Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1969, Blaðsíða 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR ITaarlja TjUYÆ' t> þa>' jCpaá) s Jaa (4)ítt u gjíwí'tw »6c TERENCE PRITTIE: ,Segðu hug þinn# BÓK Giinters Grass, sem hefur að geyma ýmis stjórnmála- skrif hans, er nýlega komin út í Bandaríkjunum og heitir á ensku „Speak out.“ Þessi ritdómur um liana birtist í New York Times Book Beview. að er kannski heldur há- steirumt að kalla rithöfundinn og skiáldið Giimter Gnass Jere- mías Vestur-Þýzkalands. En það er þó hlutverkið, sem hann ætlaði sér, þegar hann geystist fram á stjórnmálavöllitin fyrir fjórum árum. Hann var þá um fertugt og hafði ekki sýnt neinn áhuga á stjórnmálum fyrr en hann gerðist allt í einu vígreif- ur og hávær gagnrýnandi þeirr ar auðvaldsendurreisnar Kristi lega Demókrataflokksins, sem Konrad Adenauer stjórnaði og skipulagði af svo mikilli lagni og lipurð. Grass 'hóf þessa spá- miennsku sína með fimmtíu og tveimur ræðum í kosningaher- ferðinni árið 1965. Ræðurnar flutti hann á vagum Sósíaldemó krata, en tónninn var hans eig- iinin. Allt frá því þetta var, hefur Grass haft sitt að segja um hlutina og ævinlega talað af vitd. Boðskapur hains er vafm- ingalaus. Konrad Adenauer skipulagði stjórnn.ála- og þjóð félagslega viðreisn með sama móti og Metternich reisti við hima ílhialds- og afturhaldssömiu stjórn Austurríkismanna og Umigrverja eftir 1815. Adeniauer vildi varðveita hið þýzka þjóð- félag, líkt og minjagrip frá Vil- hjálmstímanum. Hann studdi þetta þeirri trú, að ekkert hefði breytzt við himar miisheppmuðu lýðræðistilraumiir Weimarlýð- veldisins eða hið dýrslega aftur hvairtf niazismiams. Adenauier var að gera framtíðaráætlanir þýzku þjóðinni til handa og honum varð hugsað til hins fjar læga blómaskeiðs fyrir heims- styrjöldina fyrri, þegar Þýzka- land var bæði auðugt og vold- ugt. Hann var of raunsær til þess að hyggjast endurskapa það tímabil, en hann vildi, að árin eftir seinna stríð lí'ktust þessu lönigu liðna skeiði sem mest. Bók Giiruters Gnaiss er siafn ræðna, bréfa og greina, þar sem skýrð eru helztu andmæli Útgefandlí Hif. Árvakur, Heykjavlk. Fnimkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Slguröur Bjarnascn írá Vigur. JVlatthias Johiannessen. Eyjólfur Konróð Jónss'on, Bitstj.fltr.: Gísli Sigurfeson. Auglýsingar: Árni Garónr Krijtinsson. Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Siml 101CJ. hans gegn þessari viðreisn. Hann er fyrst og fremst á móti hreinræktuðum smáborgara- hætti stjórnar Kristilegra Demó- krata, en þeir hafa nú verið óslitið við völd frá því 1949. Þá er hann andvígur þeim leiðtog- um stjórnar þessarar, sem fylgdu í kjölfar Adenauers. Þar eru fremstir í flokki hinn fyrir Gúnter Grass ferðarmikli og vígreifi Franz- Josef Strauss og hinn glæsti og djarfi Kurt Kiesinger ásamt loddararnum Eugen Gerstenmai er, sem sveif yfir vötnum í þýzka sambandsþinginu eins og verndarengill hins þingbundna lýðræðis. Þriðju mótbárunni beinir Grass gegn ýmsum hagsmuna- hópum, scm leita fast á þingið í Bonn. I þeim hópi eru stór- iðjuhöldar, bændur, flóttamenn og aðþrengdir blaðakóngar. í fjórða lagi er hann á móti stjórnmálalegum fáfræðingum og er það hálfgert smáræði í samanburði við hitt. Hinn óupp lýsti söfnuður Þýzkalands hef- ur sífellt stækkað á umliðnum árum. Vera má, að Grass hafi uppgötvað það eilítið of seint en hvað sem um það er að segja hefur hann þar einnig sitt til málanna að leggja — Reynið að orða sameiningu Þýzkalands við áhyggjufullan fituklump! — segir hann. Það, sem liggui að baki öll- um þessum ásteytingum er sá ótti Grass, að Þjóðverjar verði