Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 4
Jóhannes Jóhannesson, formaður íslenzku nefndarinnar. Logðu þeir áherzlu á einingu ríkisins út á við, og kæmi því fullkominn, sérstakur fáni fyr- ir íkland ekki til greina. Þeir töldu, að Danir hefðu í mörg- um greinum gengið lengra 1908 í undanlátssemi gagnvart kröf- um fslendinga en vera bar, með tilliti til ríkiseiningarinmar, og tíndu til dæmi þess. Þeir töldu enn, að tíminn væri óhentugur, og vitnuðu til ummæla Lög- réttu í því efni, þeirra er áður getur. ÚRSLITIN Edvard Brandes, sem gegndi störfum forsætisráðherra í veik indaforföllum Zahles, lýsti yfir þvi, að stjórnin gæti fallizt á tillögur meiri h'lutans. Sam- bandsdeilan hefði staðið í mörg ár og nú harðnað svo, að nauð- synlegt væri að hefja viðræð- ur hið fyrsta. Ómögulegt væri að binda hendur fulltrúanna fyrirfram á nokkurn hátt. Hann harmaði, að ekki hefði verið hægt að fá alla flokkana til að fylgjast að málum. íslendingar væru einhuga, en sendinefnd Dana ætti ekki alla þjóð sína að baki sér. Það gerði samningana erfiðari, en þó mætti gera sér góðar vonir um árangurinn. Að umræðum loknum var tillaga meiri h'lutans samþykkt í Fólksþinginu með 102:19 at- kvæðum, en í Landsþinginu með 46:15. Síðan voru með kon- ungsúrskurði 15. júní skipaðir í nefndina Christopher Hage verzlunarmálaráðherra, umboðs maður ríkisstjórnarinnar, for- maður, J. C. Christensen frá Vinstri flokknum, Borgbjerg frá Jafnaðarmönnum og Erik Arup prófessor eftir tilnefningu Rót- tæka vinstri flokksins. Lögðu sendimenn af stað til Reykja- víkur 21. júní. HREINSKILNI EÐA SLÆGVIZKA Mörgum þótti biðin orðin ær- ið löng. Jafnvel þeir, sem harð- ast börðust gegn þingfrestun á sínum tíma, gerðust mjög svo ó- þolinmóðir. Fréttir segja 8. júní: „Von er að mörgum sárni að sitja á þingi auðum höndum vikum saman, eins og nú er á- statt í landi.“ Og síðar: „Póli- tísk hreinskilni verður oss á- reiðanilega bezt til frambúðar, og það er trúa vor, að sú öld sé nú að renna upp í álfu vorri, að hún komi ti'l meiri vegs og virðingar en verið hefur til þessa, og lævísi sú, er nefnd hefur verið stjórnvizka eða „diplomatie11, eða hvaða nöfn sem henni hafa verið gefin, lúti í lægra haldi og verði minna metin en áður.“ f greinarlok er hvatt til þess, að Alþingi fari að dæmi forsætisráðherra og láti Dani tafarlaust vita vilja sinn. Það verði að gerast skjótt og með skörungssbap. Berlingske Tidende skrifa í svipuðum tón: Danmörk ætlist ekki til þess af fulltrúum sín- um, að þeir sýni nokkra stjórn- málaslægvizku, he'ldur séu þeir hrein.úkilnir, álhveðnir og djarf- ir, komi heiðarlega fram, en séu drottinhollir. Ef samning- arnir beri samt sem áður eng- an árangur, þá þurfi ekki að fara í grafgötur um, hver beri ábyrgðina. ALÞINGI BREGÐUR VIÐ Sama daginn og danska sendi nefndin lagði af stað hingað til lands, var útbýtt í sameinuðu þingi klukkan hálfsjö þessari tillögu frá fullveldisnefndum beggja deilda: „Alþingi álykt- ar að kjósa fjóra þingmenn til þess að hafa á hendi samninga fyrir hönd þingsins við sendi- menn Dana.