Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 11
— fjfér sKl'iSl nú samt, að þú sért einn af þeim fáu sem selja myndir að staðaldri hér heima. — Nei, það er alltof lítið. — En hvernig ferðu að því að ná í kaupendur erlendis? — Ég kemst í samband við auðmenn og sumir vilja jafn- vel ka<Vpa mann upp, gera samning um að kaupa alit sem frá manni kemur, en því hef ég alltaf neitað fram til þessa. — Framsóknarmenn hafa ekki gert þér nein slík tilboð? — Nei, aldrei. — Voru það ekki kaupfélags- stjórar sem keyptu upp heila sýningu hjá þér. Mér er sagt að þeir hafi tekið sérstöku ást- fóstri við þig? — Iss, það er ekkert sem orð er á gerandi. — Það verður gaman að sjá sýningu hjá þér eftir sex ára starf. Notarðu landslagið enn sem uppistöðu? — Já, ég geri það ennþá, al- gerlega. Ég kem hingað til ís- lands til að móla landið, því fsland er mitt land. En ég mála það ekki endiLega eins og það er eða þannig að hverja ein- ustu mynd sé hægt að heim- færa upp á einhvern ákveðinn blett. Sumt af þessu er jafn- vel nærri því að vera ab- strakt. — Nú ert þú búinn að sjá svo margt í kúnstinni erlendis. Hefur það ekki haft áhrif á þig, hefur þú ekki fitjað upp á eiruhverju nýju á þessum ár- um? — Ég tel að ég sé búinn að koma mér upp persónulegum stíl, og ég vona að Kári sé Kári og verði það áfram. Nei, það má segja að minn stíll hafi ekki breytzt svo mjög. — Þú hefur ekkert komizt í kynni við poplistina? — Ekki verulega, en ég ætl- aði að skoða poppið í New York af því að ég hafði áhuga á því, en þá varð það búið. Ég sá það hvergi og það gerði ekk ert til. Poplist, hvað er það? Menn halda að poplist sé ein- hver ný bóla. Nei, ónei. Hefur maður ekki umgengist pop frá blautu barnsbeini? Ég veit ekki hvað er meira pop en skakki turninn í Písa; hann er mesta pop, sem ég hef séð. — Var pop á Þingeyri? — Það voru popmenn á Þing- eyri og þar var íslienzkur að- all meiri og betri en þekkzt hefur á fslandi fyrr og síðar. Ég held alltaf tryggð við Þing- eyri; ég á Þingeyri. Veizlurn- ar á Þingeyri, maður, þær voru ekkert slor. Dýrlegri veizlur hafa ekki verið haldmair. Bara aðallinn boðinn. — Varstu einn af aðliraum? — Þingeyri er aðalspláss. Ég er þaðan. — Er ekki lítið um sannam aðal hér syðra? — O jú, kannski Helgi Sæm. Fyrir utan hann veit ég um fáa. — Og allt of lítið af fram- sókna'rmönnum til að hirðmál- ari geti lifað góðu lífi. — Já, mér firanst megingall- inn á þjóðfélaginu sá, að það er of lítið af góðum framsókn- armönnum eins og Bimi á Lömguimýri. — Hvernig var í Florenz? — Ég var í Academia Bel'le Arte. Miehaelangelo og Rafaeil voru þar líka. En það v-ar að- eins áður. — Svo það má segja að allt er þá þrennt er. Gaztu eitthvað lært? — Nei, það er ekkert hægt að kenna Vestfirðingum. Þeir hafa allt meðfætt og geta ekk- ert lært, meira að segja vafa- samt að þeir þurfi nokkuð að læra. — En þú hefur kunnað að meta sólina og rauðvínið. — Florenz er stórkostleg, væni minn. Piazza della Sign- oriina, hugsaðu þér, stórkost- legasti staður í heiminum. Þar brenndu þeir Savonarola á báli í dentíð, og þar er afsteypa af Davíð Michelangelos. Frum- myndin er í skólanum við San- marco torgið. Þar er líka myndin fræga af englinum, spurðu bara um það á barraum, ef þú verður þar á ferðinni. — En gæti ekki hugsazt að maður gleymdi englinum, ef maður færi á barinn? — Þannig kynni að fara fyr ir ístöðulitlum möranum, en ekki okkur. Og ef þú villt sjá engilinn, þá vita þeir allt á barraum. Sumir komast að vísu aldrei lengra en á barinn, en við skulum ekki tala mikið um það. — Er maður ekki duglegri að mála hér norðurfrá, sólin dreg- ur úr marani allan mátt þarna suður í Toscaraa? — Flestir eru latari þarna suðurfrá, það fer varla milli mála. En það er ekki bara mun- urinn á veðurfarinu sem á þátt í því, að maður gengur að mál- verkinu með ólíku hugarfari, þar og hér. Allf efnið sem til þarf í myndlist er á fslandi flokkað undir lúxusvarning, og þegar maður er búinn að strengja þetta rándýra léreft á blindramma, þá segir maður við sjálfan sig: Nú verður þú að taka á öllu sem þú átt; þú verður að standa þig eins og þú getur og helzt svolítið bet- ur, því efnið er svo dýrt, að ekkert má mistakast. Sjáðu tví- skinraungiran í þessu: Araraars vegar er talað um, að hið op- inbera þurfi að styðja og