Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1969, Blaðsíða 15
ið menning, auk síðari kvæða- bálka. Áhrif Eliofcs móta meira og minna alla ljóðagerð um mið- bik þessarar aldar. Ljóð hans, leikrit og gagnrýni eru reist á evrópskum menningar- arfi, hann reyndi að blása nýj- um líf9anda í þennan arf og tengja hann nútímanum oghon um tókst betur heldur en nokkru öðru skáldi að tjá tóm- leika og öryggisleysi tímianna og jafnframt að hefja ljóðið upp úr lágkúru hversdagsins, án þass að fórna raunskini og kartensíanskri skynsemi. Af rek hans hafa kostað dæmafáa sjálfsögun, en hana taldi hann grundvöll allrar skiljanlegrar listar, ögun hefur ef til vill verið á kostnað tilfinninga- auðgi, sem ekki fékk útrás í Ijóði, en um það tjáir ekki að sakast. Nógir urðu til þess og eru að tjá tilfinningar sínar faráar og vanþroska. Formið er ögun og án forms og kerfis verða engar hugsanir tjáðar né menning lifuð. Hafi Eliot verið mieð síðustu fulltrúum ev- rópskrar menningar og arftaki hennar þá líta surrealistar á sig sem boðendur hinztu tján- ingar, uppleysendur listarinn- ar. Dadaistarnir vildu eyðingu listar til þess að hverfá aftur inn í óskapnaðinn. Þetta var hliðstæða við Roussauismann á 18. öld, að hverfa aftur til náttúrunnar. Surrealistar taka að iðka ósjálfráða tjáningu til þess að geta komizt að frek- ari sannleika og gera því ráð fyrir nýrri þekkingu í djúp- unum, nýjum sannleika og því hlýtur ný list að risa upp úr óskapnaðinum, undirvitundinni og óræðinu, draumunum. Þeir leita sér kveikju bak við skyn- eemina og þar á að vera fólg- inn sannleikurinn og listin ó- þvinguð allri skynsemi. Þeir streytast við að tjá óræðið í skiljanlegum formum, en með því marka þeir óræðið skyn- samlegri tjáningu, sem þeir komast e'kki fremur hjá heldur en eigin hvötum. Surrealistarnir uppgötva hinn „dulda raunveruleika", og lifa hann. Þetta var ekki ný uppgötvun, en hingað til hafði aldrei verið lögð slík á- herzla á gildi hans. Tjáning bessa „raumveruleika", þessari andstæðu við þann eiginlega verður hvergi magnaðri held- ur en í ritum Kafka og Joyces, sem hvorugur taldist til hóps strangtrúaðra surrealista _ í þrengri merkingu orðsins. Á- hrif surrealismans í viðtækari merkingu orðsins þ.e. sem óra, drauma og óræðis gætir meira og minna h}á skáldum fyrr og síðar og þó aldrei meir en á þessum tímuim verðmætahruns ins og verðmætaruglings. Jafn- framt þessu hefur aldrei átt sér stað meiri þörf fyrir heild og festu, sem er eðhlegt þegar mannlífið virðist hvað fáránliag ast. Tvíhyggja og togstreyta er einkenni tímanna. Upplausn list anna í frumeiningar verður því ríkjandi þar sem forsendur skortir fyrir heildarsýn og festu. Yfirgripsmikil tvíhyggja fyrri alda koðnar nú niður í tvíhyggju innan hverrar ein- ingar og undirdjúpin koma upp á yfirborðið og móta söguna. Hver eining verður sjálfstæð og allt hefur jafnt gildi, maður- inn er ein eininganna rúinn meðvituðu f rumkvæði. Og síðan hófst heimsstyrjöldin síðari, öfl djúpanna náðu yfirhöndinni. Kynhegounardeila Framh. af bls. 2 er breytt. Kaþólska kirkjan, sem samkvæmt einkunn sinni ætti að umlykja mannkynið allt, ræður nú aðeins í einstökum löndum, þjóðabrotum og söfnuðum, sem liggja eins og eyjar dreyfðar í brimsollnu mannhafinu. Um- flotnar af veraldlegri þekkingu, sorfnar af frelsisþrá, bifast þær fyrir þungum straumum þróun- arinnar. Reynist siík kirkja þess megnug að knýja fram bann sem stangast jafn harkalega á við eðli og skilning einstaklings ins sem við