Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 2
Kyn- hegðunar- deila pestir og aðrir skæðir smitsjúk- dómar óhindraðir, læknishjálp og heilsugæzla eru þar nær ó- þekkt fyrirbæri. Frumstæðustu menntun skortir með öllu. And spænis slíkum staðreyndum er gildi hins eldforna frjósemdar- boðorðs gerbreytt. Það áfiti rétt á sér í árdaga mannkynsævinn ar, þegar ungbarnadauðinn þurrkaði viðkomuna út og eftir voru aðeins tár og þjáning harm þrunginnar móður. Um ótelj- andi árþúsundir óx mannkynið afarhægt. Þáð var fyrst 1850 að fólksf jöldi jarðar náði einum miH jarði, og það tók 75 ár að tvö- falda þá tölu. Nú télja sérfræð ingar, að um aldamótin 2000 hafi íbúar jarðar tvöfaldast frá því sem nú er og nái þá sjö milljörðum. Handa miklum meiri hluta þessa gífurlega f jölda verð ur engin næring til né aðrar lífsnauðsynjar, tugir þúsunda munu daglega deyja hinum kval arfulla hungurdauða. Hörmung- aroar í Biafra, sem nú ganga mörgum mianni til hjarta, munu viröast eins og meinlaus forleik ur eSa kynningarstef að þeim ógnum. Von nm frið í heimi, þar sem svo harkalega verður bitist um ætið, er sannarlega veik. Páll VI. kallar ótakmarkaða frjósemi „guðlegt náttúrulög- omál", sem hjón megi ekki bregða frá að viðlagðri sáluheill þeirra, og hann tekur fram í sömu máls grein, að vald sitt til þessa úr- skurður hafi hann þegið af BJálfum lausnaranum fyrir meðal göngu postulaima. Vissulega veitti skaparinn manninum hæfn ina til að viðhalda tegund sinni og gerði honum nauðsynlega umönnun fyrir afkvæmi sínu að skyldu. En hann gæddi mann- inn einnig viti og frelsi til á- kvarðana og lagði þannig þá kvöð á hvern einistakling, að bann beri ábyrgð á gerðum sín um. Þeim ákvörðunarrétti get- ur ekkert pafabann svipt okk- ur, né syndakvittun hans leyst ökkur frá ábyrgð gagnvart sam vizku okkar. Maðurinn hefir beitt viti sínu m.a. til þess að draga úr þjáningum, lækna sjúka og vernda gegn sjúkdóm- um. Sú viðleitni er nær for- dæmi frelsarans en flest önnur mannanna verk og af henni hefir hin undursamlega læknis- list þróazt. Hjá þeim þjóðum, sem hafa ráð á slíkri kunnáttu, hefir læknislistin bægt dauð- um frá barnsfarasœnginni og frá hvílu ungbarnsins, hún heftir hættulegar far- sóttir og hamlar gegn elli- hrörnun. Hún lengir manns- aevina. geysilega, an dregur urn leið úr hörku þeirra ráðstaf- ana, sem náttúran setti upp- haflega gegn offjölgun raann- kyns. Nú stígur hún einu skrefi framar með því varnarlyfi við óæskilegri frjófgun, sem nýlega er fram komið og gengur undir n-afninu „pillan". Það er þetta Skref læknavísindanna, sem orð ið hefir tilefni til hins óvænta banns Páls VI., enda kenna von sviknir og reiðir trúbræður hans yfirhirði sinn við pilluna og kalla Pillu-Pál. Páfi nefnir pilluna að visu ekki á nafn, né heldur neinar aðrar læknis- fræðilegar varnir við frjóvgun. Hins vegar orðar hann bann sitt fullgreinilega. Bannað er sér- hvert atferli, „sem miðar að því að varna frjóvgun, hvort held- ur er með fyrirfram gerðum ráð stöfunum eða meðan á samför- nm stendur ellegar að þeim lokn um". Kunnir eru langt af tan úr öldum tilburðir manna til að hindra óæskilega frjógun, enda vitnar Páll VI. til þeirra í viðvörunarskyni. En bann sitt orðar hann svo vendilega, að það taki jafrnt til dauðasyndar Ónans sem til „pillu"-varna sið menningarkonu á 7. tug 20. ald ar. Að sniðganga „hið heilaga lögmál getnaðarins", það er sam kvæmt úrskurði páfans synd, sem stofnar sáluheill manna í voða. Þessi afstaða táknar algera menningarlega tímaskekkju. Eng inn gaumur er gefinn að þeirri breytingu, sem læknisfræði og heilsufræði hafa valdið í mann- legu samfélagi né að þeim ó- lýsanlegu hörmungum, sem á- framhaldandi ótakmörbuð frjó- semi