Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 7
Greinarhöfundur ásamt félögum sinum á skrifstofunni gegnt Nýja Bíói. John C. Vins: l herþiónustu ÆT ca Islandi 1940 John C. Vine á Tjarnarbrúnni 1940. SEINT í ágúst 1940 var John Tinc sendur til Islands ásamt öðrum flugmanni Ted Hogg. Vine hafði þá verið sex vikur í flughernum. Með þeim kom hingað upp liðsforingi, dr. Lee Roy Brown, D.F.C. og áttu þeir félagar að koma hér á fót birgðastöð fyrir herinn. Vine og fé’agar hans dvöldust hér á landi næstu tvö og hálft ár og lýsir Vine hér ýmsu þ ví sem fyrir kom þann tíma. v T ið komum frá hinu myrkv aða Englandi, þar sem jafnvel gluggarúður, járnbrautarvagn- anna voru dökkmálaðar til að fyrirbyggja ljósglætu, og það var okkur mikil'l léttir að sjá Keykjavík baðaða í ljósum.Lít- il störf biðu okkar fyrstu mán- uðina svo við fengum nógan tíma til að litast um, skoða í búðarglugga og sitja yfir kaffi- bolla á kaffihúsunum eða fara í bíó. Mig hafði aldrei dreymt um að ég ætti eftir að fara 3 útisundlaug um hávetur en úti- sundlaugin í Laugarnesinu varð nú samt sá staður sem mér verð tíðförulast á. Þar gat mað ur setið undir heitri sturtunni, stokkið síðan undir þá köldu og steypt sér þá í laugina. Hermenn sóttu líka Sundhöll- ina vel. Sú laug er betri en flestar, sem ég hef séð í Eng- landi. Ég hélt fyrst í sakleysi mínu að litlu sápustykkin, sem maður fékk þegar maður borg- aði væru aðeins handa hernum en auðvitað voru þau handa öll um. Þetta var fyrsta sundlaug- in sem ég hafði komið í, þar sem hægt var að sápuþvo sér úr heitu vatni áður en maður fór í laugina. Eg var staddur í Sundhöll- inni í nóvember 1940, þegar nokkuð kom fyrir, sem sýndi vel, hve rólegir Islendingar voru enda þótt þeir væru þá svo að segja staddir í eldlín- unni. Loftvarnarflauturnar byrjuðu að ýlfra í höllinni, sem var troðfull af fólki og við fór- um að athuga okkar gang. En íslendingarnir héldu áfram að busla, óhræddir og skiptu sér ekki hið minnsta af aðvörun- arflautinu, svo að við höfðum þann háttinn á líka. Þetta aðvörunarflaut heyrðist oft næstu átján mánuðina. Það var blásið i hvert skipti, sem þýzk flugvél flaug yfir, en þær komu ýmist einar eða í flokki. Það voru venjulega Focke-Wulf Condorvélar, en stundum fluttu þær sprengjur sem þær vörpuðu á brýr eða nálægt herbúðum. Manni varð fljótlega ljóst á gönguferðum sínum um götur Reykjavíkur að fólk var miður hresst yfir hernáminu. Það gekk fram hjá manni án þess að virða mann viðlits og mér leið sjálf- um ekki rétt vel. Einkennis- búningarnir okkar voru þeir fyrstu, sem íslendingar höfðu hér augum litið í margar aldir og það var ekki erfitt að geta sér til um hugsanir fólks í okk- ar garð. Fólkinu var ókunnugt um þær aðstæður sem við bjuggum við, en ég býst við, að jafnvel vitneskjan um það hefði litlu breytt. Við bjuggum í tjöldum, átta saman, og sváfum á óhefl- uðum tréplönkum sem lágu á benzínbrúsum. Við stóðum í bið röðum á bersvæði til þess að ná mat okkar og fengum venju- lega velþekkta, en að sama skapi óvinsæla niðursoðna kássu. Við þógum okkur og rökuðum undir beru lofti og stundum var frosið í krönunum. Það kom og fyr- ir, að við urðum að fara á fætur um miðjar nætur til að festa tjöldin sem fuku gjarn- an í hvassviðri. Ég varð aldrei uppiskroppa með lestrarefni. Mér voru send- ar bækur frá Englandi en marg- ar keypti ég líka í ensku bóka- búðinni í Austurstræti. Satt er það, að engir ísbirnir eru Lil á íslandi og undarlegt í meira lagi að brezku herdeildirnar hér sky'ldu hafa valið ísbjörn inn sem merki sitt, en jafnvel þá mátti sjá hundruð „Mör- gæsa“ í gluggum bókabúðanna.