Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 15
með því að telj a Ioft upp við jðkla heilsusamlegra heldur en annað loft, Þeir eru orðnir býsna margir sjúkl- ingarnir, sem sendir hafa verið til Sviss, til þess að fá heilsubót af jöklalofti Alpanna. Uppgufan jökla hlýtur að hafa hin sömu áhrif á andrúmsloftið, hvar sem er á jörðinni. Þó mun valda mismun hvað uppgufunin er hröð og hvernig loftstrauma leggur af jöklunum að staðaldri, því að þá getur meira af hinu lífmagnaða lofti borist frá þeim í eina átt en aðra. Á fslandi er nóg af jöklum, en flestir eru þeir fjarri mannabyggð- um. Þó er byggð sumsstaðar svo nærri jöklum, að þeir hljöta að anda á þær hinu magnaða lofti. En mér er ókunnugt hvort nokkuru sinni hefur verið athugað hvernig jöklarn ir magna andrúmsloft í þeim byggð um, eða hvort heilsufar manna er betra þar en annars staðar. Gæti það þó verið stórfróðlegt. Hitt er mér kunnugt að Snæfells- jökull hefur alveg ótrúleg áhrif á andrúmsloftið í umhverfi sínu, þó ekki jafnt alls staðar. Ég hefi dval- ist þar nokkur sumur, svo að ég veit þetta af eigin reynslu. En marg- ir fleiri hafa tekið eftir því hvað loftið yfir sunnanverðu nesinu fremst, er einkennilegt. Margir ferðamenn, sem komið hafa þangað oft, hafa sagt sem svo við mig: ,,Ég legg oft leið mína hingað vegna þess hvað loftið hér er magnþrungið. Ég veit ekki hvernig á því stendur, en áhrifin finn ég glöggt“. Þessi áhrif leyna sér ekki. Mér finnst ég verða þeirra fyrst var þeg- ar komið er vestur að Bláfeldi og svo er eins og loftið magnist smám saman eftir því sem utar dregur og nær jöklinum. Sterkust finnst mér þau vera frá Búðarhrauni að Laug- arholti, en síðan dragi úr þeim. Og þegar komið er norður fyrir Purk- hóla gætir þeirra varla lengur. Norð an jökuls og allt að Fróðárheiði er loftið mjög svipað og í öðrum lág- sveitum. Ég býst við að það sé vegna þess að fjallið er þar hærra og bratt ara og jökulbrúnin hátt uppi, og þess vegna beinist andi hans einkum til þeirra Heiðsynninga, beint ofan af þeim mikla jökulbreiða sem horfir mót suðri. Mér þætti fróðlegt að fá að vita hvort þeir í jöklafélaginu hafa ekki orðið varir við eitthvað svipað og hér er lýst. Þeir heimsækja jökla á öllum tímum árs, þeir fara um jökul bungur og jökulsporða bæði í sól- bráð og regni. Og þeir hljóta að finna hvernig jöklarnir anda á móti sér undir ýmsum kringumstæðum. Hreinsanirnar miklu Framh. af bls. 2 fessorinn Sliteppa. Þessum mönn um var ekki trúað. Og ekki nóg með það. Þeir voru sagðir fara með rangt mál. En rógsið a og áróðursvélar Stalins beindust ekki aðallega að þeim, sem sögðu sannleikann um fangabúðirnar, heldur að þeim flóttamönnum, sem lýstu kerfinu öllu í heild og gáfu því sitt rétta nafn. Að vísu er til óáreiðanlegar skýrslur innan um hinar, en þær eru þó oftast auðþekkjan leg '. Oft nægir að hafa þann mælikvarða, hvort höfundurinn er yfirleitt áreiðanlegur í skrif um sínum en ekki aðeins ó- þekkt höfundarnafn á bók. Og hvort upplýsingarnar standast á við aðrar skýrslur, og þá sérstaklega seinni tíma skýrsl- ur og eru samhljóða stjórnmála legu ástandi almennt. Sumar beztu og nákvæmustu heimild- irnar koma frá mönnum, sem Stalin gerði sér sérstaklega far um að ófrægja og rægja. Að öllu samanlögðu er ritum flóttamanna ef til vill sízt treyst andi, er þeir segja frá atvik- um, sem snerta þá