Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1969, Blaðsíða 5
Smásaga Gestur- inn eftir Vjekoslav Kaleb Þýðandi: Guðmundur Arnfinnsson í>au sátu þrjú í rökkvuðu húsinu, undir sótugum bitunum. Frane sat á tréhnalli hjá eld- inum, Mara deildi grjónum til miðdegisverðar á litla borðinu, og dóttir þeirra vangefin sat upp við vegginn og hnipraði sig saman eins og villiköttur. Dagur var að kvöldi. Þau voru ieið og þreytt eftir tiibreytingarleysi frídagsins, kvöldhúmið undukiti þau edns og volgt vatn, þau hjúfruðu sig að því — og þau fálmuðu um afgrunn þess: þau leituðu að fró eins og krabbar á steini. „f>ín sé dýrðin . . .” tautaði Mara og sá út um dymar roð- ann í vestri, sem hvarf á bak við fjöilin og náði varla alla leið að húsinu fyrir laufi möndlutrjánna og vínviðarins, konan virtist óttast næturkom- una, kynlegar leiðir draum- anna, óminni svefnsins, unz aft- ur birti. . . „Verði þinn vilji . . .” and- varpaði hún. Þreytusvipurinn hvarf af andliti Franes . . . hann lagði við hlustir: Hljómar kirkju- klukkna heyrðust í fjai'ska, bjartir og hvellróma, eins og nætursvölur hyrfu hratt út í myrkrið, hljóðnuðu síðan og dóu út. Hann sló út örmunum og gerði þannig krossmark, baðst fyrir, unz sál hans vagg- aði svefndrukkin á öldum hljómanna og hvarf inn í frið og mikilleika kvöldsins eins og betri framtíð. Þegar hinzti titrandi kiukkna hljómurinn dó hægt út, varð allt hljótt á ný, og þögnin hag- ræddi öUum hlutum, þrýsti þeim til jarðar eins og líkum, hagræddi þeim öllum: hvít- skúruðu veggjunum, leirbornu gólfinu, gömlu húsgögnunum — rúminu, Iitla borðinu á miðju gólfi, arninum, byssunni í horn- inu — á þá alla sló óttabland- inni þögn. Nágrennið hafði allt horfið í myrkrið, og þaðan heyrðust engar raddir. Loks gerði Mara einnig krossmark, og þar sem jafnvel daufur bjarminn frá arninum lýsti betur en vegglampinn, kveikti hún á litla olíulampan- um, sem hékk úr einum loftbit- anum mitt í húsinu. „Það er enn dálítið eftir af olíunni, við skulum láta hana brenna,” sagði hún. Undir úfnu hárinu glömpuðu augu dóttur- innar, rauðglóandi eins og í varúlfi, og endurköstuðu Ijós- inu; hugstola starði hún út i forstofuna. „Hó!” hrópaði hún allt í einu og starði í ákafa. Mara leit á hana, og því næst til dyra. Henni var brugðið, og hún hrukkaði ennið. Frá dyrunum horfðu tvö skilningsrík augu, kyrrt og rótt, eins og kertaljós, sem brenna á altari. í dyrunuim stóð fremiur stór- vaxinn loðhundur með löngum gráum hárum, þunnu, brúnu eyrun löfðu niður og strukust við trýnið, eins og dálítil flos- teppi. Yfir honum var ró, há- tíðleiki, og hann var samlitur rök'krinu, aðeins augu hans sáust vel. Hann starði á þau krefjandi, en þó kurteislega, eins og hann vonaði, að sér yrði fagnað. Þeim varð starsýnt á skilningsrík augu hans, virtu hann gagnrýnandi fyrir sér og reyndu að geta sér til, hvað hann vildi. Þau áttu von á, að hann tæki til máls. Þannig virti fólikið og hiund- urinn hvort annað fyrir sér með eftirvæntingu, og þá sá gesturinn fram á, að enginn segði neitt, og hann steig létti- lega yfir þröskuldinn og gekk inn í húsið. „í Jesú nafni!” sagði konan lágróma og opnaði augun tor- tryggin. Þessi fallegi auðmannshund- ur nam staðar við borðið og leit aftur á konuna. Augnatillit hans virtist henni spurult, greindarlegt, þrungið duflarfuMium vísdómi, og hún varð að líta undan. Hún sneri sér að manni sín- um: „Hann virðist eiga eitthvað vantalað við oflflkur!" „Huim?