Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Page 1
0 | 44. tbl. 24. névember 1968. — 43. árgT Menn trúðu j)ví að geðveiki væri ólæknandi og geðveikra- hælin voru einskonar dýflissur. * Glæpr og refsing * ó orð í málinu draga að sér athyigli okkar eins og orð- in „glæpur“ „ofbeldi“, „hefnd“ og „rangindi". Okkur hryllir við glæpum: við dáum réttlæt- ið: við miklumst af því að við lifum eftir landslögum. Ofbeldi og hefndarþorsta fordæmum við sem óverðug í okkar siðmenn- ingu og göngum út frá því sem gefnu að allar mannlegar ver- ur séu sama sinnis. Samt halda glæpir áfram að vera þjóðarskömm og alheims- vandamál. Þeir eru ógnun, skelfing, eyðsla og eyðilegging, þeir eru allsstaðar og virðast fara í vöxt. í rauninni fer þeim ekki fjölgandi en þeir eru vissulega í vexti hvað snertir sýnileik og viðbrögð almenn- ings við þeim. Kerfi okkar til að hafa hem- il á glæpum er gangslítið, órétt- látt kostnaðarsamt. Fangelsi virðast gerð með hringhurðum þar sem sama fólkið fer inn og út, inn og út. Hvern varðar um það? Fangageymslur okkar, ómannleg betrunarhús og níð- angursleg ríkisfangelsin eru troðfull. Vitað er að þau eru heilsuspillandi, hættuleg, sið- spillandi, ósæmileg og glæpa- örvandi lastabæli. Það hafa ekki allir fundið af þeim smjörþefinn eins og sumir okk ar. Það hafa ekki margir hlust- að á stunurnar og formæling- arnar. Það hafa ekki allir horft á hatrið og örvæntinguna í þús- undum tómlátra, tærðra and- lita. En einhvernveginn vitum við samt öll, hversu hörmuleg fangelsin eru. Við viljum hafa þau þannig. Og þau eru þann- ig. Hvern varöar um það? Atvinnuþorpurum og stór- giæpamönnum vegnar betur en nokkru sinni fyrr. Spilavíti blómgast og dafna. Fjárdráttur og svik eru ef til vill algeng- ari en nokkur annar glæpur en verða sjaldnast uppvís. Við erum öll rænd og við vitum hverjir ræningjarnir eru. Þeir búa í næsta húsi. Hvern varðar um það? Almenningur hnuplar millj- ónavirði af fatnaði og matvör- um úr stórverzlunum, hand- klæðum og lökum úr gisti’hús- um, glingri og smádóti úr búð- um. Almenningur stelur og sami almenningur endurgreiðir í hærra vöruverði. Hvern varð- ar um það? Hvað eftir annað tekur ein- hver til að hrópa um þetta ástand rétt eins og ég geri núna. Timarit hrópa. Dagblöð- in hrópa. Útvarps- og sjón- fréttamenn hrópa ( eða þeir „harma“ það allavega) Sál- fræðingar, félagsfræðingar, lög fræðingar, fangaverðir og skyn samir lögreglustjórar ganga í kórinn. Stundum heyrist í rík- isstjórum, borgarstjórum og þingmönnum. Þeir hrópa um að ástandið sé slæmt, slæmt, slæmt og fari versnandi. Sumirleggja til að við hættum umsvifalaust við úrelt fyrirkomulag og tök- um upp vísindalegar aðferðir. Aðrir hrópa hið gagnstæða. Ætlum við að halda áfram að skella skollaeyrunum við greinilegum vísbendingum vís- indalegra uppgötvana um við- eigandi breytingar? Hvers- vegna hefur almenningur slíkt langlundargeð, hví þetta sinnu- leysi, sem er um leið áframhald- andi sjálfstortíming? Hve marga forseta (og aðra þjóð- félagsþegna) þurfum við að missa áður en við höfumst að? A- lmenningur hegðar sér eins og sjúklingur, sem boðið er uppá aðgerð sem hann ótt- ast, til lækningar meinsemd hans. Við þekkjum öll hvernig tannpína getur lognast útaf í biðstofu tannlæknisins, eða magaverkur horfið þegar kom- ið er í lækningastofuna. Hvers vegna skyldi þjáður maður leita sér lækninga og hafna henni svo? Er það eingöngu hræðslan við sársaukann af aðgerðinni? Er það óttinn við óþekkt eftirköst? Er það van- traust á hæfni læknisins? Vafa laust allt þetta. En, eins og Freud gerði svo óumdeilanlega grein fyrir, sjúklingnum háir alltaf að nokkur einhver spillandi, innri andstaða gegn lækningunni. A annan bóginn líður hann þján- ingar af kvilla sínum og þráir EFTIR dr. Karl Menninger -iJ bata. En hann þjáist samtímis af svikulum tilhneigingum sem berjast gegn öllu er valdið gæti breytingum í sjálfum honum, jafnvel bata?. Eins og Hamlet veltir hann því fyrir sér hvort ekki muni