Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Síða 4
 Kóngssonurinn ætlaði að fara að gifta sig, svo það var mikið um dýrðir. Hann hafði beðið í heilt ár eftir brúði sinni, og loksins var hún komin. Það var rússnesk prinsessa, og hún hafði ekið alla leið frá Finn- landi á sleða, sem sex hreinar runnu fyrir. Sleðinn var í svanalíki, allur logagylltur, og lá litla prinsessan milli vængj- anna. Hún var sveipuð skikkju úr safala, sem náði alveg niður á tær, og á höfðinu bar hún ofurlitla húfu silfurofna, og hún var eins hvítföl og Snæ- höllin, þar sem hún hafði allt- af átt heima. Svo föl var hún þegar hún ók um strætin, að allir undruðust. „Hún er eins og hvít rós,“ hrópaði fólikið, og það kastaði blómum til hennar ofan af svölunum. Við kastalahliðið beið prins- inn til þess að taka á móti henni. Hann hafði dreymandi fjólublá augu og hárið var sem á gull sæi. Þegar hann sá hana, féll harm á anmað kné og kyssti á hönd hennar. „Falleg var myndin af þér“, sagði hann lágt, „en þú ert fall- legri en myndin,“ og litla prin- sessan roðnaði. „Áðan var hún eins og hvít rós,“ sagði ungur hirðsveinn við hliðstæðing sinn, „en nú er hún eins og rauð rós,“ og allir urðu stórhrifnir. í næstu þrjá daga gekk ekki á öðru en: Róshvít, Rósrjóð, Rósrjóð, Róshvít, og kóngur- inn skipaði að tvöfalda laun hirðsveinsins. En þar sem hirð- sveinninn hafði alls engin laun, var hann iitlu bættari, en þetta þótti mikil sæmd og var sam- stundis birt í Hirðtíðindum. Þegar þessir þrír dagar voru liðnir, var brúðkaupið haldið. Það var feikileg athöfn og brúðhjónin leiddust undir tjald- himni úr purpurarauðu flaueli, sem allt var perlum saumað. Síðan var gríðarmikil veizla, sem stóð í fimm klukkustund- ir. Prinsinn og prinsessan sátu við háborð ð í skiriautsainum og drukku af skirum kristalsbik- ar. Aðeins sannir elskendur gátu drukkið af þessum bikar, ■því ef falskar varir snertu hann, myrkvaðist hann. „Þarna getið þið séð að ást þeirra er hrein og tær, alveg kristalitæir,“ siagði litli hirð- sveinninn, og kóngurinn tvö- faldaði laun hans aftur. „Ósikapleig særnd,“ sagði öll hirðin. Eftir veizluna átti að vera ball. Brúðhjónin áttu að dansa Rósavalsinn, og kóngurinn hafði lofað að spila á flautu. Hann spilaði herfilega, en eng- inn hafði þorað að segja hon- um það, af því hann var kóng- ur. Hann kunni meira að segja ekki nema tvö lög og var aldrei viss um hvort þeirra hann var að spila. En það gerði ekkert til, því hvað sem hann gerði hrópuðu allir: „Dásamlegt — dá-iaimiliegt.“ Síðasta atriðið á skemmti- skránni var stórkostleg flug- eldasýning, sem átti að hefjast á miðnætti stundvíslega. Litla prinsessan hafði aldrei séð flug elda á ævi sinni, svo að kóng- urinn hafði skipað svo fyrir, að hinn konunglegi flugelda- meistari skvldi sjálfur stjórna þeim á brúðkaupsdegi hennar. „Hvemig eru filuigeldair?“ spurði hún prinsinn einn morg- un, þegar hún var á gangi í garðinum. „Þeir eru eins og norð- urljós,“ sagði kórugurinn, því að hann svaraði alltaf spurningum sem beint var til annarra, — „bara miklu eðlilegri. Ég fyrir mitt leyti tek þá langt fram yf- ir stjörnurnar, því maður veit alltaf hvenær þeir eiga að koma á loft, og þeir eru eins dásamlegir og flautuspilið mitt. Þú verðufr endilega að sjá þá.