Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 8
Sfríðf'ð v/ð rœtur Kilimanjaro lukt yfirráðasvæðum óvina þeirra og vötnunum miklu: Ny asavatni, Tanganyikavatni og Viktoríuvatni. Belgar réðu Kongó vestan Tanganyika- vatns, en í norðri var Brezka Austur-Afríku (Kenya og Uganda). Bretar réðu einnig yfir Nyasalandi og Norður Rhó- desíu í suðvestri og eynni Zan- zibar úti fyrir ströndinni. í suðri var Mozambique, nýlenda Portúgala, sem sögðu Þjóðverj- um stríð á hendur 1916, meðal annars í von um landaauka í Austur-Afríku. Strönd nýlendunnar er flat- lend, en vestan hennar háslétta með aflíðandi hlíðum og upp úr henni rísa há fjöll. Samfelld- ur f jallgarður myndaði að hluta landamæri Kenya og Þýzku Austur-Afríku. Nyrzti hluti þessa fjallgarðs, sem var frá náttúrunnar hendi traustur varnarveggur, er hið fræga' fjall Kilimanjaro, og sunnan hans, nálægt ströndinni, fljót og fen. Ef Bretar ætluðu að ráðast inn í nýlenduna frá brezku Austur-Afríku, áttu þeir ekki annars kost en að ryðjast gegnum 7-8 kílómetra breiða rauf, sem var í þessari fjallakeðju milli Kilimanjaro og Pares-fjalls, nyrzta h'luta svo- kallaðra Usambara-hálenda. Þess vegna fór Lettow-Vor- beek með mikinn hluta liðs síns á þessar slóðiæ í upphafi ófriðarins. Hann kom sér fyrir í Moshi í hlíðum Kilimanjaro, skipulagði traustar varnir, sem erfitt var að rjúfa, og kom Bretum gersamlega á óvart með því að taka frumkvæðið og ráðast á stöðvar þeirra. • Hersveitir Breta í Austur- Afríku voru fámennar, dreifð- ar um stórt svæði, lutu engri allsherjarstjórn og höfðu að- eins fengið þjálfun til að berj- ast yið frumstæða og i'lla vopn- aða ættflokka. Þess vegná urðu Bretar að senda liðsauka til Austur-Afríku og gripu til þess ráðs að flytja hersveitir frá Indlandi, þar sem Suður- Afríkumenn áttu í höggi við Þjóðverja í Suðvestur-Afríku og sáu sér þess ekki fært að koma til hjálpar. Indversku hermennirnir voru illa vopnað- ir, illa þjálfaðir og þreyttir eftir langa sjóferð yfir Ind- landshaf, þegar þeir komu til Austur Afríku. Yfirmanni brezku leyniþjónustunnar í Austur-Afríku, Meinertzhagen höf uðsmanni, sem þekkti 'landið vel (og var af þýzkum ættum eins og nafnið gefur til kynna), blöskraði þegar hann sá Ind- verjana: „Verri menn var ekki hægt að fá og ég skelf við til- hugsunina um hvað gerast múni, ef við mætum alvarlegri mótspyrnu. Tvæir liðsveitanna eru ekki einu sinni vopnaða* véibyssum, og yfirmenn þeirra eru sannkallaðir steingerving- aœ." En með þessu liði hugðust Bretar vinna skjótan sigur á Þjóðverjum. Það töldu þeir nauðsynlegt til að vernda nær- liggjandi nýlendur, ekki sízt Bélgísku Kongó, sem Þjóðverj- ar höfðu lengi haft augastað á. „KÖNIGSBERG" OG TANGA Bretar hófu styrjöldina þeg- ar hinn 8. ágúst með flotaárás á útvarpsstöðina í höfuðborg Þýzku Austur-Afríku, Dar-es- Salaam, og sömdu um vopna- hlé við Schnee landstjóra gegn því skilyrði, að Þjóðverj- ar gripu ekki til vopna. Níu dögum síðar réðst brezka her- skipið „Pegasus" á hafnarbæ- inn Tanga, skammt frá landa- mærum Kenya, og þar varsvip að samkomulag gert. Hins vegar neitaði brezka stjórnin að staðfesta þessa samninga, og þess vegna varð Schnee land- stjóri að láta í minni pokann fyrir Lettow-Vorbeck, sem vildi berjast, hvað sem það kostaði. Árásarflokkar hans gerðu herhlaup inn í Brezku Austur-Afríku. Flokkur undir forystu Tom von Prince höf- uðsmanns, ævintýramanns og landeiganda af skozkum ættum, tók