli að halda; baðst samt undan þeirri sæmd að vera kall aður bókavörður. Mér sýndist mest af gömlum bókum þar í hillunum; einnig Þórður Benjamínsson frá Hergilsey. Vigfús í Eyjólfshúsi og bókasafnið. ÉéMÉÉ Flateyjarkauptún, Grýluvogur inn og Silfurgarðurinn. Myndin er tekin upp úr aldamótunum. nokkrar nýjar, einkum frá Al- menna bókafélaginu. En lang- samlega merkast allra bóka og gagna í þessu safni er verk Flateyinga sjálfra: Persónusaga Flateyjarhrepps með ljósmynd- um af öflum sem til hefur náðst og handskrifuðum upplýsing- um. Úr þessari nýju Flateyjar- bók er mér minnisstæðust mynd in af móður Snæbjarnar í Herg ilsey; hrikalega ófríð hefur sú kona verið. Snæbjörn hefur ver ið talsvert líkur henni, hann var hvorki smáfríður né veiklu legur, enda þurfti hann á kjark og buröum að lialda. ★ Nú er Hergilsey ein þeirra eyja breiðfirzkra, þar sem menn hafa tekið upp tjaldhælanna og haldið á brott með allt sitt hafurtask. Þórður Benjamínsson var síðastur Hergilseyjar- bænda; hann brá búi þar 1946, en hefur allt til þessa nytjað hlunnindi þar í eyjum. Þórður flutti í Hólminn en hefur eins- konar sumarbústað í Vestur- búðum í Flatey; þar kalla sum- ir Paradís. Ég hitti Þórð heima fyrir í Vesturbúðum og hann sagði mér eitt og annað af búskap sinum í Hergiisey. Hann heldur við húsum í Vesturbúðum og féll ekki verk úr hendi meðan ég sat hjá lionum; sagðist vera því vanastur að hafa eitthvað að dútla við. Hann ber þess líka öll merki að hafa ekki setið svo mjög auðum höndum um daganna. Þórður man vel eftir Snæ- birni í Hergilsey; hann bjó þar enn, þegar Þórður byrjaði bú- skap 1925, en var mjög í ferða- lögum þá orðið og svo var hann að skrifa ævisógu sína. Af öllum veiðistöðum við Breíðafjörð hélt Snæbjörn mest uppá Oddbjarnarsker. Það er í vestur frá Flatey, ávöl bunga ekki ýkja stór, en þar var ver- stöð fyrr meir og sjást rústir af verbúðum. Mér er sagt, að sumar þeirra hafi verið kennd- ar við víti; efra og neðra víti. Líklega hefur þar ekki verið nein sældarvist á vetrum, þeg- ar brim gnauðaði á skerinu og órofin ágjöf. Mér er minnisstæð lítil saga úr Oddbjargarskeri, sem kona í Flatey sagði mér. Hjón þar í eyjunni, sem Gunnlaugur hétu og Sigríður, bjuggu við þunga ómegð og sára fátækt. Á vorin höfðu þau gjarnan þann hátt á að flytja í Oddbjarnar- sker og höfðu þá barnahópinn með. Eldri börnin gættu þeirra yngri í verbúðinni; þar voru þau látin ein meðan hjónin reru til fiskjar á bátskel. Nú var það eitt sinn að ill- viðri brast á skyndilega og kon an komin langt á leið. Þeim reyndist ókleift að ná í skerið en hleyptu undan og náðu landi einhversstaar nálægt Skor. Jafnframt tók konan léttasótt og ól barn sitt, líklega í fjör- unni eða skammt frá henni. Gunnlaugur fækkaði fötum og vafði þeim utan um barnið, sjálf sagt blautum og leitaði siðan eftir hjálp, mig minnir á Sjö- undá, þar sem þau Bjarni og Steinunn áttu heima i annan tíma. Alltaf biðu börnin úti í skeri og var ekkert að þeim, þegar foreldrar þeirra komust þangað að nýju. Meira að segja móðurinni og barninu nýfædda heilsaðist vel, en svona var lífs baráttan. Svo halda menn að áhyggjur, ótti og spenna sé nokkuð sem aðallega heyri til þessari öld. Þetta var raunar smá útúr- dúr, sem ekki kemur Þórði Ben jamínssyni við. Hann situr í skemmu í Vesturbúðum og hrær ir í gamalii málningu; lagið á botninum er eitthvað farið að þéttast. Hann fór að tala um búskapinn í Hergilsey á árun- um: — Það var erfitt að búa þar; heyskapur sóttur í aðrar eyjar, sem heyra undir jörðina, stund um í Sauðeyjar eða jafnvel upp á land. Túnið heima í Hergils- ey gaf af sér þrjú kýrfóður. Það var allt og sumt. Og við þrír bændur á jörðinni um tima. Rétt eftir stríðsbyrjun brugðu þeir báðir búi, sem á móti mér bjuggu, og ég hélt einn út í fjögur ár. Ekki það að maður væri einbúi; við áttum sextán börn og f jórtán komust upp. Það var betra að halda á spööunum í Hergilsey, samtals höfðum við tvöhundruð kindur og sex eða sjö kýr, jafnvel níu. I eyjum var yfirleitt karga þýfi, jafnvel ekki hægt að þurrka hey þar. Þessvegna var það mestallt flutt blautt heim í Hergilsey, bundið, borið á bakinu út í bát og síðan borið á sjálfum sér aftur uppá eyj- una. Aftur á móti nutum við góðs af hlunnindumHergilseyjar; 100 pund af dún, 100 kópa veiði og hefur aukizt núna upp í 130— 140. Hergilsey var metin 40 hundraða jörð og landskuldin greidd með dún, kíló af hverju jarðarhundraði. Svo ekki varð nú mikið eftir. Erfingjar Snæ- bjarnar eiga Hergilsey, lengi vel fimm manns, en nú eru erf- ingjarnir orðnir langtum fleiri. Ég var ekki búinn að minnast á lundann, lundakofuna, sem um miðjan ágúst var tekin til matar og söltuð. Það kalla Vest mannaeyingar pysju, en við köll um ungann kofu. Meðfram klettunum við Herg ilsey var hrokkelsalögn og síðla sumars fékkst lúða. Og fiskur á haustin. Iiann urðum við að' salta eða herða; það var varla um að ræða að kom neinu slíku á mrkað. Á sumrin var ekki hægt aö hafa féð í eyjunum, segir Þórð- ur — það var flutt í land á bátum og rekið til afréttar. En á haustin var það haft hér í Oddleifsey og þess gætt; þar er flæðihætta. Kýrnar gengu heima í Hergilsey og höfðu þá vatn þar. En húsakynnin í Hergilsey? — Jú þau voru mjög léleg og eigendurnir vildu ekki kosta neinu til að bæta þar um. Það var meðal annars þessvegna að ég fór. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. nóv. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.