Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 5
(Hér urðu snarpar umræður um það, hvort konungi skyldi hleypt á land, áður en ávarpið yrðí í>utt. Var ákveðið, að avarpið yrði flutt, áður en konunguiinn stigi á land). Þegar konungur hefði stigið á land, skyldi oddviti bjóða hann velkominn, í nafni sveit- arinnar, en jafnframt bjóða honum og frlgdarliði hans til skólahússins, (sem var lítið, eiclyft hús, skammt frá heimili oddvitans, en skólahúsið var jöfnum höndum notað til kennslu og samkomu- halds). Arni skyldi sjá um að snyrtilega yrði tekið til umhverfis húsið og það skreytt fánum og skógar- liríslum. Hreppstjórafrúin og kona oddvitans skyldu sjá um veitingar. (Snarpar nmræður urðu um það, hvor kvennanna ætti að bera kónginum réttina. Varð niðurstaðan sú, að hreppstjórafrúin skyldi ann- ast það, en kona oddvitans bera á borð fyrir aðra æðstu menn gestanna). Jón skyldi afla veizlufanga, samkvæmt fyrirmælum kvennanna. (f fyrstu var Jón því andvígur. En þegar Árni gat þess, að hann fengi þá að umgangast heimasæturnar, var Jón hor- inn ofurliði — liann var ókvæntur, en hafði auga- stað á Ingu, dóttur hreppstjórans. En á þessu sést, að byrjunarerfiðleikarnir voru r>ú yfirstignir og nokk- urt gaman komið í spilið). Kona Árna skyldi hafa yfir-umsjón í eldhúsinu. (Hún var talin euin mesti- búforkur sveitarinnar). Konungur skyldi sitja í öndvegi. Oddviti skyldi raða í sæti. Þegar snæðing'i væri lokið, skyldi hreppstjórinn kynna fyrir kon- ungi og fylgdarliði hans, helztu atriðin úr sögu sveit- arinnar, allt frá landnámstíð. (Nokkuð vai rætt um það, hvort hreppstjórinn ætti að tala íslcnzku eða dönsku. Þar eð hann eitt sinn hafði verið í dönskum lýðskóla, taldi oddvitinn sjálfsagt, að hann flytti mál sitt á dönsku. En Árni minnti á það, að hér væri um konung að ræða, sem væri konungur íslands og stadd- ur á íslenzkri grund, og því Lkyldi hann fá að hlusta á það mál. En enginn má við margnum. Jón gekk í Iið með oddvitanum, hreppstjórinn var hlutlaus, svo að Árni varð að lúta í lægra haldi). Að lokinni ræðu hreppstjórans skyldi konungi flutt kvæði á íslenzku. Kennarinn yrði að taka það hlutverk að sér. Þá skyldi konunginum gefið tækifæri til þess að þakka fyrir sig. Að því loknu sliti oddvitinn svo borðhaldinu. (Hreppstjórinn stakk upp á þvi, að odd- vitinn léti nægja að segja „Velbekomme", til þess að allt fylgdarliðið skildi hann. En hinir töldu, að rétt- ara væri að liann talaði íslenzku, því að það væri éina málið, sem liann talaði skammlaust. Og sú varð niðurstaðan.) Þá skyldu hestar vera til taks. Hestasmölunina skyldi elzti sonur hreppstjórans sjá um, Skyldi konungi síðan boðið að ríða með föruneyti sínu til einhvers fagurs staðar, þar sem vel sæist yfir sveit- ina. Skyldi hreppstjórínn stjórna útreiðum þessum, en konungur ráða, hvenær hann vildi snúa við til skips síns, — Ýmis fleiri atriði voru rædd á fundinum en þeirra verður ekki g-etið hér, þar eð sum þeirra voru smá- vægileg. Fundinum lauk með sameiginlegri kaffidrykkju. IV. Þegar lireppsnefndarmennirnir komu heim og fóru að segja heimilisfólki sínu fréttirnar, var einna lík- ast því að skriða félli yfir þá, þar sem aur og stór- grýti háðsyrða og stóryrða var aðalefnið og inni- haldið. En ógnir þessar liðu njá, eins og hver önnur heimsins býsn. Það stoðaði ekki að sakast um orðinn hlut. Framundan var stór stund. Sá mikli maður, sem „af Guðs náð“ hafði verið falið að annast velferð allrar þjóðarinnar, skyldi ekki þurfa að örvænta um þessa sveit sína, þó að hún væri með þeim fá- mennustu á landinu. Eftir erilsaman dag tóku menn loks á sig náðir, sumir sofnuðu fljótlega, aðrir ekki. Ilreppsnefndarmennimir höfðu svo sem fyrr vak- að fyrir tilstuðlan hugleiðinga um hreppsmálin eða vegna hreppsnefndarkosninga. Þeir vöktu því flestir til þess tíma, þegar hanamir ráku upp fyrrta morg- ungalið. Þá loks rann þeim í brjóst. En öðru máli gegndi með hreppstjórann en alla þá aðra, sem hreppsnefndarfundinn