“ Svipur hans varð alvarlegur og tortrygginn og lýsti í senn ótta og virðingu. „Já, já, svo er að sjá.” Ef til vill hafði vaknað með honum vonameisti, eins og end- urminning frá gamalli tíð: lít- ið og óvænt atvik getur fært með sér kærkomna tilbreyt- ingu á heimili manns. Þegar Ijósið deyr að fjallabaki, og myrkrið hylur jörðina, eins og gömul klakandi töfrafull liæna, sem undir fjaðrahamnum brýt- ur heilann um komandi tíma, þá skýtur upp undarlegum myndum ótta og vona, eins og háreistum skýjaborgum á himni, nema þær birtast í ósi lampans og bláum logum, sem stíga í þögninni upp af kolun- um í arninum. — Við þessar myndir skemmti hann sér á kvöldin. Frane hratt þessum hugsun- um frá sér og sagði, í því að hann neyndi að komast til sjálfs sín: „Við skulum fara að borða.” . Hann færði sig að borðinu. Konan lét skammt af gulum hörðuim grjónum á lítinn pját- urdisk og fékk hann dóttur- inni, sem sat upp við vegginn, og hún og maður hennar tóku að snæða af staina diáknum. Hundurinn nálgaðist Frane og horfði með ílöngun á skeið- ina með matnum, sem gekk frá dislknruim og hvanf í munn Franes. Hjónin höfðu ekki augun af hundinum, þau forðuðust að horfa í augu hans, frá honum stafaði sams konar lykt og hin- um riku eins og til að mynda lækninum, þegar hann kom i heimsókn. „Hvaðan ber þig að garði?” spurði Mara lágróma: annað- hvort mann sinn eða hundinn, en vænti þó fremur svars frá hundinum. Frane hoœífði einnig spyrj- andi á hundinn. En seppi lyfti framlöppinni og lagði hana á hné Franes án þess að gefa frá sér minnsta bofs. Frane braut heilann. Svo skar hann í snatri væna sneið af hörðum grjónunum og fieygði henni á gólfið. Hundurinn leit ekki við gulri sneiðinni á óhreinu gólfinu, og hann hreyfði sig ekki. „Við skulum bera honum hana á diski”, sagði konan. Hún tók með gætni fram tré- disk, lét nokkrar sneiðar af matnum á hann og setti hann í eitt hornið á herberginu. „Hérna . . . gerðu svo vel.” Hundurinn skildi hana. Hann tók löppina af hné Franes, gekk út í hornið og gæddi sér á sneiðunum. einni af annarri, í ró og næði, byrjaði á þeim minnstu og lauk við grjónin. Eftir það langaði hann ekki i meiri mat. Hann sat á aftur- fótunum, mitt 1 herberginu og virti gestgjafa sína fyrir sér eins og áður, einn af öðrum. „Nú varð almyrkvað, það var siðsumarkvöld. Eldurinn var að kulna út á arninum, og hús- ið var einungis upplýst af loga olíulampans. Vegna komu gests- ins þreif Mara skörunginn og skaraði í glóðina. Um varir dótturinnar lék glettnislegt bros. Hún var hamingjusöm og deplaði augunum í ákafa. Frane hafði skilningsrík augu uinidir loðnium nauðanm brúnum. Hann hafði fengið nýjar hug- myndir. Allt í einu tók hann að depla augunum, eins og hon- um hefði komið eitthvað óvænt í hug, og því næst stóð hann á fætur og stillti sér upp á miðju gólifi. „Komdu með vintár!