Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 2
tlh.Ji rftl 'T* Clœpir og refsing að lifa í samlyndi. Ef unnt er að beizla, stýra og upphefja eyð- ingarorku okkar höldum við lífi. Ef við getum elskað getum við lifað. Ef ekki tekst að hafa hemil á þessari eyðingarorku okkar gæti hún orðið til að tor- tíma okkar beztu vinum, eins og varð um Alexander mikla, eða ímynduðum „óvinum" og jafnvel bláókunnugu fólki. Og það sem verst af öllu er — frá sjónarmiði einstaklingsins — hún gæti tortímt okkur. í tilveru mannsins um alda- raðir hefur mörgum tækjum verið beitt til að ná taumhaldi á þessum eðlislægu sjálfseyð- ingar- og glæpatilhneigingum. Hin fyrstu hafa án efa byggzt á ótta — óttanum við hið ókunna, ótta við refsandi töfra- kraft, ótta við endurgjald sam- félagsins. f stað þessara ytri meðala komu svo smám saman lögin með allar sínar tilfæring- ar, trúin með sínar siðareglur og þjóðfélagslegar umgengnis- venjur. Áður fyrr krafðist dagleg lífsbarátta þess af hverjum ein- staklingi að hann beindi mest- um hluta árásarorku sinnar að umhverfinu. Hann þurfti að fella tré, verjast villidýrum, ryðja þungum hindrunum úr vegi, lyfta miklum byrðum. En þessu hefur vélin breytt öllu smám saman. Nú á dögum út- heimtir daglegt líf flestra eng- an ofsa, enga bardaga, engin dráp eða lífsháska, enga skyndi lega regináreynslu: ef til vill snarpt átak einstöku sinnum, en ekki til að rífa, ryðja mola, merja. Og vegna þess að ofstopinn hefur ekki lengur neinn lög- mætan og gagnlegan farveg eða tilgang, verður að bæla hann allan niður nú á dögum. Áður var útrás ofstopans oft talin til dyggða, nú er bæling hans dyggð. f bælingunni er fal in táknræn og óbein útrás ofs- ans — hann er mótaður, „eim- aður“ eins og Freud kallaði það, „gerður skaðlaus" eins og Hartmann komst að orði. Líf okkar allra er dagleg leit að siðsamlegu jafngildi beins of- beldis. Landslög og Boðorðin tíu, umferðamerki og afsalsbréf, girðingar og hurðir, prédikan- ir og hljómleikar, jólatré og rokkhljómsveitir — allt þetta og ótalmargt fleira eru hjálp- armeðul nútímans gegn ofbeld- inu. S amverkamaður minn, Bruno Bettelheim, álítur að við veitum ekki æskufólki okkar nægilega kennslu í því að stýra ofbeldishneigð sinni. Hann minnir okkur á að ekkert hafi verið forfeðrum okkar hugstæð ara. Illionskviðan er skáldverk um ofstopa. Mikið af Biblíunni eru frásagnir af hamförum. Eitt hegningarkerfi og margar uppeldisaðferðir fela í sér of- beldi, — „ofbeldi til að bæla niður ofbeldi". Og í greininni „Ofbeldi — vanrækt hegðunar- form“ segir hann að lokum: „Við erum ekki fær um að fást við ofbeldi á skynsamlegan hátt fyrr en við erum reiðu- búin að líta á það sem þátt í mannlegu eðli og þá mun okk- ur verða Ijóst að möguleikun- um til að veita ofbeldishneigð- inni útrás hefur nú fækkað svo mjög að regluleg og örugg tæming er ógerleg". Hversvegna erum við ekki öll glæpamenn? Öll höfum við tilhneigingarnar: öll höfum við tilefnin. En siðmenntunin, sem höfuðáherzlan er lögð á í þjóð- félagslegu uppeldi, kennir okk- ur hvað okkur er óhætt að gera. Hvað er það þá, sem kall- ar fram eða leyfir brotið? Hversvegna er sumum nauðsyn- legt að múta samvizku sinni og gera það sem þeir hafa van- þóknun á? Hversvegna bregzt stundum öll „eimingin" og áber- andi hrun á sér stað í fram- kvæmdakerfi persónuleikans? Hversvegna missum við stund- um stjórn á okkur? Af hverju göngum við af göflunum? essar spurningar snúast um eitt höfuðviðfangsefni sál- arfræðinnar. Hversvegna gerir sumt fólk hluti sem það vill ekki sjálft? Eða hluti sem við viljum ekki að það geri? Stund- um er tilefni glæpsins örvænt- ingarfull þörf fyrir að hafast eitthvað að