höfðu setið. Hon- um tókst að vísu með virðuleik sinum og skírskot- unum til embættis síns að sefa öldurót þeirra at- hugasemda, sem eiginkonan og elztu kynborin af- kvæmi þeirra reyndu í fyrstu að koma af stað. En sínar eigin hugsanir tókst hreppstjóranum ekki að sefa í kyrrð næturinnar. Hann fann, að nú var virðing hans í veði. Hann hafði orðlð að hafa fyrir meðráðamenn sína og ráðgjafa þá menn, sem mest allra óskuðu embættisheiðri hans til undirheima. Já, hann hafði í þetta sinn orðið að lúta duttlungum erf- iðra örlaga. En það skyldi hann sýna í viðurvist er- lendra virðingarmanna, að hann væri stöðu sinni vaxmn! — Ln saga sveitarinnar. Það var ákveðið, að hann flytti á íslenzku ávarpið á klöppunum. En það var saga sveitarinnar. Auðvitað vissi hann margt um hana, — en það var danskan. í danska lýðskól- anum hafði hann þótt sæmilegur í dönsku. En nú voru hér um bil 40 ár síðan. Hann hafði eiginlega lítið getað æft sig síðan. — jú, hann hafði dálítið gelað spjallað við dönsku landmælingamennina. Þar með hafði hann komizt í nokkra snertingu við dönskuna aftur. En nú varð lika dönsku-kunnátta hans að duga. „Deres kongelige Majestæt“. Svona hlaut hann að v-erða að byrja. Já, en ef drottningin væri nú með manni sínum, — já, þá hefði hann hara ileirtölu á hátigninni! Nú, svo yrði hann að ávarpa fylgdar- liðið um leið. Fylgdarlið? Jú, það var, — já, hvernig var það á dönskunni? Jú. „Deres kongelige Majestæt og ærede Fölge“. — „Fölge“, var það ekki rétt — eða þýddi það orð ekki afleiðingar? Það væri laglegt. Nei, „Fölge“ þýddi fylgdarlið. Væru ráðherrar með, varð það víst að vera eitthvað meira en „ærede“, t.d. „höjtærede“ eða jafnvel „höjstærede" Nei, það var líklega einhver della í þessu. Hreppstjórinn ræksti sig, svo að konan rumskaði og bylti sér fyrir ofan hann í rúminu. Hún gat sofið róleg, -o-jæja. „Deres kongelige Majestæt og höjstærede Fölge“, eða „höjst- ærede Ministre og andre höjtærede Gæster". Ein- hvem veginn yrði það víst að vera svona. Nú, svo var það framhaldið. Nú komu, eins og svífandi draumgyðjur minningar frá þeim stundum, þegar lireppstjórinn var ungur piltur úti í Danmörku. Ilann sá fyrir sér Inger litlu, brosmilda, netta, síða ljósu Iokkana, sem hrundu eins og foss niður á herðarnar. Fleiri og fleiri atvikum brá fyrir. Hann hrökk upp úr minningaleiðslunni við það, að konan bylti sér og stundi mæðilega, nuddaði nefið og smjatt- aði svo á munnvatninu. Það fór hrollur um hrepp- stjórann, þegar honum var svift á svona grófan hátt upp frá minningunum. En hann gerði sér fljótlega ljóst, að langt var liðið nætur, svo að ekki veitti af að reyna- eitthvað meira við ræðuna Já, hann hafði lokið ávarpinu. „Da De nú for försti gang gæster Langfjord, synes jeg at. .“ Já, hvernig ætti það nú að vera? . . „at de maa faa noget að höre om dens Historie“. Var annars „Historie“ rétta orð- ið? Jú, auðvitað var það rétt. Þeir kölluðu veraldar j söguna „Verdens Historie“, svo að „saga Langfjarð- ar hlaut þá að vera „Historie“ og ekkert annað. „Den begynder aller-ede í Oldtiden, naar“, já, það var þetta með „naar“ og „da“. Líklega var réttara að hafa hér fremur „da“ en „naar“. Jú. „da de försti Landnamsmænd rejste her op til Island. . . “. Lengra komst ekki erindið að þessu sinni, því að þægileg kennd fór um líkama hreppstjórans og draumar báru hann burtu frá dæguráhyggjur.um. V. Hvílíkur dágur. V-eðrið var dásamlegt, sólskin og sumarblíða. En það var ekki veðurblíðan sem tók upp hugi Langfirðinga þennan dag. Áldnir sem ungir urðu þennan dag þátt-takendur í æðisgengnu kapp- hlaupi við tímann. Kýrnar röltu að vísu rólegar um græna hagana, hundar og kettir móktu í veðurblíðunni. En hestarnir æddu löðursveittir um sve.tina með unga og gamla ibúa sveitarinnar á baki sér, sem flestir höfðu meðferðis litla t-ða stóra pinkla. Og hin- ir örfáu sauðir sveitarinnar, sem í næði höfðu not- ið grængresisins allt frá rúningardeginum. voru nú lagðir í einelti þennan