persónulega. Vafalaust verður sumum á að bæta sinn hlut en sverta and- stæðinginn. Það er eðlileg og skiljanleg tilhneiging og þarf ekki að hafa áhrif á frásögn- ina um málið í heild. Óhróð- urinn sem borinn var út um Viktor Kravchenko byggðist á mikið til óskammveilni hans í réttarsalnum en hún var auð- vitað málefninu óviðkomandi. Sannleiksgildi vitnisburðarins byggist ekki einvörðungu á sið- ferðisstigi vitnisins. Alexander OrP v varð ber að grimmd og hrottaskap, þegar hann var for- ingi NKVD-sveitanna í borgar styrjöldinni á Spáni. En bók hans „Leyndardómurinn um glæpi Stalíns (1954)“ hefur reynzt áreiðanleg heimild, að minnsta kosti fram til loka árs- ins 1939, en þá fór höfundur- inn síðast til Sovétríkjanna. Enda þótt bókinni sem heimild fari hrakandi eftir það, fær þó margt af því sem Orlov segir, fyllilega staðizt.. .... að vissu leyti var það hið ytra fyrirkomulag, fram- koma og viðtekið orðaval ráða- manna í Sovétríkjunum sem blekkti Vesturlandabúa. í bók- menntaheiminum úir og grúir af fólki sem blátt áfram neitar að trúa nokkru misjöfnu um sósíalisma. En það er líka satt að Sovétráðamönnum hefur ekki aðeins haldizt á þessum sýnd- arsósíalisma sínum, heldur hef- ur þeim líka tekizt að halda virðingarheiti. „Meðal þeirra sátu menn ekki á svikráðum hver við annan“ eða réttara sagt, sannleikanum um átökin meðal þeirra var haldið leynd- um. Málaferli, sem skyldu gerð heyrum kunn voru flutt fyrir löglegum „dómstólum“ og svo- kallaðir „dómarar“ kváðu upp úrskurði. Við Nurnberg-rétt- arhöldin verðum við svo að horfa upp á fremstu dómara Vesturlanda sitja við hlið I.I. Nikitchenkos, sem hafði verið dómari í máli Zenochenkos, þar sem allur málaflutningur var undirbúinn og settur á svið. (í endurminningum Corbatovs marskálks kemur hann einnig við sögu. Hann var dómari í tíu mínútna skrípaleik sem end aði með 15 ára fangelsisdómi, enda þótt marskálkurinn ját- aði aldrei sekt sína.). Bæði andstæðingar og fylg- endur Sovétráðamanna á Vest- urlöndum hafa tilhneigingu til að álíta bolsevikka einlæga (eða ofstækisfulla) menn, sem eru að minnsta kosti ekki með sama marki brenndir og Stalin og félagar hans. Sannleikurinn er sá, að meðlimir byltingasinn- aðs flokks eru ekki hugsjóna- menn upp til hópa. Þeir eru samsafn ýmissa manntegunda og hugsjónástyrkur þeirra er marg blandinn öðrum hvötum s.s hé- gómagirnd, valdafíkn eða hrein um duttlungum. Og byltinga- sinnaður flokkur, eins og marg- ur annar mannsöfnuður (og frekar en annar) hefur innan sinna vébfmda varelið manna sem vílar ekki fyrir sér rang- færslur og pyntingar og er reiðubúið t:* "ð lát" til skarar skríða undir handleiðslu sterkr forustu og viðeigandi hug- takafræða. Átrúnaður flokksmeðlima í Sovétríkjunum hefur lengi ein- kennst af frnmstæðustu skurð- goðadýrkun. Þegar Stalin var hominn í æðsta valdastól, með því að koma flokksstarfsem-, inni í grundvallaratriðum und- ir sína stjórn, og með manna- '("•ninfum í Politburo hafði envinn þeirra, sem eftir sat, það sjálfræði hugans, að hann tæki ekki Stalin sem persónu- gerving Flokksins. Hann var Flokkurinn íklæddur holdi og blóði. Það er athyglisvert að þeir fáu, sem revndu að velta honum úr valdastólnum á árunum 1930 —33, mættu ekki fyrir rétti til að gera játningu sína. þeirra má telja Syrtsov, Ryut- in, Smyrnov, og Uglanov. En yfirlýsingin um að „allir sem mættu fyrir