Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Blaðsíða 15
Skegg Lincolns Framh. af bls. 5 í>éttvaxinn, bláeygur, skeggjaður maður gekk inn án þess að berja að dyrum. Hann sagði: „Góðan dag“ og Hay sagði: „Ég skýt máli mínu til yðar hr. Herndon ... “ Nicolay lét fem hann heyrði þetta ekki: „Sleppum skegginu. Engar smá- stúlkur. Ég skírskota til ábyrgðartil- finningannnar.“ „Smástúlkur?" Augu Herndons urðu blíðleg og hann gekk að innri hurð- inni. Hún var opin til hálfs og Hern- don hvíslaði: „Honum þykir mjög vænt um litlar stúlkur. Fer ekki svo fram hjá þeim á götu, að hann tali ekki við þær og hver beirra er „litla systir“ hans. Hvað voruð þið að segja um litla stúlku?" „Ég sagði, að hún ætti að fara í bréfa- körfuna,“ sagði Nicolay reiðilega. „Og, Hay, þér væri nær að koma í gegn svarinu til ríkisstjórans í Pennsyl- vania.“ „Hvers vegna? Hann er nógu gamall til að vera þolinmóður," sagði Lincoln rólegri röddu úr innra herberginu. Litlu síðar fékk Grace eftirfarandi bréf: Einkamál. Springfield, Illinois. 9. október, 1860. Fröken Grace Bedell, Westfield, New York. Kæra litla fröken. Ég hef fengið þitt vingjarnlega bréf. Mér þykir það leitt, en ég á engar dætur. Ég á þrjá syni, einn er 17 ára, einn 9 og sá þriðji 7. Þeir og móðir þeirra er öll sú fjölskylda, sem ég á. Hvað snertir vangaskeggið hef ég aldrei haft neitt. Heldurðu ekki, að fólki mundi finnast það hégómlegt uppátæki, ef ég byrjaði á slíku núna? Þinn einlægur, A. Lincoln. Orðrómur barst um það, að 16. feb- rúar mundi lest, sem flytja ætti hinn nýkjörna forseta, Lincoln, til Hvíta Hússins staðnæmst á stöð í nágrenni Westfield. Bedellfjölskyldan kom þang- að og á stórum borða þvert yfir braut- ina stóð: Við hyllum forsetann. Grace leit yfir mannþröngina og svo varð skyndilega þögn. „Þarna kemur hann!“ Allir hlustuðu í ofvæni. Hún stóð á tánum og teygði sig til að sjá svarta eimlestina færast rólega nær, blásandi og spúandi gufu, þá flöt þökin á hverj- um vagninum á fætur öðrum og loks rann vagn, sem var skrýddur banda- ríska fánanum. Mjög hár, mjög svartur hattur, sem skar sig úr öðrum dökkum höttum — var allt og sumt, sem Grace sá. Hróp: „Ræðu! Rseðu!“ og Grace hélt niðri í sér andanum. „Herrar mínir og frúr“, sagði ein- hver. „Ég hef enga ræðu að flytja og engan tíma til að halda ræðu. Hér er ég til þess að sjá ykkur og til þess að þið getið séð mig“. Grace stirðnaði upp. Það var HANN. Hún teygði svo úr sér, að hún sárfann til, en allt og sumt sem hún sá var þvældi pípuhatturinn. „Og mér er ljúft að játa, að hvað kvenfólkið snertir er ég viss um, að ég hef tromp á hendi.“ Hláturinn brauzt í gegn um mann- fjöldann eins og töfrasprota hefði ver- ið slegið niður. Lincoln hélt áfram: „f huga mér er einungis ein spurning, þar sem ég nú stend undir þjóðarfána okkar: Viljið þið standa með mér eins og ég nú stend við fánann?" Hendur, hattar og vasaklútar flugu um loftið og rr annfjöldinn þrumaði:Já — Já — það gerum við vissulega, Abe.“ Enn heyrði hún röddina, sem öilum fannst þeir hafa þekkt allt sitt líf: „Ég á lítinn pennavin á þessum stað,“ sagði hann. „Sú ágæta kona sá strax hvernig hressa mætti upp á útlit mitt. Sé hún hér langar mig til að tala við hana. Hún heitir Grace Bedell.