Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 9
afrlsKIr rlciaaranolckar og blökkumannahersveitir undir stjórn Mallesons hershöfðingja kröftuga árás í því skyni að hrekja Þjóðverja úr stöðvum þeirra á landamærum Kenya og 1 hlíðum Kilimanjaro. Þessi til- raun mistókst hrapallega, og gífurlegt mannfall varð í liði Breta, sem höfðu greinilega enn ekki lært að berjast við þær aðstæður, sem þarna voru. Um svipað leyti tók Jan Christ iaan Smuts, Búahershöfðinginn frægi, sem var vanur skæru- hernaði síðan hann átti í höggi við Breta í Búastríðinu, við yf- irstjórn brezka 'liðgaflans í Brezku Austur-Afríku, og var hann nú skipaður 27.350 mönn- um, þar af 13.000 Bretum og hvítum Suður-Afríkumönnum, en hitt voru Indverjar og blökkumenn. Lið Lettow-Vor- becks var nú einnig fjölmenn- ara en nokkru sinni og skipað 3.500 Evrópumönnum og 12.000 Askörum. Smuts hóf þegar í stað mikla sókn og hugðist umkringja Lett ow-Vorbeck og brjóta alla mót- spyrnu hans á bak aftur. Til þess naut hann stuðnings Belga í Kongó og hersveita, sem Bret- ar höfðu dregið saman í Nyasa- landi. Belgar undir stjórn Tom- beurs hershöfðingja sóttu inn í Þýzku Austur-Afríku frá Ki- vu-vatni milli Viktoríuvatns og Tanganyikavatns og stefndu í suðausturátt til Tabora, mikil- vægasta staðarins á miðháslétt- um að geta gert talsverðan usla, og um leið og þrengt var að honum, laumaðist hann óséð- ur í burtu. Þannig beið Lettow- Vorbeck aldrei ósigur fyrir brezkum hersveitum. Hann hörfaði til járnbraut- arinnar, sem lá um miðhluta landsins frá Dar-es Salaam til Ujiji við Tanganyikavatn, en skildi eftir herflokk undir stjórn næstráðanda síns, Krauts majórs, hjá norðurjárn- brautinni frá Tanga til Moshi og skipaði honum að herja á Breta og gera eins mikinn usla og hann gæti án þess að láta handsama sig. En Kraut varð að láta undan ofureflinu og flýði Smuts, þótt hann væri fáliðaðri. Askararnir sýndu algera yfir- burði, Þjóðverjarnir voru van- ari loftslaginu, og hinir mörgu burðarmenn, sem Lettow-Vor- beck hafði jafnan með sér, voru ómissandi. Hinir hvítu hermenn Smuts þoldu ekki lofts lagið og Indverjarnir jafnvel ekki heldur. Samgöngur voru erfiðar, og stritið við flutning- ana gerði út af við þá. Einni liðsveit Smuts fækkaði úr 1.135 mönnum í 116 á níu mánuðum, og fæstir þeirra, sem eftir lifðu voru bardagafærir. En erfiðleikarnir, sem Lett- ow-Vorbeck varð að sigrast á, hefðu verið hverjum meðal- Askara væru á yfirráðasvæði óvinarins, yfirgáfu þeir hann aldrei, því aðeins örfáir struku. Lettow-Vorbeck bar mikla virð ingu fyrir Askörum, og það endurguldu þeir með ofstækis- ful'lri hollustu. í liði Lettow- Vorbecks var öllum gert jafn- hátt undir höfði. Hann lifði sama lífi og svörtu hermenn- irnir, snæddi með þeim, svaf í kofum þeirra og gekk í gegn- um sömu þrengingar og þeir. Þótt veikburða væri, fór Lett- ow-Vorbeck oft sjálfur í könn- unarferðir á reiðhjóli yfir víg- línu óvinarins. Reiðhjólið var eini munaðurinn, sem hann leyfði sér, og stundum hjólaði þess að einn af foringjum hans gæti farið undir hvítum fána yfir víglínuna til Lettow-Vor- becks, ekki til að krefjast þess að hann gæfist upp heldur til að skýra honum frá því, að keisarinn hefði sæmt hann æðsta stríðsheiðursmerki Þjóð- verja, Pour le Mérite, fyrir af- rek hans í Afríku-styrjöldinni, Lettow-Vorbeck sendi Smuts kurteislegt bréf, þakkaði honum fyrir að flytja þessi tíðindi, en bætti því við, að hér hlyti að vera um mistök að ræða, því að hann ætti ekki slíkt heiðurs merki