Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR Maðurinn að baki sögunnar LEITIN AF HÖFUNDI NJÁLU Eftir Sigurð Sigurmundsson, Hvítárholti List Njálssögu veður víst aldrei dregin í efa. Og hennar vegna hefur sagan sikipa'ð þann sess í hugum íslendinga gegn- um aldirn.ar sem raun hefur á orðið. Fram á þessa öld hefur sem fynr segir ekki þótt ástæða til þess, að eíast um sannfræði hennar, né heldur að brjóta ’heil ann um það hvernig eða ó hvem hátt hún er til orðin. En tímarn ir breytast og mennimir með. Sagan, sjáift listaverkið er þó alltaf sá heimur, sem ekiki breyt ist, hvað sem um það kann að verða sagt eða hugsað. Nú eru aftur á móti komnir þeir tím'ar, að ekiki er talið nægilegt, held ur beinlínis ekki sannleikanum samkvæmt, að skoða þessd venk sem sagnfræðilegar staðreynd- ir. Rannsóknareðli og fróðleiks þrá mannsins hlýtur alltaf að leysa af hólmi eldri skoðanir hvað mikið sem þær á sínum tíma annars kunna að hafa haft sér til ágætis. Hér hefur því verið haldið fram, að á Njáls- sögu bæri fyrst og frennst að l'íta og skoða sem skáldverk. Á aninan hátt yrði hún hvohki skilin né rannsökuð. Þegar þetta sjónarmið er haft í huiga, eru það ekki eingöngu persónur og atburðir sögunnar, sem rísa fyrir sjónum vorum heldureinn ig og miklu fremur 13. aldar maðurinn að baki hennar, sem með skyggnum augum skáldsins hefur gætt hana því lífi sem aldrei deyr. Hér er því vissulega um skáld verk að ræða. Þá er um leið einnig skylt að gera grein fyr- ir því eða finna þeim orðum stað. Er þá fyrst að reyna að setja sig í spor ’höfundarins og hugleiða hvaða raunverulegar heimildir hann gat haft í hönd- um. En hér verður að gera þær kröfur til heimilda, að finna megi þeim stað í öðrum sögum eða rdtum, sem eldri eru en Njála eða þá að fornleifaramn- sóknir í vissum tilffellum sanni þær. Fræðimenn eru sammála um það, að Njála sé það seint rituð (1280—1290) að ’höfundur inn hafi þekkt flestar þær sög- ur sem til voru á undan sögu hans og fært sér efni þeirna í nyt eftir því sem honuim bauð við að horf-a. Hér er þó ein veigamikil undantekininig. Land- námu virðist hann eklki haía þekkt eða a.m.k. ökki notfært sér hana. Er það sjaldan að þessum tveimur ritum beri sam- an í frásögnum af sömu atburð- um. Njáluhöfundur lifði það og horfði á þjóðveldið hrynja í rústir. Hefur og, að miklum lík- indum verið þátttakandi í þeim hildarlei'k siðleysi og grimjmdar sem þá gekk yfir landið, en án efa einn þeirra sem lengst spyrnti við fótum gegn erlendu vaidi. Hann hefur verið víðför- ull, sem títt var um höfðingja þeirra tíma og fylgzt því vel með og kynnt sér sagnagerð og bókmenntir samtímans. Allt þetta hefur orðið til þess að hann ákvað að skrifa sögu, við- feðmari og stórkostlegri að efni en nokkur önnur saga hafði verið til þess tíma. Heimildar- rit það, sem fræðimenn telja hann hafi farið eftir með ætt- færslu og þ.h. er nú löngu glat- að. Um það hefur verið talað hvað Njáluhöfundur færi yfir- leitt iilla með konur í sögu sinni Þær eru þar einatt ímynd grimmdar og hefnigirni. Fræg- ust þeirra allra mun vera Hall- gerður langbrók sem kunnust er úr sögunni fyrir það að, vera kona Gunn.ars á Hlíðarenda hinnar glæstu hetju Njáluhöff- undar, sem að vísu er þó ekki eins gallalaus og fljótt á litið virðist. Vera má að höfundur- inn hafi 'haft sagnir af eða heim ildir um hjúskap Gunnars og Hallgerðar en þær eru þó ekki kunmar nú, því engin saga eða beimild sem getur