Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 1
í stórum hlutum neims -er hungrið landlægt. Engin tök eru á að brauð- Dr Matthías Jónasson * fæða þann gífurlega fjölda, sem fæðist á næstu tveim áratugum, ef fólks- f jolgun verour ekki takmorkuo. JVÍánudaginn 29. júlí 1968 var gefin úit yfirlýsing, sem gæti vel orðið upphaf heims- sögulegra atburða. Það var páf inn í Kóm, Páll VI., sem birti fyrirmæli um mannlegt lífemi (Encyclioa bumanae vitae). Það gæti sýnzt meinlítið bragð. En þessi boðskapur páfa hefir ork að sem sprengja innan kaþólsku kirkjunnar. Hinar sögufrægu 95 greinar, sem Lúther munkur festi upp á kirkjuhurð í Witt- enberg 1517, skelfdu sanntrúaða kaþólikka ekki jafn sviplega og páfaboðskapurinn síðsumars 1968. Alda ótta, reiði og mótþróa hefir risið hátt innan kaþólskra safnaða og mörgum sanntrúuð- um er nú tamara að setja ann- að kenninafn en „hans heilag- leiki“ framan við páfatitilinn. Hver er þá þessi ógnvekjandi boðskapur? Hann er sá, að páfi leggur blátt bann við hvers kon ar vörnum við getnaði í sam- förum karls og konu. Fólki þyk ir nærri sér höggvið með boði og banni og ströngum skriftum um það, sem gerist í hjóna- sænginni. Það var leiðitamt að trúa á meyfæðinguna og að Mar ía hafi hafizt í lifanda líki til himna, en rankar við sér þegar gripið er harkalega á næmasta strengnum í lífi þess sjálfs. Þá vakna spurningar,.sem geta jafn vel leitit til þess, a)S óskeikul- leiki páfans ver'ði dreginn í efa „Hvers vegna ættu einlífisklerk aæ að ráða yfir líkömum kvenna?“ stóð á spjaldi, sem konur báru í kröfugöngu í New York. Samt er Páll VI. ekki upp- hafsmaður þessa banns. Sú lík- amsnautn, sem samförum fylgir, er að dómi kaþólsku kirkjunn- ar frá öndverðu óæskileg og syndsamleg, samfarir verða að stefna óhindrað að getnaði, til þess hún sé leyfileg. Þagar vax andi tök urðu á vörnum við frjóvgun, herti páfavaldið á banni sínu, Píus XI. 1930 og síð- ar Píus XII. og nú síðast Páll VI. Þetta nýja bann hefir þó valdið mestum vonbrigðum og reiði, jafnt hjá lærðum trúnað- armönnum páfavaldsins sem hjá óbreyttum söfnuðum víðs vegar um heim. Ástæðan er sú, að fjölmenn nefnd slíkra manna, sem páfi skipaði, lagði til eftir langar rökræður, að hverjum manni yrði gefið frjálst, hvort hann notaði getnaðarvarnir eða ekki, í því efni skyldi hann að eins ráðgast við eigin samvizku, en fóstureyðing væri stranglega bönnuð. Tillaga þessi og sá rök stuðningur, sem henni fylgdi, vöktu vonir manna um rýmkað frelsi og því kom skýlaust bann Páls VI. eins og reiðarslag. Pál'l VI. styður bann sitt með hinni gamalkunnu setningu sköp unarsögunnar, sem hann kallar guðlegt lögmál: „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörð- ina“. Sé frjóvgun varnað með einhverjum hætti, er það brot gegn vilja guðs og þess vegna synd. Hins vegar þurfa hjón, sem fylgja frjósemdarboðorðinu afdráttarlaust, ekki að bera kvíð boga fyrir afkomu barnahóps- ins. „Guð fyrirskipar ekki neitt sem er óframkvæmanlegt. I skip un hans felst hvatning, að þú gerir eftir beztu getu, en biðjir um það, sem þú megnar ekki, og hann mun styrkja þig svo þú getir það“. Hér virðist því eteki annars við þurfia en óbif- anlegrar trúar, að frjósemdar- boð 1. Mósebókar sé guðlegt lögmál, í gildi sínu hafið yfir tíma og rúm og hvers kyns jarðneskar aðstæður. Það er einmitt guðlegur upp- runi og algildi þessa frjósemd- arboðorðs, sem þeir trúbræður páfa, sem rísa gegn fyrrgreindu banni hans, draga í efa. Um leið vefengja þeir rétt kirkj- unnar til að grípa inn í og skipa fyrir um þennan viðkvæm asta þátf í samlífi karls og konu. Mörgum kann að virðast sem þetta sé kaþólskt innankirkju- mál og snerti ekki okkur, sem kennum trú okkar við guðs orð í túlkun Lúthers. En það væri missýning. Deilan snertir alla kristna menn og raunar mann- kynið í heild. Til þess liggja veigamiklar ástæður. 