sem brotið gæti leið út úr aðgerðaleysi, ráð- leysi og vanmáttarkennd, sem of lengi hefur verið búið við, eins og þegar barn skýtur á foreldra sína eða kennarann fyrir eitthvað sem virðist til- tölulega sanngjarnt. Ef við göngum út frá því að í okkur öllum búi ofbeldishneígð, sem haldið sé í skefjúm af vilja- styrk, samvizku, ótta við refs- ingu og öðrum meðulum, og tökum einnig til greina þá til- finningaþenzlu og þær freist- ingar sem eru okkur öllum sam- eiginlegar, hversvegna bregzt þá sumum einstaklingum sjálfs- stjórnartæknin svo gersamlega? Er ekki einhver áskapaður galli fyrir hendi, einhver heila- sjúkdómur eða siðferðileg veila, einhver stórkostlegur skynsem- isskortur, sem lætur sumt fólk hrasa eða sparka eða berja og ærast þegar allir aðrir riða að- eins við? Þegar sálfræðingur rannsak- ar marga fanga, (skrifar Sey- mour Halleck í bók sinni „Sál- arfræði og sakamál") kemst hann fljótlega að því hversu mikinn þátt upphafleg ráðleys- is- og vonleysistilfinning hins seka á í því að glæpurinn er framinn. Við líðum öll meira eða minna fyrir skerðingu á persónulegu frjálsræði okkar. Við fárumst útaf því í sífellu, reynum að bæta það, auka það og losa okkur undan hinum og þessum þrúgunar- og hindrun- aröflum. Við viljum ekki að aðrir ráðski með okkur eða ráði yfir okkur. Okkur er ljóst að þetta hlýtur að eiga sér stað að vissu marki í samgrónu og samtvinnuðu þjóðfélagi eins og hjá okkur. Enginn hefur al- veg óskorðað frjálsræði. En okkur er ömun að höftunum. Afbrotamanninum er eins far- ið. Hann vill ekki láta ráðska með sig, stjórna sér eða ráða yfir sér. Og vegna þess að honum finnst oft að hann sé þrúgaður á þann hátt ( og er það í raun og veru) og vegna þess að hann skortir hæfileik- ann til að ráða bót á ástandi sínu án ofbeldis, verður ráð- leysistilfinning hans enn sterk- ari. Ofbeldi og glæpir eru oft tilraun til að forðast vitfirr- ingu: og það getur enginn vafi leikið á því að surnar tegundir vitfirringar eru flótti frá löng- uninni til að beita ofbeldinu eða fremja glæpinn. Er erfitt fyrir lesandann að trúa því að sjálfsmorð eru stundum fram- in til að fyrirbyggja morð? Það er enginn efi á því. Það er einnig efalaust að morð eru stundum framin til að varna sjálfsmorði. ótt það kunni að láta all- undarlega í eyrum, er sumum morðingjum ekki Ijóst hvern þeir eru að drepa, eða, avo við orðum það öðruvísi, að þeir eru að drepa rangan aðila. Vissulega er það eitt nógu for- kastanlegt að drepa einhvern, en það versta er að sá aðili sem morðinginn vill feigan (og hann hefur ástæður til þess) er ekki sá sami og hann ræðst á. . Stundum á fórnardýrið sjálft nokkra sök á glæpnum, sem framinn er á því. Það er þessi ómeðvitaða (og stundum meðvitaða) aðild fórnardýrsins að afbrotinu, sem löngum hef- ur verið dragbítur á hið mikla mannúðar og framfaramál, að greiða þolandanum skaðabætur. Almenningur dæmir nefnilega oft fórnardýrið ekki síður en árásarmanninn. Nauðganir og önnur kynferð- isafbrot eru ofbeldisverk sem misbjóða velsæmis- og réttlæt- istilfinningu okkar svo frek- lega að auðvelt er að ímynda sér alla nauðgara sem ofsa- fengna, kynóða, miskunnar- lausa rudda (nema þegar við hugsum um þá sem sigursæl karlmenni). Sumir nauðgarar eru það. En flest kynferðisaf- brot eru framin af kyndaufum fremur en kynsterkum einstakl- ingum, sem eru oftar smávaxn- ir en stórvaxnir og oftar knúð- ir til verksins af þörf á að sanna karlmennsku sína en af losta. Ómeðvitaður ótti við kon- ur rekur suma karlmenn með knýjandi þörf til að sigra, auð- mýkja, særa eða kúga einhvern tiltækan fulltrúa kvenþjóðar- innar. Menn sem eru ofsa- hræddir við niðurbældar en nærri ráðandi kynvilluhneigðir sínar og þeir sem hræðast auð- mýkingar getuleysis, reyna oft að sigrast á þessum ótta með ofsafengnum aðgerðum. Þörfin fyrir að neita ein- hverju í sjálfum sér er oftlega tilefni afbrigðilegrar hegðunar — að glæpum ekki undanskild- um. Mikilmennskuglæpi, sem oft eru framdir af einstakri ruddamennsku og vægðarleysi, virðast eiga að sanna gerand- anum „Ég er enginn væskill! Ég er karl í krapinu sem ekk- ert hræðist.