Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1969, Blaðsíða 5
Jón Leifs Kristján Albertsson minntist Jóns Leifs í útvarpinu 1. maí sl. Þann dag hefði Jón Leifs orðið sjötugur, ef hann væri enn á lífi. Fer hér á eftir meginkaflinn úr ræðu Kr. Alb., en hann lauk máli sínu með því að lesa upp bréf til Jóns Leifs frá franska skáldinu Romain Rolland. HjS Jóni Leifs fóru sam- an, með óvenjulegum hætti, lund og gáfur listamanns og athafn.ahugur og framkvæmda- dugur brautryðjandans. Eg man undrun manna þegar hann 26 ára gamall lét sér detta í hug að koma til Reykjavíkur með eina af frægustu symfóníu hljómsveitum Þýzkalands, svo að landar hans ættu loks í fyrsta sinn kost á að heyra æðri tónlist með nokkrum há- menningarbrag. Hann sótti um styrk frá bæjarstjórn Reykja- víkur til þess að koma hug- mynd sinni í framkvæmd, og með því að hann var búsett- ur erlendis féll í minn hlut að afla málinu fylgis. Einn af á- gætustu mönnum bæjarstjórnar sagði við mig: ..Jafnvel þótt þessi alls ófullnægjandi styrk- ur verði veittur þá skuluð þér sanna til að ekkert verður af þessari hijómleikaferð. Hún getur aldrei orðið annað en fallegur draumur ungs lista- manns, sem ekki rætist." Bæj- arstjórn samþykkti styrkinn. Og Jón Leifs kom með hljóm- sveitina. Hún lék undir hans stjórn, tólf sinnum fyrir troð- fullu húsi. í fyrsta sinn beyrð- ust á íslandi symfóniur Beet- hovens og annarra æðstu snill- inga. Og það setm menn furðaði mest á — fyrirtækið bar sig, mig minnir að hreinn arður yrði sjö krónur. Hljómsveitin hafði fallizt á að förin yrði skemmtiferð í sumarleyfi, og leikið endurgjaldslaust. Jón Leifs átti sér alla æfi marga fallega drauma ungs listamanns, drauma sem rætt- ust fyrir áhuga, sem kveikti út frá sér, og fyrir hugrekki hans, ósérhlífni og þrautseigju. Hans mesti draumur var þess eðlis, að framtíðin ein fær séð hvernig hann muni rætast. Hin miklu tónverk hans bera það með sér, að hugmyndum og 1j J í S3 í —)*'- k'f* 'hj l**«-1* r 1 • O' j*- /0 J'u^ d'xwí- cfVj > I Lo 'ty h L,—**'-'&*- * (k h,;j • i n " ijA* - r'" L y*1 C'c j-. i — a iu j i tj W 'lJtc. S ^lnL^ lYu- . ' L*— (*- L ]u- , eAkufC \U fu. Vi/i'*. , ^0^(Ía~—--7^ Bréf Romain Roll ands til Jóns Leifs. BÖKMENNTIR OG LISTIR allri gerð, að hann ætlaði þeim langt líf með óbornum kyn- slóðum. Draumur hans var tóna heimur, svo eðlisskyldur öllu hinu sérkennilegasta og göfug- asta í þjóðlegri listerfð, svo hreinn og máttugur í tjáningu íslenzkrar lifstilfinninigar og ís- lenzks anda, að hann mætti verða ævarandi þáttur af okk ar þjóðmenningu. Ég held ekki að fsland hafi átt marga lista- menn á þessari öld sem jafn- að verði til Jóns Leifs um stór- brotinn metnað og bjargfasta trú á heilaga köllun. Hann var skilgetið barn síns tíma á Islandi, fyrri hluta þess- arar aldar: elskaði sína ætt- jörð, vildi vinna henni það sem hann vann. Ást hans á list sinni og ást hans til íslands urðu að einu afli í lífi hans og verki. Á yngri árum hneigðist hug- ur hans fyrst að íslenzkum sönglistararfi, rímnalögum og rímnakveðanda, þjóðlögum, vikivakadönsum. Hann hlustar aftur í aldir á raddir fólksins í lágu... baðstofum, og á skamm- vinnum gleðikvöldum, þegar dansirm var stiginn við söngva um ástir og æfintýr. Hann finn ur í frumstæðri tónlist hinnar einangruðu strjálbýlisþjóðar hennar innri heim, hugrenn- ingar og lifshræringar í gleði og sorgum, þrautum, vonum og draumum. Hann leysir þessa list fólksins úr álögum ein- hæfni og kunnáttuleysis, skapar úr henni meðal annars glæsileg hljómsvaitarverk, sem óhætt mun að segja að alla tíð muni verða talin með gersemum is- lenzkrar tónlistar. Á þroskaðra skeiði beinist hugur hans fastast að anda og snilld okkar elztu bókmennta, og hans mestu átök verða stór- felld verk, hvert af öðru, inn- blásin af gullaldarmenningu fslands, hin fyrsta tilraun til að tjá fornt sálfar, foma harma, fornan mikilleik, í islenzkum tónverkum. Það er ekki á mínu færi að segja neitt um þau verk, sem ekki hafi áður verið betur sagt af mér meiri kunn- áttumönnum í tónlist, ekki sízt útlendum, sem farið hafa hin- um loflegustu orðum um frum- leik og stórfengleik sumra þess ara verka. Með þeim hefur Jón Leifs viljað gefa landi og þjóð- arskapi mál í æðri tónlist, minna okkur á af hvaða bergi við erum brotnir, hvað við get- um verið, eða orðið, í lífi og list, eí við kjósum að vera við sjálfir, trúir uppruna okkar og eðli. Framhald á bls. 7. Jóhann 5. Hannesson Kvöldmáltíð I. Þeim sem elska mig er dreift á þjóðlönd, þeim sem eg hefi elskað á frumefnin. Dragsúgurinn í rauðköflóttum gardínunum hvíslar um mannlausa stofuna: Hér situr þú. II. Klukkan í horninu hvorki slær né gengur. Nema eg hefir enginn gengið lengi innum þessar þrennar dyr. Hér er ekki stund. En staður: Þjónn í rauðu vesti tekur sama pláss og mannkynið nema eg. III. Ósýnileg utan við tjaldaðan gluggann í órafjarlægð næsta strætis rís dómkirkjan, fræðari aldanna, alvitur, máUaus. Við dyrnar dýfa trúaðir hendi í heilagt vatn: heilsa guði á fingramáli. IV. Á grænum stilk springur glasið mitt út. Blómið sem það ber er löngu dáið. Við næsta borð eru hjónaleysin lengi að velja sér matinn. Ilmur heilagleikans er engin augnablikssmíð. Sigurður Jóhannsson Ljóð liðinnar rústir leita sér leiðar í hug minn, spyrja: hvað eigum við ógleymt hvar gætir okkar hver gætir okkar í þínum heimi leiðin leitar: hver gætir þeirrar sem ekki spyr? Þrjár yrbingar endur minning, óraunhæfur fundur sem átti engan rétt á sér fuglatár eða fiðrildasöngur 11. maí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.