- Mér virtust fleiri bókabúðir í Reykjavík en nokkurri annarri borg af svipaðri stærð, sem ég þekkti. En enskar bækur feng ust helzt hjá Snæbirni Jóns- syni. Ég þekkti lítið eitt til sögu ísland; og landslagsins hér, þar sem ég hafði lesið rit eftir Oli- ver Chapman rétt fyrir stríð, en bókin hét „Á ferð um ís- land“. Ég gat því sagt vopna- bræðrum mínum (við áttum ekki eina einustu byssu) tölu- vert um land elds og ísa. Eng- lendingar vaxa svo úr grasi, að þeir ,,vita“ að Kolumbus fann Ameríku, þar sem allir skólar kenna það. Þeir okkar, sem til Reykjavíkur komu urðu hins- vegar að viðurkenna villu sína, þegar þeir sáu hið mikla líkn- eski af Leifi Eiríkssyni. Flugmálaráðuneyti okkar hafði ákveðið, að staðsetja hér herdeild, en fyrsta veturinn var ekki annað að sjá en þeir hefðu gleymt tilveru okkar. Einu flug mennirnir hér, utan okkar, voru þeir í 98. deildinni. Þeir bjuggu i tjöldum við flugvöll- inn í Kaldaðarnesi. Hinar me'ð- allangfleygu flugvélar þeirra og sprengjuflugvélar voru því sem næst ónothæfar bæði til árásar sem varna. Þær hófu sig til flugs, þegar þýzku njósna- vélarnar komu að skoða brezku herbúðirnar, en voru alltof hæg fara til að ná í skottið á Þjóð- verjunum. Ég var sendur til Kaldaðarness snemma í desember 1940 til hálfs mánaðar rannsóknar á stjórn og framkvæmdum flug- hersins. Ég ferðaðist í skottinu á þriggja tonna bryndreka sem flutti nokkra hermenn úr fríi frá Reykjavík ásamt birgðum. Ég held að ferðin hafi tekið um tvo tíma og allan þann tíma hélt ég dauðahaldi í jarngrind- urnar undir tjalddúknum. Veg urinn lá utan í fjalli einu, nokkra mílna leið, og hafði öku- maðurinn ekki augun hjá sér var líf okkar lítils virði. Vagn- inn hoppaði til og frá í hinum stóru ho'lum í veginum og ég fékk ekki mikinn tíma til að dást að útsýninu. Hefðu Þjóðverjarnir haft langdrægar myndavélar þenn- an fyrsta vetur, hefðu þeir getað myndað ýmislegt undar- legt. Brown liðsforingi (sem dó síðaitliðið ár í Kanada) bað okkur aldrei að gera nokkurn hlut, sem hann treysti sér ekki til sjálfur og hvenær sem við hlóðum herbílana stóð hann þar líka með uppbrettar ermarnar og hlóð með okkur, blókunum. Þjóðverjarnir hefðu líka getað myndað okkur í eltingarleik við loftbelg sem slitnað hafði upp í Bretlandi og dró nú hálft tonn af vírum yfir endilangt Suðurland. Við eltum hann í jeppa og gekk á ýmsu. Og góð- um myndum hefðu þeir náð, þeg ar við vorum að ferma flugbát- ana. Við sigidum út að þeim í smájullum og tókst með harm- kvælum að lyfta upp í þá nærri fjörutíu lítra ámum af benzíni. íslendingar voru okkur ekki fjandsamlegir. Þeir héldu sér aðeins í fiarlægð og sýndu af- skiptaleysi. Sjálfur hafði ég gaman af að leika mér við börn in. Þau komu oft til okkar að Túngötu 5 og seldu frétta- blöð hersins, „Daily Post“ og „Midnight Sun“, en þau voru prentuð af íslendingum. Við fluttum síðar í húsnæði að Tjarnargötu 3 og þegar snjóa tók um veturinn fórum við í snjókast við krakkana. Ég man hve okkur þótti hrá- slagalegt að sjá krakkana éta rjómaís á götunum í hörku- gaddi. Svo tókum við þetta upp eftir þeim. Þegar við höfðum verið hér í rúmt ár, ákvað flugmálaráðu- neytið að dvöl okkar hér skyldi verða hálft ár enn, en þeir, sem vildu, gætu framlengt hana um eitt ár. Þegar þetta var, hafði lið okkar aukizt og við vorum orðnir sjö flugmenn og vildum allir fram'lengja dvöl okkar. Ég efa stórlega að við hefðum óskað þess, hefðum við legið í einöngruðum herbúðum ein- hvers staðar úti á landi. Það var gaman í Reykjavík og sum- ir okkar kynntust íslendingum, sem buðu okkur stundum heim. Þeir, sem ég kvnntist ræddu frjálslega um stríðið og vott- uðu þeim samúð sína, sem ekki voru atvinnuhermenn, en höfðu verið kallaðir í herinn vegna stríðsins. Rósemi fólks í Reykja vík og virðuleiki þess höfðu mikil áhrif á mig. Hér höfðu ekki sézt erlendir hermenn öld- um saman. Þeir vöndust fljót- lega loftvarnarmerkjunum og héldu áfram störfum sinum óár- eittir og fóru jafnvel út á götu að sjá þegar skot loftvarnar- byssanna sorungu. Kímnigáfa fslendinga féll mér vel. Einu sinni fór ég í Sund- höllina í borgaraklæðum og baðvörðurinn sagði við mig. Ég sé að þér hafið yfirgefið loftherinn, sagði hann og glotti við. Brown liðsforingi var eitt sinn á gangi, þegar hann mætti íslenzkum kunninsrja sínum. Þeg ar þeir höfðu rætt saman litla stund kvaddi íslendingurinn hann með þessum orðum: — Guð blessi Konunginn — og Stalín! — Framh. á bls. 14 20. apríl 1989 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.