“ f öðrum enda hallargarðsins var mikill viðbúnaður, og und- ir eins og hinn konunglegi flug eldameistari hafði komið öilu sem haganlegast fyrir, tóku flugeldarnir að ræðast við sín á milli. Mikið ankoti er heimurinn fallegur, sagði sivolítill púður- naggur. Sko bara þessa gulu túlípana. Nú þeir gætu hreint ekiki verið faillegri, þó þeir væru ekta smellihvellir. Ég sé sannarlega ekki eftir að ég dreilf mig af stað. Það er so þroskandi að sjá sig um og ger- ir mann miklu víðsýnni. Heldurðu kannisiki að hal'liar- garðurinn sé heimurinn, púður- bjánadindillinn þinn? — sagði stóreflis ljóskúlnaþeytir — heimurinn er óskaplegt gímald, og þú þyrftir minnst þrjá daga til þesis að silíioiða hann að gagni. Hver sá staður sem manni þykir vænt um er heimur manns — sagði alvörugefin hverfisól, sem á yngri árum hafði verið í faðminum á göml- um tréstokk og þótti hinn mesti frami að hafa orðíð fyrir ást- arhaimi, — en ástin er ekki lengur móðir.s, skáldin hafa deytt hana. Þau skrifuðu svo mikið um hana að enginn trúði þeim, og mig furðar það ekki. Sönn ást þolir og þegir. Ég man með mig einu sinni — en það má eirnu gilda núna. Rómian- tík heyrir fbrtíðcnini tiL Della! sagði Ijóskúlnaþeytir- inn — rómantík deyr aldrei. Hún er eins og tunglið og lifir eilíflega. Brúðhjónin hérna til dæmis elskast ákaflega. Ég fékk allt að vita um þau í morg- un hjá brúnu skothyiki, sem átti heima í sömu skúffu og ég og veit alit sem ber til tíðinda hjá hirðinni. En hverfisólin hristi höfuðið. Rómantikin er dauð, rómantíkin er dauð — tuldraði hún. Hún var ein þeirra sem halda, að ef maður segi sama hlutinn nógu oft, þá verði hann sannur að lokum. Allt í einu heyrðist snöggur þurr hósti, og þau litu við. Hóstinn kom frá langleitri eldflugu, sem var bundin við endann á löngu skafti. Hún hósitaði til þess að veikja á sér eftirtekt. Hm, hm! sagði hún, og allir hlustuðu nema veslings hverfi- sólin, sem hélt áfram að hrista höfuðið og tuld.ra: rómantíkin er dauð. Hljóð, hljóð! hrópaði smelli- hvellur. Hann var allur í stjórnmálum og hafði alltaf tek ið virkan þátt í kosningum og kunni þess vegna að koma fyr- ir sig orði. Steindauð — umlaði hverfi- sólin og vair sofniuð. XJndir eins og algjört hljóð fékkst hóstaði eldflugan í þriðja sinn og hóf máls. Hún talaði hægt og settlega, eins og hún væri að lesa fyrir endur- minningar sínar, og horfði allt- af yfiir öxlinia á þsim sem hún var að tala við. Sem sagt, hún kunni sig eins og bezt gerist. Mikið leikur lukkan við kóngssoninn, að eiga að gift- ast einmitt á þeim degi sem mér verður hleypt af. En prins- ar eru alltaf svo lánsamir. Nú eir ég gra'liaralaiuis — sagði litli púðurhnokkinn. Ég hélt það vaari alveg öfuigt — ég hélt það ætti að skjóta okkur til heiðurs prinsinum. Það getur vel verið að það sé þaranig með ykkur — svar- aði eldifluigian — og ég efast reyndar ekki um að svo se, en um mig gegniir öðru máli. Ég er mjög merkileg eldfluga og átti merkilega foreldra. Móðir mín var frægasta hverfisól sinnar tíðar og var víðkunn fyrir hvað hún dansaði með miklum þokka. Þegar hátíða- sýnániglin fór fram, smierist hún nítján sinnum um sjálfa sig áð- ur en hún slokknaði, og við hvern snúning varpaði hún sjö roðastjörnum í loft upp. Hún var hálft fjórða fet að þvermáli og gerð úr prýðileg- aista púðri. Faðir m.ínn var loift- springur eins og ég, af frönsk- um ættum. Hann flaug svo hátt, að fólk var dauðhrætt um að hann mundi aldrei koma niður aftur. Hann gerði það nú samt, því hann var góður í sér, og hann renndi sér glæsilega nið- ur í gullregni. Blöðin skrifuðu mjög lofsamlega um frammi- stöðu hans. Meira að segja Hirðtíðindin köliutðtu þetita af- rek í flugmálum. í flugeldum meinarðu, sagði bengalskt svifljós. Ég sagði flugeldum, svaraði eldflugan hranalega, og svif- ljósinu varð svo mikið um, að það fór undir eins að skamma litlu púðurangana til þess að sýna þeim að þeir kæmust ekki upp með moðreyk. Ég var að segja — hélt eidfluigan áfram — ég var að segja Ja, hvað var ég að segja? Þú varst að tala um sjálfa þig, svaraði ljóskúlnaþeytirinn. Auðvitað — ég vissi ég var að tala um eitthvað merkilegt, þegair einhver var svo ókurteis að grípa fram í fyrir mér. Ég hata ókurteisi og framhleypni, því ég er ákaflega viðkvæm. Enginin í öllum heiminum er eins viðkvæmur og ég, það er ég alveg viss