Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 7
Fundur í sambandslaganefnd. Fremstur á myndinni til vinstri er J. Chr. Christensen veizlulok, klukkan rúmlega hálfellefu, skaut Fálkinn 17 fal'lbyssuskotum til kveðju, en á bryggjunni stóð múgur manna og árnaði dönsku nefndinni heilla og góðrar heimfarar. Stjórnaði Jóhannes Jóhannes- son þeim kveðjum. Síðan létti skipið akkerum og flutti dönsku sendimennina til Kaup- mannahafnar. Fylgdu þeim beztu óskir alls þorra íslend- inga. HVAÐ MÁTTI SEGJA? Fréttastofa fslands fékk leyfi til að birta eftirfarandi tilkyrm ingu um sambandsmálið 18. júlí og sendi hana öllum fréttastof- um á Norðurlöndum: „Samningaum'leitanir þær, sem hér hafa fram farið milli dönsku sendinefndarinnar og Alþingis og íslenzku stjórnar- innar, hafa leitt til fullkomins samkomulags um frumvarp til sambandslaga fyrir hin tvö • lönd í framtíðinni, og þar með ætti öllum hinum mörgu og gömlu deilumálum að vera ráðið til lykta. Frumvarpið, sem var undir- skrifað í dag, hefur fengið sam- þykki íálenzku stjórnarinnar, og nær allir þingmenn hafa fall izt á það. Þegar danska sendinefndin kemur til Kaupmannahafnar, sem sennilega verður um miðja næstu viku, mun frumvarpið fengið dönsku stjórninni í hendur ásamt tillögu um, að það verði borið undir samþykki danska ríkisþingsins. Alþingi fslendinga var slitið í gær (rétt væri: í dag), en bú- izt er við því, að það komi sam- - an aftur í septembermánuði til þess að ræða frumvarpið. Og þegar Alþingi hefur samþykkt það, verður það borið undir þjóðaratkvæði." Annað fékkst ekki birt opin- berlega um samningana, fyrr en danska nefndin væri komin heim. vegna íslendingar þykjast rétt- bornir til sjálfstæðis, heldur en þeir mundu hafa haft, ef sendi- nefnd hefði farið héðan til Dan merkur. En einmitt þetta: þekk- ingarskortur Dana á íslandi og fslendingum yfirleitt hefur löngum verið þrándur í götu sjálfstæðismáls vors en ósann- girni af Dana hálfu.“ Að lokum segir blaðið, að vér getum með góðum huga þakkað þeim fyrir komuna. Munu svo flestir ís- lendingar hafa mælt, er nefnd- in var á förum héðan. Dönsku nefndarmennirnir sendu áður en þeir fóru, landsspítálasjóðnum hér eitt þúsund krónur að gjöf. Að kvöldi hins 18. júlí sátu ráðherrar og íslenzku nefndar- mennirnir veizlu um borð í Is- lands Falk í boði Hages verzl- unarmálaráðherra. Kvöddust menn þar sáttir og glaðir. í Kaupmenn — kaupfélög! Höfum fyrir- liggjandi hið þekkta og vinsæla Mata- dorsspil. Sendum hvert á land sem er. APPIRSVORUR^ Skúlagötu 32 — Sími 21530. EUSÉBIO Ævisaga knattspyrnumanns - Verður fáanleg á næstunni BOKflVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR 1. desember 1M8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.