dag, unz þrír þeirra höfðu náðst. En einmitt þessir þrír skyldu láta lífið fyrir „landið og kónginn sinn“ næsta dag. Þennan dag var skólahúsið, eins og svo oft áður, miðstöð sveitarbúa. Allar samkomur sveitarinnar liöfðu farið þar fram á undanförnum árum. Þaðan áttu því ungir og gamlir ýmsar minningar, sem endur- lifnuðu við hverja nýja samkomu. í þessu húsi áttu nú hinir tignustu gestir, sem nokkru sinni höfðu heim- sótt sveitina, að fá móttökur, sem þeim yrðu minnis- stæðar. Það hafði einhver minnst á, að kóngurinn ætti að fá heitar móttökur — ( en sá, sem þetta sagði, hafði lengst af verið Danahatari). En þetta féll ekki konu Arna, og sagði hún, að kóngurinn ætti ekki að fá heitar móttökur, heldur hiýjar. Þegar líða tók á morguninn, fóru að lieyrast í skólahúsinu kliðmjúkar raddir ungra kvenna og hrjúfar fyrirskipanir reyndra og ráðsettra húsmæðra. Öðru hvoru gall Við hvell rödd Áma hreppsnefndar- manns, þegar hann gaf skreytingarliði sínu — nokkr- um strákum — fyrirskipanir. Létu strákarnir ekki eins vel að stjórn og Árni taldi hæfilegt. Jón hreppsnefndarmaður birtist öðru hvoru í eld- húsinu, tók á móti fyrirskipunum frá kvenfólkinu, Framh. á bls. 12 Lítil saga um skegg Lincolns ! ótit hairm lóti sér aðeins vaxa skegg í fjög- ur ár eigum við nú á dögum erfitt með áð hugsa okkur Lincoln, 16. forseta B andarík j-ajnma, án skeggsins Hainm talaði oft um litlu stúlkuna í New York, sem átti huigmyndina að því fræga skeggi. Fáir þekktu hana með nafni, henm.air er jafn'vel ekki getið í öllum þeiim bóikum, sem Lincoln reit. En sjálfur skemmti hann sér við að segja sögumia og bsetti þá við: „Stundum geta smá- í munir gehbreytt Hfi okkair“. Grace Bedell sat í li'tia súðairherbergkiu sínu og virti fyriir sér myndrna, sem faíðir henmiair hafði komið með f.rá kosnmgafundi. Það var ekki teikn- ing og ekki málverk. Á heniná voru hvorki útlín- ur né iitir og þó má'tti greima hvert ’háir á höfði Limcolnis og hverja fellinigu í fötum 'harns. Þetta var fyrsta myndin, sem Grace hafði augum lit- ið. Sú ónofcalega tilfinining greip hainia, að þessi graninii maður starði á móti í eigim persónoi. Drunigalegur olíulampiinm sló kynlegum ekugg- um á svart'hvíta myndina. Vair sem amdlitsdraett- irnir lifniuðu. Skuggaraimmi umikrimigdi mnaguirit amdíi'tið og fyllti það. Kirmfiskasognir vamigaim- ir voru horfnir. VANGASKEGG ! En fallegt, hugsaði Grace. Þettia ætti einlhver að segja homirn. Hún tók pemnia og blek og 6ikrií aði: W.C.C., New Yonk 15. október, 1860. Heiðraði A. B. Lincoln. Kæri herra: Ég er lítil stúlka, 11 ára gömul, en vildi mjög í gjairniain að þú yrðir forseti Baindarikjamma og vonia ég, aið þér fiinmist ég ekki vera of frökk að skrifa til eins mikiiis mamns og þú ert. Áttu nokkrar litlar stúlkur á mínuim alijri? Ef svo er bið ég að heilsa þeim og viltu biðja þær að skrifa mér, ef þú getur ekki svarað þessu bréfi. Ég á fjóra bræður og sumir þeirra ætla að kjósa þig hvort sem er og, ef þú lætur vaxa á þig vangaskagg, ætla ég að reyna að fá hinia tiiJ. þesis að kjósa þig líka. Þú yrðir miklu iaglegri, af því •að aindlitið á þér er svo horað. Ollum konum lízt svo vel á vangaskegg og þær mundu plata menn- ina sína til að kjósa þig og þá yrðir þú forseti. Grace Bedell. Á sama tíma bárust u.þ.b. 50 bréf á dag til kosn- ingaskrifstofu Lincolns. Aðeins bréf frá nánum vin u,m og miikilsmetnu fótki fóru áfraim úr höndum ritararana til Lincoins sjálfs. Ritarinn John Hiay haliaði sér aftur í stólnum og tók upp enn einn bréfabunka: „Jæja“, sagði ’harm, „liitlu stúlkurn- air eru farnar að leggja á ráðin um hvernig eigi að vinna kosningarnar“. ,,Bréfakarfam“, saigði hirnn ritarinm stuttur í spuna. „Húgimynd hennar er frumleg“, sagði Hay. „Sagir, að hann eigi að láta sér vaxa skegg“. „Hentu þessu og hailtu áfram að vinraa, Hay“. „Nei, minn kæri Nicolay. Það geri ég ekki. Af voruim umgra stúlkraa . “ Fraimha'ld ó bls. 15 24. nóv. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.