brýnustu nauðsyn þjóða og alis mannkyns? Af gömlum blöðum Framh. af bls. 6 mínu var ekki svarað með rök- um, og daginn eftir hitti ég einn fundarmanna á götu, hann reiddi upp hnefann og sagði: „Það væri réstt að ég gæfi þér á helvítis kjaftinn". Seinna varð hann vinur minn. Nokkru seinna skrifaði ég bæjarráði og fór fram á, að það léti umsjónarmann sinn krefj- ast þess, að við fengjum. kaup- samning um íbúðir okkar, eins og vera bar eftir lögunum, því annars hefðum við engan lög- legan rétt til íbúðanna, og það væri hægt að henda okkur út Haraldur Sveinsson. Sigui-Sur Bjamason írá Vigur Matthlas Johannessen. Eyjóltur Konrá8 Jónsson. Bits'tJJltr.: CMsIt SigurSsson. Auglýsingar: Árni Gar5ar Kristinsson. Bitstjórn: ABalstræti 6. Simi 10100. Útgefandl; H.f. Árvakur, Reykjavík. fyrirvaralaust. Ég fékk ekkert svar, og hririgdi þá til Bjarna Benediktssonar, sem var eftir litsmaður með verkamannabú- stöðunum fyrir bæinn. Hann taldi að það gerði ekkert til þó við hefðum ekki samning, hafði víst átt tal við Héðin 6g trúað skýringum hans. Mér sárnaði þefcta og viðhafði víst ógætileg orð, en Bjarni rauk upp. Er ég komst að bað ég afsökunar á orðum þeim, er ég hefði viðhaft, og tók upp hvað okkur fannst að. „Ég skál at- huga þetta," sagði Bjarni, en ég þakkaði og kvaddi. Eftir um tvo tíma kom ég heim, og þá beið Héðinn mín á götunni, rauður í andliti og sýnilega reiður. „Það er sjálf- sagt að þið getið fengið þessa kaupsamninga, Hannes, annars þurfið þér ekki að gera kröf- ur, þar sem bærinn borgaði fyr- ir yður framlagið." Nei, sagði ég, bærinn borgaði ekki fyrir mig. „Hvernig fenguð þér þá peningana", sagði Héðinn. Mér sárnaði, að hann skyldi vera að brigzla mér um að ég væri sveitarlimur og sagði. Hefir ein- hver kvaptað yfir því við yður að þeir væru ekki frjálst fengnir. Hann sagði nei, sá að hann hafði gengið of langt í að særa mig. Á aðalfundi árið eftir bað ég um orðið og ætlaði að halda ádeiluræðu. Það voru á þriðja hundrað á fundinum, og allir örguðu og stöppuðu svo það heyrðist ekki mannsins mál. Ég beið glottandi á pallinum, og þegar svolítið sljákkaði sag'ði ég: Þegar þið eruð búin að tala saman ætla ég að halda áfram, eftir það fékk ég gott hljóð. Og árið þar á eftir náði ég mér fyrst upp. Reikningarnir sýndu að ekki var allt með felldu, því hafði Héðinn ekki tekið eftir, en skildi það óðar. Honum féllst um þetta, því Héðinn var strangheiðarlegur og reglusam- ur í fjármálum. En við afsak- anir hans var tortryggnin vak- in. Ég fór ekki frekar að skýra þetta, enda var viulan leiðrétt án tafar. Já, ég var svarti sauðurinn í verkamannabústöðunum. Ég sé ekki efitir að hafa búið þar, og ég sé ekki eftir aðfinnslun- um, þó þær væru stundum nokkuð ruddalegar. Ef enginn en andmælandinn og ekkert að hald, fer margt forgörðum fyr- ir gáleysi. Er formaður félags- ins, Guðmundur Ó. Guðmunds son, flutti tillögu um að félags- menn heiðruðu minningu Héð- ins Valdimarssonar með veg- legum minnisvarða, var ég fyrst ur til að taka undir mál bans. Héðinn átti það sannarlega skil ið, það hefði orðið bið á bygg- ingarframkvæmdum án hans, þó lögin væru tfl. Héðinn var einkennilegt sam bland af Húnvetningi og Þing- eyingi, í aðra röndina yfir- gangssamur og skapaður fjár- málamaður, eins og Bjarni móð- urbróðir hans, en í hina draum- lyndur, tilfinninganæmur og hugsjónamaður. Við vorum fæddir sama daginn, og ég þekkti hann vel frá því við vor um unglingar. Eftdr að Héðirun hætti við stjórnmálin, hafði fengið nóg af svikum