Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 9
HTVIEMNIO itíOUB FUGLINN? Arngrímur Sigurðsson iók saman og teiknaði flugvélin ékki lengur en fimm tíma á lofti í einu. Líklegt er, að aðeins ein máltíff verði Mikil Iqfthvcrf)] Á þessum kafla leiðarinnar má, samkvæmt veðurspá, bú- ast við mikilli lofthverfingu (þ.e. ókyrrð), þrumuveðri, liagl- éli og mlkilli ísingu. Á þessum kafla leiðarinnar má búast við þó nokkurri ís- ingu og Jþó nokkurri lofthverfingu. I’oka yfir sjó og ströndum; þó nokkur lofthverfing þar sem heiðrikt er. 10°V 20°V 30°V 40°V 50°V 60°V LONDON Delta-væhgur Concorde er þannig gerður, að auð- velt verður að hafa stjórn á flugvélinni, og hann hefur sína eðlilegu kosti á yfirsónísku flugi. Fram- brúnir vængsins vita mikið aftur og hlífa honum við höggöldum frá nefi flugvélarinnar. Hið mikla niagn eldsneytis er og geymt í vængnum. 18000 m ....Klifur: hegar Concorde erN lögð af stað frá London, mun hún fljúga 640 km áður en hraðinn verður yfirsönískur, þ.e. meiri en hljóðhraði um- hverfisins. Hún mun halda áfram að klifra upp í 18000 m hæð. Á flugbrautinni var hún dálítið hávaðasamari en undir- sónískar þotur, og þegar hún er komin á loft, flýgur hún með undirsónískum hraða á meðan 15000 TM Lhnn er enn landi- Þegar farflugshæð hefur verið náð," mun hún fljúga með um 2100 km/t. Flugið byrjar hún að lækka um 480 km frá ákvörð- unarstað. Yfirsónískur flug- hraði, sem bang (bljóðhögg) óbjákvæmilega fylgir, er að- eins ieyfilegur yfir sjó og óbyggðum landsvæðum. Far- ]>egaklefinn er kyrrlátari en í venjulegum þotum — hávaðinn er skilinn eftir. einhverjum ■öðrum til hrellingar," 12000 m Matmáistími: Flugdrægi Con- corde er 6400 km, en. eltlr þá yegalengd verður þó nokkurt eldsneyti eftir til vara. En ) a fnvnl ó lfimrl niJSlim VPTÍSll r framreidd og hún ekki marg- réttuð. Tii þess vinnst enginn tími, og þykir það að sönnu mikill ókostur. Til þess að uppfylla strangar öryggiskröfur, verð- ur Concorde þannig útbúin, að í henni tnegi við- halda öndunarhæfu andrúmslofti, jafnvel þótt einn glugginn brotnaði úr í 18000 metra hæð og eitt af loftþrýsti- og ræstingartækjunum bilaði. Líðan farþega: Prátt fyrir spár um hið gagnstæða, verða gluggar á farþegaklefanum. Af byggingarstyrkleikaástæðum hafa þeir þó eingöngu sálfræði- legt gildi; þeir verða um það bil lófastórir. Þar sem um fjórðungur ferðarinnar fer í hraðaaukningu og hraðaminnk- un (sætabelti spennt — reyk- ingar bannaðar), verða mönn- 'um engar veitingar bornar fyrr én hálftima æftir flugtak. í farþegaklefanum: har verða sæti handa 132 farþegum og sitja saman tveir og tveir, en flugvélin er óvenjulega mjó. „Flugfreyjur verða þrjár eða Jórar. Þegar tveir og tveir .Itja saman lendir enginn i miðjunni; annað hvort eru nenn við glugga eða við gang- ^veginn. Sætin verða af sér- stakri gerð: há bök og lágar sessur. 1 klefa þriggja manna áhafn- ar verður flest með venjulegu sniði, en sæti fl ugmannanna má hreyfa til með rafmagni. Við flugtak og lendingu situr einn af áhöfninni fyrir miðju aftan við flugmennina, en ann- b ars sítur hann við sér tækja- og mælaborð að baki annars flugmannsins. í gegnum litla gluggana verð- ur ekki mikið að sjá. Allt líður hratt framhjá, önnur flugum- ferð er fjarri, svo að hvorki farþegarnir né flugmaðurinn sjá önnur loftför — en verði svo, er of seint að beina at- hyglinni að þeim. 9000 m Geimgeislun er ekki sög8 eiga að koma farþegunum aö