styrkja listina. Það er úthlut- að fé í eiraskonar ellistyrki, sem heita listamannalauin, en efnið sem við vinnum með er tollað svo hátt, að fátækir listamenn hafa varla efni á að nota það. Ég segi það enn, að maður verður að fara utan til að græða peningaraa og svo kemur maður heim og eyðir þeim. Ég held að framsóknarmenn geti ekki lifað á íslandi. — Hefurðu nokkra tillögu um, hvert ætti helzt að flytja þá? Til Ástralíu til dæmis? — Nei, umfram allt ekki til Ástralíu. Framsóknarmeran fara bara eitthvað utan og koma auð- ugri heim. En þeir fá ekki lista- mararaalaun. — Hvens vegraa fórstu til Mexíco? — Meðan ég var á Ítalíu sá ég eitthvað af mexíkanskri list, og alltaf var ég jafn hrifinn. Ég var lengi búinn að hugsa mér að faira til Mexico, þótt hugmyndin kæmist ekki í fram- kvæmd fyrr en ífyrna. •— Og Mexico hefur ekki vald- ið þér neinum vonbrigðum? — Síðui' en svo. Veran í Mexico var dýrleg, ekki sízt vegraa þess að ég var svo hepp- inn að kynnast þar ágætum, íslenzkum hjónum, þeim Ág- ústu Magraúsdóttir, og Vífli Magnússyni, sem búa þar úti. Vífill er þar við nám í arki- tektúr og langt kominn með það núna og þau hjón eru bæði elskulegt fólk og prýðilega fróð um flesta hluti þar vestra. Þau óku okkur hjónum um all- ar trissur og við eigum þeim mikið að þakka. — En þú vannst þarna að ein- hverju verkefni? — Já, ég fór til að græða peniraga. Ég fékk stórt verk- efni, veggskreytingu í stórmaga- síni, það var meira en 7 metra langt og 2 metrar á hæð, en við skulum ekki tala meira um það, því að Morgunblaðið birti á sínum tíma frásögn af því. — Var þetta mosaíkskreyting? — Nei, málverk. — Og þeir borga vel fyrir þess konar í Mexico. — Hvergi betur, það er svo gömul hefð í myndlistinni í Mexico, og þeir hafa gert hana að almenningseign, meira en víð ast hvar annarsstaðar. Ég býst við að flestir hafi heyrt um eða séð myndir af hinum feyki- stóru veggskreytingum, sem þar tíðkast að hafa á stórhýs- um. Og mexíkanskir myndlist- armenn hafa í lengri tíma verið frábærir. — Hefðir þú getað hugsað þér að setjast að í Mexico? — Mér hefur að visu verið boðið það, en ég veit ekki eran hvað ég geri. Ef ég finn að eng- inn vill sjá mig hér, þá segi ég bara farvcl Frans og er farinn. — Ertu félagsbundinn í ein- • hverjum af þessum félögum myndlistarmanna hér? — Nei, dettur þér í hug að ég fái irangöngu í þau? — Á hvaða forsendum hefur þér verið hafnað? —• Líklega er ég of illa lið- inn, trúi ég. Myndi sennilega hleypa öllu í bál og brand. Ætli það sé ekki eitthvað svoleiðis, illa séður karakter, skilurðu. — Nú heldur þú sýningu, en hvað er svo framundan? — Já, hvað nú ungi ma'ður? Við lifum á erfiðum tímum og auk þess vantar hér eirahverja stórmúfta eða mógúla, sem styðja og styrkja listamenn. Allir reiða sig á ríkið og rík- ið veldur einungis vonbrigðum. Já, hvað nú ungi maður? Er ég ekki búinn að læra í Flor- enz og sjá alla skapaða hluti í myndlist um alláir trissur. Ég þykist vel að því kominn að geta uranið í friði. Með fúllri vissu getum við aðeiras sagt, að framtíðin ber mikla viranu í skauti sér. Hverjum sú vinna kemur til góðs er svo aranað mál. — Þú ert búinn að byggja eins og aðrir? — Já, og fékk engin lán eins og aðrir. — En hvað með sýninguraa, áttu von á að margir komi? — Ég reikna með tíu möran- um samtals. — Eru það kaupfélagsstjór- ar? — Já, og myndirnar mínar eru svo góðar, að ég tími ekki að selja þeim þær. Gísli Sigurðsson. MyndsUreyting: Páll Steingrímsson. ÞÚ Ég fann góma þína líða yfir þennan skrítna blett aftan á hálsinum, þar sem allur unaður virðist stundum saman kominn. Skyndilega breyttust fingur þínir í klær, sem rifu hold að beini. Niður bak mitt runnu fjórir rauðir krapalækir. Ég reikaði í glóandi sandi, tungan var sprök og augun sprungin. Örmagna náði ég að lindinni. Hún var tær og djúp, en vatnið var salt sem tár, og ég þekkti þau. Langt út í auðninni stóðst þú með hendur á mjöðmum og hlóst. Ég sá lítið dýr. Nei, það var að hálfu dýr, en að nokkru maður, og hafði hárið þitt. Þá strauk ég því, en það endurgalt atlot mín. Rök tungan snerti hönd mína. Allt í einu stóð hún í rauðum loga. Með hryllingi sá ég hana brenna að oinboga. I nótt, þegar hljóðin týnast mun ég sakna þín. STEINN. 20. apríl 1069 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.