Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1968, Blaðsíða 12
Ólympíuleikarnir Framhald af bls. 7. meðvitundar um þeirra eigin list og menningu: sem sögu- svið eftirlætis óperu hans, „Meistarasöngvararnir". Þarna „im Deutschlands Mitten“ hafði Wagner látið hina dularfullu ofbeldishneigð í hjörtum mann- anna brjótast út í miðnætur götubardaga lærlinganna og veitt henni síðan í rás leikja, dansa og söngvasamkeppni landi þeirra til dýrðar í síð- asta þætti. Hitler vildi að Núm berg yrði aftur háborg þýzkr- ar menhingar, svið glæstrar íþróttahátíðar í þýzkum þjóð- ernisanda. „Hin árlega sam- koma okkar þarna“, sagði hann, „hlýtur, að ég held, að gefa borginni í 10 daga svip hinna fomu olympisku leikja". Er að því kom að undirbúa Olympíuleikana, mótaði hann þá eins nákvæmlega og unnt var eftir Núrnberghátíðunum. Það áttu að vera flögg, skrúð- göngur, ljósaflóð í myrkrinu. Olympíuleikvangurinn, gerður handa 100.000 áhorfendum var endurtekning á samþjöppunar- áhrifum Núrnbergleikvangsins eða Zeppelinfeld — þar voru sömu risavöxnu pallarnir og súlnaraðirnar, sem minntu á gríska byggingarlist í snubb- óttari frumstæðari mynd. Fyrir utan leikvanginn lá Maifeld, sýningarsvæði fyrir enn stór- brotnari íþróttasýningar og stærri áhorfendaskara, eftirlík ing af Marzfeld við Núrnberg þar sem skriðdrekar og fall- byssur voru sýnd, og að því lá ægibreið hátíðagata með fánastöngum á báðar hliðar í líkingu við granitlagt breið- strætið uppað áhorfendapöllun- um í Núrnberg. Athyglisvert er að flestum mannvirkjunum í Núrnberg var lokið fyrir flokksstefnuna árið 1936. Bygg- ing þeirra og Olympíusvæðis- ins í Berlín fylgdist að. Hitler gat ekki haft alger yf- irráð yfir Olympíuleikunum. Viðhafnaratriði leikanna sjálfra voru í höndum Alþjóða Ol- ympíunefndarinnar. Fyrsta til- raun hans til að beygja hana undir vilja sinn — með því að mótmæla þáttöku þýzka full- trúans í undirbúningsnefndinni, Dr. Lewald en hann var af Gyðingaættum — var kveðin í kútinn með ákveðinni hótun um að halda leikana annars- staðar. En hann gat umlukið þá brynju nazismans, eða því sem næst: hann gat sett upp fyrir þá stórfenglegra leik- svið en áður hafði þekkzt, hlaðið þá meira pompi og prakt en dæmi voru til um Olympíu- leika. Með því myndi hann ekki aðeins sanna að Þýzka- 'land nazismans hefði heimtað aftur sess sinn á bekk með öðrum þjóðum. Hann myndi færa þeim heim sanninn um líkamlega og menningarlega endurnýjaða þjóð, þar sem nú- tímafólk stæði vörð um sið- menningu tekna að erfðum frá Grikkjum. Tvær ástæður liggja til þess að Hitler leit á Olympíuleik- ana og hervæðingarsýningar sínar í Númberg frá sama sjónarhóli. Önnur var hin sér- stæða afstaða Þjóðverja til íþrótta. Upphafsmaður íþrótta- hreyfingarinnar í Þýzkalandi var Ludwig Jahn, þýzkur skóla kennari, sem fengið hafði þá flugu í höfuðið eftir að Napól- eon hafði hertekið Þýzkaland, að efla kjark landa sinna með fimleikum. Ungu mönnunum, sem gengu í útifimleikaskóla hans sem hann stofnaði í Ber- lín árið 1811, var kennt að líta á sjálfa sig sem einskonar tilvonandi lausnarasveit fyrir hið auðmýkta og ánauðuga Vat- erland, sem herðast skyldi til framtíðarbaráttu fyrir endur- heimt frelsisins. Þessi hefð varð þungamiðjan í menntun Þjóðverja á nítjándu öldinni. Skólar hennar, sem kallaðir voru „gymnasium" eftir skóla Jahns, gerðu 'líkamsþjálfun og kennslu í germönskum fræðum að lið í baráttunni fyrir endur- reisn þýzka heimsveldisins. Á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar tók hefð Jahns óheillavænlega stefnu. Óánægð- ir uppgjafahermenn úr fyrri heimsstyrjöld, sem bannað var að bera vopn eða mynda hern- aðarleg samtök en trúðu því statt og stöðugt að þeir hefðu sigrað ef lýðveldissinnar í Berlín hefðu ekki vegið aftan að þeim með því að gefast upp, hópuðu sig saman í svokölluð íþróttafélög. í skjó'li þeirra gátu þeir marsjérað og haldið heræfingar þar sem ekkert vantaði nema vopnin, unz stund hefndarinnar rynni upp. Nazistaflokkurinn var sjálfur af slíkum uppruna. Stormsveit- ir hans — sem áður fyrr voru mannaðar hraustmennum flokksins — voru upphaflega stofnaðar af Hitler og Röhm árið 1921 sem „fimleika og íþrótta“ félög. Stormsveitirnar urðu síðar fullgildir herflokkar, en merki þeirra var upp tekið af Hitlers- æskunni, sem óx að meðlima- fjölda á fjórða áratug a'ldar- innar úr 100.000 í nærri átta miljónir. Meðlimir Hitlersæsk- unnar voru þjálfaðir frá sex ára aldri til átján ára í íþrótt- um, útilegum og hermennsku og enduðu á sex mánaða þegn- skylduvinnu við lanbdúnaðar- störf. f ávarpi til æskunnar á Maídag 1936 tók Hitler af all- an vafa varaðndi þessa miklu líkamsþjálfun: „Við verðum að eiga harða æsku, ti'l þess að hún geti mætt lífinu í allri þess hörku án þess að bugast eða blikna". Af augljósum ástæðum mun- aði nazismann meira í líkam- lega en andlega þjálfun: hinn mannlegi dreki þarfnaðist sterkra, vel þjálfaðra lima, en ekki aragrúa af upplýstum, spyrjandi heilum. Eftir hans kokkabókum var góður heili hlýðinn, vi'ljugur, dyggur og samlagaður: efagirni var merki um sýkingu, úrkynjun. ,,Hin svokallaða rökhyggjuöld". sagði Hitler á íþróttaþingi í Stuttgart árið 1933, „var á góðri leið með að skapa al- óhæfa kynslóð. Ofmat á þekk- ingu leiddi ekki eingöngu til skeytingarleysis um líkamsvöxt og styrkleik heldur einnig til virðingarleysis fyrir likamlegri vinnu. . . Sá sem fyrirlítur krafta og líkamshreysti hefur þegar orðið fyrir andlegri brengiun“. En framhaldið bendir á aðra ástæðu til þeirra tengsla sem í huga hang voru á milli Núrn- berghátíðahaldanna og hinna fornu Olympíuleikja: „Að við í dag viðurkennum fegurðarhug- mynd sem vekur okkur skiln- ing á þeirri mynd sem við okk- ur blasir frá hinum forna heimi, er vegna þess að þýzkt mikilmenni (hann átti við Lud- wig Jahn) kenndi okkur að ná aftur jafnvæginu milli sálar og líkama með íþróttaiðkunum". íþróttir voru í huga Hitlers bundnar rótgrónum hugmynd- um hans um listir, siðmenningu og kynþáttamismun í eilífri hringrás. Fáum vikum áður en Otto Strasser, hinn vinstri sinnaði dagblaðsritstjóri var rekinn úr flokknum árið 1930, sagði Hitl er honum að fyrir sér væru öll skil á milli hinna ýmsu stefna í evrópskri list út í blá- inn. „Það er aðeins ein ódauð- leg list —sú grísk-norræna, og a'llt tal um „hollenzka list“, „ítalska list“ og þýzka list“ er jafn heimskulegt og að líta á gotneskan stíl sem sérstakt form. . . Þetta er alltsaman ekk- ert annað en grísk-norræn list og allt sem verðskuldar að vera kallað list getur ekki verið annað en grísk-norrænt.“ Til þess að ,fá heila brú í þetta þrugl er nauðsynlegt að vera kunnugur trú þeirra naz- ista á aríska kynþáttinn, eins og hún er framsett af mann- fræðilegum æðstapresti og goð- sagnafræðing þeirra Alfred Rosenberg. í bók sinni „Goð- sögn tuttugustu aldarinnar", sem kom næst „Mein Kampf‘ að vinsældum allt nazistatíma- bilið, setti hann saman lang- sótta sögu um Ijóshært og blá- eygt fólk, er upprunnið væri einhversstaðar norðanvert við Dóná en hefði flutzt suður og austur á bóginn og væri ekki aðeins höfundar hinnar zara- þustrisku sóldýrkunar í Pers- íu og Hindúaheimspeki Ved- anna, heldur og grískrar menn- ingar sem öll hin síðari sið- menntun Evrópu sé sprottin af. Siðmenning Hel'lena hefði drabbast niður fyrir áhrif lýð- ræðis, óhlutstæðrar hugsunar og kynblöndunar — en hvar sem logi siðmenningar blossaði upp siðar — í Róm, við hirð Karlamagnúsar, í siðaskiptun- um — hefði kveikjan verið af arískum toga. Nú var kyndillinn loksins kominn aftur til sinna nor- rænu heimkynna. Þýzkaland skyldi verða nýtt Hellas, vold- ugra og fastara fyrir því þar átti að varast þá útþynningu kynþáttarins, sem orðið hafði öllum fyrri ariskum heimsveld- um til falls. Þar átti að endur- skapa göfuga list hins aríska Grikklands, þar sem hinn mikli kynþáttur hafði íhugað sinn eigin líkamlega fullkomleik, hina norrænu fegurð afreks- manna og íþróttamanna sinna og Olympsguða. Því var það að Hitler valdi Núrnberg, hina norrænu Ol- ympíu, til þess að 'lýsa yfir setningu laga sinna gegn Gyð- ingum á landsfundinum