járnbrautarbæinn Taveta í raufinni sunnan við Ki'limanja- ro og sendi Lettow-Vorbeck svohljóðandi skeyti: „Þýzki fáninn blaktir við hún á brezku yfirráðasvæði." Með töku Taveta höfðu Þjóðverjar tryggt sér ákjósanlega víg- stöðu á landamærunum. Það sem meðal annars réð því, að Bretar létu til skarar skríða gegn Þjóðverjum var, að þeir óttuðust mjög þýzka beitiskipið „Königsberg" vold- ugasta og hraðskreiðasta her- skipið á öllu Indlandshafi, sem legið hafði við festar í höfn- inni í Dar-es-Salaam. „Königs- berg" tókst að laumast burtu og sökkti brezka flutningaskip- inu „City of Westminster" með nær allri teuppskeru Ceylons innanborðs undan strönd Ad- ens. f september réðst „Kön- igsberg" á Zanzibar og sökkti „Pegasus", en síðan hvarf beitiskipið, og löngu síðar kom- ust Bretar að raun um, að það hafði leitað hælis í ósum Ruf- iji-fljóts. Svo rækilega var skipið f alið og svo erf itt var að komast að því, að Bretum tókst ekki að gera það óvirkt fyrr en í júlí 1915. Hins vegar tókst Þjóðverjum að bjarga fallbyss- um skipsins, og áhöfnin undir forystu Loofs skipherra gekk í lið með Lettow-Vorbeck. Þessi liðsauki kom í góðar þarfir, en meiri fengur var að fallbyss- unum, sem komu að ómetanlegu liði og tóku öflugustu stórskota vopnum Breta fram. Fallbyss- urnar voru einu stórskotavopn- in, sem Lettow-Vorbeck réð yf- ir í stríðinu, en þær yoru þung- ar og erfitt var að flytja þær um hrjóstrug öræfilandsins. í nóvember 1914 gerðu Bret- ar árás á Tanga á sjó oglandi undir forystu Aitkens hers- höfðingja. Með árásinni hugð- ust þeir tryggja öryggi aðal- hafnabæjar Brezku Austur-Af- ríku, Mombasa, sem er ekki langt frá landamærunum. Raun ar hafði Lettow-Vorbeck hætt við fyrirhugaða árás á Mom- basa, þar sem „Königsberg" gat ekki komið því við að gera stórskotaárás á bæinn eins og til var ætlazt. En einnig vakti fyrir Bretum að ná Tanga til þess að komast aftan að her- sveitum Lettow-Vorbecks hjá Kilimanjaro. Frá Tanga lá mik- ilvæg járnbraut til Usambara- hálendanna. Eftir þessari járnbraut sendi Lettow-Vorbeck hersveitir frá vígstöðvunum í norðri, og hann fór sjá'lfur frá Moshi til að taka að sér stjórnina. Hann hafði nægan tíma til að fylkja liði í bænum, sem var að mestu ó- varinn vegna samkomulags Schnee landstjóra við Bret|a. Hann fór sjalfur í könnunar- ferð á reiðhjóli yfir víglínuna, dulbúinn sem svertingi. Það leyndi sér ekki hvað vakti fyr- ir Bretum, og það kom Lettow Vorbeck vel, að þeir frestuðu árásinni nokkrum sinnum. Átta þúsund brezkir og ind- verskir hermenn voru settir á land. Þegar þeir réðust loks til atlögu, lentu þeir beint í harðri vélbyssuskothríð Askariher- manna, sem 'lágu í leyni. Árás- arliðið óð beint af augum þrátt fyrir skothríðina, sem dundi á það í sífellu, og árás villibýflugna varð til þess að draga enn meir úr baráttuhug þeirra. Lettow-Vorbeck færði sér óspart í nyt, að hliðar ár- ásarliðsins voru óvarðar, og þegar bardagarnir höfðu stað- ið í þrjá daga, urðu Bretar að hætta við árásina, flytja her- menndna aftur um boirð í her- skipin, sem biðu undan strönd- inni, og sigla til Mombasa. f SKUGGA KILIMANJARO Tanga-orrustan hefur verið kölluð sígilt dæmi um það, hvernig ekki á að heyja ný- lendustríð, og í opinberri sögu Breta um fyrri heimsstyrjöld- ina er hún tálin meðal „mestu hrakfara í brezkri hernaðar- sögu". Að minnsta kosti 800 brezkir hermenn féllu.en að- eins 18 Þjóðverjar og 54 Ask- ar úr 1.000 manna liði