Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1969, Side 6
Fundur landsins og land- nám eru vitanlega að því leyti merkustu viðburðir í sögu lands ins sem þeir eru nauðsynlegur undanfari alls þess, sem hér hef- ir síðar gerzt. Og vafalaust hafa margir landnámsmenn vorir unn ið afreksverk um byggingu landsins. En landnámin eru þó eigi svo margþætt né svo mik- il vitraun sem setning Alþingis var, stofnun allsherjarríkis og setning laga handa landsmönn- um öllum. Það er hið ágætasta verk og hafa margir góðir menn að því unnið, enda þótt Úlf- ljótur hafi mest í því átt. Það hefir kostað mikinn tíma og fyrirhöfn, og hefir útheimt marg ar skýringar og fortölur. Hafa höfðinigjar þeir, setm Úllfljótur ráðfærði sig við áður en hann sigldi, sennilega unnið nokkuð fyrir málið, og svo Grímur geit- skör, er hann fór um landið.— Svo sagði Einar prófessor Arn- ómsisioai. (Skímir 1930). Ingólfur hét maður norrænn, er sannlega er sagt, að færi fyrstur þaðan til íslands, þá er Haraldur hinn hárfagri var sextán vetra gamall, en í annað sinn fám vetrum síðar. Hann bygigð'i suður í Beykj.arvík. — Svo segir Ari fróði í ísiieinid- ingabók. En í Hauksbók Land- námu segir svo: Ingólfur tók sér bústað, þar sem öndvegis- súlur hans höfðu á land kom- ið. Hann bjó í Reykjarvík. Þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar og öll nes út. Hann var fræg- astur allra landnámsmanna, því að hanin kom hér að aiuðu landi og byggði fyrst landið, og gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum síðan. Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, sy3t ur Lofts hins gamla. Þeirrason var Þorsteinn, er þing lét setja á Kjalarnesi, áður alþingi væri sett. Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna vegna þess að hann nam hér fyrstur land. En ekki ætti hann síður að vera frægur fyrir hitt, að af- komenidur hains og venzlamenin stjórnuðu landinu fram að kristnitöku, eins og enn mun sagt verða. Dr. Guðbrandur Vigfússon leit svo á, að þótt talið væri að ísland hefði byggzt úr Nor- egi, þá hefði komið hingað á landnámsöld álíka margt fólk af keltnesku kyni eins og norsku. En norska kynið var „herra- þjóðin í landinu, eins og glöggt má sjá af fornsögunum, ogþær sýna líka að norsk menning og norskur hugsunarháttur hef- ir verið hér yfirgnæfandi. í Noregi var byggð hagað öðruvísi en í öðrum germönsk- um nágrannalöndum. í Svíþjóð, Danmörku og Þýzkalandi bjuggu menn í þorpum, en í Noregi voru sérstök bændabýli, og sama varð reglan hér á landi. Þeir, sem fyrstir komu, námu mjög við lönd, en byggðu þau svo skipverjum sínum og öðr- um er seinna komu. Með þessu móti höfðu þeir nokkurn lið- sityrk, ef á þá yrðii ráðizt og jatfnframt voru þeir þá höfðingjar, hver í sínu land- námi. Vegna þessa stefndi allt að því, að hér risi upp smá- ríki, eins og var í Noregi áður en Haraldur hárfagri lagði land allt undir sig. Þessiiir fynstu béinaðslhötfðiinigj - ar stjórnuðu svo landinu um hríð, án þess að nokkur sam- eigimleg lög væru bér gildamdi. Að vísiu komu þeir mieð nioktor- ar- norsitoaæ vemjur viðvítojairadi eignarhaldi einstaklinga, kaup- sitoap, hjúsikap, um enfðir, hetfnid ir fyrir víg o.s.frv. En þetta gat orðið breytilegt eftir hér- uðum er fram í sótti og sáu framsýnir menn hver voði var búinn innanlandsfriði ef fram- vimdiam yrði sl'iík. Nauðsym væri að stofna hér þjóðfélag áður en í óefini væri komið. Þá var það, að Þorsteinn Ingólfsson stofnaði Kjalarnes- þing og „höfðingjar þeir, er að því hurfu“, eins og Ari fróði kemst að orði. Tveir aðrir af stofnendum þingsins eru nefnd- ir Helgi bjóla, tengdasonur Ing- ólfs og örlygur gamli á Esju- bergi, og voru þeir báðir kristn- ir. En svo hafa aðrir höfðingj- ar bætzt í hópinn og þeir hafa átt heima í Borgarfirði og Ár- nessýslu. Þetta þing skyldi setja lög er giltu á yfirráðasvæði þess og dæma um mál manna. HVENÆR VAR KJALAR- NESÞING STOFNAÐ? Það skiptir nokkru máli ef unnt er að ákveða hvenærþing þetta var stofnað, því að með hverju ári fjölgaði mikið fólki í landinu og þá um leið ýfing- um og ófriði milli manna. Með- am emigar reglur voru til að fara eftir í viðskiptum manna, var óhægt um vik að setja miður deiluir. Kjalarnessþings er getið í ís- lendingabók, Landnámu Grettis sögu, Harðarsögu og Kjalnes- ingasögu, en hvergi er þess get- ið hvenær það var stofnað. f Grettissögu segir, að skömmu eftir útkomu Önund- air tréfótar, sem bjó í Kailidbaks- vík á Ströndum, „hófust deil- ur þeirra Ófeigs grettis og Þor- bjarnar jarlakappa og lauk svo, að Ófeigur féll fyrir Þorbirni í Grettisgeil hjá Hæli. Þar varð mikill liðsdráttur að eftirmáli með sonum Ófeigs. Var sent eiftir Önundd tir'éfæti og rei’ð hann suður um vorið“. Önund- ur var ^ tengdasonur Ófeigs grettis. Á leiðinni suður gisti hann í Hvammi hjá Auði djúp- úðgu. Hún bað að Ólafur feil- an sonarsonur sinn mætti ríða með honum suður til að biðja Alfdísar hinnar barreysku, og að hann styddi það mál. Tók Önundur því vel. Þegar hann hitti svo vini sína og mága, var talað uim vígsimiáliin, „oig voiru þau lögð til Kjalarnessþings, því að þá var enn eigi sett al- þingi. Síðan voru málin lögð í gerð, og komu miklar fébætur fyrir vígin, en Þorbjörn jarla- kappi var sekur gerr. . . .