“ THIagan var teKln tll um- ræðu tæpum klukkutíma síðar, og mælti Bjarni frá Vogi fyrir henni. Hann sagði það vafa- laust, að Danir ættu frumkvæð- ið að þeim samningum, er nú stæðu fyrir dyrum. Um verk- svið nefndarinnar fórust hon- um svo orð: „Þessir menn eru auðvitað einungis milligöngu- menn og verða því að bera jafnóðum upp fyrir fullveldis- nefndum þingsins hin meiri atr- iði samninganna og gefa þing- flokkum færi á að athuga mál- ið og segja sinn vilja, áður en upp er borið fyrir þinginu.“ 1) Fleiri tóku ekki til máls, og var tillagan samþykkt í einu h'ljóði. í nefndina voru kosnir af einum lista, sinn frá hverj- um flokki, Bjarni Jónsson (SÞ), Einar Arnórsson (SI), Jóhann- es Jóhannesson (H) og Þor- steinn M. Jónsson (F). Einar Arnórsson var valinn í sam- ráði við Heimastjórnarmenn og eftir ósk Jóns Magnússonar, en sjálfur segist hann hafa stung- ið upp á Magnúsi Péturssyni eða Magnúsi Guðmundssyni, en flokksbrot Langsum-manna hafði ekki atkvæðamagn til að koma manni af eigin rammleik í nefndina, ef kosið hefði verið hlutfallskosningu. Um val íslenzku nefndar- mannanna segja Fréttir fyrir- fram 19. júni: „Víst er eigi að efa, að nefnd sú verði vel skipuð, er Alþingi velur til að svara samningaum- leitunum þeirra. Mun það stjórn og þingi iljóst framar öl'l- um öðrum, að eigi dugi fram að tefla af vorri hálfu smápeðum eða bjálfamennum, er einskis máls kunna skil og þó sízt stjórnmála." Það mun og flestra manna mál, að valið hafi vel tekizt, þó ekki sæju öll blöðin sóma sinn í því að standa sem veggur bak við valið í nefndina. ENGINN GISTISTAÐUR Hinn 19. júní fékk Jón Magn- ússon skeyti fná Za’hle, þar sem kunngerð er skipun nefnd arinnar og ferðaáætlun til Is- 'lands. Fór nefndin fyrst til Björgvinjar og kom þaðan á Is- lands Falk til Reykjavíkur laugardaginn 29. júní. Strax og spurðist af för nefndarinnar, var því vel fagn- að á íslandi, og tóku blöðin ágæta vel á móti henni, svo sem brátt sést betur. Með því mannvali, sem í henni var, þótti fslandi gerður hinn mesti sómi og lægi nú mikið við að taka vel á móti henni, og það því fremur sem þetta væri í fyrsta skipti, að opinberir erindrekar annarrar þjóðar sæktu oss heim. Þungar áhyggjur höfðu menn af því að útvega nefndarmönn- um húsnæði og segir Morgun- blaðið um það hinn 18. júní: „Hvar eiga þeir að hafast við, meðan þeir dvelja hér? Þannig spyr hver annan, og enginn getur leyst úr þeirri spurningu. Höfuðborg íslands er — því miður — svo illa á vegi stödd, að hún hefur ekki neinn gisti- stað að bjóða gestum sínum.“ FRAM SKAL GANGA HAUKUR HÚNA Nú hafði mikið á unnizt, og góðar vonir um, að komizt yrði a!la leið í höfn farsællar nið- urstöðu. Um störfin í nefndinni segir Þorsteinn M. Jónsson, að oftast hafi Bjarni frá Vogi haft orð fyrir íslendingum, en Hage fyrir Dönum. Bjarni var maður harðskeyt'tur. „Ekki miklaði hann fyrir sér, þótt á skýjaði og óvænt þætti horfa um hríð. Skaut hann þá oft fram kvi'ðl- ingi þessum úr rímu gamalli: Fram skal ganga haukur húna, hvort hann vill eða ei.“ „Oft skeði það á fundum,“ segir Þorsteinn M. aftur, „þeg- ar Dönum fannst Bjarni hafa togað svo fast, að samningar Einar Amórsson Bjami frá Vogi. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.