Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 10
Eftir Guðmund A. Finn- bogason Mynd þessa, af Guðmundi Gott- skálkssyni, tók Stefán Bergmann ljósmyndari í Keflavík, skömmu eftir siöustu alda- mót. vaxtarlagi. Var hann mesti þrifnaðarmað ur, gekk sevinlega hreinn og snyrti- iegur til fara. Skemmtilegur í allri við- kynningu var hann, svo og léttlyndur og gamansamur. Þótti honum dálítið gott ’ staupinu eins og þá var sagt, en hann kunni yeí með það að fara og segist faðir minn aldrei hafa séð hann ofur- ölvi né vitað til að svo hafi verið. Björn Gottskálksson á Stóra-Hrauni var góður vinur afa míns, húsbóndi hans meira og minna í þau rösk þrjátíu sumur, sem hann fór í kaupavinnu vest- ur á Mýrar, í Kolbeinsstaða og Eyja- hreppa. Afi min, sem var mjög dug- iegur og lipur sláttumaður, dvaldist þar hjá bændum yfir heyskapartímann. Var eina til þrjár vikur í senn á hverjum bæ, eftir því sem á stóð og þörf var fyrir. Alls staðar var hann velkominn cg allir voru hans beztu vinir og kunn- ingjar. Efnahagur bændanna margra á þessum slóðum leyfði þeim ekki að halda kaupamann nema tíma og tíma í einu, þegar allra mest var þörf á. Þótti afa ánægjulegt, að hafa getað veitt þessa þjónustu til sem flestra. Oft á elliárunum minntist hann fólksins þar vestur í hreppum og allar voru þaer minningar á einn veg, um ánægjulega samveru meðal þessa fólks. Ég man nokkur nöfn fólksins þarna vestra er afi talaði oftast um og hefur Finnbogi fað- ir minn bætt þar nokkru við. Skal þar fyrst nefna Björn á Stóra-Hrauni, sem afa var tíðrætt um, sem hinn mesta merkis mann og ágætan húsbónda sinn og vinar. Einnig átti Helga Jóhanns- manna förum. f þaö*- ferðir voru engar vissar skipshafnir til reiðu, en þeir sem ætluðu í kaupavinnu á þessar slóðir t. áðu um far hjá þeim sem höfðu með skip að gera og vitað var að færu. Var því sjaldnast um neinar úrvals skipS" hafnir að ræða. Það gat stundum koiR' ið fyrir, að það væri mest allt kvenfólki einn til tveir karlmenn á skipinu. Mátti afi þá, sem formaður, hafa sig allan við með stjórn og ábyrgð fleytunnar. Ef veður spilltist, sem oft gat komið fyrit á þessum löngu leiðum. Aldrei urðu nein slys né óhöpp á þeim 60—70 sj°" ferðum er afi fór til og frá á sínum iitlu farkostum heim til vina sinna vest- ur og aftur heim að loknum heyskap ( með vel þegna björg í bú handa fjöl' .rkyldu sinni. Veðrin þegar voru blíð vandalaust að ferja. Stundum mátti í stormatíð slaga — ausa — berja. Fyfgdi Drottinn ferðum þeim far svo hafið bæri. Alltaf komst hann afi heim ágjöf þá að væri. Hér fer á eftir nokkuð af vísum Guð- mundar Gottskálkssonar. Lærði ég marg ar þeirra hjá afa, en Finnbogi faðir minn hefur bætt þar við, bæði vísum og eins tilefnum þeirra. Einnig var eg svo heppinn nú fyrir skömmu, að fá \ hendur ljóðabréf, er Guðmundur hafði skrifað Sigríði húsmóður sinni í Garð- bæ. Eru þessi bréf skrifuð um og laust Minningar og frósagnir af GUÐMUNOI GOTT SKÁLKSSYNI Frá því að ég man fyrst eftir og alla tíð síðan, hefur nafn Guðmundar Gott- skálkssonar verið mér eitt hið minnis- stæðasta af þeim nöfnum er umtöluð voru hér í Innra-Njarðvíkurhverfinu