árið 1935. Því var það að uppáhalds list hans var grófgerðar nor- rænar risaeftirlíkingar af nökt- um glímuköppum og kringlu- kösturum Forn-Grikkja. Því var það að merkið sem blakti frá hverri fánastöng meðfram götum Berlínar í ágúst 1936, var hið forna persnesk-gríska sólartákn, svastikan, og þess- vegna var það sem hann lýsti yfir því með hreykni við setn- ingu Olymípuleikanna, að til að ljúka, með samþykki grískra yfirvalda, uppgreftri sem hafinn hafði verið á nítj- ándu öld á hinu forna leik- svæði í Olympíu. Vitanlega var ekkert af þessu gert svo áberandi að það styggði hinar mörgu þúsundir gesta sem flykktust til Beri- ínar í júlí 1936. Eftir að Hitler hafði rofið Locarno sáttmálann og hernumið Rínarhéruðin í marzmánuði, lýsti hann sig ánægðan og friðelskandi. í miðjum júlí skrifaði hann und- ir samning við Austurríki þar sem hann ábyrgðist því full- veldi og sjálfstæði sem þýzku ríki og The Times hýllti þenn- an viðburð sem vísir að raun- verulegri einingu í Mið-Ev- rópu. Sóknin gegn Gyðingum var látin liggja í láginni á meðan á leikunum stóð — meira að segja var Gyðingastúlku, Hel- enu Meyer leyft að vera með í kvennasveit Þjóðverja í skylmingum. Hið magnaða hat- ursrit Julíusar Streicher, Der Stúrmer, var ekki til sölu eða sýnis á götunum og auglýsing- ar á gistihúsum, verzlunum og veitingastöðum um að Gyðing- ar væru ifla séðir þar, voru teknar niður. Þær milljónir marka, sem eytt var í Olympíuleikana taka af allan efa um það hve nazist- unum var mikið í mun að þeir heppnuðust vel. í útvarpssend- ingar einar saman fóru tvær milljónir marka. í marga mán- uði fyrir leikana var þýzku- námskeiðum og upplýsingum um ferðalög í Þýzkalandi út- varpað á stuttbylgjum um heim allan. Fyrir leikana sjálfa voru 450 auka útvarpsstarfs- menn kvaddir til Berlínar og 300 hljóðnemar, 220 magnarar og 20 útvarpsvagnar voru til reiðu handa erlendum útvarps- mönnum. Ymsar skoðunarferðir nutu fjárstyrks frá ríkinu. Berlin var eitt fánahaf. Frá árinu áður hafði mikil skrúð- göngubraut verið lögð vestur- yfir borgina frá Brandenborg- arhliðinu og voru fánastengur meðfram henni mestalla leið- ina og austan við hliðið hafði hinum frægu, gömlu linditrjám á Unter den Linden verið fórn- að ti'l þess að gatan yrði nógu breið fyrir skrúðgöngurnar. Eft ir henni reikaði fyrirfólkið alls staðar að úr Evrópu. í brons- og marmarastyttum forsal Adl- on, sem er „Grand Hotel“ Yicki Baum, var þröng kóngafólks — konungur Búlgaríu, krónprins- ar Ítalíu, Grikklands og Sví- þjóðar — auk fyrirliða og for- manna Olympíusveita og nefnda. Margir auðugir íþrótta- menn, svo sem Burleigh lávarð- ur, sem var fyrirliði brezku sveitarinnar, höfðu freistast af tækifærinu til að reyna bíla sína á nýju hraðbrautunum og Bever'ley Nichols, sem var einn af hundruðum blaðamanna i borginni, segir að þar hafi mátt sjá heilar fylkingar dýr- indis bifreiða af öllum tegund- um. í fyrsta sinn frá styrjaldar- lokum leysti Berlínarlögreglan öll höft af næturlífi borgar- innar — „ef allir koma sem bú- ist er við, var sagt í gamni í Berlín, „verða veitingahúsin að afgreiða kvö'ldverð fram að fótaferðartíma, — og skækjur konur og karlar, gengu ljósum logum um Friedrichstrasse og Kurfúrstendamm eins og á dög- um spillingarinnar eftir -1920. Niðurlag í næsta blaði. Unnur Eiríksdóttir Regnið og stúlkan Þannig regnið yfir fuglunum runnunum og svartri nóttinni þannig regnið fuglarnir og nóttin á endalausri hringferð kringum stúlkuna sem hefur numið staðar til að hrista sand úr hárinu úr skónum hringlausir fingur strjúka lokk frá enninu og augu hennar ljóma líkt augum herforingjans þegar valurinn er þakinn dauðum mönnum yfir hrafnarnir regnið og svört nóttin hamiagja hamingja syngur blóð hennar eld meiri eld segja varir hennar rauðar og þyrstar líf segja hreyfingar hennar og áfjátt brosið herforingi á skemmtigöngu hvísla runnarnir hvísla fuglarnir hvíslar eilífðin og brosir. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. nóv. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.