Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Qupperneq 1
í október í haust kom út hjá forlagi McMillans í London bókin The Great Terror eftir Robert Conquest. Þetta er stór bók, 656 bls. og þar er með ógnvekjandi nákvæmni greint frá hreins- ununum miklu undir stjórn Stalins í Rússlandi á síðari helming fjórða tugs aldarinnar. Fer bókin mikla sigurför um heiminn og þykir taka af öll tvímæli um þetta hrollvekjandi tímabil í sögu Rússlands. Kaflinn, sem hér birtist er tals- vert styttur. Fyrir 30 árum, nánar tiltekið síðustu daga júlímánaðar árið 1938, fóru fram athyglisverðar fjölda-aftökur í kjallara Luby- anka-fangelsisins. Meðal þeirra sem liflátnir voru, var einn með limur Politburó, iðnaðarmála- ráðherra þungaiðnaðarins, ritari framkvæmdanefndar miðstjórn arinnar og menntamálaráðherra Ukrainu, allir fjórir gamlir bol sévikkar og með'imir eða upp- rennandi meðlimir miðstjórnar kommúnistaflokksins í Rúss- landi. Þá eru ótaldir 4—5 hátt- settir foringjar úr hernum (þar af einn fyrrverandi yfirhers- höfðingi í Rauða hernum), 3 liðsforingjar og tveir yfirflota- foi' flotanum. Af þekktum fórnariömbum í þess- um flokki skal síðastan telja viðurkenndan leikritahöfund. Allt vóru þetta menn sem gegnt höfðu mikilvægum embættum. Þarna var þeim fórnað Vart verður hjá því komizt að telja aftökur sem þessar at- hyglisverðar. En þó er það ef til vill enn athyglisverðara að nú er þeirra í fyrsta sinn get- ið á prenti. Á þ ví er einföld skýring. Stal in hafði ákveðið að þennan at- burð sayldi ekki sveipa rang- túlkunum. Honum skyldi hald- ið leyndum. Með strjálum upp- lýsingum og gögnum, sem borizt hafa frá Sovétríkjunum síðustu árin, hefui verið hægt að bæta við og staðfesta vafaatriði um þetta mál og fá þannig sam- stæða heildarmynd af þeim ógn arlegu atburðum sem áttu sér stað síðustu ár fertugasta ára- tugsins í Rússlandi. Ekki er ótilhlýðilegt að þetta komi til umræðu. þar sem nú er svo að segja algerlega loku fyrir það skotið, að frekari upp lýsingar eða gögn fáist frá Rúss landi. Reyndar liefur fjöldi manna víða á Vesturlöndum tekið öll- um sönnum fregnum af þessu tímabili í sögu Sovétríkjanna með mikilli tortrvggni. A því varð þó nokkur breyting eftir að Khrushchev hélt „uppljóstr unar-ræðu“ sína árið 1956. En nýjar fregnir, flestir frá Rúss- landi, staðfesta fyllilega gaml- ar skýrslur frá landflótta Rúss um. Til dæmis er nokkurn veginn fullvíst, að Stalín stóð að baki morðinu á félaga sínum Sergei Kirov í desember árið 1934 og er það upphafið á öllun? „hreins unum“ sem á eftir fóru. Þetta hefur að vísu aldrei verið opin berlega viðurkennt í sovétríkj- unum, en á árunum 1956—‘64 hafa ýmsar ábendingar, þrálát- ur orðrómur og lýsingar smá- atriða nægt til að staðfesta frá sagnir landflótta Rússa sem hingað til hafa talizt hvað á- reiðanlegastir og má þar á með al nefna skýrslugerð fyrrver- andi NKVD-liðsforingjans Alex anders Orlovs. Sömuleiðis er það ljóst að Stalin kom Ord/.honikidze fyr- ir kattarnef, eins og Viktor Kravchenko hefur haldið fram og margir með honum. Við vitum að réttarhöldin miklu sem fóru fram í ágúst 1936, í janúar 1937 og í marz 1938 voru sett á svið Fregnir af þeim hafa þó bæði verið ó- ljósar og sundurlausar, jafnvel líka á valdatímum Khrushcevs. Fimm sakborninganna frá 1938 hafa fengið fulla uppreisn æru, og þar með var sagan um „þétt- riðið „samsæri“ gerð að engu, enda þótt allir sakborningarnir liafi játað á sig aðild að því. Bukharin og Rykov voru ekki „endurreistir", eu því lýst yfir, að þeir væru að minnsta kosti hvorki „njósnarar né hermdar verkamenn". Engir þeirra sem dæmdir voru 1937 hafa verið sýknaðir. Aftur á móti liefur verið gefin út yfirlýsing um það að höfuðsök þeirra, tilraun til að ráða Molotov af dögum, liafi verið uppspuni. Sakborningarnir frá 1936 liafa heldur enga uppreisn fengið. Þeir voru sakaðir um að hafa myrt Kirov. Nú er hins vegar um það mál sagt að „mjög sé •erfitt að kveða á um það, hver hafi raunverulega átt sökina“. Sú yfirlýsing getur tæplega stað "* ið undir dómsúrskurðinum um sekt þeirra. Við vitum líka að réttarhöld- in yfir Tukhachevsky mark- skálki og hershöfðingjunum var sett á svið. Allir meðlimir hers ins sem voru líflátnir þá og síðar, virðast hafa fengið upp reisn æru, Þar á meðal Schmidt deildarforingi, sem einnig tók þátt í „játningunum“ í ágúst 1936. Herinn á mikið undir sér og aðilum þaðan hefur greini- lega orðið meira ágengt en mörg um öðrum utan hersins. Endur minningar og greinar ritaðar af mönnum innan hersins hafa leitt mörg atriði fram í dagsljósið, svo sem útrýmingu eiginkvenna, bræðra, systra og frændfólks v liðsforingjanna sem líflátnir voru. Sömuleiðis er það stað- fest að unglingsbörn þeirra hafi verið send í þrælkunar- búðir. Við vitum einnig að þá strax á þeim tíma var nokk- urn veginn rétt tilgetið um tölu liðsforingja sem líflátnir voru .... en hún mun hafa verið 30—40 þúsund manns og þar af flestir reyndir hermenn. En Stalín hélt áfram að láta taka yfirmenn hersins af lifí jafnvel eftir að þýzk-rússneska stríðið braust út. Það er líka orðið íjóst, að ,hreinsanirnar“ innan hersins og aðrar aðgerð- ir Stalins hafi blá't áfram hvatt, Þjóðverja til að hefja innrás- ina í Rússland. I skýrslu þýzku leynibjónustunnar árið 1940, seg ir, að Rauði herinn sé þá að öllu leyti geysilega vel búiim að því undanskvldu að forust- an sé öll í molum Að fjórum árum liðnum muni húp þó vera komin í viðunandi liorf. Frá sjónarmiði Hitlers réð þetta úr- slitum. „Nú eða aldrei“ Reynslu leysi rússnesku herforingjanna Stalín þyrmdi ekki fremur hinum nánustu sam starfsmönnum sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.