“ Faðir Grace tók í hönd hennar og leiddi hana fram. Hún gekk í leiðslu, án þess að taka eftir göngunum, sem mynduðust í mannþrönginni, bendingum og hvísli. Faðir hennar lyfti henni upp á pallinn fyrir framan þúsundir áhorf- enda, upp að svartstígvéluðum fótum. Einhvers staðar langt fyrir ofan heyrði hún lágan hlátur. „Hún skrifaði mér, að sér fyndist ég mundi verða laglegri með vangaskegg ... “ Hann þagnaði. Grace fann tvær sterkar hendur taka utan um sig. Snögglega og eins áreynslulaust og væri hún fjöður var henni lyft hátt upp, kysst á báða vanga og sett gætilega niður aftur. Kinnar hennar roðnuðu ekki ein- göngu af hrifningu heldur og af hrjúfu skégginu. Fólksmergðin var gleymd. Grace hló ánægjulega því að þarna uppi breidd- ist dökkt vangaskeggið allt í kring um beinabert andlitið, yfir vanga og kinn- ar svo að einungis efri vörin var skegg- laus. „Þarna sérðu. Ég lét það vaxa fyr- ir þig,“ sagði Lincoln. Dolfallin horfði Grace á þetta háa, granna og alþýðlega mikilmenni. Hann tók í hönd hennar og hún heyrði hann segja, að hann vonaðist til að sjá litlu vinkonu sína einhvern tíma aftur. Hún skildi að þessari stóru stund yrði senn að ljúka. Hann hjálpaði henni niður tröppurnar og hún fór möglunarlaust eins og prúðri stúlku sæmir til síns hreikna föður. Grace heyrði hvellt blístur, skrölt og dynki. Fólkið hrópaði og veifaði eftir lestinni, sem þegar var langt fjarri á blikandi teinunum. f huga hennar óm- uðu þrjú orð hvað eftir annað: „Litla vinkona mín ..." Þeir sem fara um Springfield, Illino- is í dag geta séð hús Abrahams Lin- coln, yfirlætislaust, hvítt, tveggja hæða með breiðu þakskeggi og girðingu í kring. Sagt er, að það sé alveg eins og þá, innan og utan. Umhyggja fólksins hefur varðveitt persónulega muni, hús- gögn, gluggatjöld og skrautmuni. Á ein- um veggnum er blað með barnalegri rit- hond: „Kæri herra: Ég er lítið stúlka, 11 ára gömul .. . “ Olympíuleikarnir Framh. af bls. 9 eða sögu nazistatímabilsins, af ótta við dreifa sýklum fasismans yfir nýja kyn- slóð. Leni Riefenstahl var dóttir venju- legra millistéttarforeldra í Berlín. Hún vann sér frægð í þýzkum kvikmyndum uppúr 1920, þar sem hún lék kvenhetj- ur í mörgum vinsælum Alpakvikmynd- um — „Stormur á Mont Blanc“, „Pi'tz Palu, hvíta helvítið“ — en í þeim brauzt hún og fjallahetjurnar tímunum saman yfir fjöll og firnindi og sameinuðust að lokum í allsherjar guðaljóma með snjó, vindblásna lokka og íburðarmikið sól- arlag. Hitler hinn austurríski með dá- læti sitt á fjallalandslagi var heillaður af myndunum og tók hana að sér eftir að hann komst ti'l valda. Hún var sú kvengerð sem honum var mest að skapi — hávaxin, hraust og útiveruleg með brotalausa og einlæga aðdáun á honum. Engin ástæða er til að harma ákvörð- un dómstólanna í Niirmberg sem létu hana lausa árið 1949 eftir þriggja ára varðhald, vegna skorts á sönnunum fyr- ir því að hún hefði framleitt áróðurs- kvikmyndir á styrjaldarárunum — mikinn hluta styrjaldarinnar dvaldi hún á Spáni við gerð rómantízkrar glanskvikmyndar. Ekki er heldur ástæða til að vefengja endurteknar staðhæfing- ar hennar frá því að styrjöldinni ‘lauk um að persónulegt samband hennar við Hitler hafi ekkert greitt götu hennar hjá