á uppvaxtarárum mínum. Er það vegna þess orðs, sem af Guðmundi fór sem á- gætum hagyrðingi og áhrifamanni til skemmtunar, sifellt léttum í lund, veit- andi ánægju hvar sem hann kom með sínum góðu gáfum. Er mér sönn ánægja þó seint sé að minnast Guðmundar sem góðs vinar afa míns og ömmu, þeirra Guðfinnu Eyjólfsdóttur og Guðmundar Gíslasonar og barna þeirra, er þau bjuggu í Hákoti hér í Hverfinu. En Guðmundur Gottskálksson átti heima hér meira og minna í nærfellt tvo ára- tugi. Skráður var hann í Tjarnarkoti árið 1891 og 1892 hjá hjónunum Arin- birni ólafssyni og Kristínu Björnsdótt- ur. Árið 1897 til 1902 að báðum með- tölum, er hann skrifaður í Garðbæ hjá hjónunum Guðlaugi Haltdórssyni og Sigríði Sigurðardóttur. Einnig var hann sjómaður í Ytra-Njarðvíkurhverfinu og Keflavík og víðar hér á Suðurnesjum. Guðmundur Gottskálksson var fædd- ur 29, nóv. 1848 að Landbrotum í Kol- beinsstaðahreppi, Mýrasýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin, Guðrún Jóns- dóttir og Gottskálk Gíslason. Guð- mundur var bróðir Björns Gottskálks- sonar bónda á Stóra-Hrauni í sama hreppi. Er mér tjáð að þeir bræður séu af merku fólki komnir en um þá læt ég hér gilda umsögn Guðmundar afa míns og til við bótar um Guðmund Gott- skálksson umsögn foreldra minna, þeirra, Finnboga Guðmundssonar og Þorkelínu Jónsdóttur er mundu hann vet og heyrðu hann oft kveða, bæði rímur og lausavísur eftir sjálfan sig og aðra. Einnig man Jórunn Jónsdóttir, móðursystir mín vel eftir Guð- mundi og kveðskap hans. Voru þau öll á einu máli um, að þau hefðu aldrei heyrt neinn kveða eins vel og hann «“rði Kom þar til þróttmikil rödd, sam- fara sérlega lipurri og hrífandi túlkun. Kunni hann margar og fallegar kvæða- stemmur, sem hann flutti á ýmsan há+t í samræmi við það efni sem hann fó- með hverju sinni. Á þessum árum kunnu allir hér í Hverfinu, sem vísur vildu læra, vísur eftir Guðmund Gott- ská'lksson. Hann var sá sem gerði til- breytingu í daglega lífið, gekk á milli bæjanna á haust og vetrakvöldum, til að skemmta fólkinu, sem þá flest allt bjó við fátækt veraldlegra gæða og tók með fögnuði hverjum sem gleði gat veitt og fyrir það hafði Guðmundur ávaltt eitthvað nýtt í pokahorninu, er hann hafði lært á ferðum sínum hér og þar, því hann fór víða um landið til vinnu og stundaði hann þá aðallega sjó- mennsku. Frá sjálfum sér hafði hann álltaf með vísur sem voru þá ekki síður til að auka ánægjuna. Með fyrstu vísum, er ég lærði hjá Guðmundi afa mínum heima í Tjarnarkoti voru vísur eftir Guðmund Gottskálksson. Man ég vel það ánægjubros sem lék um varir hans og þann virðingartón í rödd hans til höfundarins, er hann fór með vísurn- ar og minntist nafna síns er þá var tátinn fyrir 10-15 árum. Duldust mér ekki að minningarnar um hann voru hjá afa síungar er rifjuðu upp í huga hans fróðleik og ánægju frá liðnum tímum. Ég vil fyrir hönd ættingja minna og annarra vina Guðmundar Gottskálks- sonar hér um slóðir þakka honum inni- lega hans vináttu og ánægjustundir, er hann veitti þeim með nærveru sinni, meðan leiðir lágu saman, og einnig hans framlag í sögu og menningu byggðar- lags okkar. Mun hans