skilið. Lettow-Vorbeck fann upp ýmsar nýstárlegar aðferðir í Þýzkir Askovar. Ein af fallbyssunum úr „Königsberg“ flutt um frumskóginn. Ian Christiaan Smuts. unni. Velvopnaðar brezkar hersyeitir undir forystu North eys hershöfðingja sóttu frá norðúrbökkum Nyasavatns norður á bóginn. Um síðir létu Portúgalar, sem sögðu Þjóðverj um stríð á henduir um þessar mundir, einnig ti'l skarar skríða. Sjálfur réðst Smuts með meg- iinher sinn um hið þrönga hlið Þýzku Austur-Afríku milli Ki- limanjaros og Pares-íjalls. ★ Sókn Smuts gekk að óskum. Hann náði fljótlega Taveta á sitt vald, hrakti Lettow-Vor- beck frá landamærunum og rak hann stöðugt lengra suður á bóginn. Smuts skipti liði sínu í máfgái’ sveitir og reyndi að umkringja Lettow-Vorbeck og neyða hann til bardaga. E n Lettow-Vorbeck lagði aldrei til at'lögu, nema hann vseri viss til miðjárnbrautarinnar. Lett- ow-Vorbeck neyddist til að koma honum til hjálpar og hélt til móts við hann, en á meðan náði Smuts járnbrautarbænum Morogoro. Lettow-Vorbeck og Kraut urðu að hörfa suður á bóginn, og þá náði Smuts alliri járnbrautinni á sitt vald. Meg- inþorri þýzka liðsins komst undan í ágústmánuði, þótt Northey sækti í átt að því. 19. september komu Belgar einnig að járnbrautinni og tóku Ta- bora, þar sem Schnee landstjóri hafði haft aðsetur ti'l bráða- birgða en Þjóðverjar komust undan og flúðu í átt til strand- ar. Þá höfðu Þjóðverjar verið hraktir úr öllum norður'hluta nýlendunnar og raunar mestöll- um hluta hennar. Rúmlega tveir þriðju hlutar nýlendunnar og íbúa hennar, höfuðborgin Dar- es-Salaam, strandlengjan og vötnin miklu voru á valdi Smuts. Þjóðverjar höfðu glat- að yfirráðum sínum yfir ö'llum höfnum, járnbrautum og bæj- um. fskyggilega mikið mann- fall hafði orðið í sveitum Lett- ow-Vorbecks og Krauts og öðr- um þýzkum liðsveitum undir stjórn Tafels höfuðsmanns og von Wahle hershöfðingja (gam- als hermanns, sem komið hafði í heimsókn til sonar síns fyrir styrjöldina og orðið innlyksa). Stöðugar árásir Breta höfðu sagt til sín,en enn gátu Þjóð- verjar gert mikinn usla. 5.000 hermenn voru í flokki Lettow- Vorbecks, , 3.000 í flokki von Waihles, sein hörfaði til hans frá Tabora og 1.500 í ýmsum flokkum, sem voru á víð og dreif. EINVÍGIÐ I FRUMSKÓGINUM Að sumu leyti stóð Lettow- Vorbeck betur að vígi en manni óyfirstíganlegir. Mat var erfitt að fá, og gripu menn hans til þess ráðs að veiða flóðhesta og önnur villidýr, sem oft ollu meiri ringulreið í liði þeirra en óvinahermennirn ir. Ljónin voru erfiðust viður- eignar. í stað kíníns, sem nauð- synlegt var í baráttunni gegn hitabeltissjúkdómum en var af skornum skammti, suðu þeir trjábörk og fengu úr honum safa, sem kom að góðum notum en var hræðilegur á bragðið og kallaður „Lettow-snaps“. Af al kunnri þýzkri elju og nægju- semi tókst þýzkum hermönnum og nýlendubúum að framleiða gúmmí (í hjólbarða), bensín, nagla, sópu, kaðla, kókó, kerti og ótal margt fleira úr auð- lindum landsins. Skotfæri tókst að framleiða í litlum og frum- stæðum „verksmiðjum“. Stígvél voru búin til úr vísundaskinni og skór úr antilópuskinni. Menn hans saumuðu sjálfir ein kennisbúninga og bjuggu til sáraumbúðir úr trjáberki. Brugghús var sett á stofn í Morogoro, og þar var framleitt viski, sem Lettow-Vorbeck taldi ómissandi skerf til stríðs- rekstursins. Lettow-Vorbeck hagaði ferð- um símum um óbyggðirnar mik- ið eftir því, hvar hægt var að afla matfanga, og menn hans smöluðu nautgripum sem fylgdu hersveitunum. Sjálfur var Lettow-Vorbeck