Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 10
Kirkjan í Flatey og loftskreytingar Baltasars. A loftinu i Þar las undir skóla. Matthías Jochumsson FLATEY Framhald af bls. 9 börnin fædðust og dóu. Þarna er lágt til lofts, bitar í lofti og gólfflöturinn á að gizka tólf fermetrar. Ofar dyrum er stækkuð Ijósmynd frá 1898: Grýluvogur og Silfurgarð- urinn. Og húsin í baksýn. Vegg fóðrið er brúnleitt, mynstrað, mjög gamalt. Þó sá ég annað eldra. Jónína dró upp lúið vegg fóðursnifsi og sagði: Þessi bútur er frá Guðmundi Schev- ing og hann fékk þetta hjá Jör- undi Hundadagakonungi. — Giuggarnir eru mjög litlir, fjór- skornir, hurðir brúnmálaðar og urmull af fjölskyldumyndum á veggjunum. Uppi á loftinu eru kames og allt er þar hreint og vel við haldið. Þar uppi sat Matthías Jochumsson yfir bókum; ungur maður úr Þorskafirðinum, á- kveðinn í að ganga menntaveg- inn með hjálp góðra vina í þessu húsi. Á eftir stóðum við utan dyra og horfðum á aðfallið lykja um gamla Konráð í Voginum. Jón- ina sagði: Mér finnst alltaf jafn fallegt nérna, einkum og sér í lagi seint á kvöldin. Það er varla að maður geti komið sér í bólið. Við fórum víst að sofa á þriðja tímanum í nótt. Þá vor- um við búin að loka húsinu og ég sagði sísona við Friðrik, að nú væri gaman að fara inná eyju og sjá hvort komið væri upp í garðinum. Svo við opnuð- um aftur og gengum inneft- ir, en nóttin var svo falleg, að við gengum líka framá eyju. Þá var komin dágg á grasið og ég: sagði við Friðrik: Aldrei verð ég víst svo gömul hér í þessari eyju, að ég hætti að undrast þessa dýrð. Svo gengum við heim að sofa. — Niðurlag í næsta blaði. SMÁSACAN Framhald á bls. 5 eðlilegur hlutur. Hann fór aftur að strjúka rtfttunni. Hann hélt henni fyrir fram- an sig og strauk henni um höfuðið, eins og áður, hæguin jöfnum tökum. „Líttu á, hvernig hún reynir að glefsa í mig. En hún nær ekki til þess. Þegar maður snýr að henni flötum lófanum er ekkert til að bíta í.“ Hann hætti að strjúka rottunni og sneri sér að mér. „Um að gera að snúa alltaf þeirri hliðinni frá sér, sem ekkert er til að bíta í,“ sagði hann. „Láta ekki ná tangarhaldi á sér,“ Horaður líkaminn hristist, sem af hálf-bældum hlátri. Hinn ankannalegi svipur, sem ég hafði tekið eftir á andliti hans, var nú áberandi. Augun voru stór og gljáandi og andardrátturinn óreglulegur. „Jafnvel þótt um vini sé að ræða,“ hélt hann nú áfram. „Þeir bíta líka, þótt ekki séu rottur. Og þú ert eins. Þú bítur þá.“ Hann þagnaði nokkra stund, eins og hann væri að hugsa. „Rottubit eru einna skást. Rotta lætur skína í tenn- urnar áður en hún bítur, sjáðu.“ Hann hló enn og byrjaði aftur að strjúka rott- una. Hann virti hana fyrir sér og skælbrosti framan í hana. Hann talaði til hennar lágri röddu, og ég fann að hann hafði einhverja ofurást á þessu kvik- indi. Rottan espaðist við þetta og hvæs hennar varð að samfelldu sérkennilegu suði. Lítil, svört augun glömpuðu af hamslausum ótta. Kjafturinn var hálf-opinn, og löng veiðihárin bifuðust. Allt í einu tók ég eftir, mér til orðlausrar undrunar að hann var farinn að hvæsa á móti kvikindinu. Það var merkilega líkt því hljóði, sem rottan gaf frá sér. Hást langdregiö og reiðilegt hljóð, sem minnti á óargadýr. Einhvers staðar ofan úr kokinu og út á milli tannanna brauzt þetta lága og dýrslega hvæs, og ég sá að hann lék þennan óhugnaleik af djúpri inn- lifun. Það var ekkert mannlegt við þessa sjón, rottan tryllt af ótta, hann af yfirburðagleði stærra dýrs. Um stund hlustaði ég á þetta fullur óhugnaðar. Svo þreif ég til hans annarri hendi. „Hættu þessu,“ sagði ég. „Hættu.“ Hann snerist á hæli. Um stund var sem hann áttaði sig ekki, en svo leit hann á mig, og um andlit hans lék breitt ögrandi bros, og augun ljómuðu af vitfirrings- legri gleði. Hann Ieit aftur á iðandi kvikindið í greip sér, og tak hans þéttist. Ég greip ósjálfrátt um handlegg hans, til að varna því að hann kreisti hana til bana. Hann hvessti á mig augun nokkra stund, en svo fór hann að flissa bjálfalega. „Þær eru grimmar," hló hann hásri röddu. „En þó verða þær að láta í minni pokann fyrir mér. Hún reynir að bíta, lítt‘á.