Göbbels: þvert á móti hafi áróðurs- málaráðherrann verið afbrýðisamur vegna þess hve hún var innundir hjá Foringjanum og óháð hans eiginn kvik- myndaveldi og gert allt sem í hans valdi stóð til að hindra hana í gerð Olympíumyndarinnar. Hver sem horfir á alla myndina — hún er í tveim hlutum sem taka fjóra klukkutíma samanlagt — sér þar ótald ar ’líkur til þess að Göbbels hefði ekki veitt henni opinberlega blessun sína. í fyrsta lagi er allt of löngum tíma eytt á Jesse Owens — augljóst er að kvik- myndatökumaðurinn hefur sem listamað- ur verið heillaður af því sem hann sá í honum: stælt kyrrstaðan, eins og hjá pardusdýri, sem býr sig til stökks, mýkt líkamans á hreyfingu. Sömuleiðis var of miklu efni eytt í aðra „lægri“ kyn- flokka — litlu indversku sveitina, sem hreppti gullverðlaunin í hockey, jap- anska furðumanninn Kitei Son, sem sigr- aði í Maraþonhlaupinu. Hinsvegar getur enginn sem séð hef- ur myndina borið á móti því — eins og Leni Riefenstahl gerir — að hún sé stórkostlegt áróðursverk. Sjálfur Göbb- els hefði mátt láta í minni pokann. Inn- ar. sefjandi ramma svo sem frjálslyndis og íþróttaanda kemur myndin á fram- færi öllum meginþáttunum úr hug- myndafræði nazista. Alfred Rosenberg hefði varla orðað þá öl'lu skýrar. Leni Riefenstahl hefur orðið fyrir óréttmætum ásökunum um áróðursinni- hald kvikmyndar sinnar. Vissulega var hún áróður, en ekki meiri áróður en það sem fólst í Olympíuleikunum sjálf- um og var sameiginlegt hugsunarhætti flestra þeirra þjóða, sem þátt tóku í þeim. Þær trúðu einnig á helgi þjóð- ernisins, á dyggðir fjöldans, „eðlileg an“ keppnisvilja og „karlmannlega" ár- ásarhneigð. Munurinn á þeim og Þýzka- landi Hitlers var sá að þær trúðu því að árásarhneigðinni mætti og ætti að veita meinlausa útrás í íþróttum, skrúð- göngum, þjóðerniskennd. Hitler vissi, að hana varð að vekja, vernda og næra — að stríð er, eins og þjóðirnar, sköp- unarverk. Fiokkshátíðin í Nurnberg árið 1936 var stærri í sniðum en nokkur önnur sem nazistarnir höfðu haldið. Leitar- ljósaatriðið frá Olympíuleikunum var endurtekið á ennþá stærri mælikvarða: sagt var að ljósin á himniniun hefðu sézt alla leið til Frankfurt. í aðalræðu sinni spurði Hitler af mikilli mælsku hvort hann hefði ekki efn-t þau loforð sem hann gaf um að endurheimta stöðu Þýzkalands í heiminum innan fjögurra ára. Hafði hann ekki lækkað tölu at- vinnulausra úr 6 miMjónum niður í eina milljón? Hafði hann ekki hækkað þjóð- artekjurnar úr 41 upp í 56 mi'lljarða marka? Hafði hann ekki 640.000 tonna skipakost í smiðum? Og lifði ekki milli- stétt og verkalýður Þýzkalands við betri kjör en þekkzt höfðu síðan 1914? Og ekki sízt, voru ekki Krupp verk- smiðjurnar aftur í fullum gangi við að mala gull til viðreisnar Þýzkalandi? Hitler dvaldist lengstum við boðorð sitt um varmennsku alþjóðakommúnism- ans og gyðingdómsins. En hann lýsti einnig yfir nýrri fjögurra ára áætlun um að gera Þýzkaland efnahagslega óháð öðrum ríkjum. Þýzkaland átti að verða sjálfu sér nógt um fæði og klæði það átti að efla styrk sinn án utanað- komandi aðstoðar eða íhlutunar. Það átti aftur að verða sinn eiginn herra. Fréttaritarar sem fylgzt höfðu með baktjaldamakkinu um þýzkt efnahags- líf hlustuðu á hann