Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 12
BÓKMENNTIR Framh. af bls. 3 uldar eru upptalin í Laxdælu og þar með Hailgerður lang- brók, sem síðar var svo köll- uð, og ekki orði meira um það og má það undarlegt heita. Vissi höf. þeirrar sögu í raun og veru ekki meira um þessa forn konu, s?m svo fræg hefur orð- ið af frásögn Njálssögu. Land- náma telur einnig upp börn Höskuldar, en þar fær Hall- gerður viðurnefnið snúinbrók. Ennfremur segir frá því að Hall gerður dóttir Tungu-Odds hafi verið kvenna bezt á íslandi með Hallgerði snúinbrók. Er þetta sú eina sögn utan Njálu, sem gfctur um hárið Hallgerðar. En furðulegt verður það að teljast, að þessi rit skuli hvergi minn- ast á hjónabönd Hallgerðar, sem frá segir í Njálu, ekki einu sir.ni, að hún hafi átt annan eins mann og Gunnar á Hliðar- ei.da, sem margar sögur geta um, óháðar Njálu. Landnáma segir nokkuð frá Gunnari, get- ur bardagans við Knafahóla og segir frá faili hans, þar sem hann barðist með einn karl- mann fulltíða en getur hvergi um hárið Hailgerðar. Syni hans nefnir Landnáma Grana og Há mund, (Njála Grana og Högna) er. kvonfangs hans er þar ekki getið. Eyrbyggja segir einnig frá falli Gunnars, en láist líka að geta um Hallgerði og hár hennar, sem hún neitaði að láta í bogastreng. Hefur þó Njáluhöfundi tek!zt að gera það eftirminnilegast alls þess, sem skeði varðandi fall Gunnars en hefur af mörgum hlotið ámæli fyrir. Hér hljóta einhverjar per sónulegar ástæður höfundarins að vera til grundvallar. Voru ef til vill 13. aldar konur þær, sem hann hafði nánust kynni af, eitthvað á þá lund, sem hann lýsir Hallgerði og siðar Hildi- gunni? Rannveigu móður Gunn ars lætur hann segja þegar Hallgerður neitar honum um hárið i bogastrenginn. „Illa fer þér og mun skömm þín lengi uppi.“ Honum tókst það, sem hann ætlaði sér. að leiða fram á sjónarsvið sögunnar á ör- lagastund svo vonda og hefni- gjarna konu að uppi mun verða á meðan ísland er byggt. Um 2 fyrri hjónabönd Hall- gerðar er hvergi getið utan Njálu og ekki heldur þeirra manna sem þar koma við sögu. Er því rétt varðandi það, að athuga Laxdælu nánar. Að loknum lestri Laxdælu, hefur engin fornkona orðið Njáluhöf ftjndi hugstæðari en Guðrún Ósvifurdóttir. Hún var kona skrautgjörn, hefnigjörn og grimmlynd. Hann ætlaði sér að skapa miklu stórbrotnari sögu, þess vegna urðu konurn- ar líká að vera í samræmi við það. Guðrún var samkvæmt Lax dælu fjórgift en Hallgerður í Njálu. þrígift. Fyrsti maður Hall gerðar er nefndur Þorvaldur Ósvífursson Áttu þeir heima undir Felli (nú Staðarfelli). Ekki eru þeir feðgar ættfærð- ir eins og venja er annars til í Njálu, þegar nýir menn eru nefndir til sögunnar. Fyrsti rnaður Guðrúnar hét einnig Þor valdur og er hjónabandssaga þeirra svo nauðalík í aðalat- riðum íyrsta hjónabandi Hall- gerðar og hennar Þorvalds, að ætla má, að um hreina stæl- ingu sé að ræða. Báðar eru þær slegnar kinnhesti af mönn- um sínum, og báðar hafa þær aðra menn sér hliðholla hið næsta sér. Sá var einn munur- inn, að Hallgerður réð sínum Þorvaldi bana en Guðrún skildi við sinn. Hér er líka að hætti skálda breytt eða færð til nöfn og Þorvaldi Hallgerðar gefið föðurnafn Guðrúnar. Ekki líð- ur á löngu þar til að Hallgerð- ur er manni gefin í annað sinn og það nú að frjálsum vilja. En ekki verður séð fremur í þetta sinn, að það hafi við sögu leg rök að styðjast. Bræður þrír bjuggu á Varmalæk syn- ir Óleifs hjalta landnámsmanns, virðingarmenn miklir, þeir hétu Þórarinn, Ragi og Glúmur. Þór- arinn var kallaður Ragabróðir Nú vill svo til, að tvö rit, Land náma og Egilssaga, geta bræðr- anna Þórarins og Raga á lík- an hátt en