skárra, að öllu at- huguðu, að sætta sig við gam- alkunna verki og stingi, sem gamla fyrirkomulaginu eru sam- fara, en að horfast í augu við ókunn vandamál nýrrar aðferð ar, jafnvel þótt hún kunni að vera betri. Niðurstaðan verður óhjá- kvæmilega sú, að þjóðfélagið vill glæpi, þarfnast glæpa, og hlýtur ákveðna fullnægju af núverandi rangmeðferð þeirra. Við fordæmum glæpi, við refs- um afbrotamönnum fyrir þá, en við þörfnumst þeirra. Glæpa og refsinga siðareglurnar eru hluti af tilveru okkar. Við þurf- um að hafa glæpi til að furða okkur á, til að njóta gegnum aðra, til að skeggræða og bolla- leggja um, og til að hneykslast á opinberlega. Við þurfum glæpamenn til að finna okkur sjálf í, til að öfunda á laun og refsa dyggilega. Þeir gera fyrir okkur allt það forboðna og ólöglega sem okkur langar til að gera og eins og blóra- börnin í gamla daga bera þeir þun'gainn af rang' ikipting ise'kitar og refsingar — „ranglæti heimsins11. Við verðum öll að játa að það er eitthvað við ofbeldi, sem verkar heillandi á okkur. Við vitum, að fæstir glæpir eru of- stopaverk en gleymum því vegna þess að glæpur er brot, sprenging, splundrun — jafn- vel þegar hann er framinn há- vaðalaust. Okkur finnst öllum glæpur vera sama og ofstopi. Sjálft orðið „ofbeldi" hefur uggvekjandi, ógnandi eigin- leika. . . Merking þess gefur í skyn eitthvað hræðilegt, vold- ugt, eyðileggjandi eða umturn- andi. Það er eitthvað sem okk- ur hryllir við — eða hvað? Fyrstu áhrif þess eru að gera okkur hverft við, skelfa okk- ur — vekja jafnvel viðbjóð. En við hlaupum ekki alltaf burt frá því. Því að ofbeldi gerir okkur líka forvitin. Það er spennandi. Það er drama- tískt. Að vera áhorfandi og stundum jafnvel þátttakandi í því veitir okkur hina römmustu ánægju. D agblöðin sjá okkur sí- fellt fyrir ofstopafregnum hvaðanæva úr heiminum. Þau gernýta hinn dramatíska safa þeirra oft á kostnað hóflegs fréttaflutnings af umfangsmeiri eyðileggingu en þar sem minna er um ofsann — eins og flóð- unum í Flórens til dæmis. Orð eins og slysfarir, sprenging, árekstur, árás, strand, morð, skriða, nauðgun og rán kalla fram myndir af eyðandi umbrot um sem við getum ekki haft augun af. JafnVel friðsamlegar afhafnir eru oft megnaðar of- stopa í líkingamáli fyrirsagna. Samvinna er „rofin“ tenzl eru „slitin", verð „hrynur" ogfrum varp er „fellt“. Auk þessa halda kvikmynd- ir og sjónvarp uppi stöðugum sýningum okkur til skemmtun- ar á bardögum, áflogum, meið- ingum, hnefahöggum, misþyrm ingum, drápum, byssuskotum og þvíumlíku sem er áhrifaríkara en nokkuð, sem dagblöðin geta lýst. Mikið af þessum ofstopa- sýningum er óheiðarlega flutt: atriðin eru aðeins hálf-„raun- sæ“, þau eru fölsuð og fegruð. Sársauka er ekki hægt að mynda: grettur gefa í skyn en gera ekki ákefð hans nein skil. Og sár eru sjaldan sýnd — í öllum ofstopanum. Þessi and- lega óheilbrigða hlið á gerfi- ofbeldi sjónvarpsins deyfir skyn áhorfandans með því að koma því inn hjá honum að þó það kunni að vera óþægilegt af láta berja sig, sparka í sig, stinga í sig, og stappa á sér þá sé það hvorki mjög sárs- aukafullt né alvarlegt. Því eft- ir að hetjan hefur verið barin og slegin niður, veltir hún sér um hrygg, opnar augun, sprett- ur á fætur, hristir sig og skjögr ar áfram. Afleiðingar ofbeld- isins er sá þáttur sem bæði sjónvarp og kvikmyndafram- leiðendur og áhorfendurnir leit- ast við að breiða yfir. Þótt flest okkar segist hafa óbeit á grimmd og skemmdar- fýsn, er það að nokkru leyti sjálfsblekking. Við afneitum of beldi en sökum aðra um að hafa ánægju af því. En stað- reyndirnar tala sínu máli. Við höfum unun af ofbeldi, öll . saman, og höfum leynda sekt- arkennd út af því, en þar er komin önnur skýring á and- stöðu almennings við umbætur í afbrotamálum. H öfuðsyndin sem freistar okkar allra er löngunin til að særa aðra og þessa synd verð- úm við að forðast ef vi'ð eigum Framh. á bls. 2 Fyrr á öhlum bcittu menn pyntingar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.