Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 12
Margt í þessum þjóðbúningi Lútherstrúarkvenna í suður-héruðum Kirjála og í Savolax má rekja aftur til járnaldar, svo scm brjóstnælunna og skóna, sem eru ekki ósvipaðir íslenzkuin sauðskinnsskóm að gerð. FINNSK LIST Suð-vesturhluta Finnlands og Österbott- en. Landshlutar Kirjála og Savolax skipa algera sérstöðu fyrir þá sök, að þar hafa varðveitzt þjóðleg menningar- verðmæti í sinni upprunalegustu mynd. í Kirjálahéruðum geymdust Kalevala- kvæðin í minnum manna, svo sem kunnugt er, en þar hafa einnig varðveitzt lengst fomar venjur og hefðir í ýmsum listiðnaði, og þar eru heimkynni hins forna hljóðfær- is Finna, sem nefnist kantele. Kirjála- heruð voru einangruð í margar aldir eftir að járnöld lauk og því má enn sjá, t (I. í klæðnaði kvenna, menjar mjög Minningar Framh. elC bls. 10 Fræningstorga glaður grér, glatar sorgavési. Knörrinn orga undir mér, inn að Borgarnesi. Um gömlu strandferðaskipin Skálholt og Hólar orti Guðmundur: Guðmundur var að koma með E.S. Skálholti vestan af fjörðum úr hval- vinnslu. Gufan báli geisar frá, grérumstáia undir. fornrar tízku. Söguleg umbrot seinni alda með tíðum valdaskiptum austurs og vesturs hafa einnig mótað mjög sér- stæða menningu þessara landshluta. Á sama hátt dregur höfundur fram sérkenni hinna menningarsvæðanna og tengii listiðn þeirra margháttaðri sögu þeirra. Myndir í bókinni eru 210 að tölu og allar miðla þær skemmtilegum fróð- leik um finnska alþýðulist. Mjög er vandað til útgáfu þessara bóka og er að þeim mikill fengur öllum, sem áhuga hafa á norrænni menningarsögu. Á kápu boðar útgáfan framhald þessa bóka- flokks, og mun í 3. bindi fjallað um list miðalda, í 4. bindi um list endurreisn- artímabilsins og barokklist, og loks í 5. bindi um rókókólist og klassíska list. Holtið-Skála hamast þá, hart um ála-grundir. Guðmundur var að koma að norðan með E S. Hólum. Norðan Hólum ég kom á, ýtum með úm daginn. Ferðarólið fjörugt þá, féll í gleði haginn. Guðmundur beið einhverju sinni á Seyðisfirði, eftir strandferðaskipinu ,,VESTU“. Var hann orðinn óþolinmóð- ur eftir komu hennar þangað. Um það kvað hann: Er hún Vesta ekkl bezt, orð það flestir sanna. Eykur mestan ferðafrest, fjölgar brestum manna. Eftir að skútuöldin hófst, fór Guð- mundur til sjós á skútur, hér við sunn- anverðan Faxaflóa, var hann meðal ann ars á kútter Friðrik, eign Sturlubræðra i Reykjavík. Skipstjóri var Hannes Haf liðason. Voru þeir þar skipsfélagar, hann og Gísli bróðir Finnboga föður míns. Fór mjög vel á með þeim, reyndar góð- ir kunningjar úr foreldrahúsum þeirra bræðra. Um Gísla orti Guðmundur þessa vísu: Sá fer ekki á vonarvöl, vansa hnekkir þanninn. Gísli drekkur aldrei öl, ef ég (rétt) þekki manninn. Þegar brauðið í lestinni voru farin að mygla, voru þau tekin til meðferðar, eins og kallað var. Skafin af þeim mygl- an og þeim difið í vatn, síðan voru þau hituð upp í bakarofninum. Var þetta kallað á skútumáli að brasa brauð. Um þetta kvað Guðmundur: Hraustir forða hungursnauð, hraðir að matarsýsli. Kunna vel að brasa brauð, Björn, Stefán og Gísli. Á sumardaginn fyrsta, í vonzku veðri þar um borð, orti Guðmundur: Vopnakvistir veður fá, vond á þrýsti-Súða. Dröfnin hristi dúk og rá, degi fyrsta sumars á. Þegar Guðmundur réri héðan úr innra hverfinu, var hann einhverju sinni að koma norðan af Sviði, á sex manna fari, var á þægilegur norðan-kaldi og akemmtileg heimsigling. Er þeir voru komnir inn með landi nærri Hólmsberg- inu, varð Guðmundi eftirfarandi vísa 3 munni: Fákur sæs með fartinni, ferða æsir vésið. Bráðum læsir bugtinni, bjarta Snæfellsnesið. Um Hjalta Jónsson (Eldeyjar-Hjalta), sem þá átti heima suður í Höfnum og var þar formaður á áraskipi, orti Guð- mundur eftirfarandi vísu: Lísutraðalung á mar, lætur vaða Hjalti. Listahraður löngum snar, landnámsmaður Eldeyjar. Guðmundur var við sjóróðra í Vest- mannaeyjum, líkaði honum veran þar með ágætum, eins og eftirfarandi vísa segir frá, er hann var aðspurður: Svona hneigist svar á ný, sem ég þegi skrifa. Vestmannaeyjum vil ég í, vaka, deyja, lifa. Þótt Guðmundur væri fyrst og fremst sjómaður, og mikið af kveðskap hans væri sjómennskunni tileinkaður, gat hann brugðið boganum á aðra strengi ef því var að skipta, og látið til sín heyra um hestamennsku þeirra Borg- firðinga, fyrir tæpum 70 árum. Bera eftirfarandi vísur það með sér, að Borg- firðingar hafa verið snemma á ferð með gæðinga sína í fjöldakeppni eða stórhestamót, eins og nú er sagt. Bera eftirfarandi vísur heitið „Kappreiðin": Keyrðu um Frón til kappreiðar, klára Borgfirðingar. Af hundrað ljónum hófa bar, hann grá-Skjóni Erlendar. Fleiðraði nára fjörginar, fremstur allra jóra. Fimm þó árin full ei bar, þolinn klár þá reyndur var. T fSkaleik sá fjörugi, fagran búkinn teygði. Stökk óveikur stríðaldi, Sturlureykja grá-Skjóni. Um konu vestur á Mýrum, Höllu Ein- rrsdóttur, er varð 106 ára gömul, orti Guðmundur eftirfarandi vísur: Dróttum sem að dvaldi hjá, dyggða fljóðið snjalla. Lifði þrimur öldum á, Einars jóðið Halla. Oldruð báru eðalrún, oft var glöð á láði. Sex of árum hundrað hún, í heimi lifa náðL Sinnug rastar sunnu gná, sig bað Guð að styðja. Tuttugustu aldar á, ári dó hún þriðja. Guðmundur kom þar inn, er kunn- ingjar hans sátu og voru að spili á spil. Voru þeir í góðu skap, eins og eftirfarandi vísa ber með sér: Hagkveðlings-hátturinn, hvergi ringur veí kviðinn. Engan þvingar ógleðinn, álfinn-hringa við spilinn. Guðmundur Illugason, klæðskeri í Hólmfastskoti, var léttlyndur maður og einnig var hann sérlega vandvirkur í sínu starfi. Um hann kvað Guðmundur: Saumar, sníður, sæmd og prýði meður, hjörvalundur hagsýni, hann Guðmundur skreðari. Benjamín kvæðamaður í Keflavík, var góður kunningi Guðmund- ar, og þótti þeim gaman að hitt- ast og kveða saman. Um það segir Guð- mundur: Ef ég tóri álfs með þórum annan vetur, finna skal ég Bensa betur, brag sem kveðið með mér getur. Næstu tvær vísur og þær síðustu, sem hér verða birtar, yrkir Guðmund- ur um sjálfan sig. Er sú fyrri skemmti- leg lýsing á honum sjálfum og hinum jöfnu og léttu viðskiptum hans við líf- ið: Labba ég um lífsins skeið, lítilsháttar kenndur. Mættust þeir á miðri leið, maðurinn og hann Gvendur. Hina vísuna yrkir hann um sig, þegar hann var fimmtugur, og segir þá: Eru hér með árin töld, eins og skrifað stendur. f heimi þessum hálfa öld, hefir lifað Gvendur. Er nú þessum vísnaþætti Guðmund- ar Gottskálkssonar, lokið hér í blaðinu, Vona ég að ættingjum hans svo og fleirum verði einhver fróðleikur og á- nægja að þessari frásögn um hann og af öðrum þeim, er sagt hefir verið fra í þessum þætti. í minum fórum er dá- iítið af vísum Guðmundar, sem ég birti ekki hér, en eru engu að síður skemmti- legar en þær, sem hér hafa verið birtar, en sumar hverjar persónulegri um menn og málefni hérna úr nágrenninu. Guðmundur réri mörg sumur á Aust- fiörðum. Vissi ég til að hann var baeð1 á Vopnafirði og Seyðisfirði. Fór það Þa oft og tíðum eftir gæftum og fiskeru einnig eftir því hvernig ferðir féllu með strandferðaskipunum hvað menn komu snemma eða seint að austan a haustin. Allt á sinn endatíma hér í heimi og eitt haustið kemur Guðmundur Gott- skálksson ekki suður til vina sinna og 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.