sök. Geislar írá sólu og einkum þeir, sem stafa af sólgosum (á þriggja ára fresti), eiga að koma fram á sérstakiega næm- um móttökutækjum, sem svo gefa frá sér mcrki, ef geislun- in er talin hættuieg. Hvað sem öllu líður, á geislun í farþega- . klefanum ekki að geta orðið. meiri cn frá sjálflýsandi úr- skífu. Áhöfnin á heldur ekkl að verða fyrir meirl gcislun eil nú þykir hætlulaust í sumum iðngreinum. Jafnþrýstibúnaður Concorde á að taka öllum fram, og i 18000 m hæð á loftþrýstingur- ínn í farþegaklefanum að vera’ sá saml sem i 1800 m hæð á jörðu. Þótt ytra borð flugvél- arinnar verði 153° C heitt á nefi og 50° C á stélinu aftan- verðu (um 117° C á farþega- klefanum utanverðum), þá vcrður ekkert heitara inni £ farþegaklefanum en £ venju- legum flugvélum. Svo góð er, einangrunin (tvöföld) og loft- ræstingartækin fjögur. NEW YORK Yfir Atlantshafið er nú mest flogið nyrðri leiðina og komið inn yfir Nýfundnaland, en til þess að sem bezt hinn yfirsóníska hraða Concorde, mun hún fljúga lítið eitt sunnar og koma til Norður- Ameríku yfir Nantucket. Flugferðin á millí London og New York mun taka 3 tíma og 22 mínútur (en 7 tíma og 35 mínútur í undirsónískum þot- um). Þar sem New York tími er sex -kluklcustundum á eftir brezkum staðartíma, mun far- þegi, sem fer frá London á há- degi og borðar hádegisverð i , flugvélinni, rétt hafa tíma til þess að aka til Manhattan og koma sér fyrir á hóteli, áður en hádegisverður verður fram- reiddur í New York. Fari mað- ur frá London síðari hluta dags, kemur vanabundinn háttatími ekki fyrr en um morgunverðarleyti næsta dag. Lending: Þegar flugmaður- inn er í aðflugi, mun hann láta nef flugvélarinnar, sem er á hjörum, síga, svo að hann hafi ^fdcóða. sýn yfir flugbrautina ^ framundan. Eftir að hafa flog-B ið með rúmlega tvöföldumi hraða hljóðsins (Mach 2.2), mun flugvélin ekki snerta flug- brautina á meiri hraða en 275 km/t. Þegar flugvélin er á jörðu niðri, sér flugmaðurinn^^ minnst 12 m fram fyrir sig.x-^^ VEÐRAHVORF Vegna þess að flugmaðurinn situr svo langt fyrir framan nefhjólið, er flugvélin búin sjónvarpsmyndavél, sem sýnir honum nákvæmlega hvar hjól- in eru, þegar flugvélin er á jörðu niðri. »••• Fjármal: Hvér flugvél kostar yfir 1100 milljóiiir króna •— en í staðinn fá menn mikinn hraða, fleiri ferðir á skemmri tíma. Reiknað hefur verið út, að með mjög góðri nýtingu muni flugfélag geta afskrifað flugvél- ina á 12 árum. Framleiðendurnir tryggja 45.000 stunda öruggt flug, sem samsvarar 12—15 ára lífaldri flugvél- arinnar. Miðað við þessa útreikninga ætti hagnaður- inn af rekstrinum að verða um 20%. Fargjöldin með Concorde munu verða eitthvað hærri en með undir- sónískum þotum: þetta er talið nauðsynlegt vegna hins mikla stofnkostnaðar og svo til þess að eldri þot- Ur fljúgi ekki tómar. MifcU ísipjgr 6000 m Íj* r' W£? Jlugtak: Með allar ólar fast- __, _ M <fcpenntar er manni þeytt á loft ; fjórum Bristol Siddeley Ol- -—^mpus 593 þrýstiloftshreyflum. ^ Hver mótor hefur um 15 tonna ggf ‘Prýstiorku í kyrrstöðu við sjáv *^CArmáI, og með endurbrennslu *** —**■ ‘má auka þann kraft að mun. m -aite-FlugtaJcshraðinn er 350 km/t. ^Farþegarnir og farangur þeirra " verður minni hluti af því, sem Mikil ísin n^Jlugvélin ber; eldsneytið verð- ur 110 þúsund lítrar, sjö sinn- % um mein þungi en raunveru- 3Jegur arðfarmur. 