Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 6
Alþingi. Undirrituðu nú allir nefndarmenn bæði íslenzka og danska textann ásamt athuga- semdunum. Var þar með lokið miklu og erfiðu starfi, þar sem mjög hafði reynt á staðfestu, þolgæði, lipurð og hugkvæmni, og árangurinn betri en menn höfðu lengi getað búizt við, enda samkomulagsviljinn mikill á báða bóga. Allir íslenzku ráðherrarnir staðfestu svo samþykki sitt við frumvarpið með undirskrift sinni. HUNDRAÐ DAGA ÞING Hálfri stundu fyrir hádegi ,þennan sama dag var boðaður fundur í sameinuðu Alþingi, þinglausnafundur. Forseti, Jó- hannes Jóhannesson, mælti m.a. á þessa leið: „Stjórn Dana og þing hafa sýnt íslandi það bróðurþel og þann sóma að senda hingað fjóra fulltrúa til þess, með ó- bundnu umboði, að semja við stjórn íslands og Alþingi sem jafnréttháa samningsaðilja um samband landanna í framtíð- inni. Til þessarar farar hafa Danir valið fjóra af sínum vitr- ustu, víðsýnusu og hleypidóma lausustu mönnum, enda er ár- angurinn af komu þeirra og samningaumleitunum orðinn sá, að þeir annars vegar og ís- lenzka stjórnin og Alþingi hins vegar hafa orðið ásátt um frumvarp til sambandslaga milli Danmerkur og fslands, sem gera má sér beztu vonir um, að báðar þjóðir fallist á, og er það verður að lögum, má vænta þess, að það verði báðum þjóð- um til sóma og gagns, að ágrein- ingur sá, sem því miður svo oft hefur verið milli bræðraþjóð- anna, hverfi úr sögunni, en bræðralagið eflist og samvinn- an aukist til gagns og ánægju fyrir báðar þjóðir. Þetta þing er orðið hið lengsta, sem haldið hefur verið, það hefur nú staðið yfir síðan 10. apríl, eða í 110 daga. En það er trúa mín, að það muni og lengi í minnum haft, ekki vegna þess, hve lengi það stóð, held- ur vegna hins, að það bar gæfu til að komast að niðurstöðu um stórmál það, sem ég minntist á, að því er ég treysti, á viðun- andi hátt. Ég bið drottin að blessa störf þessa þings og að varðveita fósturjörðu vora á þessum mjög svo erfiðu háskatímum.“ ÞÖKK FYRIR KOMUNA Daginn áður sagði Morgun- b'laðið í ritstjórnargrein um veru nefndarinnar, að hvernig Samninganefndin í garðinum við alþingishúsið. svo sem frumvarpið verði, sem samkomulag hafi náðst um, þá verði að telja það lán mikið fyrir báða málsaðilja, að Dan- irnir skyldu koma hingað. Vegna þess hafi þeim hlotið að verða ljóst, hversu ólíkar þjóð- ir Danir og íslendingar séu að mörgu leyti. Hitt sé ofur eðli- legt, að Danir, sem aldrei hafi komið hingað, geri sér villandi hugmyndir um íslenzku þjóðina. „En þótt viðdvöl þessara manna hafi orðið stutt, þá efumst vér eigi um það, að þeir hafi nú glöggari skilning á því, hvers Ríkisútvarpið Skúlagötu 4 — Reykjavík — Sími 2-22-60. Skrifstofutími: 9—12 og 13—17. Upplýsingar um skrifstofur og vinnustofur veittar í anddyrinu á neðstu hæð. Eftir lokun kl. 17 fást upplýsingar í dyrasímanum í fremsta anddyrinu og síma 22261 til kl. 23. Á neðstu hæð. Upplýsingar — Inruheimta afnotagjalda. Á fjórðu hæð: Fréttastofa — Au-glýsingar. Á fimmtu hæð: Útvarpstjóri — Útvarpsráð — Aðal- skrifstofa — Dagskrárskrifstofur — Aðalféhirðir — Dagskrárgjaldkeri — Tónlistarsalur. Á sjöttu hæð: Hljóðritun — Stúdio — Tæknideild Tónlistardeild — Leiklistardeild. Auglýsingar: Afgreiðslutími: Mánudaga—föstudag kl. 8—18 — laugardaga kl. 8—11 og 15—17 — sunnu- daga og helgidaga kl. 9—11 og 16—17. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.