“ Fingur hans strukust við trýnið á rottunni og hún glefsaði eftir honum aftur og aftur, án árangurs. Hann pírði augun og flissaði. Svo varð hann allt í einu hvass á brún og sló rottuna snöggt á trýnið. Hún ýlfraði og vék hausnum undan. Það fór um mig hjollur. Pilturinn lyfti höfðinu, svipur hans varð hátíðlegur og valdsmannslegur. „Ég refsa þeim, refsa þeim harðlega," sagði hann skrækri röddu. „Þær komast ekki upp með neitt, það er ég sem ræð.“ Rödd hans nálgaðist öskur, og hann hló reiðilega. Hönd hans krepptist enn fastar og rottan braust ofsalega um. Það var barið í vegginn í klefanum við hliðina, til að heimta hljóð. Það var eins og honum brygði dálítið og hann liorfði þrjóskulega á vegginn. Svo leit hann á mig. Andlitssvipur minn mun hafa borið ótvíræð merki undrunar og andstyggð- ar, því augnaráð hans varð skyndilega skömmustulegt og flóttalegt. Hann ætlaði að segja eitthvað en hætti við það. Varir hans titruðu, og hann gaut augunum tii dyranna. Hann stakk rottunni í vasa sinn og hélt fyrir opið, svo hún stykki ekki upp úr honum aftur. Hann þurrkaði svitann úr andliti sér með jakka- erminni, og ég sá að hann var farinn að titra, eins og honum væri kalt. Allt í einu tók hann viðbragð, hljóp út úr klefanum, og skildi dyrnar eftir opnar að baki sér. Hann hljóp niður skipsganginn og rakst harkalega á öldruð hjón, sem voru þar á gangi. Þau sneru sér við og horfðu forviða á eftir honum. Ég sá hann aldrei framar. Þó svipaðist ég oft um á skipinu, til að vita hvort hann væri ekki einhversstaðar nærri. En það var engu líkara en hann liefði gufað upp. Jafnvel þegar farþegarnir gengu frá borði var hann livergi sjáanlegur. Síðar datt mér hann oft í hug. Ég talaði um þetta furðulega atvik við þá vinl mína, sem ég taldi bezt hafa skilning á slíkum málum, og dómur þeirra var oftast á þá Iund að ég hefði hitt vitskertan mann. Raunar var ég sjálfur sömu skoð- unar, og þegar lengra leið mátti hann þoka fyrir ýmsum alvarlegri málefnum, sem á mig leituðu. Það liðu tvö ár, og það var langt síðan mér hafði dottiö hann í hug, þegar ég var skyndilega minntur á hann á ný. Ég var nýkominn heim frá vinnu, þegar mér var fengið bréf, sem reyndist vera frá ókunnum manni á hælinu. Herbergisfélagi hans hafði beðið hann að skrifa mér fyrir sig. Þessi herbergis- félagi hans, sem nýlega var Iátinn, vildi biðja mið velvirðingar á einhverju, sem ekki var nánar greint. Hjá línum þessum var lagður tíukrónaseðill. Haustdagar í París Framhald af bls. 2. anda ákveðinnar stefnu. Fólk muni sneiöa hjá leilkhúsuinium, ef það fari að halda að því beri skyldla ti!l að láta sér leiðast á leikisýninigu, að s'kemmtun sé andstæð lisfcimni. Á það hefur oft verið bent, að yngri skáldin séu mörg gjörsneydd kímni og líti á gamansemi sem órækastan vott um spi'llt borgaralegt hugarfar og á- byrgðarleysi í veröld, sem eigi kjarn- orkustyrjöld í vændum, og er þá ekki í fyrsta skipti, sem heimsendi hefur ver- ið spáð. Það virðist skjóta dálítið skökku við, að börn allsnægta skuli vera svo laus við kímni, eða kímni þeinra evo sjúk- leg, að hún er á mörkum andlegrar bil- unar, en reynslan sýnir, að háð og spott er leynivopn í harðri baráttu. Þannig hafa oft erfiðleikar uppvaxtaráranna þjálfað skopskyn ýmissa frægra humor- ista, og í einræðislöndum er skopið oft eina vopnið, sem bítur. Dæmi Svía vek- ur þann grun, að velferðarríkið bjóði ekki upp á annað en leiðindi, þar sem fáránleg uppátæki séu einu úrræðin. Leikritagerð í Frakklandi er í molum um þessar mundir, hvort sem það stafar af áhugaleysi leikhúsgesta, getuleysi höfundan-na til að vekja þann áhuga eða af þröngsýni og hlutdrægni gagnrýn- endanna, eða af enn öðrum ástæðum, sem ekki luggja í augum uppi. Ionesco, Beckett, Genet, AnouMh, Ad- amov, og fleiri af þekktustu leikskáld- um Frakklands eru allir komnir yfir fimmtugt, og enn sem komið er hafa ný- ir höfundar ekki skotið upp kol'linum, svo að hægt sé að bala uim ynigri skálda,- kynslóð. E.t.v. er þungamiðja leiklistarlífsins I Frakklandi að færast burt frá höfuð- staðnum til minni borga út um lands- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. nóv. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.