Gunnars, getur einnig um kvonfang hanis að einni sögu undanskilinni sem talin er yngri en Njála og því marklaus. Fræðimenn eru á eitt sáttir um það, að enga sögu hafi höf. þekkt betur en Laxdælu og fært sér efni bennar í nyt eftir föngum. Áður hefur hér verið bent á það, að höf. hafi notað sér í ríkum mæli frásagnir Laxdælu um staðfræði á Vesturlandi. Nú er upphafi Njálu einmitt alinn staður í Dölum vestur á aðal- sögusviði Laxdælu. Nú liggur það ljóst fyrir, að annaðhfort hefur höf. baft Laxdæliu und- ir 'höndum eða verið efini henn- ar mjög kunnugt. Laxdæla seg- ir frá því að Höskuldur Dala- kollsson bjó á Höskuldsstöðum, en Hrútur Herjól'fsson bróðir hans á Hrútsstöðum. Hrútur fer utan og gerist hirðmaður Har- ailds konungs gráfeldar. Þar var þá einnig Gunnhildur móðir kon ungs og lagði hún miklar mætur á Hrút. Njáluhöf, segir einnig frá þessu sama, en fráisögn hans er stórum mun lengri, ítarlegri og skáldlegri, þótt ekkert veru iegt sé það, sem á mffii ber. í þeim viðskiptum lætur Njálu- höf. Gunnhildi segja við ög- mund skósiveiin sinn: „Ok ef Hrútr fer mínum ráðum fram, þá skal ek sjá um fémál hans og um þat annat, er hann tekur at henda“. Hér er um að ræða orðatiltæki, sem ekki kvað finn ast í neinum fornritum öðrum en Þongilssögu skarða. Kemiur það fram í ræðu, sem einn meiri háttar höfðingi 13. aldar mælti af munni fram á undan stór- orustu norður í Eyjaffirði árið 1255. Verður nánar vikið að því síðar. Laxdæla getur og þess, að þá er Hrútur hafði fengið sér staðfestu á íslandi, kvongaðist hann og fékk þeirr ar konu er Unnur hét Marðar- dóttir gígja. Síðan segir orð- rétt „Unnur gekk frá honum, þar af hefjast deilur þeirra Laxdæla og Fljótshlíðinga" Því næst er sagt frá því að Hrútur hafi eignast tvær konur eftir það og átt með þeim 16 sonu og 10 dætur. Þar sem hér er getið um deilur Laxdæla og Fljótshlíðinga má auðsætt vera, að þá hefur Njála enn ekki ver ið rituð. Eins og kunnugt er, lýsir Njála samlífi þeirraHrúts og Unnar mjög náið. Ef til vill hefur höfundurinn frekari heim ildir eða munnmæli við að styðj ast. En 'hann nefnir ekki á nafn síðari hjónabönd Hrúts, vegna þess, að hann þarf ekki á því að halda inn í það verk, sem hann var að skapa. Börn Hösk- Framhald á bls. 12 Richard Beck: Frumherjar félags vors (Flutt á 20 ára afmælishátíð Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi í Winnipeg 26. febrúar 1969). Þeir kveiktu þá vita, er lýstu oss leið um liðinna áranna söguríkt skeið, og blika oss ennþá við bláloftin heið. Þau leiðsagnar blys, sem þeim brunnu í hug, oss brautina mörkuðu og vöktu oss dug; enn hefja þau anda vorn hærra á flug. Því kjörorð, sem lifa, þeir skráðu á skjöld, er skinu þeim björt fram á ævinnar kvöld, og fast eru letruð á félags vors spjöld: Að geymsla þess dýrsta í erfðum og ætt, hins æðsta, sem móðurjörð hefir oss gætt, hið stærsta og fegursta geti oss glætt. í sögu vors ættlands og söngvanna glóð býr sigrandi máttur, er vermir oss blóð, og sjálf kveður tungan oss eggjandi óð. Enn bíður oss lífsvatn í brunninum þeim, er bláhimin speglar og heiðstirndan geim, og víðfeðman íslenzkan hugsjónaheim. Vor hjartgróin þökk brúar hálfnaða öld, og hlýtt er við minninganna fjöld, og hyllum vér framsýnna frumherja sveit. Þeim sönnustu virðingar greiðum vér gjöld með geymslu vors arfs fram á síðasta kvöld, svo frækorn hans blómgist í framtíðar reit. 20. apríi 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.