Lettow- Vorbecks. Lettow-Vorbeck hafði unnið mikinn sigur á fjandmönnum, sem voru átta sinnum fjölmennari, og nafn hans var á allra vörum í Þýzka landi, þair sem baráttu hans var líkt við viðureign Davíðs og Goh'ats. Sigur hans vakti gífurlegan fögnuð í nýlend- unni, og ef einhver hætta var á uppreisn, batt Tanga-orrust- an enda á hana. Blökkumenn flykktust undir fána Léttow- Vorbecks engu síður ' en Ev- ' rópumenn. Þjóðverjar gátu nú óhihdrað haldið áfram fjölda árása, sem þeir höfðu gert inn í Brezkú MARCH OF LETTOW-VORBECK'S FORCES 1916.1918 wmm mm^-MainColmn mmmm^svb-ColawfíS tnn n mn 9nn sntí B R I T I S H E A S f A F R I C A Q ílOZAMBIQUE CHARLESOSEEN Uppdrátturinn sýnir ferðir Lettow-Vorbecks eftir ósigurinn fyrir Smuts. Austur-Afriku á fyrstu þrem- ur mánuðum stríðsins. Þeir réð ust aðallega á Uganda-járn- brautina frá stöðvum í h'líðum Kilimanjaro. Um járnbrautina voru fluttar vistir og matvæli til Nairobi frá Mombasa. Til þess að komast að járnbraut- inni urðu Þjóðverjar að fara mörg hundruð kílómetra vega- lengd yfir eyðimörk. Stundum voru árásarleiðangrarnir hálf^ an mánuð vatns- og matarlaus- ir á flakki. Venjulega voru tveir Evrópumenn og átta Ask- arar í hverjum árásarflokki. Þeir földu sig í óbyggðum og gerðu óvæntar árásir á stöðv- ar og bæi Breta, rupluðu og rændu, brenndu og eyðilögðu. Á tímabilinu marz-maí 1915 sprengdu árásarflokkar Þjóð- verja 32 járnbrautarvagnia og níu brýr í loft upp. • Þessi skæruhernaður hafði lamandi áhrif á Breta og hent- aði Lettow-Vorbeck vel, því að hann varð að komast hjá of miklu mannfalli og spara skot- færi. Eftir Tanga-orrustuna reyndi hann að forðast meiri- háttar átök, því að annars gat hann ekki dregið styrjöldina á langinn og náð því takmarki að binda sem flesta óvinaher- menn í Afríku. Um leið kvaddi hann fleiri blökkiimenn í her sinh, én lítil sém engin aðstoð barst frá Þýzkalandi. Aðeins örfáum þýzkum skipum tókst að rjúfa hafnbann Breta og koma með vopn og vistir. Seinha í ötýrjöldinini mistókst nýstárlög ti'lraun til' að koma vistum til Lettow-Vorbeck með Zeppelin-lof tf ari ftrá Búlgaríu. Bretum barst aftur á móti mikill liðsauki frá Bretlandi og Suður-Afríku allt árið 1915, enda höfðu Suður-Afríkumenn nú tryggt sér yfirráð í Suðvestur-Afríku. Yfirmenn brezka herliðsins, Wapshare og síðar Tighe (frá apríl 1915), fylgdu þeirri stefnu að heyja varnarstyrjöld unz aðstaða þeirra batnaði svo, að þeim yrði kleift að yfirbuga Þjóð- verja með ofurefli liðs. Þess vegna varð lítil breyting á víg- stöðunni: Þjóðverjar voru hraktir úr tjaldbúðum við Ug- anda-járnbrautinni, en tilraun til að ná Taveta fór út um þúf- ur. Þeir voru hraktir úr fenja- svæði á strönd Kenya og úr þýzka bænum Jasin, en Lett- ow-Vorbeck náði þeim bæ aftur á sitt vald eftir harða bardagá og þrátt fyrir uppreisn ara- bískra hermannia í liði hans! Bretar treystu einnig aðstöðu sína í vesfcri og suðri: á landa- mærunum og vötnunum miklu, Viktoríuvatni, Tanganyika- vatni og Nyasavatni, þar sem varðskip Þjóðverja höfðu gert nokkurn usla. Þeir réðust á þýzka virkisbæi og tóku Buk- oba við Viktoríuvatn og nokkra aðra bæi herskildi. Um leið kvöddu Bretar fleiri blökku- menn í heri sína í Ródesíu-<ný- lendunum, Nyasalandi og Aust- ur-Afríku. Be'lgar fóru að dæmi þeirra í Kongó. SÓKN SMUTS í febrúar 1916 gerðu suður- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. jan. 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.