Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 9
UNCU LEIKKONURNAR I. - Eftir Hatldóru Cunnarsdóttur Fyrsta stóra hlutverkið, sem Þórunn Sigurðardóttir fékk, var Yvonne Borigundarprinsessa í samnefndu leikriti eftir Pólverjann Witold Gombrowicz, er frum- sýnt var í Iðnó í haust. Hluitiverkið er sérstæ-tt að því leyti, að leikkonan segir aðeins eitt orð í leiknum, þó 'hún sé meh’ihluta kvöldsins í sviðsljósinu. Þórunn fékk mjög góða dóma leiklistargagnrýnenda fyrir túlkun sína á Yvonne og lét einn þeirra þau orð falla, að tilhlökkunarefni væri að heyra leikkonuna tala. I fávizku minni hélt ég að allar ungar leikkonur létu sig dreyma um einhver ,,debút“-hlutverk, hlut- verk sem þeim þætti sem sniðin fyrir sig, og auðvitað byrjaði ég á að spyrja Þórunni, hvort Yvonne væri eitt þeirra. — Nei, nei, sagði hún, ég vissi naumast að þefta leikrit væri til þagar Leikfélagið ákvað að taka það til sýningar. Þó leikritið sé samið fyrir rúmum þrjátíu árum, lá það í 2<2 ár í skúffu rithöfundarins, og það er ekki fyrr en á seinustu árum, sem Vestur-landa- menn komust í kynni við það. Frumsýningar þess í Evrópu hafa veri'ð örfáar, en vakið þeim mun meiri Þóiunn Sigurðardóttir sem Yvonne og Borgar Garðarsson sem prinsinn. YYONNE HEGIR og ég sem hef svo gaman að tala — athygli. í handriti höfundar er Yvonne látin segja heldur fleiri setningar, en við notum sænsku útgáfuna, þar sem „replikurnar" voru skornar niður í eitt já, og fyrir vikið verður leikritið sterkara. Ég vair alveg óviðbúin, þegar Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, kallaði á mig oð aðra leikendur niður í Iðnó og skipaði niður í hlutverkin. Ertu búin að sjá leikritið. Fyrst svo er ekki langar mig til að lýsa því áðeins fyrir þér. Umgjörðin er afskaplega skrautleg, kóngur, drottning, prins og hirðifólk. Þau eru með mjallahvítar grímur og í litríkum klæðum að framan en bakhliðin er svört. Maður getur látið sér detta í hug að það eigi að tákna yfiirborðsmennsku eða eitt- hvað þess háttar. Inn í þesssa veröld slæðist Yvonne, föl og blei'k, og stingur mjög í stúf við umhverfið. Hún er umfcomulaus og innhverf, og í fyrstu hefur fólki'ð hana að háði og spobti. Yvonne þegir, það eru nær einu leiðbeiningarnar sem höfundur gefur henni. Prinsinn vill kvænasit henni, fyrst í gríni en svo í alvöru. í stuttu máli sagt snúast vopnin við, og Yvonne nær valdi yfir hirðinni með þögin sinni og umkomu- leysi og ógnar tilveru hennar. Það er engin undan- bomuleið önnur en að losa si,g við ha-na. Menn eru ekki á eitt sáttir hvernig túlka eigi Yvonne. Sumir telja hana tákn manneskjunnar, sann- leikans eða jafnvel guðdómsins, Eftir því sem á æfing- arleið, fékk ég meiri og meiri áhuga á persónunni, og nú vildi ég ekki hafa „debúterað" í neinu öðru hlutverk’i. Það er að vísu erfibt, bæði andlega og lí'kamlega, áð vera á sviði meirihluta kvöldsins og mæla vart orð af munni fram, en svara eingöngu með látbragði og hreyfingum, þannig að það verði ekki óeðlilegt. — Hefurðu lært látbrag'&sleik sérstaklega? — Látbragðsleifcur eir einn liður í almennu leik- listarnámi og við hjá Leikskóla Leikfélagsins vorum svo heppin að hafa afibragðs kennara, frú Teng Gee Sigurð.sison frá Singapore. Eg hef sýnt látibragðsleik undir hennar stjórn í framhaldsskólunum í vetur, svo segja má áð ég hafi fengið meiri þjálfun en gengur og gerist. En það dugar ekki að túlka Yvonne með hefðbundnum látbragðsleiik, að sýna alít stórt og einfalt, heldur öllu fremur að bregðast eðlilega við spurningum og framkomu hinna leikendanna. Þetta hlutverk hefur þjálfað mig í að hlusta gaumgæfilega á það sem er að gerast á sviðinu. — Þótti þér ekki vænt um að fá gó'ða gagnrýni? — Jú, að vissu leyti. Leikarar tala oft um að ekkert mark sé takandi á gagnrýnendum, en ég hef lúmskan grun um að þeir taki meira mar-k á þeim en þeir vilja vera láta. Hvað mig snertir, þá tek ég meira mark á gagnrýni þeirra, sem hafa fylgzt með mér spor fram af spori, svo sem kennara minna, skólasystkina og eldri leikara. Góð gagnrýni í blöðum getur haft áhrif á hvernig aðsóknin verður — það er orðið svo dýrt að fara í leikhús að fólk verður áð vita svona nokkurn veginn að hverju það gengur. — Nú er víst komið að hinni sígildu spurningu blaðamanina: hvenær tókstu þá ákvörðun að verða leikkona? — Tja, ég get víst ekki svarað eins og flestiir ungir leikarar, að það hafi verið þegar þeir sáu Nýjárs- nóttina. En ég sá Snædröttninguna þegar ég var 7 eða 8 ára gömul, og sú sýning er mér afar minnisstæ'ð. Það var í fyrsta skipti sem ég fór í leikhús og er í minnum haft, að ég hélt því statt og stöðugt fram lengi á eftir, að það hafi verið frost í salnum. En ekki held ég að sú sýning hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun mína. Ég var á báðum átbum, hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur, eftir að ég lauk gagnfræðaprófi frá Eiðum. Eg fór í skóla til Danmerkur og Englands til að læra málið, síðan fékk ég áhuga á að læra að mála, búa til skartgripi og mála á tau. Þá vann ég á lög- fræ’ðiskrifstofu hjá föður mínum, Sigurði Olasyni. Þá hef ég alltaf haft áhuga á blaðamennsku og vann ég sem blaðamaður við dagblaðið Vísi um nokkurt skeið og síðan hef ég tekið að mér ýmis verk- efni fyrir bla’ðið. En mér hefur alltaf fundizt eitthvað heillandi við Rœtt við Þórunni Sigurðardóttur leikhúsin og því var það, að é-g dreif mig í Leikskóla Leikfélagsins og útskrifaðist þaðan vorið 1967. Það var afar eftirminnilegur tími, og ég er stundum að velta því fyrir mér, hvort ég eigi eftir að lifa jafn skemmtilegt tímabil aftur. Það var samrýmdur hópur, sem útskrifaðist með mér. Um haustið stofnuðum vi'ð Framh. á bls. 13 8. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.