Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 8
Beitan. sem Sigurbjörn Þorkelsson, sem löngum hefur verið kenndur við Vísi, er þjóðkunnur maður og óþarft að kynna hann nánar hér. Sigurbjörn hefur gefið út tvö bindi sjálfsævisögu sinnar undir heitinu „Himneskt er að lifa“, en auk þess hefur síðara bindið undirtitilinn: „Ekki svíkur Bjössi". Á næsta ári mun koma út 3. bindi af sjálfsævi- sögu Sigurbjörns og hefur Lesbókin fengið til birt- ingar kafla, sem bregður skemmtilegu ljósi á stjórnmálabaráttuna fyrr á árum. Svo var það í janúar 1921, er næst var farið að hugsa um kosningu til alþingis, sem fram áttu að fara 5. febrúar. Þá átti að kjósa þrjá þingmenn fyrir Keykjavík. Þó að við í „Sjálfstjórn", bærum gæfu til að standa nokk ur veginn saman að kosningu borgarstjóra fyrir tæpu ári, hafði ekki gróið um heilt síðan árið 1919, að Jakob Möl'ler hafði unnið kosningu á sprengi lista móti Jóni Magnússyni, og svo hafði Alþýðuflokkurinn eflzt að mun. Því þófcti okkur mörgum sem kunnugir voru í bænum, tvísýnt, að hafa þá báða Jón Þorlákson og Jón Ól- afsson, á sama lista, báða fyrr- verandi Heimastjórnarmenn. Sveinn Björnsson, sem var vinsæll mjög, var nú að hætta þingmennsku, og taka við hinu nýja sendiherraembætti í Dan- mörku, svo að það var eigin- lega verið að kjósa mann í hans stað. Þarna skildu leiðir í bili. Við Guðmundur Asbjörnsson til- kynntum Jóni Þorlákssyni og hans mönnum, að við yrðum af illri nauðsyn að vinna á eigin spýtur, ef við ættum að fá tvo menn kosna frá borgaraflokkn um. Við reyndum mikið til þess að fá, annaðhvort gamlan Sjálf stæðismann eða mann, sem lítið hafði komið nærri stjórnmálum til að vera efstan á lista okkar. í nokkra daga höfðum við von til þess að séra Ólafur frí- kirkjuprestur yrði efstur, en einhverra hluta vegna kom hann því ekki við, okkur til mikilla vonbrigða. Var nú reynt við ýmsa, og loks eftir mörg viðtöl og mikinn áróður gaf ógætur ungur maður, Magn ús Jónsson, dósent í guðfræði, við Háskóla íslands, kost á sér, til þess að vera efstur á lista okkar, en Jón Ólafsson, út- gerðarmaður næstur, eins og áð ur hafði verið ákveðið. Þetta var nokkuð hörð kosningabar- átta og reyndist þessi nýi sam- herji okkar vígreifur baráttu- maður, mælskur og mjög orð- heppinn, og virtist áhuginn og hávaðinn kringum lista okkar vera svo mikill á tímabili, að þeir bjartsýnustu í okkar hópi héldu því fram, að við mynd- um koma Jóni Ólafssyni einnig inn á þing, en hann var eins og áður er tekið fram næstur Magnúsi. FLUGAN GLÆSILEGA OG KOLRYÐGAÐI „ÖNGULL- INN“. Mikið var unnið fyrir listann, og mikill áhugi ríkti fyrir því að gera kosningu hins unga, glæsilega þingmannsefnis sem mesta, enda dró hann sjálfur ekki af sér. Ég man það, að einn opinber fundur var hald- inn í feiknastóru vörugeymslu- húsi, sem var eign h.f. „Alli- ance,“ vestur við Ánanaust þar sem þingmannsefnin leiddu saman hesta sína. Eitt var það, sem dró dálítið úr gléði minni í þessari kosn- ingabaráttu, vinur minn Ólafur Thors, var þriðji maður á lista Jóns Þorlákssonar, og var hann nú í fyrsta sinn í kjöri til alþingis. Það hafði mér aldrei komið til hugar, að loks er hann var í kjöri, yrði ég að viinna á móti honum. En á lista Jakobs var hann fengiinm til þess að draga að með glæsileik sín- um og mældku. Ekiki ætla ég að Begja margt frá þeim mörgu og að möngu leyti skemmtilegum ræðlum, sean þarna voru fluttar, þó að ég kynni að muna ei'tttwað úr þeim. En eins lamgar mig þó Itil að geta. Jón Þorliáksson, 'taldi það 'lista sínum tiil tekna, að sá ungi og glæsilegi maður væri á lista þeirra, og þó ekki væri vegna amn.ars, ættu menn að kjósa listann vegna Ólafs Thors. Miagnús svaraði þessu svo