hlýtur að leiða yfir mann kynið. Þess vegna draga fjöl- margir sanntrúaðir kaþólikkar mjög í efa, að Páll VLtúlki guðs vilja með banni sínu. Þeim þykir það f jarstæður boðskap- ur, að guð ætli milljónatugum barna að fæðast aðeins til þess að líða þjáningar hungurdauð- ans. í bannboðskap sínum reyn ir páfi að visu að slá varnagla við slíkum ásökunum: Menn geri „hinni guðlegu forsjón rangt til með því að telja hana á- byrga fyrir þeirri eymd, sem eigi rætur í þröngsýni stjórn- valda, skorti á féiagshyggju og eigingjarnri valdapóhtík. Menn sýni óréttlaetanlega tregðu til að færa fórnir, sem nauðsyn- legar séu til að bæta lifskjör almennings og tryggja hverri fjölskyldu mannsæmandi aðbúð" Vissulega erum við fjarri því bróðurþeli að gefa annan kirtil okbar þekn, sem engan á. T. d. hefir kaþólska kirkjan alla tíð stundað auðsöfnun af kappi og með árangri sem skráður er blóðugu letri á spjöld sögunn- ar, en lagt minni áherzlu á að beita sér fyrr félagslegu jafn- rétti meðal þeirra þjóða, sem hiin hefir sterkust tök á. Alla- vega reynist krafan um full- nægjandi hjálp innantóm orð andspænis hinu landlæga hungri á barnauðugustu svæðum jarðar, svo sem í rómversk-kaþólsfcu Suður ameríku, Indlandi og hjá miklum f jölda Afríkuþjóða. Víst kann að skorta vilja, en áreið- anlega skortir getu til að seðja þær ótöldu milljónir, sem nú svelta, reisa þeim viðumandi bú staði, veita þekn nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og sjá börn um þeirra fyrir skólum og kenn urum. Til þess að geta hjálp- að, svo að varanlegu gagni yrði, þyrfti að finna og virkja nýjar auðlindir; það krefst langs tíma, og ef mannfjölgun heldur áfram óhindruð eins og nú horfir, þá er vafasamt að sú hjálp geri betur en hafa við hinni gífur- legu fjölgun. Vanþróaðar og ör bjarga þjóðir verðskulda vitan lega alla þá hjálp, sem betur megandi þjóðir megna að láta í té, en engin hjálp verður O'Boyle kardináli. Kirkjugestir svöruðu áminningu hans um hlýðni með því að fara út og láta hann tala yfir tómum kirkjustólum. Alf rink kardináli (Hollandi). Leiðtogi hinna „myndugn kristnu", sem afneita ýmsum kreddum kaþólskunnar, þ.á.m. g«tnaffarvarnarbanninu. ur út slíkt valdaboð. Líklegra er, að veraldleg stjórnvöld muni láta sér nægja að fræða þegna sína um það, að takmörkun frjó semi er nauðsynleg, ef tök eiga að vera á að veita börnum þá umönnun og uppfræðslu, sem þau þarfnast. Um hitt eru dæmi að stjórnvöld hafa með vald- boði viljað þjóðnýta frjósemi kvenna. Nazistar lögðu bann við hvers konar getnaðarvörnum, en hvernig sem slíkt bann var fegrað þá, munu fáir trúa því nú, að fyrir Hitler bafi vakað að tryggja guðlegu lögmáli ó- ¦ hindraðan framgang. Nú hefir páfi endurnýjað þetta bann og gert það bindandi fyrir miklu meiri fjölda manna, þótzt tala í guðlegu umboði og tekið sálu- heill fólks að veði fyrir hlýðni. Margir trúbræður hans telja, að einnig hjá honum ráði jarðbundn ar hvatir. Völd og áhrif ka- þólsku kirkjunnar myndu vaxa gífurlega, ef páfi kæmi barmi sinu fram. Of sterk freisting og óróleg samvizka myndi þjá margan trúðan og hið einfalda safnaðarfólk þyrfti þá oft að krjúpa í skriftastólnum. En það nrun kosta harða bar- áttu að fá almenning til að við- urkenna siðrænt gildi þessa banras, svo mjög stangast það á við beilbrigða skynsemi og harða samfélagsniauðsyn. Jafn skjótt og það var kunngjört, risu ýmsir hinir mætustu menn innan ka- þólsku kirkjunnar upp til and- stöðu við það, rétt eins og Lút- her munkur gegn aflátssölunni 1517. Kirkjuhöfðingjar jafnt og almennir klerkar telja bann- ið rangt, og óframkvæmanlegt að fá söfnuðina almennt til að hlýðnast því. Harðar andstæður hafa myndazt innan kirkjunnar og ekki sýnilegt að