rétti, játuðu sekt sína“, undanskilur líka þá sem ekki var treyst til að játa. Þeir sáust hvergi. Hvorki Preobraz- hensky Smilga, Yenuhidze né Tukachevsky og fleiri mætti telja. Hægt var að neyða alla til játninga nema einn af hverj- um hundrað sakborninga... ... Ekki er hægt að segja að Stalinisminn í allri sinni grimmd hafi sprottið upp sem eðlileg afleiðing af einræðis flokksstefnu Leains. Að vísu hefur Stalin verið reiðubúinn til að nerða tökln með ógnar- stjórn sinni. En í nokkur skipti gat komið til greina, að aðrar ráðagerðir, en þær sem Stalin hafði á prjónunum, hefðu orð- ið ofan á ... árið 1929 og aft- ur árið 1934 og það er jafnvel hugsanlegt (eða það óttuðust Trotskyistar að minnsta kosti) að Lenin sjálfur hefði gert ýms ar tilslakanir síðustu árin, þótt ekki hafi verið nema í litlum mæli. En itósa Luxemhurg sá strax árið 1918, livað afnám stjórn- málalegs frelsis mundi hafa í för með sér, og má það teljast undraverð framsýn'i. Með af- námi frjálsra kosninga og frjálsrar blaðaútgáfu mundi sigla spilling, skcrðing á frjórri hugsanastarfsemi og al- mennu framtaki. Skelfingar Sta lin tímabilsins voru el til vill ekki sjálfsögð afleiðing en ó- frelsið hlaut að leiða af sér of- beldi og andlega vesalmennsku í opinberu lífi. Það sem „Rauða-Rósa“ sá fyrir, er ekki enn fyllilega Ijóst mörgum andkommúnistum. Fyr ir skömmu komu kvartanir frá vestrænum stúdentum, sem höfðu farið í kynnisferð til Prag. Kvartanirniar voru um það, að tékknesku stúdentarnir fengust ekki til að ræða um hugsjónaleg málefni almennt, en vildu eingöngu ræða um . . . frelsi. Það virðist vera svo, að menn læra varla nema af reynslunni. Fólk ætti að skilja, annað hvort af reynslu eða, eins og Rósa Luxemburg, af skynsemi, að hversu marga galla, sem finna má á lýðræðislegu þjóð- félagi, galla sem geta virzt æði miklir, þá eru ólýðræðislegir stj'rnarhættir að öllu leyti miklu verri og bjóðfélögum til óbætanlegs tjóns. Hr-BÍnsanirnar miklu eru enn óafgreitt mál í Rússlandi bæði í eðli sínu og vegna þess að um bær hefur ekki verið fjall- að af raunsæi. Menn verða að horfast í augu við þá staðreynd að' þeir menn sem nú sitja við stjórnvöhnn í Sovétríkjun- um eru afsprengi ógnarstjórn- ar Stalins. En með gaumgæfi- legri athugun á því hvernig núverandi stjórnarherrar af- greiða hreiusuHartímabilið, má fá gleggra innsæi í afstöðu þeirra yfirleitt. Afneitun Stalinsdýrkunarinn ar á dögum Krushchevs var hvorki afdráttarlaus né óhlut- dræg. Og ekki er hægt að tala um neinar óat'turkallanlegar grund /allarbreytingar á stjórn inni, fyrr en hún hefur horfzt hreintKÍlnislega í augu við for tíðina. í Tékkóslóvakíu hefur fleira komið í dagsins ljós á nokkrum mánuðum heldur en um áratug í Rússlandi og engin he;ð"rleg tilraun hefur verið gerð til að fjalla um ógn- artímabilið í heild. Ilreinsanirnar miklu teljast til stórviðburða veraldarinnar. Ógnir þeirra eiga sér enga hlið stæðu í sögu mannkynsins. Þær voru meiri stjórnmálaleg bylting og þjóðfélagslegt rask en allt annað, sem dunið hafði yfir Rússland á þessari öld. Með ,>eim voru settar stoðir undir nýtt ríki og ríkjakerfi. En staðreyndafalsanir um það, hvað var að gerast, átu sig inn í vitund og samv’zku frjálsra þjóða á Vesturlöndum. Það mein verður ekki upprætt, nema menn horfist í augu við sannleikann. Og auðvitað er það mikilvægara viðfangsefni, heldur en