Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 8
Erlendir fréttaritarar, sem séð höfðu upphefð nazistanna og Gyðingaofsókn- irnar ásamt annarri mikilli leiksýningu Hitlers, þegar flugvélar hans lentu í sólar'iagsroða á Tempelhof flugvelli kvöldið eftir dráp Röhms og félaga hans, reyndu að gefa löndum sínum í skyn að þetta væri ekki hið rétta and- lit Þriðja ríkisins. Fáir léðu því eyra. Kveikt hafði verið á Olympíukyndl- inum í hinum heilaga eldi í hofi Seifs þann 20. júlí og dagblöðin sögðu með vaxandi hrifningu frá för hans norður á bóginn yfir Balkanlöndin. í Vín var komu hans fagnað með ólátum naz- ista á staðnum, sem æt'last var til að hefðu af sjálfsdáðum hægt um sig vegna hins nýgerða samnings. í Prag tók Benes forseti á móti honum og loksins að morgni sunnudagsins 1. ágúst töltu síðustu blysberarnir með hann niður miðja Unter den Linden til móttökunn- ar sem undirbúin hafði verið í Berlín. Pierre de Coubertin, barón Frakkinn sém endurreisti Olympíuleikana í nú- tímamynd í Aþenu árið 1896, hafði kveðið svo á, að setning þeirra skyldi „vers í anda níundu hljómkviðu Beet- hovens". Hitler og Göbbels höfðu gert sitt ýtrasta. Fylking 26.000 ungmenna úr Hitlersæskunni raðaði sér upp til að taka á móti kyndlinum. Hinn heil- agi logi var fluttur með heiðursfylgd til litla prússneska varðturnsins, sem Hindenburg hafði vígt sem stríðsminnis- merki og þar stóð Hitlersæskan vörð um hann þar til setningarhátíðin hófst um kvöldið. Alian daginn var mergð skrautbíla að þokast hina 10 kílómetra löngu leið frá Tiergarten að leikvanginum. Fánar þátttökuþjóðanna blöktu á stöngum með fram henni: nazistaveifur héngu fá gluggum hvers einasta húss. Að lokum var hinn mikli leikvangur troðfullur og gegnum hátalarana hljómaði „Deutseh- land Úber Alles“ með dynjandi trumbu- slætti. Foringinn var á leið í sæti sitt í þjóðhöfðingjastúkunni. Ekki er sennilegt að neinn eigi eftir að kalla leikvang Werner March fall- egan, en sínum tilgangi þjónaði hann frábærlega vel. Hann er sporöskjúlag- aður, um 327 metrar á lengd en 250 á breidd og erir þessi lögun hans að verkum að hann virðist í senn geysi- víður og þröngur, ekki sízt vegna hins eðlilega hljómburðar, sem lætur hósta- kjöltur í botni skálarinnar heyrast greinilega alla leið upp í efstu sætaröð, nærri 29 metrum ofar. Engir útúrdúrar tefja augað sem rennt er eftir stein- steyptum pöllunum, þar beinist athygl- in aðeins að þremur stöðum sem eru eins og eyja í mannhafinu: grasi gróinn völlurinn: maraþonhliðið, sem myndar skarð í vesturenda skálarinnar út að Maifeld og þar sem glóðarpannan með Olympíueldinum ber við sólroðinn kvöldhimininn og stúka þjóðhöfðingjans. Af tilviljun eða vísvitandi hefur henni verið komið þannig fyrir að hún skagar fram úr hinum yfirbyggða suð- •urenda skálarinnar á þann hátt að ská- hallir geislar síðdegissólarinnar lýsa hana eina upp á stórum kafla skyggðra sætaraða. Ævisöguritarinn Hector Bol- itho sem vann þetta sumar í Þýzka- 'landi að bók sinni um Albert prins, minnist þess enn hversu athygli hans dróst í sífellu eins og að kastljósi þang- að sem Hitler stóð og hreyfði höfuðið snögglega sitt á hvað eins og aðgætinn fugl. Svo Ijóslifandi varð honum ná- lægð Hitlers að honum fannst hann geta séð æðarnar á handarbökum hans. Jafnvel þótt byggingameistarinn hefi ekkert gert til að beina