sviptir færinu á að koma sér upp þeirri samvizku, sem þeir þörfnuðust sannarlega eftir hörmungar Hitlerstímans. í aug um Grass er Kiesinger kanzl- ari tákn þeirra afla, er vilja svæfa málin. Kiesinger var fé- lagi í Nazistaflokknum. Enn- fremiu- sagði hann sig aldrei úr flokknum, og það er öllu verra. Ástæðan hlýtur að hafa verið sú, að hann hafi ekki viljað eiga neitt á 'hættu Eftir að naz istar hrökkluðust frá völdum hófst Kiesiniger handa um að koma sér í álit hjá hinum nýju herrum. Hann liafði ýmislegt til þess að bera, að svo gæti orðið. Hann var glæsilegui, frjálsleg- ur og hafði forystuhæfileika í stjórnmiálum. Adenauer not- færði sér Kiesinger, en treysti honum ekki og sendi hann í hálfgerða stjórnmálaútlegð til Baden-Wurtemberg. Er hamn sneri aftur til Bonn varð hann frambjóðandi til forystu Kristi- lega Demókrataflokksins og jafnframt stjórnar Vestur- Þýzkalands. Kiesinger hyggst halda kanzlaraen.bættinu eftir haustkosningainar og hyggur gott til sýndarsambands við Sósíaldemókrata, en það yrði nokkurs konar æfing í stjórn- málalegum sjónhverfiragum. Svo fer að virðast, 3em Kiesinger hafi engin önnur áform eða markmið í huga, en það að halda sessi sínum. Þetta þykir Grass óheyrilegt. Hann heldur því fram, að það sé glæpsamlegt, að fyrrum niaz- isti sfculi taka að sér forystu vestur-iþýzfcrar stjómiar. Hann vill, að Vestur-Þjóðverjar hugsi af meiri aivöru um sameiningar vanda lands síns, en leggi að- eins minni áherzlu á offram- leiðslu og bankainnistæður. Hann vill sem sé, að Þjóðverj- ar forheimski 3ig ekki á því að bæta stöðugt lífskjör, sem eru prýðileg fyrir, heldur snúi sér að því að þróa lýðræðið og hafa þar mannlegar tilfinningar og skynsemi að grundvelli. Grass er því ekki svo ólíkur Jeremí- asi, er aJHt kairaur til ailis; hann hefur boðskap fram að færa. Og hann fjallar í fáum orðum um það, að Þjóðverjax verði að gefa því meiiri gaum en áður í hvers kyns samfélagi þeir búi og hvers kyns þjóðfélag sé æskilegt. Kafilar þessarair bókiar Gúnit- ers Grass gneista af anidríki, skilningi og sérkennum hans og sízt er að undra þótt manni verði á að gleypa við skýring- uraum edns og þær koma fyrir. En mynd Grass af kyrkingslegu vesituir-þýziku lýðræði er alls kostar rétt upp dregin. Komdð hefur verið á lýðræði og öllum þess stofnunum. Landsmenn — og Grass ekki sízt — hafa full- komið tjáningarfrelsi og eiga ólíkt hægara um vik, en nokk- um tímia fyirir í sögu Þýzka- larads. Lemigd má telja fram röík á móti nýrri Þýzkri hervæðinigu, en Sam- banidisheriinin er ekki svo slæm- ur af „bongairaher" að vara. Einnig má leiða rök móti skipu- legum andkomruúnisma, en Þýzkalamd hefur eigraazt vini fyriir samband sitt við Vestur- velain. Gúrater Grass verður a!ð halda áfram skriftum og ræðu- höldum og fleiri Þjóðverjar ættu að fara að dæmi hans liggi þeiim eittihvað á hjarta. Þjóðverjar verða sjálfir að leysa vanda sinn. Ciuseppe Ungaretti: Minning Hann hét Múhameð Sceab. Afkomandi hirðingjaemíra stytti sér aldur af því hann átti ekki Iengur föðurland. Hann elskaði Frakkland og skipti um nafn. Hann varð Marcel en ekki Fransmaður og gat ekki snúið aftur í tjald ættflokks síns þar sem hlustað er á sönglanda Kóransins meðan dreypt er á kaffi. Og ekki gat hann heldur leyst úr viðjum sönginn um brottför sína. Ég fylgdi honum ásamt forstöðukonu hótelsins þar sem við bjuggum í París, rue des Carmes 5, við nöturlegan brekkustíg. Hann hvílir í Ivrykirkjugarði útborg sem alltaf lítur út eins og eftir markað. Kannski er ég sá eini sem enn man að liann var til. Jóhann Hjálmarsson þýddi. 24. ágúisit 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.