Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1969, Blaðsíða 12
HVAÐ GERÐIST Á KILI 1780 ? Fraim'hald af bls. 7. hafi líkin síðan verið dysjuð og falin. Það er eðlilegt og mannlegt, að menn vilji forðast slíkar skýringar, meðan aðrar eru tiltækar, en því er ekki lengur til að dreifa, að mínum dómi. Hins vegar þarf ekki að skilja þetta svo, að um vísvitandi glæp hafi verið að ræða, svo sem morð af yfir- lögðu ráði, eða annað misferli með slíkuim vísvitandi afieið- ingum, þar gat verið óvilja- verk að einhverju leyti, þótt svo færi sem fór. Hér er um tvo möguleika áð tefla, arwiað hvort ytri árás (morð), eða innbyrðis átök eða handaiög- mál. sem síðan hafi leitt til dauða, (manndráp). Þriðji kost ur virðist ekki vera fyrir hendi, — tertium non datur, segir í latinunni, — en hvor þessara tveggja m öguleika er líklegri getur orðið erfitt að skera úr. Verður þar um hver og einn að trúa því, sem honum finnst trúlegast. XIII. Nú er ég í grein þessaxi komirai á þamn áfangastað, að eðlilegast mætti telja, að láta staðar numið. Ég hefi hér að framan getað fært nokkur rök eða a.m.k. sterkar líkur fyrir niðurstöðum þeim, sem nú voru greindar. Ef lengra sikal haldið verður hins vegar eingöngu eða mestmegnis að byggja á ágizkunum og tilgát- um, án þesis að hafa notakurs staðar fast undir fæti. „Hver hefir drepið mann, og hver hefur ekki drepið mann“ segir skáldið. Það hefir stundum vilj að vefjast fyrir, þótt meira væri við að styðjast eða á að byggja heldur en hér er. Auk þess má segja, að það sé alltaf óviðfelldið, að hafa uppi get- sakir af þessu tagi um löngu liðna menn. Út af fyrir sig er þó ekkert við því að segja, enda viðurkennt og alþekkt, bæði í vísindalegri og alþýð- legri sagnfræði, að hjá sliku verður einatt ekiki bomizt, ef reynt er að grafast fyrir um löngu liðna atburði. Nærtækt er dæmið um Sigurð „skurð“ á Vestfjörðum í lok síðustu ald- ar. Ekki virðast menn, þ.á.m. tveir sagnfræðingar, sem ný- lega hafa skrifað um það mál — setja það svo mjög fyrir sig, að stimpla hann sem mann- drápara, og það enda þótt, að allt bendi til þess að maður- inn hafi verið blásaklaus, sbr. líkakoðunarvottorð. Og þótt til- tölulega gtutt sé síðan hamin var enn á lífi. Ammars stoðar ekki neinn pempíuháttur eða við- kvæmni í slíkum efnum, enda verður að horfast í augu við það, að annað eins hefir svo sem gerzt á voru iandi, íslamdi — fyrr og síðar, — sem rán- morð og ofbeldisverk af ýmsu tagi, áð ekki sé miinmzt á slys og óviljaverk með slíkum af- leiðingum, jafnvel þótt sjaldn- ast hafj eða aldrei komið und- ir dóm og rannsak. Þetta er ekkert sérstakt við ísland eða fslendinga, þetta á við um all- ar þjóðir. Það er nokfcuim vaginn auig- ljóst, að ef gera á ráð fyrir möguleikum þess, að Staðar menn hafi orðið fyrir árás ut- an frá, þá er engum til að dreifa nema Sunnlendingum, (Árnesiinigum), sieim þá hafi veitt þeim eftirför á fjöllin. Til þess höfðu þeir alla aðstöðu, fylgdust með ferðum þeirra, og ekki þurfti heldur að skorta „mótíf“, ef út í slíkt færi. Auk þess eru reyndar munnmæli um, að þeir hafi gert sér ferð fram á öræfin, með eða á eftir leiðangri Staðarmainnia, þótt ekki séu vitaðar sönnur á þvi. Ég vil þó tiaka það fram strax, að ég tel þá tilgátu fremur ósenni lega, að það hafi verið Árnes- ingar, sem átt hafi hlut að líf- tjóni og dysjun Staðarmanma. Þessu er einungis hreyft hér sem möguleika, sem ekki megi með öllu ganga fram hjá. Og vissulega var Árnesingum ekki síður trúandi til slíks en öðr- um í þann táð, það var síður en svo neitt „fagurt mannlíf“ þar í byggðarlagi, frekar en annans staðar á lamdinu. Kambs ránskynslóðin að alast upp, og misyndismenn víða um hérað, sem vitað er. Það er mikill mis- skilningur þegar ágætir rithöf undar og fræðim'emin eiru að draga iandsfólkið í dilka, og stimpla íbúa einstakra byggðar laga sem „vont fólk“, svo sem t.d. hefir verið gert um Snæ- fellinga, og þó sérstaklega Húnvetninga á síðustu öld. Og