athyglinni að Hitler, hefði mannfjöldinn gert það. Um leið og hann birtist reis skógur hand- 'leggja um allan leikvanginn og bentu á Foringjann og vissu lófar þeirra til jarðar. Þrátt fyrir friðandi útskýringar — kveðjan var tekin upp eftir Wand- ervogel hreyfingunni þýzku fyrir stríð, sem aftur hafði hana frá hinum fornu Olympíuleikum sjálfum sögðu sumir — var gestunum vandi búinn af nazista- kveðjunni. Er íþróttasveitirnar gengu inn á leikvanginn voru það eingöngu fasistisku vinaríkin — Austurríki, ítal- ía og Japan — sem notuðu hana, við greinilega aukin fagnaðarlæti áhorfenda En svo gerðist undrið. Þegar frönsku þátttakendurnir gengu framhjá stúku Hitlers lyftu þeir skyndilega höndum út og upp. Undrunar og fagnaðarþruma fór um leikvanginn. Fallbyssur drundu. Dúfnamergð flaug eins og sprenging í állar áttir. Lúðra- þytur kvað við og hvítklæddur kór í þéttum ferning hóf að syngja Olympíu- sálminn, sem Richard Strauss hafði sam- ið sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Þá hljóp fram ljóshærður ungur maður við austurenda leikvangsins og bar hann kyndilinn í hendi. Hann hljóp einn hring, síðan upp hin 150 þrep að Maraþon hliðinu og bar kyndilinn að glóðarpönnunni. Reyksúla gaus upp og síðan logi en hlauparinn ungi stóð með ljóst hárið flaksandi í gólunni og bar við skýjaðan himininn. Olympíuleikarn- ir voru hafnir. Um kvöldið, þegar leikarar og dans- fólk komu fram á leikvanginum í há- tíðaleik sem endaði í blaktandi fána- þyrpingu, opinberaðist sú furðusýn sem af öllum öðrum bar. Sýningin hafði ver ið upplýst með kastljósum sem komið var fyrir aftanvert við leikvanginn. Þegar hún var á enda, var kastljósun- uin lyft hægt og beint upp í næturhimin- inr unz þau runnu saman í bláhvíta ljóskrónu mörg hundruð metrum uppi yfir borginni. Slík áhrif hafði loftskip- ið Hindenburg, sem sveimað hafðieins og silfurhvalur yfir leikvanginum fyrr um daginn, jafnvel ekki getað vakið. Þetta kvöld gátu nazistaforingjarnir óskað sjálfum sér til hamingju. Þeir höfðu dregið athygli heimsins að Ber- lín. Þeir höfðu blindað hann með sýn- ingardýrð sem skyggði á al'la fyrri Ol- ympíuleiki, sýnt honum auðlegð og hag- leik hins nýja Þýzkalands og mátulega mikið af afli þess til þess að vekja hjá honum spurninguna um hvort æskilegra væri að eiga það að vini eða óvini. En eitt höfðu þeir ekki tekið með í reikninginn. Þeir höfðu ekki reiknað me'ö Jesse Owens. Áhættan, sem fólst í tilraun nazist- anna að gera lýðum ljósa hina harð- geru nýju, þýzku kynslóð og hæfni herraþjóðarinnar til að stjórna veröld- inni var sú, að þýzkir íþróttamenn urðu að bera sigur af hólmi. Það gat verið gott og b'lessað hjá Hitler að bjóða gestina velkomna með skyldu- ræknisræðum á þá lund að „keppni í gagnkvæmum skilningi og virðingu." gagnkvæmum skilningi og virðingu". drengilegum íþróttaanda slítur engin bönd heldur sameinar keppendurna í gagnkvæmum skilningi og virðingu". Nazistarnir vildu nota sér Olympíuleik- ana til áróðurs og eins og allur þeirra áróður var hann ætlaður manninum á Þessar myndir tók Ijósmvndari, scm fékk einn að vera viðstaddur, þegar Hitler æfði tæknileg brögð í ræðumennsku fyrir framan spegil. nJiiuiroiní°i nn A v A CZIJ A Síðari hluti — Eftir Ronald Bryden 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. nóv. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.