friðvænleg lausn fáist í bráð. Páll VT. á örðugt með að láta undan og hefir því tekið það ráð að end- urtaka bann sitt með sérstakri áminningu, að hinum trúuðu beri að hlýða í blindni. Þessu valdi myndugleikans reyndi einn ig O'Boyle kardináli í Washing Eðlisfræðingurinn Heisenborg. Bendir á knýjandi nauðsyn þess, að dregið verffi úr fólksfjölgun. þeim varanleg stoð, nema þær skilji hvað veldur örbirgð þeirra. Um leið og reynt er a^ð draga úr sárustu neyðinni, þarf að kenna örbjarga þjóðum að takmarka hóflega bamafjölda sinn. Porsendan fyrir því, að þær megni að lokum að bægja hungurvofunni frá börnum sín- um, er sú, að þær uppræti úr huga sér frjósemiskredduna og' geri sér ljóst, að megintilgangur hjónabandsins er gagnkvæm ást úð og umönnun, vernd og upp- eldi barnanna. Páll VI. lætur sem hann beri kvíðboga fyrir því, að ríkis- stjórnir muni lögbjóða tafcmörk un barneigna og „grípa þannig inn í þennan persónulegasta og viðkvæmasta þátt hjónaástar", en í sömu andrá gefur hann sjálf ton að beita, en náði a'ðeins þeim einstæða árangri að messugest- ir risu úr sætum og yfirgáfu kirkjuna. Það er einsdæmi í sögu kaþólskukirkjunnar. Rösk lega hálf fimmta öld er liðin, síðan Jóhanni Húss var varpað lifandi á bálköstinn á kirkju- þinginu í Konstanz fyrir frá- vik í trúarskoðunum. LúJther slapp nauðuglega frá sömu ör- lögum. Þá var kirkjan voldug. Árið 1633 þvingaði hún Galilei til að afneita kenningu sinni, að jörðin væri hnöttótt og sner ist um sólu. En jörðin snýst samt. Og veröldin hefir breytzt. Kaþólska kirkjan er ekki lengur einráð. Hún er umlukt af frjáls lyndari öflum. Þess vegna dirf ast nú hennar eigin þjónar að rísa gegn skipan páfans. Ó- breyttir prestar predika opinber lega gegn pi'llubanni hans. Eða þeir yfirgefa hópum saman em- bætti sín. Hollenzkir prestar gengu jiafnvei svo langt aö stofna með sér stéttarfélag! Þessa andspyrnu skortir ekki forystu. „Kirkjan hefir engan rétt til að setja lög, sem eigi að gilda í hjónasæng- inni" (Thomas Roberts, fyrr- verandi erkibiskup í Bom- bay). í sama streng taka margir heimsþekktir guðfræðingar og leiðtogar kaþólsku kirkjunnar, hinir „myndugu kristnu" eins og þeir kalla sig t.d. Alfrink kardináli, Schillebeeckx próf ess or við Kaþólska háskólann í Nimwegen (báðir í Hollandi) og Kung, prófessor í kaþólskri kreddufræði (dogmatik) við Há skólann í Tuebinger. Páfinn reiðir nú til höggs gegn þessum mönnum, sem „eru orðnir kirkju guðs hneykslan- legir og hættulegir". óbreytt- um klerkum er einfaldlega vik ið úr embætti, prófessorar eru sviptir leyfi til kennslu (þ.e. leyfi páfa að þeir megi kenna kaþólska guðfræði), en yfir leið togum hinna mótþróafullu vof ir trúarvilluákæra. Fyrr á öld- um var auðvelt að framkvæma slíkar „hreinsanir". En aðstaðan Frainih. á bls. 15 Ef viffkoman helzt óbreytt, mun íbúafjöldi jarffar, sem áriff 1966 nam 3.356 milljörðum, hafa tvöfaldast árið 2003. NORÖTTR-AMERIKA Árleg f jölgun: 1,5%. íbúatala 1966: 217 millj ónir, tvöfaldasl árið 2013. MIÐ- og SUÐUR- AMERÍKA Árleg fjölgun: 23%. íbúatala 1966: 253 millj ónir, tvöfaldast árið 1991. EVRÓPA Árleg fjölgun: 0,9%. fbúatala 1966: 449 millj ónir, tvöfaldast áriiV 2043. AFRÍKA Árlegr Jjölgrun: 2,3%. fbúatala 1966: 318 millj ónir. tviifalclast árið 1996. SOVETRHCIN Árleg f jölgun: 1,4%. íbúatala 1966: 233 millj ónir, tvöfaldast árið 2016. ASÍA Árleg fjölffuii 2,0%. fbúatala 1966: 1.868 milljarður, tvöfaldast árið 2001. EYJAÁ1.FAN Árleg; f jölgun: 2,1%. fbúatala 1966: 18 millj ónir, tviifaldast árið 1999. w, ní.mm . . . '-/ §#»^W.ffiMtft'«ik W wsmimmvqm ?SW6áS(S«;"t!ft<SÍ 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. jan. 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.