Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 8
1. desember 1918 Eftir Sigurð Nordal i Sigurður Nordal iiaug'ardaginn 12. október hófst Kötlugos með ösku- falli og ægilegu jökulhlaupi. Þó að askan spillti í toili hög- um og gróðri þar eystra, urðu minni landspjöll af þessum hamförum en við hefði mátt bú- ast, því að vatnsflóðið og jaka- burðurinn fóru að mestu leyti yfir svæði, sem fyrir löngu var grafið í svartan sand, og það- an í sjó fram. Og í Reykjavík varð einungis sunnudaginn 13. október vart svo mikils ösku- ryks, að sporrækt væri á göt- um og marraði undir tönn. Minnisstæðast hefur orðið að sjá þann ðag sólina tapa skini sínu á skýlausum himni, — ,sólskin verða svört', eins og seg ir í Völuspá. En allan tímann, sem gosið stóð yfir, til 3. nóv- ember, mátti yfir austurfjöllin sjá gufustrókinn úr jöklinum bera hátt við loft. Ég minnist hans helzt eins og tröllaukins svepps á digrum legg með til- tölulega litlum kolli eða hnappi Þetta höfuð dró að sér mesta athygli, þegar birtu fór að bregða, því að allt umhverfis það hrísluðust eldingaleiftur í sífellu, ótt og títt. Flestum þeim, sem dvöldust í höfuð- staðnum þetta haust og önd- verðan vetur, er svo mikil tíð- indi gerðust á furðu skömm- um tíma, mun verða ósjálfrátt að hugsa einna fyrst til þess- arar leiftrum krýndu súlu, sem stóð eins og tákn á himni. ★ Undir lok októbermánaðar fór landfarsótt sú, sem síðar var kölluð spænska veikin, að stinga sér niður í Reykjavík og reyndist,; áður en varði, bráð- næmari og mannskæðari en nokkurn óraði fyrir í upphafi. Mátti heita, að upp úr mánaða mótunum væri bærinn í heljar greipum, allt líf Iamað og göt- urnar auðar eins og í yfirgef- inni fornaldarborg. Talið er, að á rúmum hálfum mánuði hafi látizt hér í bænum um 250 manns, sem með núverandi íbúa tölu mundi samsvara allt að fimmtán hundruðum mannsláta á jafnskömmum tíma. Ástandið á sumum lieimilum var ömur- legra en orð fá lýst, þar sem allir í senn lágu ósjálfbjarga, ungir og gamlir, hjúkrunarlaus ir, matarlausir, án þess að geta lagt í ofnana til að hita húsin eða jafnvel náð í steinolíu á lampana. Miðstöð bæjarsímans varð að loka vegna veikinda símastúlknanna, svo að fólk gat ekki þá leiðina látið frá sér heyra né fengið fregnir af nánustu skyldmennum og vin- um í öðrum húsum. En hér fór sem oftar, að margir þeir, sem vanir eru hversdagslega að kvarta og þusa yfir smámunum, reyndust hetjur í nauðunum og báru þrautir og sorgir með aðdáanlegu æðruleysi og still- ingu — allir þeir, sem uppi- standandi voru, lögðu sig fram um að líkna og hjálpa, oft með veikum burðum og án þess að hugsa um eftirköst. Þetta var einstætt tækifæri að kynnast því heilbrigðasta og bezta sem í fólkinu bjó. í rauninni mátti það líka heita fyrstu kynni mín af höfuðstaðarbúum. Ég hafði ekki dvalizt í Reykja- vík nema fjóra vetur á skóla- árum mínum og einn síðar með- an ég annars var við háskóla- nám í Höfn. Þegar ég kom til íslands í ágústlok 1918 og tók við embætti mínu í Háskóla fs- lands 1. október, var ég loks orðinn heimilisfastur í bænum. Ég skal ekki sverja fyrir, að ég hafi heldur kviðið fyrir þessu umhverfi, fundizt annað- hvort íslenzk sveit eða erlend stórborg mundi vera mér skap- felldari. Vitanlega hafði Reykja vík breytzt talsvert á árunum 1906-1918, fólkinu fjölgað og ýmislegt verið framkvæmt, en af því skipti höfnin tvímæla- laust langmestu. En á þessum erfiðu vikum fékk ég þær mæt- ur á Reykvíkingum og það JÓN FORSETI Hann lagði saman tárin sem lítilmagnar grétu: í svipi þeirra og andlit var íslandssagan brennd. Ég laut höfði við legstein hans letraðan fáum orðum, í brjósti mínu var heiður himinn, en haglél í grennd. Mattihías Johannessen. Víxlsporin eru kunn orðin, — kunn fleirum en okkur sjálíum. En fslendíngar ciga eigi aðeins skuldirnar, heldur og lítt numið gæðaríkt land og heimsins auðugustu fiski- mið. Og sá auki er nú að verða á þjóðarauðnum, að stöðugt fer vaxandi skilhingur þjóðarinnar á því, hver voði stafar af hallarekstri framleiðslunnar. Hefir sú vizka að vísu verio dýru verði keypt, en sé hún varanleg, er hún líka mikiis virði. Ólafur Thors, Mbl. 1. des. 1938. traust á kjarna fólksins sem hefur enzt mér síðan. Ég hef trúað, að það muni ekki bregð- ast, hvenær sem mest á reyndi. Vonandi verður sú trú sér ekki til skammar á þeim stutta tíma sem ég kann að eiga ólifaðan. ★ Mánudaginn 11. nóvember barst hingað sú fregn, að vopnahlé milli Þjóðverja og bandamanna hefði komizt á þá um morguninn og í Þýzalandi logaði allt í uppreisn. Heims- styrjöldin, sem nú er nefnd hin fyrri, hafði þá staðið frá júlílokum 1914 og markaði í raun og veru mót 19. og 20. aldar. fsland var þá enn svo utan við veröldina, að hvorki kom til innrásar né hernáms, heldur var hættan mest af sam gönguleysi, erfiðleikum og hætt um á siglingum, bæði vegna að- flutninga og útflutnings. Samt olli þessi styrjöld hér að ýmsu leyti tímamótum, m.a. með fyrstu kynnum af verðbólgu og meiri fjárráðum í bili. Vafa- laust trúðu menn því á íslandi sem annars staðar, þegar vopna hlé var samið, að mannkynið hlyti eftir þetta mesta brjál- æði í allri sögu sinni að sjá að sér og varast sömu víti fram- vegis. Sá var mestur munur á viðhorfinu við lokum hinna tveggja heimsstyrjalda, að eft- ir þá síðari voru flestir hugs- andi menn hættir að gera sér tálvonir um betri heim. Þegar þessi miklu tíðindi bár ust til Reykjavíkur, var spænska veikin í algleymingi og enginn kostur að efna til fagnaðar né jafnvel fyrir tvö dagblöð bæjarins að gera sér mat úr fréttunum. Dagblöðin gáfu í sameiningu út dálítinn fregnmiða, sem tókst að fá prentaðan í Félagsprentsmiðj- unni, en ekki man ég, með hverju móti var borið við að dreifa honum um bæinn. Ef til vill snertu þessi tíð- indi mig meir en marga aðra vegna þess, að ég hafði dval- izt erlendis öll styrjaldarárin, af þeim tíma eitt sumar í Þýzka landi og hálft annað ár í Bret- landi, var mikill bandamanna- sinni og hafði oft verið ugg- andi um úrslitin. Ég gat ekki stillt mig um að ganga við hjá André Courmont, ræðismanni Frakka, og óska honum til hamingju. Líklega hef ég ver- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.