3000 m —....... i*ó Í.At,í ýcj s ízA 1500 m Concorde á flugi. A flestum leiðum mun hún fljúga ofar öllum veðrum. Brezka flugfélagið BOAC verður meðal hinna fyrstu til að taka Concorde í notkun og þannig mun þessi rennilegi fugl líta út með einkennisstöfum félagsins. Um 1973 munu flugfarþegar geta þotið heimsálfanna á milli m-eð 40 km hraða á mínútu — hraða, sem aðrir en orustuflug- menn hafa hingað til ekki kynnzt. Hvers vegna, munu sumir farþegar spyrja, langar nokkurn til að fljúga svo hratt? Svörin verða sennilega margvísleg, en búizt er við því að menn í viðskiptaerindum og tímanaumir skemmtiferðamenn telji sig ekki komast of hratt á milli staða. Og þannig er það, þrátt fyrir alla spennu og eril samtímans, að alltaf munu finn ast hópar fólks, sem þykir fyrri ferðamáti ekki nógu góður eða spennandi. Áður fyrri þótti fcrðalagið sjálft til ákvörðunarstaðarins sízt ómerkara en ákvörðunar- staðurinn sjálfur. Þá var tal- að um að njóta ferðarinnar, margt var að sjá og er auð- vitað enn — og þá vakti mann- lífið, sem fólk kynntist á leið- inni, ekki minni athygli ®n lands- lagið. Nú á tímum er þetta öðruvísi. Nú má segja að skipta megi farþegum í tvo flokka: Þá, sem langar til að verja tíma sínum til ferðalaga og þá, sem ekki langar til þess. Þeir, sem gaman hafa af ferðalögum, ferðast með skip- um, þeir sem hafa það ekki, ferðast með flugvélum. Og þeir, sem kjósa að eyða sem minnst- um tíma í ferðalagið sjálft, álíta Concorde eðlilega fram- för. Auðvitað mun fyrsta flug- ferðin með Concorde vekja mikla eftirvæntingu í brjóstum farþeganna, en það gerði Co- met-þotan líka og hugsið yður bara, hvað hún virðist venju- leg flugvél í dag. Að því mun sjálfsagt koma að Concorde veki enga sérstaka athygli, og í framtíðinni munum vér ef til vill geysast heimshorna á milli í farartækjum, sem likja má við geimför. Hér skal það ósagt látið, hversu heillaríkur slikur samgönguhraði verður, en benda má á, að ýmsir líffræð- ingar draga nú mjög í efa, að hugur og hönd mannsins og hans „innri klukka“ geti fylgt eftir þeim hraða og þeirri tækni sem hann sjálfur skapar. En vér ættum kannski bara að segja: Þetta er allt í lagl, svo lengi sem maður hefur ekki vindinn í fangið. Fyrstu flugfélögin sem fá Concorde-flugvélar afhentar einhvern tíma 1971 til 1972), verða BOAC (8), Air France (8) og Pan American (8). Næstu tvö ár þar á eftir bætast þessi flugfélög í hóp- inn: American Airlines (6), TWA (6), Continentai (3), Air India (2), Middle East Airlin- es (2), Quantas (4), Japan Air Lines (3), Sabena (2), Eastern 6), United Air Lines 6), Air Canada (4), Luftliansa 3) og Braniff (3). Fyrstu áætlunar- leiðimar verða London — New York, París — New York. Síðan er búist við því að Con- corde verði notuð á þeim flug- leiðum, sem eru lengri en 4800 kílómetrar. Uppdrátturinn hér að ofan sýnir áætlað flug Concorde frá London til New York. Upplýs- ingar um veður eru frá veður- stofunni á Heathrow-flugvelli við London. Takið eftir kulda- og hitaskilunum yfir Atlants- hafi, svo og skýjum og lögun þeirra. Flughæðir Con- corde á hverjum kafla leiðar- innar eru, eins og sakir standa, áætlaðar og geta breytzt eitt- hvað eftir að flugvélin hefur ver ið tekin í notkun og reynslan leiðir hentugri hæðabreytingar í ljós. Meginhluti Ieiðarinnar mun þó jafnan liggja ofar öll- um veðrum. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. apríl 1969 20. apríl 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS g

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.