Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 3
Undanfari núfíma Ijóðíisfar — Eftir Siglaug Brynleifsson FRAM AÐ SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLD 5. GREIN Sú óvissa og órói sem ríkti eftir fyrri heimsstyrjöldina átti sér rætur langt aftur á 19 öld. Á fyrri öldum var hugmyndin um manninn ákveðin í trúarkerfum og heimspeki, en nú voru allar slíkar hugmyndir tætingslegar og heildarmynd skorti. Með iðnbyltingunni rofna hin ævafornu tengsl manna við hrynjanda náttúrunnar, maðurinn verð- ur þjónn vé'lanna, samskipti manna verða hrárri og ópersónulegri. Auknar rann- sóknir og þekking eykur óvissuna. Frazer sýnir fram á frumstæðan upp- runa siða og forma kristninnar. Freud telur manninn bundinn blindum hvötum og þannig sé hann hluti náttúrunnar. Marxistar telja hann efnahagslegt fyrir brigði þ. e. efnahagsleg nauðsyn móti allar lífshræringar hans og viðmiðun. Áhrif kirkjunnar rýrna og kenningin um erfðasynd, náð og frjálsan vilja mannsins nær nú skilningi æ færri oft á tíðum fyrir tilburði „frjállslyndrar guð fræði" til þess að sætta trú og vísindi. En sá misskilningur á trú og vísindum varð þó víðast hvar ekki 'lángær. Hin Massíska kristna dogma varð þó ýmsum öryggi og hinsta vígi gegn andmennsk- um öflum. Kvíðinn fyrir komandi ósköpum tek- ur þegar að gera vart við sig fyrir heimsstyrjöldina. Hugo von Hofmannst- hal talar um „óskapnaðinn sem vofi yfir heiminum" og Kraus, Trakl og Stefan George spá ósköpum og þreng- ingum. Og ástæðan var opinberun haldleys- is þeirra verðmæta, sem hingað til höfðu réttlætt mannlega viðleitni. Övissunn- svo að tengslin héldust milli gamais og nýs. Dadaistarnir og surrealistarnir kröfð- ust sjálfkrafa tjáningar, höm'lulausrar, þ.e. skynsemi, skiljanlegt mél og reglu- bundin framsetning hugana hamlaði frjálsri tjáningu hins sanna raunveru- leika, sem hafðist við bak við alla skynsemi. Surrealistarnir töldu sig beina arftaka dadaistanna. Tjáningin átti að verða ósjálfráð og í ávarpi André Bre- tons 1924 segir, „að frjáls tjáning hug- unarinnar og þýðing draumsins hafi hingað til verið afskipt... nú skulli orka hins innri raunveruleika hafa frjálsa framrás í beinni tjáningu, án Valery. T.S. Eliot. ar var þegar tekið að gæta meðal þeirra sem skyggnastir voru, fyrir styrj öldina og eftir styrjöldina verður óviss- an og kvíðinn andrúms'loft tímanna. f myndlist hefst kúbisminn upp úr aldamótunum tjáning afneitunar á þeirri raunveruleika skynjun, sem nær hæst og teflir á tæpasta vað með impress- ionismanum, en í þeirri stefnu hefst sundurgreining heildarinnar. Afneitun viðurkenndra tjaningarforma í bók- menntum hefst með dadaismanum 1916, fyrst sem stríðsfyrirbæri, mótmæli og afneitun þeirrar menningar, sem hafði ekki verið þess megnug, að forða heim- inum frá heimsstyrjöld. Slík menning hlaut að vera sjúk. Dadaistarnir voru andstæðir formum og bókmenntalegum klisjum, sem þeir nefndu svo. Þeir telja bókmenntaleg tjáningarform út- þvæld og fölsk, þau heftu aðeins anna frjálsa tjáningu. Með þessari stefnu er hafin afneitun og fráhvarf frá bók- menntahefð 19. aldar. Dadaisminn barð- ist fyrir frjálsri tjáningu og var því rómanitískt fyrirbrigði. Dadaistarnir telja að reynslan falsist í formum, en sú skoðun var meira og minna inntak róm- antískunnar. Rómanitíkerarnir börðust gegn hefðbundnu og klassísku formi og síðan hefur þessi barátta haldið á- fram, bókmenntasaga 19. aldar er af nokkrum toga málsaga, endurnýjunar- saga þjóðtunganna. Skáld 19. aldar end- urnýjuðu tunguna með því að víkka hana og auka og stílisera mælt mál, þau notuðu sér reynslu eldri skálda, afskipta skynsemi, sntekks og ytri tálm- ana ...." Osjá'lfráð tjáning er mun erfiðairi heldur en tjáning bundin formum og sjálfstjáning undirvitundar er um flest mun fátæklegri að efni og innihaldi heldur en meðvitundarinnar. Auk þess er öll list tjáning, sem ætluð er að skiljast eða njótast, til þess þarf skilj- anlegt tjáningarform, en hörðustu surr- ealistarnir og dadaistarnir töldu slíkt ekkert aðalatriði, þótt þeir jafnframt ætluðust ti'l skilnings á list sinni. Dada- istarnir töldu mannlega viðleitni „þýð- ingarlausa á mælikvarða eilífðarinnar" og því væri dadaisminn hin hinsta list, Jóhannes Sfraumland Svefngöngumenn Svefngöngumenn nefndir Svefngenglar Ganga í svefni Hörkuduglegir afla þeir fjár Til eldneytis En þeir fullyrða Að seðlar séu of dýrmætir til notkunar Á vatns salernum Þjóðarinnar Þeir seg]ast trúa á velferðarríki Með lýðræðisbrag Aðeins heimskingjar og geðveikir menn rengja Orð þeirra Og gerðir. Og segja: Vaknið upp sem snöggvast til að sjá Hvað þá muni ske. 19. jain. 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.