nokkru síð- ar, og bar ekki á móti því, sem Jón hafði sagt Ólafi til hamn hróss, en bætti því við, að Ól- afur væri þarna aðeins sem væri þriðji maður á lista, sem aðeins hefði veika von um, að einn yrði kosinn. Þegar svo kjósendur hefðu gleypt þessa fögru og glæsilegu flugu, Ólaf, þá hrykkju þeir við, því að þá stæði kolryðgaður öngull- inn í þeim. Það væri í bezta falli Jón Þorláksson, sem þeir fengju einan fyrir þingmann. Þetta var til að slá á þung- lyndi manna, því að mikið var hlegið að þessari beizku fyndni Magnúsar, en hann átti oft eftir að vekja hlátur með hinum snjöllu tilsvörum sínum, bæði innan þings og utan. Þessar kosningar fóru þann- ig, að þessir þrír hlutu kosn- ingu: Jón Baldvinsson, hlaut 1795 atkvæði, Jón Þorláksson með 1463 og Magnús með 1404 atkvæðum. Eftir atvikum vor- um við, sem studdum Magnús, ekki mjög óánægðir með kosn- inguna, en fyrst framan af var í það minnsta Jón Þorláksson talsvert óánægður með þessar tiltektir okkar að kljúfa hin borgaralegu samtök. En eigin- lega máttum við vel við una, því að bæði félagsbrotin höfðu komið tveim ágætum mönnum inn á þing, Jóni og Magnúsi, sem áttu eftir að vinna margt þarft handtakið í góðri sam- vinnu fyrir land ag þjóð. JÓN ÞORLÁKSSON FLYTUR OKKUR GUÐMUNDI ÞAKK- IR. Til merkis um það, að Jón Þorláksson bar ekki þykkju til okkar Guðmundar félaga míns fyrir fylgi okkar við Magnús, þá bar það við dag nokkurn í júnímánuði þetta ár, eða eftir að þeir Jón oig Magnús höfðu unnið saman í þinginu, og að því er virtist, fallið samstarfið vel, að Jón kemur fyrirvaralaust inn á skrifstofu okkar Guðmundar og segist hafa, síðan þingi lauk, ætlað að fara á fund okkar, til þess flytja okkur þakklæti sitt og hinnar frjálsu stefnu í stjórnmálum landsins, fyrir það, að við hefðum verið meðal stuðningsmanna þeirra, sem fengu Magnús Jónsson í fram- bpð, og komið honum á þing. „Ég mátti vita það, að jafn lífs- reyndir stjórnmálamenn og þið eruð hefðuð ekki farið út í þetta, nema þið væruð sann- færðir um að þið væruð að gera rétt. Ég sé nú, að það var mjög hæpið, að við næðum tveim þingmönnum, ef ekki hefðu verið tveir listar. Ég er sannfærður um eftir þessi kynni mín á Magnúsi á þingi í vetur, að með honum höfum við eignast mikinn starfsmann og nýtan þingmann“ Þetta var er- indi Jóns til okkar í þetta sinn, og að minnsta kosti ég varð mjög glaður yfir því, að þetta frávik okkar hafði feng- ið svona góðan endi. Næstu kosningar, sem fóru fram í Reykjavík, voru kosn- ingar til bæjarstjórnar þ. 26. janúar 1922, og stóðum við vel saman að þeirri kosningu. Feng um við þrjá af fimm sem kosn- ir voru. — Það hafði ekki far- ið fram hjá Jóni Magnússyni, að ég, ásamt mörgum fleiri úr kaupmannastétt hefðum ekki verið ánægðir með frammistöðu hans í ríkisstjórninni 1916— 1921, og því óbeinlínis beitt mér á móti kosningu hans 1919, er hann féll fyrir Jakobi Möll- er, með því að láta kosningu hans afskiptalausa fyrir beiðni vinar míns Ólafs Thórs. JÓN MAGNÚSSON HEIM- SÆKIR MIG Á SKRIFSTOF- UNA. Nú var það á margra vit- orði, að Jón hugðist verða í kjöri við landskjörskosningar, sem fram áttu að fara í júlí 1922. Það bar við, er aldrei hafði áður gerzt, að Jón Magn úisson birtist á skrifstofuntni hjá mér í „Vísi“, og byrjaði formálalaust að tala um kosn- ingar. Minntist hann til að byrja með ekkert á kosningu sína og Jakobs Möllers 1919, en eftir a’ð ég hafði gjöirt nokkra grein fyrir framkomu minni þá, samþykkti hann, að kaupmannastéttinni hefði verið nokkur vorkunn. Jakob Möll- er hafði verið eindreginn okk- ar maður, en hann í ríkisstjórn tveggja flokka, þar sem annar jflokkurinn, Framsóknarflokk- urinn hafði reynzt mjög ágeng- ur og aðsópsmikill. Hann