einstakar hliðar málsins, sem ræddar hafa verið í þessari grein. Barátta Framh. af bls. 7 þeirri röngu trú, að sé kirkja ekki reist, þá rísi sjúkrahús í staðinn. Þegar maður, sem ekki er listhneigður né fagurkeri, skoðar eða heyrir sannarlegt listaverk, þá má svo fara, að hann verði ekki fyrir neinum teljandi áhrifum. Með sama rétti gæti hann snúizt gegn því, að listasöfn og sönghallir voru reist. Það er margt, sem kirkjan V . , - ■ -r ■ kirkjuhússins, og það er ástæða til að allir, bæði prestar og leikmenn ræði sameiginlega um þá hluti, svo sem félagsmála- starf og uppeldi æskulýðsins. Það er vitað, að börn hafa ekki svipuð not af almennum guðsþjónustum eins og fullorðn ir, og þetta er viðurkennt með því að halda sérstakar barna- guðsþjónustur. Þær eru, ásamt sunnudagaskólunum, nauðsyn- legur þáttur í kristilegu upp- eldi. En svipað á einnig við um unglinga og þeir verða út- undan hjá kirkjunni almennt. Fermingarundirbúningurinn er vitanlega nauðsynlegur og sjálfsagður, en það er einkum eftir banrsaldurinn, eftir ferm- inguna, á unglingsaldrinum, þeg ar skilningurinn þroskast, að æskufólk fer að hugsa um til- veruna, sem kallað er, fer að hugsa um hin dýpstu rök, mark og mið lífsins. Þá þarf æskan að fá handleiðslu og leiðbein- ingu. Hún vill hugsa skynsam- lega og byggja á rökum og það er :>n Þsð >a - fram á, að kristinn dómur bygg ist á viturlegri, rökréttri hugsun og að það er viturlegra, eðlilegra og affarasælla að vera kristinn maður en trúleysingi. Það er ekki hægt að gefa mönn um trúna, en það má benda á leið til hennar. Æskufólk er á- litið trúlaust og hugsunarlaust um andleg mál. Það þarf ekki að undra, þegar litið er á þá frúarbragða- og siðfræði- fræðslu, sem boðin er æsku- fólki á aldrinum frá fermingu til tvítugs. Margir æskumenn virðast eiga það sammerkt við börnin, að þeir ekki skilja og kunna að meta gildi hinnar al- mennu guðsþjónustu. En þá þarf kirkjan að gefa þeim það, sem þeir skilja og geta notið, í þeirri von, að þroski og skiln ingur aukizt með aldrinum. Undirritaður hefir verið á kristilegum æskulýðssamkom- um, sem voru eingöngu guðs- þjónustur,^ en þær voru vel sóttar. Áheyrendur virtust fylgjast vel með ræðunum. Þær voru fleiri en ein, stuttar og skýrar. Sálmar og kristileg ljóð voru við unglinga hæfi og lög- in voru létt og fjörleg, en eng- in dægurlög. Unglingarnir sungu fjörlega og af fullum hálsi. í öllu starfi kirkjunnar verða allir, sem hafa vilja og getu, að vera að verki. En marga — og flesta — skortir þekkingu og þjálfun sem ekki er að undra. Vér eigum enga fræðslu stofnun í þessum efnum, ekki svo mikið sem einn kristilegan lýðskóla. ★ Það verkefni þjóðar vorrar, sem hér hefir verið ræbt, er mrk ið vandasamt og erfiltrt, ekki sízt þegar þess er gætt, hvernig á- statt er í heiminum umhverfis oss og hjá oss sjálfum. Það er svo stórt átak, að það kann að virðast oss ofurefli. En hvað sem því líður, þá er andlegt líf þjóðarinnar undir því komið, að það takist. Vér megum ekki setja það fyrir oss, að vér erum lít- il þjóð eða að þetta sé annað en aðrir gjöra. fslenzk þjóð gjörði forðum það, sem aðrar þjóðir gjörðu ekki, og varð henni tiil heilla og frægðar. Minnumst þess einnig, að þær tvær þjóðir, sem vor vestræna menning á mest að þakka, voru smáþjóðir. í október 1968 Árni Árnason. 8. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.