Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 5
minnar og hitar mér um hjarta- rætur til daganna enda. En engum félagsskap er þaS nóg til gæfu og gengis, þótt grundvallaratriði sé, að eiga sér mikilhæfa leiðtoga, sem bera hátt merki hans. Þeir þurfa einnig að eiga sér stuðnings- menn og konur, er hlýta leið- sögn þeirra, fylgja þeim í spor, og styðja þá í starfi. Þjóðræknisfélagið hefir einn ig borið gæfu til þess að eiga fjölda slíkra velunnara, er stóðu leiðtogum félagsins fast að baki í þjóðræknisbaráttunni. Og svo er fyrir að þakka ,að félagið á sér enn djúp og víð- tæk ítök í hugum íslendinga hér í álfu, jafnframt því og vér á þessu merkisafmæli féiags vors, er af trúnaði við málstað verðuga virðingu og þökk, minnumst vér einnig „hinnar hljóðu fylkipgar" félagsfólks vors, er af trúnaði við málstað félagsins hefir í kyrrþey, en af mikilli fórnfýsi, unnið að málum þess. Þeim sé einnig öll- um hei'ður og þökk! En vér fslendingar vest- an hafs höfum eigi staðið einir í starfi og stríði í þjóðræknis- baráttu vorri. Frá upphafi fé- lags vors hafa oss verið réttar bróðurhendur til stuðnings heiman um haf. Eigi verða nöfn þeirra mörgu og kærkomnu heimsækjenda talin hér, þótt meir en maklegt væri, en öll eru þau letruð rúnum virðing- ar og þakkarhuga á minning- arspjöld vor og söguspjöld fé- lags vors. „Sagan endurtekur sig.“ sann ast á oss. Á þetta 50 ára af- mælisþing vort hefir Rikis- stjórn íslands sýnt oss þá miklu sæmd, að senda oss sem sérstakan fulltrúa sinn hæst- virtan dóms- og kirkjumála- ráðherra fslands, herra Jóhann Hafstein, og aukin sæmd er oss Framh. á bls. 13 En þeir hinir sömu myndu hins vegar alls ekki vera hlynntir þeirri afstöðu gagnvart nazismanum. • E N menn skyldu hafa sama varnagla á um Sovétríkin og Þýzkaland. Conquest færir okkur heim sanninn um, að í Sovétríkj- unum hafi átt sér stað fjölda- morð, pyntingar og ofsóknir — tortíming milljóna manna. Og þeir valdamenn, sem við þekkjum i Sovétríkjunum í dag. eru beinir arftakar Stalins og bera brenni- mark gerða hans. Þeir hafa flest- ir fengið stjórnmálalegt uppeldi sitt undir handarjaðri Stalins fyr- ir 30 árum. Þeir döfnuðu og juk- ust að valdi með þeim aðferðum sem viðgengust undir stjórn hans. Hendur þeirra eru drifnar blóði þeirra manna, sem Stalin lét lífláta, og hversu mjög, sem þeir afneita Stalin í orði, tekst þeim aldrei að hvitþvo sjálfa sig. ,,Blut ist ein ganz besonderer Saft", sagði Goethe. Blóð er vökvi sérstakrar tegundar. Þeir sem það bergja, losna ekki við áhrif þess fyrr en eftir gagngera og erfiða lækningu, eins og áfeng issiúklingar þurfa að gangast und ir til að losna úr vitahring sínum. Stjórnmálamennirnir, embættis- mennimir og tæknifræðingarnir sem stjórna í Rússlandi í dag, Framth. á bls. 13 Myndskreyting: Hreinn Friðfinnsson. Nikos KAZANTZAKIS: STUTTUR BÓKARKAFLI g safna verkfærum mínum saman: Heyrn, sjón, ilaman, smekk — og heila Það er komið kvöld, vinnudagurinn á enda, og ég hverf eins og moldvarpan til heimkyrma minna, jarðarinnar. Ekki vegna þess að ég sé þreyttur á vinnu minni, heldur vegna þess að nú er komið sólsetur. Sólsetrið er komið, útlínur fjallanna hverfa, en á fjalllendi heila míns ar enn bjart, og nú kemur hin heilaga nótt hún stígur upp af jörðinni, stígur niður frá himnum, og birtan