Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 9
Hin fræga bókabrenna nazistanna. götunni. Maðurinn á götunni kærði sig kollóttan um drengilega þátttöku og íþróttaanda. Þ-að sem hann viidi var þýzkur sigur — vafalaus og alger sig- ur hans megin, eins og sigur Max Schmel ing yfir Joe Louis árið áður. Að þessu marki hafði þýzka sveitin stefnt með ósleitilegri þjálfun mánuðum saman: hún hafði æft af slíkri ákefð og vísindalegri nákvæmni að það var or- sök illskeyttra bréfaskipta um „atvinnu- mennsku" til The Times eftir leikana. En henni hafði aðeins tekizt það sem vilji og þjálfun fær áorkað. Hún hafði ekki getað búið sig undir viðureign við mannlegt furðuverk. James Cleveland Owens var fæddur 23 árum áður á 'leigubýli í norður Ala- bama, einn sjö barna sem hjálpuðust að við að tína baðmull á ekru fjölskyld- unnar. f bernsku hafði hann flutzt með foreldrum sínum norður á bóginn og það var við innritun í gagnfræðaskóla í Cleveland, Ohio, sem hann gaf kenn- aranum upp upphafsstafi sína í stað for- nafnanna og gælunafnið „Jesse“ festist við hann. Það var í gagnfræðaskólan- um sem hann sýndi fyrst fram á hæfi- leika sína með því að hlaupa 100 yards 930 m. á 10 sekúndum. Fyrsta árið við Ohio háskólann í Col- umbus vann hann fyrir sér á benzín- stöð. Síðar varð svertingi, sem sæti átti á löggjafarþingi Ohiofýlkis, til þess að útvega honum starf sem vikapiltur í Ríkisþinghúsinu. Á sama tíma tók hann, með Larry Snyder sem þjálfara, þátt í lands- og skólakeppni í frjálsum íþrótt- um við Michigan háskóla árið 1935 og setti þrjú heimsmet þar — í 220 yarda hlaupi í 20.3 sekúndum, 220 yarda grindahlaupi á 22.6 sekúndum og lang- stökki, þar sem hann stökk 8 m 27 Vz sm. Til uppbótar hljóp hann 100 yardana á heimsmettíma, 9,4 sekúndum. Frægð „Brúnu Byssukúlunnar“ hafði borizt á undan honum til Berlínar en enginn var viðbúinn hinum miklu yfir- burðum hans og spretthörku. „Að vaxt- arlagi og skapgerð var hann nýjung á vettvangi spretth'laupara,“ segir Robert Bateman, síðasti Olympíusöguritarinn, „limamýkri, afslappaðri með nýtt og ef til vill vísindalegra viðhorf til hinna þriggja stiga spretthlaupsins". Fyrstu þrjá daga brautargreinanna geystist hann gegnum 100 m. undanrásirnar og sigraði í úrslitahlaupinu 3. ágúst á tíma sem bar af Olympíumetinu — 10.3 sek- úndum — en fékkst ekki viðurkenndur vegna meðvinds. Tveim dögum siðar bætti hann Olympíumetið í 200 metra hlaupi með 20.7 sekúndna tíma. Nú hafði hann unnið tvenn gullverðlaun fyrir Bandaríkin og lagt skerf til þeirra þriðju með því að hlaupa í 400 metra boðhlaupssveitinni sem sigraði. Nazistaforingjarnir gátu ekki leynt gremju sinni. í hinum almennu fagnað- arlátum var andlit Hitlers uppi í há- sætinu augljós óánægjugretta og í sam- tali minntist Göbbels í bræði sinni á „svarta ameríska hjálpartækið". En það versta var enn eftir. í úrslitakeppn- inni í langstökki bætti Þjóðverjinn Luiz Long sín fyrri afrek með nýju Olympíumeti, um 8.01 m. Owens fylgdi á eftir. Hann hringaði sig saman eins og stá'lfjöður en hentist síðan 7 þuml- unum fram fyrir mark Longs í ótrú- legu stökki, sem mældist um 8.19 m. Ameríski rithöfundurinn Thomas Wolfe, sem sat á diplómatabekkjunum við hlið Mörtu dóttur Dodds ambassadors, spratt á fætur með svo geigvænlegu indíána- öskri, að Hitler sneri sér við og litaðist um í mannþrönginni til að sjá hvaðan það hefði komið. Nú, rúmum 30 árum síðar er það enn ein af kærustu minn- ingum Jesse Owens, þegar Lutz Long hljóp fram og gekk með honum að bekkjunum, með handlegg sinn um herð- ar Bandaríkjamannsins. (Owens býr nú í Chicago og starfar á vegum Æsku- lýðsráðs Illinoisríkis). En bræði Hitlers duldist engum. Flestir gu'llverðlauna- hafanna höfðu verið kallaðir að stúku hans til þess að hann gæti tekið í hönd þeirra. Nú lét hann ákveðinn kalla Long fyrir sig til að óska honum til hamingju, eins og ósigur hans fyrir manni af óæðri kynþætti væri jafn marklaus og hann hefði þreytt kapp- hlaup við hest. Strax og hann gat það með góðu móti skálmaði hann út af leikvanginum. í raun máttu Þjóðverjar vel við una hvað heildarútkomuna snerti. Enda þótt Bandaríkjamenn réðu lögum og 'lofum