Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 11
Kalevakirkjan er upplyst með ljoskosturum. Kalevakirkjan að innan. Seint á árinu 1965 var vígð í Brumundal í Noregi kirkja sú sem hér sést á myndurn. Þrír arkitektar teiknuðu hana í samvinnu: Molle og l’er Cappelen og Sven Eric Lundby. Efniviðurinn er fyrst og fremst tinibur. Allir burðarásar eru úr viði, þakklæðning sömuleiðis og klæðningar að innan. Kirkjan er há og gnæfir yfir stórt svæði en múrsteinsbygging fyrir safnaðarstarfsemi er lág og tengd aðeins með súlnagöngum. Á gólfinu eru norskar stein- skífur, en sælin úr tré; reglulegir kirkjubekkir í grófri útfærslu. Dag-sljós berst inn í kirkjuna um lágréttar ljósrifur, neðarlega á þakinu. Brumundalkirkjan að innan. Eitt af frægustu bygging- arverkum Finna frá síðusíu árum er Kalevakirkjan í Tammerfors. Hún stendur efst á óbyggðri hæð, þar sem skiptast á klappir og grasfletir. Það mætti segja, að þessi kirkja sé í ætt við minnismerki; hún er „monúmentai" og nýtur sín vel á þessum stað. Hún er líka þannig gerð, að sam spil ljóss og skugga er sí- breytilegt. Arið 1959 var efnt til samkeppni um teikningu og tveir finnar urðu hlutskarpastir: Reima Pietilá og Raili Paatelain- en. Veggir eru úr stein- steypu, en flísalagðir ytra. Á gólfinu eru brúnar stein- hellur og sæti fyrir 1050 manns. Vndir kirkjugólfi er kjallari og þar eru sam- komusalir og aðrar vistar- verur, sem heyra til safnað arstarfi. Ljóskastarar lýsa upp veggi kirkjunnar bæði að utan og innan. Gísli SigurSsson tók saman. P C? Klukkuturn kirkjunnar í Buclis. Dr. Justus Dahinden, arkitekt í Zúrich, er höfundur þessarar kirkju, sem nýlega hefur verið lokið við í Buchs. í fljótu bragði minnir hún eilítið á virki líkt og íslenzk íbúðarhús komu vestur-íslenzka byggingameis aranum fyrir sjónir í fyrra- sumar. Líkt og byggingameistarinn sagði um íslenzku einbýlishúsin, mætti halda, að þessi kirkja væri skotheld. Hún sýnist heldur gluggalítil og er það raunar, en ljósið berst inn um mjóar rifur, sem verð- ur til þess, að beint sólskin á sér ekki stað í kirkjunni. tJtlitið ber dálítið keim af stefnu Bauhaus í Þýzkalandi á fjórða áraíugnum og getur Grophius gamli verið ánægður yfir því, livað kenningar hans hafa reynzt haldgóðar í nútímanum. Þó virðist turninn ekki af Gróphiusarættum; hami stendur utan við kirkjuna, tengdur henni með súlnagöngum. Kirkjan er úr steinsteypu og áferðin úr mótunum látin lialda sér. Turninn er einnig steyptur og að nokkru lcyíi klæddur með kopar. FunkisstiLIinn enn á dagskrá: Kirkjan í Buchs. 19. jam. 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.