með ugg í hjarta. Þeim var ljóst að áætlunin var fjög- urra óra stríðsundirbúningur. Þýzka- land átti að búa sig undir umsátur. Sumarið 1936 hafði sannfært Hitler um að hann gæti boðið öllum heiminum byrginn. Drekinn var fullgerður. Nú þurfti aðeins að vígbúa hann. Rigningardag einn í júlí síðastliðin- um tók ég mér ferð á hendur upp í skógivaxnar hæðir vestur Berlínar þar sem Olympiuleikvangurinn er. Ef ein- hver færi þangað í leit að illúðlegum dýrðarljóma þá yrði hann fyrir von- brigðum. Flaggstengurnar voru naktar, granítlögð torgin auð. í þrjátíu ár höfðu gnauðandi norðanvindar veðrað hvítan kalksteininn sem orðinn var grár eins og fangelsismúr. Brotin skurn dreka eggsins lá opin við himninum, stein- gervingur hálfgrafinn í votu grasinu. Sitt hvorum megin við inngöngubraut ina stóðu tvær risavaxnar naktar stytt- ur af íþróttamönnum. Það virtist ein- kennandi fyrir hinn undarlega brodd- borgara tepruskap, sem þrátt fyrir dag- legar fjöldaaftökur allsnaktra Gyðinga í gasklefum gekk eins og rauður þráð- ur gegnum nazismann, að líkamar íþróttamannanna sýndust snertast ám þess að gera það í raun og veru: og táknrænt var að fyrir allt sem hér hafði gerzt og í Þýzkalandi Hitlers, að á þessum vöðvabólgnu risalíkömum voru kynfærin jafn numin við nögl óg á Adam Miche'langelos. Hin mikla skál var tóm nema hvað þrír eða fjórir skóladrengir voru að leika sér á stökktrumbu niðri á leik- vanginum. Raddir þeirra bárust greini- lega uppeftir mannlausum sætapöllun- um. Svo mikið var enn óbreytt: jafnvel á aftasta bekk var hægt að heyra hvert orð sem þeir sögðu, hvern smell af fótum þeirra, hvert ískur í segldúknum. Það vakti hjá manni skyndilega yfir- þyrmandi löngun til að reyna þennan ful'lkomna hljómburð: til að hrópa úr hásætinu þar sem Austurríkismaðurinn hafði staðið, eitthvað hátt, skipandi, ofsalegt sem vekti bergmálið: til að reyna hvort enn væri ekki hægt að kalla fram svaröskur úr hundrað þús- undum mannsbarka. ! 1 Lesbók Morgunblaðsins 30. tbl. „68 birtir Sveinbjörn Beinteinsson vísukorn Magnúsar Jónssonar múrsmiðs. Talna- vísu þessa nam ég í bernsku heima í Ljárskógum og þar sem hún er með ör- lítið breyttum tölum miðað við Lesbók fylgir hún hér með: 4, 8, 5 og sjö, 14, 12 og níu, 11, 13, eitt og tvö, 18, 6 og tíu. _ Þótt tölur séu ekki allar hinar sömu í báðum vísunum, verður summan hin sama: 120. Hinsvegar kemur hér út rétt endarím í 1. og 3. hendingu. Er þá annaðhvort, að einhver hefir ekki sætt sig við hina upprunalegu gerð vegna rímsins, og breytt um tölur til lagfær- ingar, þó með sömu talnaniðurstöðu (120), ellegar hitt, að frumvísan hefir komið aflöguð í hendur Sveinbjarnar. Sé um lagfæringu að ræ'ða, er hún snyrtilega gerð. — Þess má geta, að kona mín, sem fædd er og uppalin á Skagaströnd í A-Hún. lærði vísuna einn ig í bernsku þar nyrðra nákvæmlega eins og ég hér í Dölum vestur. Fræðilega er ég ókunnur Magnúsi Jónssyni, en þar sem ég hef ekki enn sætt mig við rímleysur í ferskeytlum, eða yfirleitt rímiaus kvæði á íslenzku máli, fannst mér endilega að ég ætti eða þyrfti að senda þessa athugasemd, þótt hún snúist aðeins um efnislausar tölur. Hallgrímur frá Ljárskógum 24. nóv. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.