hefur svarið að hverfa ekki, þó veit hún að hún á engrar björgunar von, hún hlýtur að slokkna. f síðasta skipti lít ég í kringum mig. Hvað á ég að kveðja? Fjöllin, hafið, vínekrurnar, dyggðina, syndina og ferskt vatnið? Til einskis, til einskis — allt hverfur það með mér í skaut jarðarinnar. Hverjum á ég að trúa fyrir gleði minni og sorgum, leyndannáium æsku minnar, lik- um þrám Don Quixotes, hinum bitra fundi mínum síðar við guð, og fundum minum við fólkið, og síðasta sigri ævi minnar, hinu taumlausa stolti, sem brennir, en berst þó til hinztu stundar, neitar að verða að ösku. Hverjuir. á ég að segja hversu oft, á meðan ég klöngraðist guðs bratta og grýlta v-jg, féll og rann til baka. hve oft ég stóð upp, blóðugur og hélt áfram að klifra. Hvar finn ég þá sál, sem eins og mín hefur verið særð hundrað sinnum án þess að biðjast vaegðar og sem ég get skriftað hjá Ég kreisti hnaus af mold Krítar í hönd minni. Ég hef alltaf haft hana með mér. þessa handfylli af mold. Á öllum ferð- um mínum og á öllum þungum stundum hélt ég henni í hendi minni og sótti til henn- ar þrótt, eins og ég héldi í höndina á góðurn vini En nú er komið sólsetur og vinnudagurinn á enda, til hvers á ég nú að nota þessa orku? Ég þarfnast hennar ekki framar, og þó held ég á þessari krítversku mold í hendinni, þrýsti hana af ósegjanlegri ástúð, kærleika og þakklæti, eins og ég héldi um brjóst elskaðrar konu á kveðjustund. Þessi mold er ég, það sem ég var og mun alltaf verða. Andráin, hamslausa krítverska mold, þegar þér var þvrlað upp og þú gerðist baráttufús manneskja er liðin hjá og horfin líkt og elding ' Hvílík barátta, þvílíkt stríð, hvílíkur flótti frá dýrinu, mannætunni, rándýrinu ósýniiega, hversu óttalegur, himneskur og djöfullegur máttur er ekki þessi ögn af krítverskri mold! Hnoðuð saman með blóði, svita og tárum. Hún varð að mann- eskju og hóf uppstigninguna — til þess að komast hvert? Hún kiifraði lafmóð upp dökk fjöll guðs til þess að fá að sjá auglit hans. Og þegar hún loksins síðustu árin full örvæntingar skildi að fjal'lið hafði ekkert andlit, hversu mikinn kjark og ótta þurfti hún ekki að má hin hráu form út og gefa þeim andlit — mitt eigið andlit. En nú er vinnudagurinn á enda og ég tek verkfærin saman. Það munu koma aðrir moldarhnausar til þess að halda barátt- unni áfram. Við, hin dauðlegu erum heil herfylking ódauðlegra, blóð okkar rauður kórall og við búum á eyju, sem flýtur á hyldýp'- Guð vill láta skapa sig, ég hef lagt til rauðan eðalstein minn, einn dropa blóðs til þess að hann megi verða til, að hann týnist ekki, svo hann geti haldið í mig svo ég týnist ekki, ég hef gert skyldu mína. Lifið heil! Ég rétti út höndina, tek um hurðarhún jarðarinnar til þess að opna og ganga inn, en ég hika andartak á þröskuldi ljóssins. Það er erfitt, mjög erfitt að slíta augu, eyru, já allt sem býr innra með mér frá grjótinu og gróðri jarðar. Þú segir: — Ég er saddur, ég er rólegur, ég vil ekki meira, ég hef gert skyidu mína og nú fer ég, en hjarta þitt heldur dauðahaldi í grjótið og gróðurinn, veitir viðnám, biður: Dvel! Ég reyni að sætta hjarta mitt, sætta það svo bað játi af fúsum vilja. Svo við hveirf um ekki af jörðinni grátandi eins og þrælar, pein hafa verið laimdir, heldur eins og konungar, sem hafa etið sig sadda og drukkið