1. Eitt og sama siðgæði hlýt- ur að gilda í grundvallaratrið- um fyrir alla kristna menn, hvað sem fráviki í trúarjátn- ingum líður. Ef það er brot gegn guðs vilja, að kaþólsk hjón beiti þeim vörnum, sem læknavísindin heimila og mæla með, til að takmarka barna- fjölda sinn, þá er það jafn synd samlegt hjá Lútherstrúarfólki. Auk þess er hér í veði frelsi einstaklingsins til að hegða sér í samræmi við eigin trúarvit- und og samvizku. Það mál snert ir hvern andlega frjálsan mann. Eigum við að lúta boði og banni þótt þau stríði gegn samvizku okkar? Þurfum við ekki miklu fremur að vera á verði, að yfir boðarar, hvort sem þeir telja sig sjálfskipaða eða kjörna, ræni okkur ekki siðrænum ákvörðun arrétti með handleiðsluofsa sín um og geri ok'kur sér háða og siðgæðislega ómynduga? 2. Af fyrrnefndum boðskap páfa um ástir hjóna verður ek’ki Páll VI. páfi. Hve mikill hluti hinna 600 milljón kaþólskra manna mun virða bann hans við notkun getnaðarvarna? Hve margar konur munu lialda á- fram að ala börn fyrir hungur- dauðann? Ottaviani kardináli. Leiðtogi og ákafasti talsmaður þeirra, sem vilja banna takmörkun barn- eigna. annað séð en hann telji það höfuðtilgang þeirra að geta börn. Að minnsta kosti bannar hann samfarir, nema hjónin séu fús að eignast afkvæmi, hvort sem er hið 1. eða 15. í röð- inni. Frá því banni er aðeins eití frávik leyfilegt, að velja tímann samkvæmt hinni svo- nefndu Knaus-Ogino-reglu, þ.e. þá daga á tíðabili, sem egg komu getur ekki frjóvgast. Páll VI. nefnir að vísu ekki þessa reglu, en talar um „guðlegt lög mál.“ Hvort sem er, er reglan talin mjög ótrygg og vanda- samt að fylgja henni. En þó að endurtekin þungun setji líf heilsuveillar móður i hættu eða sár örbirgð sé framundan, ef ómegðin vex, þá réttlætir það á engan hátt notkun getnaðar- varna. Þeitta er kannske háleit- ur boðskapur að sumu leyti, að minnsta kosti gerir hann há- ar kröfur til móðurinnar, sem öllu á að fórna og fylgja í blindni frjósemisboðorðinu. Þessi skilningur er eimhli'ða og óraun sær. Siðrænn og samfélagslegur tilgangur hjónabandsins verður ekki aðskilinn frá þeirri gagn- kvæmu ást, sem elskendum er ljúft að veita hvort öðru. Hún er forsenda að varanlegri sambúð karls og konu. Af gagnkvæmri ást og virðimgu þeirra vex þrá- in að eignast sameiginlegt af- kvæmi og ala það upp í þessu samfélagi persónubundins kær- leika. I þessum skilningi er hjónabandið hið æskilegasta sam lífsform til að veikja nýtt líf, en megintilgangur þess er þó ekki frjóvgunin, heldur umönn- un, vernd og uppeldi barn- anna. En til þess að foreldrar megni að rækja uppeldishlut- verkið, þurfa þau að ætla sér af með barnafjöldann. Ætli guð láti sér síður annt um, að for- eldrar annist lifandi börn sín af alúð og forsjá en að þau geti ný börn sem oftast? Sann- kristnu fólki hlýtur að veit- ast örðugt að ætla honum slíka harðýðgi. Bann páfa við getn- aðarvörnum styðst ekki við neitt guðdómlegt náttúrulögmál. Aft ur á móti er það í samræmi við þá miskunnarlausu ráðstöf- un náttúrunnar og láta pestir og hungur hamla gegn offjölg- un. Umönnunar-, verndar og uppeldishlutverk foreldra stefn ir að því að bægja slikum hætt um frá barninu og veita þeim hæfileikum, sem það kann að vera gætrt, sem hagkvæmust vaxt ar- og þroskaskilyrði. 3. Mannkynið stendur á mót um tveggja leiða. Annars veg- ar síaukin örbirgð, hungur- dauði og andleg úrkynjun, hins vegar vaxandi sjálfsbjargargeta heilbrigði og menntun. Tak- mörkun barneigna er frumskil- yrði þess, að sneitt verði hjá leið hörmunganna. Jörðin er þegar of hlaðin fólki, hundruð milljóna fæðast inn í náið sam- býli við hungurdauðann. Fólks fjöldinn í heild nemur nú hálf- um fjórða milljarði, mikill meiri hluti hans býr við sáran skort, milljónir verða hungurmorða, í stórum hlutum heimsins geysa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.