kommún- ista, tók hann annan tvíburann minn fyrir snúningadreng, var hnoum mjög góður og borgaði honum vel. Héðinn var ekki að erfa við mig strákskapinn, Guðm. Valur Sigurosson Gamla víra-vírkið Ég sit og skoða gamalt víra-virki, sem var um eitt sinn — trúlofunarhringur. — Og enda þótt ég þiggi elli-styrki. er þetta broddur sá, — sem hjartað stingur. Mér finnst ég heyra söng frá sömu árum í silfurtærum læk, — og bjöllur hringja. Mér finnst ég heyra klið í kátum bárum, — og kannast strax við lagið, sem þær syngja. í krirg um mig — mér finnst ég finna glampa af fornri ást — og löngu horfnum augum. — Nei! — var það kannski leiftur gamals lampa, sem Jiggur brotinn — suður á öskuhaugum? hann vissi um fátækt mína. Héðinn var brjósfcgóður og drenglyndur. Einn vinur minn frá þess- um árum er það, sem ég get ekki gleymt. Það er Magnús Guðbjörnsson bréfberi, „Mangi hlaupari," eins og hann var kaJilaður. Fyrir honum voru íþróttirnar heilagt mál, en ekki hégómi. Ég man að hann kom með ágæta grein um íþróttirn- ar til mín, snjalla ádeilu, sem hann bað mig að lesa yfir og leiðrétta. Ég breytti engu, að- eins leiðrétti málvillur. Og svo kom greinin í Alþýðublaðinu og vakti athygh. Enginn þorði að svana henni, en sumir voru reiðir. Ég held Magnús hafi verið sá fyrsti, sem skrifaði um ein- keninisbúninga handa bréfber- um. Nú hafa þeir snotra bún- inga, en áður klæddust þek tötrum, enda var kaup þeirra þá óheyrilega lítið. Magnús sagði mér frá einum fundinum um búningana, sem þeir buðu yfirmanni póstmálanna að koma á. Hamn hélt þar ágæta ræðu og sagði að sér hefði oftrunn- ið tifl. rifja útgangurinn á bréf- berunum hérna. Og á ferðum sínum erlendis hefði hann oft verið að dást að glæsibúnaði bréfberanna þar. Bezt hefði sér litizt á frönsku búningana, blá- ar treyjur og hvítar buxur, en þegar hann sá svo einn franska bréfberann með rauða bót á rassinum, þá hefði sér verið öllum lokið. Þeir geta verið nógu heiðarlegir í orð- um Briemarnir. Magnús var alla tíð einlæg- ur Alþýðuflokksmaður, og hamn skammaði mig oft fyrir mína pólitík. Ég held að Al- þýðuflokkurinn hafi engan smala áfct Slyngari og betrL Hann var ekki að tala um pó'litík við fólkið á kosninga- daginn, það fann að haniii treysti því. Magnús bara kom með bíl og flutti alla á kjör- stað, og var búinn með sitt hverfi löngu á undan öðrum. fhaldið þurfti ekki að aetla sér að húkka nokkra sál í han« hverfi. Það var ör við ör á höfðinu á Magnúsi eftir grjótflísar, því hann var með fyrstu spreng- ingiamönnunum, þegar engar hlífar voru. Hann þekkti starf- ið vel, og hans úrskurðar var ieitað er slys urðu. Magnús vann erfiða vinnu frá barn- æsku og hlífði sér hvergi, hann barðist við veikindi í konu og börnum, og hólt þó alltaf kjarkinum. Hann sótti seinni konuna sína niður á botn í Reykjavíkurhöfn, þegar hún var tólf ára, og hann bjargaði félaga sínum frá drukknun norður á ströndum, lagði þar sitt eigið líf í hættu, til a8 bjarga félaga. Ég hefi þá trú, að Guðs miskunnsemi og mildi sé óendanleg. Magnús vinur rtiinn féll saman þegar hann missti seinni konuna. Ég hitti hann skömmu áður en hann dó, og er ég frétti lát hans gladdist ég. Á barnslegan hátt bið ég fyrir honum, eins og öðrum vinum mínum. Árið 1936 gekk ég undir ör- orkumat hjá Jóhanni Sæmunds- syni lækni. l>að var rækileg rannsókn, og læknirinn spurði mig um fyrri störf og kunn- áttu. Læknirirui mat mig 80% öryrkja, sem sé „löglegan ræf- ifl.". 19. jan. 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.