Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 12
Pétur Björnsson skipstjóri (Ól. K. Magnússon tók myndina) Nýi Gullfoss kemur til Islands í fyrsta sinn. (Ólafur K. Magnússon tók myndina úr flugvél.) „Það var morgun hins fyrsta desember, skipið sigldi í morgun skímunni upp að Fleetwood, á vesturströnd Englands. Það var ekki vel ratljóst, en mér fannst einhvernveginn við verða að halda upp á daginn, með því að hefja hinn nýja fána hins unga og fullvalda ríkis fslands að hún. Ég gaf því skipun um að láta danska fánann falla, og hefja hinn íslenzka hátt að hún. Það var mikil stund.“ Sá, sem þessi orð mælti við blaðamann Mbl., er Pétur Björns son, fyrrverandi skipsjóri hjá Eimskip, máski kunnastur fyrir skipstjórn sína á Gullfossi, flagg skipi íslenzka flotans. Við heimsóttum hann á dög- unum á heimili hans að Sólvalla götu 1, og áttum þar góða og glaða stund á heimili þeirra hjóna, Eilenar Christoffersen og Péturs Björnssonar. Erindi okk ar var að spyrja Pétur spjör- unum úr um þann hinn merki- lega atburð, þegar íslenzki fán- inn var dreginn fyrst að hún, hinn fyrsta fullveldismorgun, í erlendri höfn. Það munu hafa verið 4 skipstjórar á íslenzk- um skipum erlendis, sem þeirr- ar gæfu urðu aðnjótandi, að fá að draga fullveldisfánann að hún um morguninn, hinn 1. des. 1918. ★ — Með hvaða skip varstu þá, Pétur og hvernig stóð á ferðum þínum? — Þá var ég skipstjóri á eimskipinu BORG, sem Eim- skipafélag íslands gerði út, en Ríkissjóður fslands átti. Við höfðum siglt á ströndinni sem kallað er og fermt saltfisk, slatta og slatta á hverri höfn, en svo kom að lokum, að nóg þótti komið, og létum við þá úr síðustu höfn, sem var Reykja- vík, hinn 27. nóv. Þetta var langt því frá að vera fullfermi, en út skyldi siglt og reynt að selja slattana. Borg var 1100 tonn að stærð, hið bezta skip. Við fengum gott veður á leiðinni út, og nóttina fyrir 1. des., biðum við fyrir utan Pleetwood eftir flóði og það var ekki fyrr enn með birtingu um morguninn, sem við gátum haldið siglingunni áfram. Úr því, að orðið var bjart, þótti mér viðeigandi að draga danska fánann niður og hefja að hún hinn unga íslenzka fána, sem er vafalaust fallegasti fáni „Við vorum allir svo hrifnir og stoltir" segir Pétur Björnsson skipsstjóri, sem fyrstur manna dró íslenzka fánan að hún úf í Fleetwood I. desember 1918 í heimi. Þannig sigldum við inn að bryggju. ★ Tollvörðurinn, sem kom út í skipið, veitti þessari nýbreytni strax athygli, og hann sýndi okkur þann sóma, að bera hönd að húfu að hermanna sið, til heiðurs fánanum. Við vorum ákaflega stolltir, fannst eiginlega ákaflega mikið til um okkur og okkar þjóð. Ég held, að þið, sem nú lifið, og eruð upp á ykkar bezta vit- ið ekki, hvað fáninn var okk- ur í þá daga. Þið gerið ykkur sjálfsagt ekki grein fyrir því. En þetta var barátta, heit og áköf, sem endaði með sigri. — Með hverju flögguðuð þið áður? — Jú, sjáðu við notuðum auð vitað danska fánann í útlönd- um, en heima við ísland, í land helgi, máttum við nota íslenzka fánann. Við höfðum fengið til þess réttinn 1915. Við höfðum svo sannarlega keypt okkur nýjan íslenzkan fána fyrir þessa utanför, því að við vissum all- ir, að hverju stefndi. Ekki get ég saigt, að við yrðum hissa við atburðinn, en eitt er víst, að við vorum allir hrifnir.