hafði þó reynt að halda í samstarfið í lengstu lög. En nú kæmi ekki slíkt til greina. Hann væri farinn úr stjórninni og ætti ekkert til Framsóknar flokksins að sækja, enda ekk- ert ánægður með stefnu þeirra. Við áttum þarna langt sam- tal og að mörgu leyti mjög ánægjulegt, en frá því verður ekki skýrt hér. Jón sagði mér, að hann væri ákveðinn í því að bjóða sig fram til lands- kjörs, og sagðist þurfa á lið- veizlu minni að halda. Ég varð ekkert undrandi yfir því, að jafn gáfaður og mikilhæfur maður og Jón var, yrði í land- kjöri, heldur hinu, að slíkur maður legði svona mikið kapp á, að fá mig til þess að styðja að ikosninigu sinini, jafn lítið áliit og ég hafði á sjálfum mér til slíkra hluta. Það kæmi þá helzt til af því, að ég væri nokkuð kunnugur mörgum kjósendum. Mér er óhætt að fullyrða það, að ég hefði stutit að kosningu Jóns í þetta sinn, án þess hamn sjiálfur færi þess á 'leit við mig, því að það fór saman, að ég áleit hann mikið erindi eiga á þing, vegna ;þekkingar sinnar og ágætra gáfna, og einnig virti ég stað- fasta framkomu hans í Ólafs- málinu svokallaða í nóvember 1921. Hann var kominn á skips fjöl á leið til útlanda, en brást sýndi þó þann manndóm að snúa við, til þess að koma lög- reglumálum Reykjavíkur aftur í rétt horf. Þetta mat ég við hann. Ég reyndi eftir megni að styðja að kosningu hans, og var útkoma okkar góð við þessar kosningar. Jón var kos- inn ásamt Ingibjörgu H. Bjarnason, frá samtökum okk- ar. Dálítið skemmtilegt atvik kom fyrir, áður en gengið var að fullu frá framboði Jóns. „ERTU ALVEG FRÁ I»ÉR“, SVARAÐI OLAFUR. Við Pétiur Zóphaníatsson vor- um að koma frá „Vísi“, á leið á fund í niðurjöfnunarnefnd. Mætum við þá Ólafi Thors, fyrir framan Stjórnarráðshús- ið, ásamt einhverjum manni, sem með honum var. Ólafur stöðvar okkur Pétur og segir okkur frá því, að nú eigi að stilla Jóni vini mínum Ólafs- syni í landskjör og verði ég nú að styðja hann vel. Ég svara Ólafi því, að ég væri ákveðinn í stuðningi mínum við Jón Magnússon, og annað kæmi ekki til greina, hvað mig snerti. „Ert þú alveg frá þér, svaraði Ólafur, „ætlar þú að bregðast vini þínum Jóni?“ Og yfirgaf okkur Pétur um leið. Aldrei minntumst við Ólafur á þetta atvik síðar. Skoðun mín er sú, þó mér kæmi það ekki til hugar þá, að þessi tryggi og góði vinur minn, hafi verið að reyna mig, hvort ég væri virkilega svona ákveð inn með Jóni Magnússyni. EKIÐ HEIM AÐ LOKINNI KOSNINGU. Ég var allan daginn í bíl þennan kjördag, til þess að flytja kjósendur á kjörstað. Það hafði gengið vel oig ég haft skemmtun af, og var merki- lega lítið þreyttur. Skömmu eftir miðnætti var ég staddur niður við „Iðnó“, en þar var kosningaskrifstofa okkar. Var ég að skyggnast eftir ein- hverju farartæki með mig heim, en ég dvaldist þá í sumarbú- stað mínum hjá Keldum í Mos- (fellssiveit. Bar þá að J'ón Magn- ússon, sem ég hafði eikki hi'tt fyrr um daginn. Kom hann til mín og talaði um það, hvað við hefðum verið heppnir með veðrið, og hvað kosningin virt- ist hafa gengið vel. Bætti hann svo við þakklæti til mín fyrir góða frammistöðu mína við kosninguna. Mér fannst a honum að eiginlega væri þetta allt mér að þakka og fór allur hjá mér, því að sjálfum fannst mér aðstoð mín mjög lítil og varla þakkarverð. Jón spurði því næst, hvert ég væri að fara og greindi ég honum fra því. Þegar hann heyrði að eg ætlaði upp í sveit vildi hann óðfús setja undir mig bezía bílinn, sem þarna var völ a, og þáði ég það. Var ég þakk- látur Jóni fyrir alla þessa vel- vild í minn garð, þó mér sjálf- um fyndist lítið um þessi kosn- ingaafrek mín. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. des. 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.