Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 3
Almenna bókafélag'ið gefur út bók í tilefni 50 ára full- veldis Islendinga. Þessi bók ber einfaldlega heitið 1918, en eins og að líkum lætur er þar greint frá gangi mála og at- burðum á þessu merkisári, er leiddu til fullveldisins 1. des- ember. Iðjfundur bókarinnar er Gísl'i Jónsson, menntaskóla- kennari á Akureyri, en við- fangsefnið hefur hann tekið á þann veg að skýra sem nánast frá fullveidismálinu, en í minna mæli tekur hann fyrir aðra stóratburði ársins. Höfund- ur slær þann varnagla, að bók- inni sé ekki ætlað að vera vís- indalegt sagnrit, -en meir í ætt við blaðamennsku og kannski mætti nefna hana alþýðlegt fræðirit. Kannski einmitt þess vegna er bókin skemmtileg af- lestrar og hvergi þurr. Lesbók- in hefur fengið leyfi til að grípa niður í bókina á þrem stöðum og fara þeir kaflar hér á eftir. MÁLIÐ LAGT FYRIR RÍKISÞINGIÐ Danska ríkisþingið kom sam- an 28. maí og biðu íslending- ar mjög eftirvæntingarfullir, hvað þar mundi gerast. Var nú ekki laust við, að glímuskjá'lfti væri runninn á suma, svo að ögrunar gætti. Þannig segja Fréttir þennan dag: „En ríkis- þingið danska, sem kemur sam- an i dag, ræður þvi, hvort verða skal lög og góð vinátta milli íslands og Danmerkur eða fullur fjandskapur .. . “ En víkjum nú sögunni til Danmerkur. Eftir ríkisþings- kosningarnar hafði stjórn Carls Theodors Zahles úr Róttæka vinstri flokknum aðeins tveggja atkvæða meiri hluta í Þjóð- þinginu með stuðningi Jafnað- armanna, en í Landsþinginu höfðu stjórnarandstæðingar, Vinstri menn og Ihaldsmenn, meiri hlu'ta. Stjórn Zaihles hafði setið öll stríðsárin, stundum aukin mönnum úr öðrum flokk- um. Hann hafði verið hér 1907 í för Friðriks konungs 8. og ætíð síðan haft ríkan hug á að koma sambandinu milli fslands og Danmerkur svo fyrir, að ís- lendingar gætu látið sér lynda. í hásætisræðu konnugs við setningu þingsins var svo að orði komizt, að hann treysti því að með einhuga framkomu frá danskri hlið muni samningavið- ræður afmá ógreiningsefni, sem komi í veg fyrir fullt og gott samkomulag. 1) 1) AF, 323 og áfram. Síðasta dag maímánaðar lagði Zahle forsætisráðherra samtímis fyrir báðar deildir þingsins til- lögu um, að hvort þingið um sig, Fólksþingið og Landsþingið, veldi 9 manna nefnd til þess að veita viðtöku skýrslum ráðu- neytisins um samningaum'leitan ir við ísland og leggja síðan fram tillögu og greinargerð fyrir þingið. Tillagan kom til umræðu á báðum stöðum dag- inn eftir, og fylgdi forsætisráð- herrann henni úr hlaði. Von- aðist hann til, að eining yrði í öllu Ríkisþinginu um afstöðuna til íslands. Mundi ráðuneytið óska þess að ræða við nefnd- irnar um skipun nefndar, sem kynni að verða send til Reykja- víkur til samninga við íslend- inga. Væri það beinlínis til sæmd- ar þessum tveiimur norrænu þjóðum að jafna misk'líð um réttarsamband sín í milli með friðsamlegum samningaviðræð- um, enda mikilvægt fyrir Norð- urlönd, að ríkistengslin milli Danmerkur og fslands héldust. VINSAMLEGAR UNDIRTEKTIR í Fólkisþinginu talaði F. J. Borgbjerg af hálfu Jafnaðar- manna, en J. C. Christensen af hálfu Vinstri manna. Studdu báðir tillöguna og vonuðu, að samningar tækjust. Christen- sen rifjaði upp samningaviðræð- urnar frá 1908 og taldi raunar, að reynslan af þeim væri slík, að ekki væru miklar vonir um árangur, en