lyst sina, standa upp frá borðum og óska einskis meira. En hjartað slær í brjóstinu, kveinkar sér og hrópar: Dvel! Ég stend kyrr og horfi á birtuna í síðasta sinn, og hún kveinkar sér eins og mannshjartað og berst eins og það. Dökk ský hafa safnazt saman á himninum og volgir regndropar falla á varir minar. Jörðin angar og ljúf, lokkandi rödd stígur upp frá henm: Komdu, komdu — Dropamir verða að rigningu. Andvarp fyrsta næturfuglsins heyrist og sorg hans leggst yfir húmdökkt laufið, svo veikt, svo blítt í röku laufinu. Friður, mik- ill, góður friður, eniginn í húsinu, og þarna þyrstir akrarnir, þeir drekka í þögulli hamingju fyrsta regnið. Jörðin eins og barn við móðurbrjóst og teygar mjóikina. Ég lokaði augunum, ég hélt enn á Krítverska moldarhnausnum í hendinmi, og ég blundaði. Mig dreymdi. Það var þótti mér, dagrenning, yfir mér titraði morgumstjúman, ég var hræddur, ég hugsaði, nú dettur hún niður, ég hljóp, hljóp milli einmana. naktra fjalla, aleinn. í austri rann sólin upp, en það var engin sól, það var bræðsluketill úr málmi, fullur af brennandi kolum. Loftið var sjóðandi. Oðru hverju flögraði ein og ein akurhæna upp af klettunum, og hló að mér, úr hreiðri í fjallinu flaug hrafn upp þegar harun sá mig. Hann hefur áreiðanlega beðið eftir mér og hann elti mig og hló hátt. Ég reiddist, beygði mig og tók upp stein til þess að kasta á eftir honum, en hrafninn hafði tekið sér nýtt gerfi, hann var orðinn að litlum emi og hann hló að mér. Ég varð óttasleginn og tók aftur að hlaupa. Fjöllin fóru í hringi og ég hljóp í hringi með þeim, hringirnir urðu æ þrengri og mig svimaði. Fjöllin dönsuðu í krintg um mig og ég fann skyndilega að það voru ekki fjöll, heldur steinrunnir heilar frá fornöld, og hátt uppi á kletti hafði verið reistur hrikalega stór kross og á hann var risastór slanga úr málmi krossfest. Elding fór gegnum heila minn og iýsti á fjöllin urnhverfis mig. Ég starði: Ég var komiinn inn á hina hræðilegu eyðimörk þar sem Gyðingar gengu fyrir þús- undum ára, með Jehóva í fararbroddi, þegar þeir flúðu hið gó'ða, ríka land Faraós. Sú eyðimörk varð að báli, og í því báli mótuðnst ísraelsmenn við hungur þorsta og fordæmingu. Ég varð gripinn ótta, ótta og gleði. Ég hallaði mér upp að kletti og lokaði augunum til þess að gleyma svimanurn og um leið hvarf allt, sem var umhverfis mig. Grísk strandlengja breiddi úr sér fyrir framan mig, dökkblátt haf, rauður bjarmi og kiettar og in.n á milli klettanna kolsvart gap. Ég gekk um án markmiðs, féll ofan í ískalt vatn, yfir höfði mér héngu bláir dropasteinar og umhverfis mig gnæfðu risastór líkneski úr steini sem gljáðu og hlóu í eldskininu. Þetta gap var móðurskaut hins mikla fljóts, sem það hafði verið yfirgefíð og stóð eftir tómt. Málmslangan hvæsti reiðilega. Ég opnaði augun og sá aftur fjöllin, eyðimörkina, hyldýpið, mig var hætt að svima allt vair kyrrt og bjart yfir. Ég skildi: Hér hafði Jehóva gengið, og fótspor hans markast í brennandi bergið. Ég var komin á braut guðs, ég fylgdi henni, fetaði í fótspor hans. — Þetta er vegua-imn, sagði ég í dranmnum, þetta er vegur fólksins og það fimnst enginm annar. Um leið og ég mælti þessi djarflegiu orð varð ég fyrir hvirfilbyl, sterkri vængir Framh. á bls. 13 20. apríl 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.