lengi verða minnst, sem eins þekktasta Njarðvíkings er hér dvaldi fyrir, um og eftir síðustu aldamót. Finnbogi Guðmundsson faðir minn, sem nú er á áttugasta og þriðja ald- ursári, þekkti Guðmund vel sem drengur og unglingur, hefur látið mér í té eftir- farandi lýsingu af honum. Guðmundur var fyllilega meðalmaður á hæð, fremur þrekvaxinn og vel á sig kominn að dóttir, kona Björns, sömu virðingar að njóta frá afa. Eins var um dótturina Ástríði, sem hann minntist oft á vegna prýðiiegrar hagmælsku og gáfna henn- ctr. Einar hreppstjóri Straumfjörð, Guð- jón í Straumfirði, Þórður í Skógum, Sigurður í Görðum, Þórður á Rauð- kostsstöðum og Stefán á Jörfa, allir voru þeir vinir og góðkunningjar afa er lýstu og lífguðu huga hans í hárri elli, er hann minntist þeirra með þakk- iæti og virðingu. Sama er að segja um þann siðasta er hér verður talinn, en það er Sigurður Helgason, hinn þekkti og snjalli hagyrðingur frá Jörfa. Kunni afi margar vísur eftir hann og þótti mikið til um hvort tveggja, vísurnar og höfundinn. Voru þeir samtíðamenn þar vestur í hreppum. Fyrir um það bil 2—3 árum las ég vísnaþátt og frásögn af Sigurði Helga- syni á Jörfa í sdbl. Tímane. Rakst ég þar á eina vísu er mér þótti strax for- vitnileg. Ég hafði ekki vitað um hana áður en þóttist strax er ég sá hana að hún hafi verið ort um afa minn. Þótti mér hún skemmtileg heimild um veru afa þarna vestur frá. Vísan er á þessa leið: Lag ei sparði lista kænt ljárinn undir syngur. Stráið marði grundar grænt Gvendur Njarðvíkingur. Því miður hef ég glatað hefti þessu af sdbl. Tímans og þætti mér vænt um, að emhver sem þessar línur les, gæti vísað mér á eða útvegað mér eintak þetta af sunnudagsblaðinu með vísna- þætti Sigurðar og eins það ef einhver gæti upplýst mig um, hvaða ár þessi umrædda vísa um afa hafi verið ort. Allar þær ferðir sem afi fór í kaupa- vinnu þangað vestur, fór hann á sex eftir síðustu aldamót. Er aðeirus eitt bréf anna dagsett, 6. nóvember 1903. Hafa þessi bréf varðveizt í fórum Sigríðari er dó í Garðbæ, sumarið 1929 þá tæpra 99 ára, fædd 7. september 1830. ''TaT. hún þá hjá hjónunum Magnúsi Pálssyni og Steinunni Ólafsdóttur, er þar bjugg^- Léði Árnheiður dóttir þeirra mér bréfin til aflestrar. Komu þar margar vísur, er ég kunni og einnig nokkrar, er ég hafði eigi áður heyrt. Þótti mér vænt um ao sjá eigin handskrift Guðmundar, meo vísunum hans. Er skriftin hrein °S falleg áferðar. Aðalstarf Guðmundar var sjómennsk an, fór hann víða um land til róðrai og ferðaðist hann þá með flóabátum °S strandferðaskipum. Á ferð með flóabátnum Reykjavík á ieið frá Reykjavík upp í BorgarneS. (Reykjavík var fyrsti flóabáturinn her við sunnanverðan Faxaflóa.) Gædd með ríkum gufuþrótt, grund um strýkur þorska. Rétt vel líkar, röskri drótt, Reykjavíkin norska. Ber ágætum húna hjört, hrósið ætíð sanna. Hvals um strætið hleypur ört, hagi bætir manna. (Björn Guðmundsson timburkaupTað ur og skipamiðlari í Reykjavík útvegao1 skipið). Hauk við sunda háði störf hjálma þundur djarfi. Bezt gat fundið bragna þörf, Björn Guðmundar arfi. Framh. á bls. 1° 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.