nefna Glúm ekki. Njála er ein um það. En hvað sem um það er, þá er þetta hjónaband Hallgerðar frá skáld legu sjónarmiði til orðið frá höfundarins hendi til þess að sýna fram á það, að Hallgerði, sem vondri konu, var þó ekki alls varnað, hér komst hún þó í samband við mann, sem hún virti og þótti vænt um. Það er háttur mikilla skálda að sýna fleiri en eina hlið á persónum sínum. Ollum þeim sem Njálu lesa, hlýtur að verða minnisstæður Kolskeggur bróðir Gunnars á Hlíðarenda. Samt er hann þar þó ekki fyrirferðarmikill eða kemur víða við hið yfirgrips- mikla efni sögunnar. Hann kem ur alltaf fram eins og að baki Gunnars, er hans betri hönd ef svo mætti segja. Hann kem- ur fram yfirleitt búinn þeim kostum sem Gunnar virðist skorta. Reynist á úrslitastund- um honum vitrari og ráðabetri. Um það verður ekki deilt, að einn allra víðfrægasti og áhrifa mesti atburður, sem í Njálu á sér stað, er þegar þeir bræður skilja og Kolskeggur fer utan en Gunnar snýr aftur. „Fögur er hlíðin“ o.s.frv. segir Gunnar. En hver man ekki orð Kol- skeggs? „Hvorki skal ek á þessu níðask ok enga öðru, því er mér til trúat.“ Verður nú ekki að telja, að sagan missti mikið, ris hennar lækkaði, ef hinum vitra og hugþekka Kolskeggi væri kippt burtu og skarð hans stæði eftir ófyllt? Ætli sannist ekki áþreifanlega orð Guð- brands Vigfússonar? „Hver mað ur hefur f Njálu sitt verk, sé nokkru breytt, þá raskast sag- an 511. Höfundur skapar yfir höfuð viðburði og mannlýsing- ar, eftir því sem bezt hentar, þannig að sá guðdómur, sem u:n alla söguna gengur og er sál hennar komi sem ljósast fram.“ Þá er næst að athuga hvað er vitað í raun og veru um hinn hugþekka og eftir- minnilega Kolskegg NjálssögU; Og hvaða heimildir hafði höf- undurinn um hann? Skiftir það annars nokkru máli hér, úr því hann er til á spjöldum sög- unnar og verður þar ódauðleg- ui? Gunnars á Hliðarenda er getið í nokkrum sögum öðrum en Njálu, en ítarlegast í Land- námu og þarf því ekki að efa, að af honum hafa gengið sagn- ir, sem lifað hafa. Samkvæmt Landnámu voru bræður hans fjórir: Hjörtur, Helgi, Hafur og Ormur skógarnef, en systir Arn gunnur er gift var Hróari Tungugoða. Bæði Landnáma og Njála skýra frá þar að Hjört- ur hafi fallið í bardaganum við Knafahóla ungur að árum. Orm skógarnef nefnir Njála einnig, en þess getið, að hann komi ekki við þá sögu. Helga og Haf- ur nefnir hún ekki, en Kol- skegg í þeirra stað. Einkenni- legt hefur þetta þótt og reynt að gizka á, að Kolskeggur hafi verið viðurnefni annars bræðr- anna. Það verður að teljast mjög veigalítil tilgáta, þar sem talið er að höf. hafi ekki þekkt Landnámu og því, að öllum lík- indum ekki heyrt bræðranna getið. En persóna eins og Kol- skeggur, hefur að hans dómi, af einhverjum orsökum orðið að vera í sögunni. Og þessvegna er Kolskeggur þar og hann vill erginn missa. En hver er þá or- sök þess, að höfundurinn vit- andi eða óvitandi, leggur slík- an áherzluþunga á lýsingu skiln aðar bræðranna, að aðrir stór- atburðir sögunnar hverfa jafn- vel í skuggann fyrir honum. Það hefur valdið mönnum heila- brotum, en er stórfellt rannsókn arefni. Það bíður síns tíma en vera má, að leitað verði skýr- inga á því síðar. Einn frægasti forngripur sem nú er til í Þjóðminjasafni er hin ævaforna kirkjuhurð, sem kennd er við Valþjófsstað. Veld ur því bæði hinn stórbrotni og haglega gerði útskurður, sem á henni er, en þó ekki síður leynd sú, sem yfir henni hvíl- ir og spurninigin um það hver uppruni hennar muni vera og hvaða meistari hafi þarna að unnið. Um aldur hurðarinnar hefir margt verið rætt, einn fræðimaður taldi, að hún væri frá 12. öld, en nú er talið að fullvíst