“ Stormsveitarmenn nazista, sem sumir höfðu varla slitið banrsskónum, voru þjálf - aðir kerfisbundið í að kæfa all- ar viðkvæmar tilfinningar og þvinga sjálfa sig til að vera miskunnarlausir og ruddalegir. ■l^^aðurinn leitast sífelldlega við að finna aftur töfraheim bernsku sinnar — þar sem smælinginn hefur ráð hins vold uga í hendi sér. Smellur í ljós- rofa, viðbrögð bílsins við ben- síngjöfinni, eldspýta sem bor- in er að flugeldi — allt eru þetta tæki til að sýna fram á ævintýralegt vald, sem háð er örsmárri hreyfingu. Er nokk- ur þegar orðinn svo lífsþreytt- ur að hann finni ekki lengur til hrifningar þegar dyr opn- ast honum einum við merki frá rafeindaauga? Þó er hægt að kaupa fyrir lítinn pening miklu hættulegri töfragrip — sprengiefni og kúlu í hylki, sem hægt er að skjóta með einni fingurhreyfingu úr verk- færi, svo hratt að ekkert auga fær greint. Þúsund metra í burtu fellur eitthvað dautt nið- ur, kanína dádýr, falleg fjalla- geit, sofandi barn eða forseti Bandaríkjanna. Galdrar! Stór- kostlegt langdrægt vald. „Sjáðu hvað ég get. Ég er sko ekkert blávatn!" Sérhverjum hugsandi manni hlýtur einhverntíma að hafa dottið það í hug við að horfa á marghleypurnar í beltum lögreglumanna, eða byssurnar sem hermenn og veiðimenn hreykja sér með, að þetta séu tæki framleidd til þess eins að veita einhverjum bana. Það, hve þ essi eyðileggingartæki eru auðveld aðgangs, jafnvel börnum, geðveilu fólki, bófum og atvinnuglæpamönnum og enda skólastelpum hlýtur að vekja mann til umhugsunar. Landssambandi Skotfélaga og bandamönnum þess hefur tek- izt að kæfa urmul af frum- vörpum um takmörkun á sölu skotfæra, sem borin hafa verið fram á þingi og í löggjafar- nefndum síðan Kennedy forseti lézt. Bandaríkjamenn kaupa enn byssur fyrir 2 biljónir dollara á ári. Winston Churchill lýsti yfir því fyrir fimmtíu árum, að við- horf almennings til afbrota og afbrotamanna sé einn af óbrigð- ulum prófsteinum á siðmenn- ingu hvers lands. Hversu sið- menntuð erum við, eftir þess- um mælikvarða? F ormaður glæparannsókn arnefndar forsetans, Nicholas de B. Katzerbach sagði nýlega að glæpastarfsemi stæði með blóma í Bandaríkjunum vegna þess að nægilegur hluti al- mennings óskaði eftir þjónustu hennar og meiri hluti lands- manna væru sinnulausir um áhrif hennar. Hún mun haldast óskert á meðan Bandaríkja- menn líta á hana sem óumflýj- anlega og, í sumum tilvikum æskilega. Eru nokkur ráð tiltæk til að draga úr árásarhættu og sjálfs- eyðingarköstum hinna van- stilltari meðbræðra okkar? Er nokkur leifi til að fyrirbyggja og hamla á móti meiriháttar af- brotum önnur en hið hefð- bundna fálm sem við höfum tekið að erfðum? Það byggist í grundvallaratriðum á ógn og Fangaklefi í bandarísku fangfelsi. hægfara pyndingum. Við köll- um það refsingu og réttlætum það með „tilfinningu" okkar. Við vitum að það er gagns- laust. Já, það eru til betri ráð. Það er hægt að gera ýmsar ráð- stafanir, sumar hafa verið gerð- ar. En við , förum okkur of hægt. Mér virðist að hægt sé Framh. á bls. 13 Fjölskylda fanga heimsa:ku hann. Nýjar hugmyndir um eðli glæpa og refsinga gera víða vart við sig. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. nóv. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.