um. Hvað er það nú eiginlega að vera viðkvæmur? — spurði hvellur litli kúlnaþeytinn. Það er sá sem alltaf treður öðrum um tær, af þvi hann heiftur líkþorn sjálfur — hvísl- aði kúlnaþeytirinn lágt, og það lá við að hvellistinn spryngi af hlátri. Að hverju eruð þið að hlæja? — spujrðd eldflugan. Ekki er ég að hlæja. Ég er að hlæja af því ég er svo hamingjusamur — svaraði hvellur litli. Það er miög eiginigjörn á- stæða — sagði eildifluigan reiði- lega. Hvaða leyfi hefur þú til þess að vera hamingjusamur? Þú ættir að hugsa um aðra. Þú ætt'iir að hugsa um mig tvímœla laust. Ég er alltaf að hugsa um mig og ég ætlast til að aðr- ir geri slíkt hið sama. Það er það sem er kallað samúð. Það er fögiuir dyggð og ég er gædd henni í rikum mæli. Hugsum okkuir til dæmis að eitthvað kæmi fyrir mig í kvöld, væri það ekki mikil ógæfa fyrir alla? Prinsinn og prinsesaan yrðu aldrei hamingjusöm fram- ar, hjónaband þeirra vasri eyðilagt. Að ég nú ekki tali um kónginn — hann mundi aldrei ná sér aftur. Ég segi ykkur það satt að þegar ég fer að hugsa um hvað staða mín er mikilvæg, ligguir við að mér vökni um augu. Ef þú ætlar að verða öðrum til skemrmiuniar, hrópa'ði kúlna- þeytirinn, er betra þú látir ekki blotna í þér. Já vissulega, sagði svifljósið, sem var nú í betra skapi — það er mikið vit í því. Sér eir nú líka hver vizkan! — sagði eldflugan bálvond. All- ir geta haft nasavit, ef þeir hafa ekki ímyndunarafl. En ég hef ímyndunarafl, því ég hugsa mér aldrei hlutina eins og þeir raunverulega eru, ég hugsa mér þá alltaf allt öðruvísi. Hvað það snertir að ég megi ekki vökna, þá er bersýnilegt að hér er enginn sem skilur hvað mér getur hlýnað um hjartaræt urnar. Sem betur fer tek ég það ekki nærri mér. Það eina sem heldur manni uppi gegnum lífið er meðvitundin um það, hvað allir aðrir eru langt fyrir neðan mann, og þá tilfinningu hef ég lagt mikla rækt við. En ekkert ykkar hefur neinar til- finningar. Hér eruð þið að hlæja og flissa alveg eins og prinsinn og prinsessan væru ekki nýbúin að gifta sig. Nú, því skyldum við ekki gera það? sagði pínulítill víga- hniöttiur. Maii'gux hefur glaðzt af minna, og þegar ég svíf upp ætla ég að segja stjörnumim allt um þau. Þú skalt sjá þær tindra þegar ég segi þeim frá hinni fögru brúði. En grunnfærnisleg skoðun á lifiniu! siagði eldflugain, ein það er svo sem ekki verra en ég bjóst við. Það er ekkert í ykkur. Þið eruð hol og innan- tóm. Kanmski á það fyrir prins- inum og prinsessunni að liggja að búa í landi þar sem er djúp á, og kannski eignast þau að- eins einn son, lítinn glókoll með fjólublá augu eins og prins inn sjálfur, og kannski fer hann út að ganga með fóstr- unni, og kannski sofnar fóstr- an undir stóru yRitré, og kannski dettur litli drengurinn í djúpu ána og drukknar. Væri það ekki voðaleg ógæfa? Aum ingja hjónin að misea eina barnið sitt. Það er hryllilegt. Ég veit ég næ mér aldrei aft- ur. F.n þau hafa ekiki missf nieitt bam, sagði kúlnafeykir — þau hafa ekki orðið fyrir neinni ógæfu. Var ég kannski að segja það, sagði eldflugan — ég sagði að þau gætu gert það. Ef þau hefðu misst einkason sinn væri þýðingarlaust að vera að fár- ast út af því. Ég þoli ekki fólk sem er að sýta og gráta orð- iran hlut. En þegar mér dettur í huig að þau gætu mifist eiraa baimilð sitt, þá get ég ekiki annað en viknað. En auðvitað getið þið ekki skilið vináttu mína í garð prinsins. En þú þekkir hanin eik'ki einu sinni, muldraði kúlna- feykir. Ég sagði aldrei að ég þekkti hann, svaraði eldflugan. Ég væiri sjálfsagt etkíki helid'ur vin- ur hans ef ég þekkti hann. Það er mjög varhugavert að þekkja vini sína. En það er bezt fyrir þig að halda þér þurri, sagði víga- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. júni 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.