Þetta haust fékk Ólafur feilan Alf- dísar hinnar barreysku. Þá and- aðist Auður hin djúpúðga, sem segir í sögu Laxdæla“. í Tímatalsritgerð sinni telur dr. Guðbrandur Vigfússon, að Auður djúpúðga muni hafa and- ast á árunum 908—910. Nokkru fyrir þann tíma hlýtur Kjalar- nesþing því að hafa verið stofnað. Af frásögn Ara fróða í íslendingabók mætti ráða, að Kjalarnesþing hefði upphaflega aðeins verið fyrir landnám Ingólfs Arnarsonar, því að þar segir, að Þarsteinm Inigóifsson hafi haft þetta þing, „og höfð- ingjar þeir, er að því hurfu“. Er þair með getfið í skyn, að smám saman hafi honum bætzt samlþiinigstmeiim, og gart það vel tekið nokkur ár að þingháin næði alla leið austur að Þjórsá. Hér vetrður því að álykta svo sem Kjalarnesþing hafi verið stofnað rétt upp úr aldamót- um 900. Nú telur og dr. Guð- brandur Vigfússon að Ingólf- ur Arnarson muni hafa dáið um 900 og getur þess að menn ætli að þingið hafi verið stofnað eft ir hans dag. Bendir það til þess, að þingstofnunin hafi ve.rð fyrsta verk Þorsteins Ingólfs- soniair eftir að hann tók við mannaforráðuim í héraði. Þing þetta mun hafa verið stofnað að fyrirmynd norsku fylkj aþinganna á Frosta, Gula og Eiðsvelli, og það mun hafa verið orðið aldarfjórðungs gam alt þegar alþimigi vair stofnað. HVAR VAR ÞINGIÐ HAÐ? Aðeins á einum stað er þess getið, hvar Kjalairruesþinig var háð. Nú þekkist þetta örnefni ekki lengur. Vegna nafns þingsins héldu menn lengi vel, að það hefði verið háð á Kjalarnesi. Jónas Hallgrímsson tók sér fyrir hend ur sumarið 1841 að finna þing- staðinn og leitaði upplýsinga víða. Honum var bent á Leið- völl, sem er skammt frá Mó- um á Kjalarnesi. Fór Jónas þangað, en sannfærðist fljótt um, að þar hefði aldrei verið háð þing, heldur hefði þar að- eins verið leið. Svo féikk hainin freiginiiir aif því að í Þiinignieisii í Eliliðavatini væiriu margar og glöggvar búðatóftir, og þangað fór hann við áttunda mann til þess að rannsaka stað- inn. Þar fann hann rúmlega 20 búðatóftir. Hann byrjaði á því að grafa upp stærstu tóftina, og segir hann að það hafi ver- ið sú stærsta búðartóft, sem hann hafl sðð á Islandi, um 100 ferálnir að innanmáli. Vegg ir höfðu verið hlaðnir úr völdu grjóti og taldi hann að þeir mundu hafa verið um sex feta háir. Því næst ranmisiaikaði hann grjótdyngju nokkra utan við búðirnar, því að honum sýnd- ist sem mannvirki mundi vera, en fann þar ekki annað en stóra steina og vissi ekki hvað þetta var. Þá réðist hann á merkastia srlaðmin, sjállfain dóm- hringinn. Þar var hringhlaðinn grjótgarður og taldi Jónas að hann mundi upphaflega hafa verið um tveggja álna þykkur neðst og álíka hár. Þvermál hringsins var 43 fet. í miðjum hringnum var grjóthrúga og gat grjótið ekki verið komið úr hringgarðinum, og hélt hann því að þar mundu dómendur hafa setið. Ekki var Jónas í nokkrum vatfa um, að hér hetfði harun fundið hinn gamla þingstað Þor- steins Ingólfssonar. Skammt þaðan voru einnig aðrar rústir, sem Jónas skoð- aði ekki. Handan vatnsins, gegnt Þingnesi, undir holtinu sem Bugða rann fram með og heit- ir Norlingaholt, voru fram á þessa öld miklar búðatóftir og voru þær nefndar Norlingabúð ir. Þarna hafa Borgfirðingar þeir, er þingið sóttu haft búð- ir sínar og bendir nafnið til þess, því að um aldir voru Borg firðingar kallaðir Norlingar hér um nesin. Þingnes heldur enn nafni sínu enda þótt það sé nú orðið að ey í vatninu, síðan vatns- borð Elliðavatns var hækkað vegna rafmagnsstöðvarinnar hjá ánum. Nesið gekk út í vatnið að sunnan, hér um bil miðja vegu milli bæj'anma ElMðiaivaitinis og Vatnsenda. Var fyrrum að- eins mjótt sund milli þess og engjanna fyrir norðan. Þarna er einn af sagnmerk- ustu stöðum íslands, en þó hef- ir verið farið illa með hann. Laust eftir seinustu aldamót, þegar ræktunaráhugi vaknaði 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. júillí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.