sé, að hún muni vera frá 13. öld, en þó fremur frá því fyrir 1250 Ein af fyrstu greinum Barða Guðmundssonar í röksemda- færslu hans fyrir því, að Þor- varður Þórarinsson væri höf- undur Njálssögu, heitir „Mynd skerinn mikli frá Valþjófsstað“. Með sinni al'kumnu ritsnilld og eggjandi hugmyndaflugi, setur hann fram þá hugmynd, að myndskerinn hafi verið Randa lín Filipusdóttir kona Odds Þórarinssonar goða á Valþjófs- stað. Hugmynd sína um það hef ir hann fengið úr Njálssögu, þótt ótrúlegt kunni að virðast að óathuguðu máli. Honum far- ast m.a. svo orð“ Við rann- sóknir mínar á Njálssögu varð mér ljóst að mannlýsingar henn ar hlutu að styðjast við fyrir- myndir frá samtíð höfundar". — Ennfremur ber hér að til- tfæra orð hans algild samn- indi varðandi sögumar, sem enginn hugsandi maður mælir gegn: „Uppistaða sögunnar eru vissulega gamlar arfsagnir. Flest ar sögupersónurnar, sem nokkru máli skipta eru efalaiust sann- sögulegar, og sum meginatriðin í lífi þeirra einnig. — En arf- sagnir eru jafnan gloppóttar. Úr þeim verður ekki sköpuð listræn saga, nema skáldlegt hugmyndaflug komi til hjálpar. — Höfundur Njálu fyllir eyðu arfsagnanna með atvikum úr eigin reynd“. — Síðan lýsir hann því hvernig Njáluhöfund ur (Þorvarður Þórarinsson) klæðir sögupersónurnar í bún- inga samtíðarmanna sinna og það nánustu venzlamanna eða þeirra er hann þekkti bezt. Sjálfur kemur hann þar fram í gerfi Brennu-Flosa. Eftir ianga upptalningu á fyrirmynd- um segir Barði loks. „Og í sporum Hildigunnar Starkaðar- dóttur sé ég loks standa á leik- sviðinu hina ríklunduðu Odda- verjamey: Randalín Filipusdótt- ur.“ I Njálu er Hildigunni lýst á þessa leið þá er hennar er fyrst getið: „Hún var skörung- ur mikill og kvenna fríðust sýn- um. Hún var svá hög, að fáar konur voru jafn hagar. Hún var allra kvenna grimmust og skaphörð, en drengur góður þar sem vel skyldi vera.“ I bók sinni „Síðasti goðinn" hefur Dr. Björn heitinn Þórðar- son með sögulegum líkindarök- um leitt nokkurn veginn ör- uggar sönnur að skörungsskap, skaphörku og grimmd þessarar göfugættuðu konu á Valþjófs- stað. En fyrir hagleik henn- ar er engin söguleg rök hægt að finna. Því hefir verið haldið fram, að tilgáta Barða um .Mynd- skerann“ hafi við svo lítil rök að styðjast, en engin leið sé a'ð taka hana gilda, auk þess sé hurðin eldri en svo, að Randa- lin hafi getað við hana feng- izt. Hér sé því fundin veiga- mikil villa í röksemdafærslu Barða, og því megi fullyrða að allar hans kenningar um Njálu- höfund sé fjarstæða ein. Þá er því til að svara, að enginn sem treður nýjar brautir, hvorki í sagnvísindum né öðru, kemst hjá því, að stíga einhver víxl eða hliðarspor, enda þótt hann haldi stefnunni ótrauður áfram. Það skal hér fúslega játað að rökin fyrir hagleik Randalín- ar á Valþjófsstað, með tilvísun til frásagnar Njálu um hagleik Hildigunnar, eru alltof veiga- lítil til þess að hægt sé að taka þau gild til fræðilegrar álykt- unar. Til þess varð að finna heimild um bagleik fyrirmynd- arinnar einnig. En hvað sem svo myndskurðinum á Valþjófs- stað líður, þá vegur það alla- vega lítið í leitinni að höfundi Njálu. Og allt um það má Randalín á Valþjófsstað hafa verið fyrirmynd Hildigunnar eiginkonu Höskuldar Hvítanes- goða. Frásögn Njálu af því, þegar Flosi heimsækir Hildigunni í Vorsabæ eftir víg Höskulds hef ur þótt með nokkrum ólíkind- um, ekki talin hæfa þeim að- stæðum, sem þá voru fyrir hendi. Ekki er því að neita, að nokkra furðu kann framkoma Flosa að vekja, þegar hann hitt- ir bróðurdóttur sína í sárum eftir missi manns síns. Barði Guðmundsson hét því fram að viðræða sú sem hér er um fjallað, hafi