í brautargreinunum og sundi höfðu Þjóðverjar yfirburði í reiðmennsku og fimleikum, auk þess sem Handrick vann fimmtarþrautina og Gisela Mauermeyer varð sigurvegari í kringlukasti kvenna eftir mjög spennandi úrslitakeppni. Að fjölda gullverðlauna varð Þýzkaland efst með 31 en Bandaríkin næst með 26. En mörg þýzku verðlaunanna voru unn in utan leikvangsins, í keppnum sem h'lutu að sýnast hálfgert aukaatriði. Á hinum mikla leikvangi þar sem á mestu valt, var Jesse Owens konungur leikj- anna. Á veitingastöðunum og manna í milli var hann „Svarti undramaðurinn" og þeim sem var illa við nazistaveldið var mikil gleði að sigri hans. Með sigrum Owens var eins og ófarn- aðarþoka legðist yfir allan útbúnað naz- istanna. Margar og miklar veizlur voru fyrirhugaðar síðari vikuna en al'lsstað ar varð eitthvað til að skyggja á eða fara aflögu. Þann 13. ágúst hafði Gör- ing mikla móttöku í garðinum við hinn opinbera bústað sinn, gamla prússneska konungssetrið. „Sú höll var bæði stærri og íburðarmeiri en Hvítahúsið í Was- hington," sagði Dodd ambassador ólund- arlega. Svæðið var upplýst með fló’ð- ljósum sem komið var fyrir á nærliggj- andi húsum og ljósaraðir héngu úr greinum trjánna yfir hundruðum borða þar sem útikvöldverður var framreidd- ur. En er kvöldaði tók að gusta köldu og röku úr norðaustri. Skrautk'læðin blotnuðu á dansfólkinu sem dansaði ballet á grasflötinni. Margt fólk, þar á meðal Dodd og brezki ambassadorinn, Sii Eric Phipps, fóru snemma burt. En leikunum lauk án þess að fleira bæri til tíðinda. Aftur mjakaðist lúxus- bílamergðin vestureftir borginni milli raða stormsveitarmanna og svartk'læddra SS varða. Nazistaforingjarnir og hers- höfðingjarnir voru allir mættir og sæti voru seld dýru verði. Klukkan átta var svo komið að verðlaunaúthlutun og tilkynningum, meðal annars þeirri að Göbbels hefði gefið fyrirmæli um að flögg og skreytingar yrðu höfð uppi í borginni eina viku til viðbótar. Olym- píusálmur Strauss var sunginn aftur og Olympíueldurinn í Maraþonhliðinu s'lökktur. f myrkrinu heyrðist rödd hrópa gegnum hátalarana. „Tii Tókíó!" —■ en í þeirri borg hafði verið ákveð- ið að halda tólftu Olympíuleikana árið 1940. Svo var öðru sinni á þessum leik- um leitarljósunum kringum leikvanginn bein.t upp í loftið. Þau risu í fullkomnu samræmi, sveigðu upp og innávið, þar til geislar þeirra mættust hundruð metra fyrir ofan mannfjöldann og mynd- uðu yfirnáttúrlegan si’lfurljósahjálm. Fólk greip andann á lofti en síðan brutust fagnaðarlætin út. Bragðið hafði heppnast. Enginn, sem séð hafði elleftu Olympíuleikana myndi gleyma þeim aftur. Þýzkaland Hitlers hafði boðið Evrópu uppá stórkostlegra fyrirbæri en hún hafði nokkurntíma séð áður. Þeir sem heim héldu með minn- ingar um þau undur er fyrir augun hafði borið, myndu tala um atorku, aga, tign og viðhöfn. En ennþá mikilvægari yrðu þau áhrif sem þeir gátu ekki skil- greint: af mannfjöldanum, fánadýrðinni. . Hitler kannar sveitir æskur.anna ásamt æskulýðsleiðtoga sinum. Baldri von Schirach. Leikfimi á Olympíuleikunum 1936. ljósunum og hávaðanum, af því að vera hluti af þögulli athygli 100.000. manna sem horfðu á einn mann taka sér sæti í stúku: hluti af ólmum fagnaðarlátum fjöldans yfir líkamsafrekum eins íþrótta- manns. Þeir höfðu ekki aðeins séð drek- ann breiða úr sér. Þeir höfðu verið gerðir að hluta af honum. í dag lifa þessir Olympíuleikar aðal- lega í ímynd þeirri sem hin einstæða kvikmynd Leni Riefenstahl skilar okk- ur af þeim. Það að við getum gert okk- ur grein fyrir áhrifum þeirra á þá, sem á þá horfðu er að mik'lu leyti að þakka því að heimildarverk hinnar 27 ára gömlu, þýzku leikkonu er ein af snilld- arsköpunum kvikmyndagerðarinnar. Hvort sú snilldarsköpun er góð eða ill, söguleg eða áróðurskennd er enn deilu- efni. En um mátt hennar er ekki hægt að deila. Enn þann dag í dag, 30 árum eftir að hún var gerð, neitar brezka Stríðsminj asaf nið, þar sem geymt er eina eintakið sem til er í Bretíandi af þessari mynd ásamt annarri mynd henn- ar „Sigur viljans" að lána hana öðrum en viðurkenndu námsfólki í íþróttum Framh. á bls. 15 24. nóv. 1M8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.