sjálfsagt væri að reyna, og þá með sama ásetn- ingi af danskri hálfu og 1908, að ná samkomU'lagi unn raun- hæft samband við Danmörku, en ekki málamyndasamband eitt. Ef íslendingar væru sama sinnis, mundi þó unnt að leysa málið, svo að báðir aðilar og öll Norðurlönd hefðu gagn af, ef ísland yrði öðrum þjóðum háð, væri það óbætamlegt tjón fyrir Norðurlönd. íhaldsmenn féllust á tillög- una í þeirri von, að þannig mundi heppnast að jafna ágrein ing um ski'lning á ríkisréttar- legri stöðu íslands innan danska ríkisins, og með þeirri ákveðnu forsendu, að samninga viðræður við Islendinga væru því aðeins hafnar á þessum vandræðatímum, að fyrir- fram hefði tekizt samkomulag milli allra stjórnmálaflokkanna um afstöðuna. Vísuðu þeir til orða konungs í hásætisræðunni þessu til stuðnings, en forsætis- ráðherra féllst ekki á þann skilning. Tillaga stjórnarinnar um skipun nefndanna var sam- þykkt einróma í báðum deild- um, og völdust ti'l nefndarstarf- anna helztu forystumenn flokk anna margir hverjir, og höfðu sumir einnig verið í samninga- nefndinni 1908, svo sem Christ- ensen og Niels Neergaard. Unnu nefndir beggja þinga sam- an og könnuðu margs konar gögn um samskipti landanna. Islandsk Handelsforening í Kaupmannahöfn óskaði þess að fá fulltrúa í hinni væntanlegu samninganefnd, þannig að einn eða tveir félagsmanna að minnsta kosti yrðu ráðnir nefndinni til aðstoðar sem sér- fræðilegir ráðunautar. Vegna þessa sendi Thor E. Tulinius nefndunum rökstudd andmæli við þessari málaleitun, enda var henmi ekki sinnt, og stóð víst aldrei til. NEFNDIRNAR KLOFNA Sú varð niðurstaða af nefnd- arstörfunum, að meiri h'luti beggja, 15 talsins, það er full- trúar Jafnaðarmanna, Vinstri flokksins og Róttæka vinstri flokksins, lagði til, að hafnir væru samningar við ísland um sambandsmálið og stjórninni fal ið að gera nauðsynlegar ráð- stafanir í því efni, en minni hlutinn, fulltrúar íhaldsflokks- ins, 3 að tölu, lagði til að skora á stjórnina að fresta fyrirhug- uðum samningum við ís- 'lendinga. Væru tímarnir ó- hentugir til slíkra samninga og engan veginn öruggt, að þeir leiddu til viðunandi niðurstöðu fyrir bæði löndin. Tillögur nefndarinnar komu til umræðu 15. júní. Borgbjerg var framsögumaður í Fólksþing inu af hálfu meiri hlutans og lýsti því yfir, að næði tillagan samþykki, mundi lagt til við konung að skipa eftir tilnefn- ingu þeirra flokka, sem að til- 'lögunni stæðu, einn mann frá hverjum til samninga í Reykja- vík. Kvaðst hann sannfærður um, að allt þingið og öll þjóð- in óskaði góðra erindisloka fyr- ir báða aðila. f Landsþinginu var Oluf Krag úr Vinstri flokknum framsögumaður meiri hlutans og mælti í svipuðum dúr og Borgbjerg. Talsmenn íhaldsflokksins, Jo- han Knudsen í Fólksþinginu og Alexander Foss (hann hafði nýlega keypt blaðið Köben- havn) í Landsþinginu, sögðust vera hlynntir samningaviðræð- um við ís'lendinga, en þær ættu að fara fram í höfuðborg rík- isins. Þó kæmi til mlála að fallast á sendiför til Reykjavíkur, ef samninganefndin hefði ekki al- veg frjálsar hendur eða ótak- markað umboð, heldur væri fyrirfram dregin ákveðin markalína um þær ívilnanir, sem gera mætti af hálfu Dana. En þar sem ekki næðist sam- komuilag um þetta, gæti fhalds- flokkurinn ekki fylgt málinu. Zahle, forsætisráðherra Danmerkur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.