aldrei átt sér stað á 11. öld milli Flosa og Hildi- gunnar. En þrátt fyrir það sé hún sannsöguleg og hafi far- ið fram á Valþjófsstað einn júnídag árið 1255, milli þeirra Þorvarðar Þórarinssonar og Randalínar mágkonu hans. Það er nú svo, að skáld þræða sjaldan blákaldan raunveru- leikann í verkum sínium, þótt ýmis atvik úr lífi þeirra verði oft kveikjan að rismiklum og yfirdrifnum skáldskaparlýsing- um. Enda vandséð hvort um- mæli Flosa ættu betur við á 13. öld lögð í munn Þorvarði Þórarinssyni við Randalín mág- konu sína. Ekki þarf þó að draga það í efa, að það sé sögu- leg staBreyna ao sfl vlöræða hafi farið fram, um vígsmál Odds Þórarinssonar, þótt heím- ildir geti þess ekki. Og ætla má að aðstæðurnar hafi verið áþekkar, Flosi og Þorvarður staðið í svipuðum sporum. Og eitt er víst, að hafi Þorvarður Þórarinsson skrifað Njálu, þá hefur viðræða hans vð mág- konu sína haft sálræn áhrif á áðurnefnt efnis-atriði sögunn- ar. Það er kunnugt, hve Njálu höfundur leggur mikla áherzlu á grimmleik, stórmennsku og stærilæti Hildigunmar. Það fer heldur ekki á milli mála, að hin umrædda fyrirmynd hér, Randalín á Valþjófsstað hafði hina sömu eiginleika til að bera. Það er kunnugt að riddarasög- ur eða fornaldarsögur voru þekktar hér á landi löngu áður en Islendingasögur voru færð- ar í letur. Er örugg heimild til um það í byrjun 12. aldar. Út- skurður Valþjófsstaðarhurðar- innar ber og þess merki, efnið tekið úr slíkum sögum. Á einini myndanna þeysir riddari á fáki sínum að flugdreka og rekur hann í gegn með sverði. Randa- lín húsfreyja vissi líka ofur vel, að hún var heitin eftir dóttur Sigurðar Fáfnisbana og drottn ingu Ragnars loðbrókar. Auk þess fer það ekki á milli mála, að í æðum þessarar stoltu Odda verjakonu hefur runnið kon- ungablóð þar sem afi hennar Sæmundur Jónsson í Odda var dóttursonarsonur Magnúsar konungs berfætts. Þau Valþjófs staðarhjón Oddur og Randa- lín eignuðust tvö börn son og dóttur og var henni gefið nafn- ið Rikissa, sem er norrænt drottningarheiti. Um sama leyti hafði Noregskonungur kvænzt sænskri prinsessu, sem bar þetta nafn. Mætti því hér taka undir orð Barða, þar sem hann segir: „Er óhætt að fullyrða að ekkert einstakt atriði hefði get að kastað skærara Ijósi á skap- gerð húsfreyjunnar á Valþjófs- stað en dótturnafnið: a.m.k. sýnir það vel, að ættarofmetn- aður föður og afa hafa hlot- ið frjóvan gróðurreit í brjósti hinnar ungu konu.“ Þá er Flosi ríður í garð á Vorsabæ, fagn- ar Hildigunnur honum með þess- um orðum: „Kom heill og sæll fræmdi, og er orðið fegið hjarta mitt tilkomu þinni.“ Þetta gat engin kona sagt á 11. öld, að áliti fræðimanna, heldur á þetta við 13. aldar konu, sem alin var upp í andrúmslofti riddara- sagna. En það er og fleira, sem hefur hér áhrifa á efnismeðferð Njáluhöfundar en lífsleynsla hans sjálfs. Það má þreifa á því, að hann hefur þekkt sagn ir af Sigurði Fáfnisbana og Ragnari loðbrok þar sem hann getur þeirra beggja. Fræðimenn hafa nefnt og talið upp marg- ar sögur sem Njáluhöf. hafi þekkt og notfært sér við sögu- smíð sína. En þar er ekki nefnd Völsungasaga, sem vart leikur vafi á, að hann hafi not- að við áður umrætt atriði í Njálssögu. Þá er FIosi hafði dvalið um hríð á Vorsabæ hjá Hildigunni og hún sært hann með öllum kvenlegum ráðum til hefnda eftir Höskuld, segir hann „Þú ert hið mesta forað ok vildir, að vér tækim upp, er öllum oss gegnir verst ok eru köld kvennaráð.“ í Völsunga- sögu segir, að þegar Sigurður Fáfnisbani lét líf sitt, blés Guð- rún kona hans mæðilega. Það 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. april 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.