Þetta var eins og jólin. Og mér hefur alltaf fundist íslenzki fáninn verða að vera hreinn og nýr. Ég held, að ég hafi aldrei lát- ið draga skítugan fána að hún á mínum skipum. Við höfðum svo sannarlega barizt fyrir fán anum okkar það lengi, að hann ætti annað skilið aif oíkkur, en við drægjum hann alltaf að hún, fallegan, hreinan og tær- an. ★ — Hvar ertu fæddur, Pétur? — Ég er fæddur á Kirkju- bóli á Bæjarnesi við Kvígindis- fjörð við Breiðafjörð en fluttist svo með foreldrum mínum 7 ára gamall til Dýrafjarðar. Við flutt umst að Hrauni í Keldudal, og mér finnst ég alltaf vera Dýr- firðingur. Og þar dvaldist ég til 19 ára aldurs. Þarna vestra stundaði maður auðvitað sjóinn, jöfnum hönd- um, aðallega á skútum, og það er hart að þurfa að viðurkenna það fyrir skipstjóra að tvisv- ar varð ég að fara í land vegna sjóveiki. En 19 ára hleypti ég semsagt heimdraganum og hélt til Reykjavíkur staðráðinn í því að nema húsgagnasmíði. Réð ég mig sem lærling hjá Tryggva Arnasyni á Bergstaðastræti 29. Þá var Tryggvi húsasmiður, og það var ekki fyrr en löngu síðar, að hann sneri sér að líkkistum, og smíði þeirra, sem seinna varð ævistarf hans. Á vetrum var frekar litið að gera hjá Tryggva, og leyfði hann mér að skreppa frá á vertíð hjá Pétri Mikkel. Var ég lengi á Sigríði og Birni Ol- afssyni. Það voru skútur. Svo kom þar að, að mig langaði til útlanda til lærdóms. ★ Árið 1910 var ég á togurum frá Grimsby, og á þeim lækn- aðist ég af sjóveikinni. Stuttu síðar kom ég til Hamborgar, ætlaði að hitta íslenzka ræðis- manninn þar, Bjarna frá Vogi, en hann var þá ekki í landinu, svo að ég sneri mér til danska ræðismannsins. Hugmynd mín var sú, að fara til Danmerkur og nema húsgagnasmíði, en við for lögum sínum hefur enginn get- að spornað ennþá og ekki held ur ég. Danski konsúllinn sagði ist ekki vita af neinni húsgagna vinnu, fyrir mig, en hitt gæti hann sagt mér, að í Hamborgar- höfn væri fragtskipið Urania, og þar vantaði mann. Skyldi ég bara fara þangað og ráða mig. Ég lét ekki setja við orð- in tóm, og í 3 ár ferðaðist ég um með Englendingum og Dön- um. ¥ Og svo fór ég þá á sjóinm, og eiginlega má segja, að síðan hafi ég verið á sjónum öll mín manndómsár. Árið 1917 fékk ég slæma inflúenzu og varð að fara á spítala í Danmörku. Það tók heila 6 mánuði fyrir mig, en sjálfsagt hefur það líka átt fyrir mér að liggja, því að á þessu sjúkrahúsi vann Ellen, konan mín, sem hjúkrunarkona, og þar kynntumst við. Hún var prests dóttir frá Jótlandi, og við geng um í heilagt hjónaband 14. maí 1921. ★ Þú sérð af þessu, að örlögin virðast hafa gripið á allan máta inn í líf mitt, og það get ég sagt þér, að ég er ekki óá- nægður. Mér finnst einhvern- veginn, þegar ég skoða líf mitt niður í kjölinn, að örlögin hafi farið varfærnum höndum um mig, bæði í sambandi við lífs- starf mitt, sem skipsstjóra og þá ekki síður með hitt, sem snýr að kvonfangi mínu. Þegar öllu er á botninn hvolt, myndi ég einskis annars hafa kosið mér. Frá skipinu Borg fór ég og tók við Villemoes, sem seinna hét Selfoss. Síðan var ég með Lagarfoss í kringum árið 1930. Síðan var ég með Dettifoss, þar til hann fórst í stríðinu. Ég var þá í fríi. Ég er víst ekki feigur, mætti segja. Ég sótti nýja Goðafoss út 1948, og seinna nýja Gullfoss í maí 1950. — Þú sigldir með Gullfossi frá Bordeaux í Frakklandi til Casablanca í Afríku í eina tíð. Framhald á bls. 14 Eimskipið Borg, en á því skipi var íslenzki fáninn fyrst dreginn að húni í útlöndum árla morguns 1. desember 1918. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. desember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.