“ sagði hann með áherzlu. Fótatak heyrðist í garðiniuu. Shpirkan nágranni þeirra birtist. „Gott kvötd” . . . bann blés mæðinnL „Hver á þennan hund?” „Veit það ekki” svaraði Frane. Jerko litli, nágrannasonur- inn, gægðist einnig inn um dyrnar og horfði undrandi á fólkið og hundinn. „Þetta hlýtur að vera auð- manns hundur. Hann auðsýnir kurteisi.” „Hann sagði: Gott kvöld”, skaut dóttirin inn í. „Einmitt". Shpiritan virti þau öll fyrir sér, og því næst hund- inn. Hairn lyftí brúnum. Konan varð óð og uppvæg: „Er það satt? . . . Ég heyrði það ekkL” Shpirkan virti hundinn fyrir sér með vaxandi athygli, og því næst fólkið, með undrun og tortryggnL Hverju leyndu þau? Andartak voru þau þögul. Jerko litli hljóp út úr dyr- unum. Frane snaraðist að arninum og bætti á hann brenni, eins og hann æskti meira Ijóss. Hann virtist alvarlegur, hann virtist alls ekki sjá Shpirkan. Þau sátu á tréhnöllum um- hverfis arininn, eins og þau væru á ráðstefnu. Bjarm- inn frá eldinum lék um and- lit þeirra, og skuggai-nir flöktu um veggi hússins. Hundurinn færði sig að arn- inum og ýlfraði aumkunarlega í dálítilli fjarlægð frá honum. Höfuð hans og augu ljómuðu í eldbjarmanum ennþá skærara vegna hins dökka bakgrunns. Þau sáu hann greinilega, en nú höfðu þau þrengt sér nær arninum, í yl hans og birtu, eins og hann væri fullkominn varnargarður og þau skynjuðu dýrið álengdar. Það horfði á þau leiftrandi augum gegnum myrkrið, þar sem þau sátu í horninu, og þau vissu ekki, hvort það boðaði heldur gott eða illt. Með gætni létu þau uppskátt um hugsanir sinar, hugsanir, sem sóttu að þeim: „Þið vitíð, að vetur er í nánd .. .” „Það er kvíðvænlegt, bróðir sæll, kvíðvænlegt . . . allt snýst gegn okkur verkamönnunum.” „Guð má vita hvers vegna . ..” Þvi næst spurðust tíðindin um þorpið: „Það er kynlegur hundur heima hjá Frane!” Hringjarinn, Markutina, kom í heimsókn, málrómur hans var hás og hriktandi, yfirskeggið ósnyrt, augun uppglennt, og þrútnir hvarmarnir voru eins og ógróið sár. „Oooo . . . hvers konar gest- ur er þetta?” Hann var dálítið glaður, því að hann gladdist yfir öllum breytingum, hvort sem þær voru tíl góðs eða ills. Hann virti fyrir sér róleg, greindarleg, næstum mannleg augun, sem horfðu upp til hans. „Sjáið þið, hann horfir eins og maður____” „Hann sagði: Gott k\iöld!” sagði dóttirin. „Er það satt?” Markutina horfði á þau spurulu augnaráðL „Haltu þér saman, kjáninn þinn!” móðirin var reið og leit til hundsins í laumi. Markutina og Shpirkan depl- uðu augunum efablandnir. „Hver veit, hvaðan hann kemur”, hvíslaði Shpirkan. „Kyniegur hundur!” sagði Kazo. „Hver veit, hvað hann hugs- ar,” sagði Shpirkan, og bætti við í hærri tón, um leið og hann leit áhyggjufullur á hund- inn: „Hann gæti jafnvel skil- ið . . Shaka, ungur ákaflyndur bóndi, hár og rauðbirkinn í andliti, greip fram í: „Hver á hann?’ ’ „Það má guð vita,” and.varp- aði konan, en það mátti ráða af munnsvip hennar, að hún var hreykin af því, að allt snerist nú um þau. „Við sát- um héma, og hann kom . . .” „Hann sagði: Gott kvöld. Ha! Ha! Ha! . . .” hló dóttir- Pnaanhald á bflls. 13. 27. júlá 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.