hálfblind- ur á öðru auga, og minnstu munaði, að hann yrði alblind- ur, þegar trjágrein rakst í hitt augað. Oft varð hann að liggja fyrir vegna hitasóttar, og hann veiktist tíu sinnum af malaríu. Að lokum var hann líkari beinagrind en manni, en hann gafst aldrei upp, og meðan hann þraukaði, þraukuðu her- menn hans einnig. Þótt heimili, konui- og börn hinna innfæddu hann fremstur í flokki her- manna sinna. ★ Viðureignin var heiðarleg og á margan hátt mannúðleg. Hvað eftir annað fóru þýzkir og brezkir foringjar yfir hina ó- mörkuðu víglínu í frumskógin- um með hvíta fána og skiptust á særðum föngum. Frá upp- hafi tók Lettow-Vorbeck þá stefnu, sem átti sér enga hlið- stæðu, að sleppa ö'llum hvítum 'föngum, sem hann tók, ef þeir lögðu við drengskap sinn að berjast ekki aftur á móti Þjóð- verjum í stríðinu. Þetta var langtum skynsamlegra en að flytja fangana með hersveitun- um, gæta þeirra og gefa þeim mat. Eitt sinn veitti Lettow- Vorbeck brezkum herflokkifyr irsát, og sér til furðu sá hann Smuts í aðeins 5 metra fjar- lægð. Hann hefði auðveldlega getað ráðið honum bana, en skaut ekki, því að hann taldi það ekki heiðri sínum samboð- ið. Seinna þegar orðsendingar fóru á milli Breta og Þjóð- verja, sögðust Bretar því miður ekki geta þyrmt lífi Lettows, ef hann kæmist í færi. „vön Lettow er óttalegur kjáni, en hann er heiðursmað- ur,“ sagði Smuts, þegar hann heyrði þetta, en sagði að auð- vitað hefði hann gert það eina rétta. „Smuts er þvermóðsku- fullur en hann er frábær her- foringi, sagði Lettow-Vorbeck. Brezki höfuðsmaðurinn Mein- ertzhagen, sem óspart gerði gys að mistökum Breta og heimsku sumra foringja þeirra, sagði: „Guð gæfi að við hefðum mann eins og Lettow-Vorbeck okkar megin.“ Hvað eftir annað skor- aði Smuts á Lettow-Vorbeck að gefast upp, en hanh neitaði því a'lltaf. Snemma í janúar 1917 hætti Smúts öllum hernaðárað- gerðum í einn sólarhring til frumskógahernaði og lét her- menn sína dulbúa sig eftir um- hverfinu með trjálaufum á sama hátt og Japanir tíðkuðu í stór- um stíl í seinni heimsstyrjöld- inni. Andstæðingar hans not- uðu aftur á móti flugvélar bæði til loftárása og könnunar- ferða, einkum þegar leið á styrj öldina, og þessu svöruðu Þjóð- verjar með því að fela búðir sínar og skotgrafir með laufi og öðrum gróðri. SUNNAN RUFIJI-FLJÓTS Þegar Smuts lét af yfirstjórn brezka liðsaflans í janúar 1917, sendi Lettow-Vorbeck einn af foringjum sínum yfir víglínuna með orðsendingu, þar sem hann lét í ljós „aðdáun á þeirri ridd- aramennsku, sem einkennt hefði bardagana á báða bóga“. Smuts var það þvert um geð að hætta, því að verki hans var hvergi nærri lokið, en hann var kvaddur til mikil- vægra starfa í stríðsstjórninni í London og átti meðal ann- ars þátt í stofnun brezka flug- hersins og gerð Versala-samn- inganna að stríði loknu. Hann hafði neyfct Lettow-Vorbeck til að flýja til alræmds pest- arbælis neðarlega hjá Rufiji- fljóti, þar sem fátt manna bjó og erfitt var að fá burðarmenn, en hann hafði ekki neytt hann til að gefast upp. Smuts og samstarfsmenn hans, Koen Brits, A.R. Hoskins og Jaap van Deventer (sem tók við um vorið) reyndu að bæta úr þeim mistökum, sem komið höfðu Bretum í koll frá upp- hafi. Þau voru í því fólgin, að stríðsreksturinn hvíldi að mestu leyti á hvítum mönnum, sem þoldu ekki hið óheilnæma loftslag, og að ekki var tekið nægilega mikið tillit til hinna tíðu malaríutilfella og annarra Framh. á bls. 13 19. jan. 1969 L'ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.