alger óþarfi að hefja Árnes- inga þeirra tíma til skýjanna á kostnað annarra byggðarlaga í landinu. Þeim sem haldnir eru slíkum grillum mætti gjarn- an benda á skýrslu Þórðar Sveinbjörnssonar sýslumanns um aldarfar í Árnesþimgi um og upp úr aldamótunum 1800, en sú kynslóð var einmitt að vaxa úr grasi á tímum Reyni- staðarmanna, (sjá fylgiskjal með Kambsránsmálum, Saga Þuríðar formanns). Sbr. og frá sögn sr. Árma Þórarinsson- ar um morð og dysjun í Haga- fjalli, manndráp í Þjórsá o.fl. Með þæsm vil óg þó emigiam veig- inn gefa í skyn, að nokkrair sérstakar ástæður séu til þess að bendla Árnesinga við mis- ferli það, sem hér um ræðir, þó að hims vegar megi ekíki úti- loka það sem möguleika. f því efni mætti e.t.v. tilfæra tvö eða þrjú atriði, sem benda eða gætu bent til þess, að Árnes- ingar eða þeir Sunmlendingar hafi komið eitthváð við sögu í sambandi við endalok Staðar- maninia11!. Fyrst má þar nefna það und- arlega tómlæti sunnanfjalls- manna að bregða ekki við strax er þeir Grafar-Jón komu af fjöllum á jólaföstunni, og ljóst var orðið, að Staðarmenn hefðu ekki komið fram. Ennþá var hugsanlegt, að þeir, eða einhverjir þeirra, kynnu að vera á lífi, og vafalaust eitt- hvað af fénaði þeirra að minnsta kosti. Allavega var það ekki annað en sjálfsögð manndómsskylda að freista þess að koma mönnum til hjálp ar, og myndi það í íæstum byggðarlögum hafa verið látið undir höfuð leggjast. Nú var það heldur ekki mikið fyrir- tæki eða miikið í ráðizt, að skreppa fram á öræfin, vega- lengdir í rauninni ekki mikl- ar, þeim megiin frá, og veðorr og færi gott þessa daga. Var þetta fyrir einberan roluhátt og hugsunarleysi, eða skyldi það geta hugsiazt, að niokikrar sérstakar ástæður hafi legið tii þess, að einhverjir sunnan fjalla hafi ekki kært sig um, að freikar yrðd greninslazt um hiagi Staðarmannia, og þeiss vegna eytt því eða komið í veg fyrir, að nokkiuð yrði gert í því miáli áð sivo kornniu? — í aninain sitað er það hesrtur Jónis Ausitimanins, sem gæti gefið tilefni til ýmissa heilabrota, eða jafnvel grun- semdia. Harnin á að haifia fundizt skorinn á háls, og ekki nóg með það heldur hafi hausinn verið skorinn af, og síðan stung ið undir bóginn. Ef hér er rétt frá skýrt verður að telja í ólíklegasta lagi, að Austmann hefði sjálfur farið að bardúsa við þetta, jafnvel þótt hann hefði viljað stytta hestinum þjáningarstundir með því að spretta á hálsæðarnar. Að af- hausa hestinn var mikið verk, alira hedzt einis og á stóð, auk þess sem slíkur viðskilnaður var auðsjáanlega af annarleg- um eða illum rótum, (nfl, að hesturinn gengi ekki aftur og fylgdi þeim, sem drap hann), og hefði Austmann mjög ólík- lega skiiið þannig við lífhest sinn. Þá áttu og að hafa ver- ið skorin í sundur reiðtygin. Bendir þetta allt fremur til þess, að hér hafi einhverjir aðr ir og utanaðkomandi aðilar komið við sögu. Væri þá og komin hugsanleg skýring á því, að hryssan Grána fannst um vorið, með reiðingi, alllangt á leið suður af. En vitanlega eru þessi atrdðd allt oif hæpin og ó- lijós til þ sss að noklkrar áikveðn- ar grunsemdir verði á þeim byggðar, og skal ég því ekki fara um þau fleiri orðum, og víkja að siðari möguleikanum, sem á var mimmzt hér að fraim- an. XIV. Séu nú lagðar til hliðar all- ar hugmyndir og tilgátur um vísvitandi glæpi í sambandi við afdrif Reynistaðarmanna, þar á meðal möguleikann um eftirför sunnanfjalismanna, liggur næst fyrir að artihiuiga þá skýrimgu eða möguleika, sem að öllu athug- uðu virðist helzt koma til greina, nfl. að komið hafi til átaika og handalögmála milli þeirra fararstjóranna innbyrð- is, sem síðan hafi leitt til áverka eða dauða bræðranna, annars eða beggja. Segja má að þetta sé ekki annað en „fanta- sia“, heilaspuni, þar sem ekki er á neinu föstu að byggja. En sannleikurinn er sá, að enda þótt þessi skýring sé ekki all- kostar aðgengileg í fljótu bragði, þá virðist samt helzt verða á henni að byggja, þar sem allar aðrar þrýtur, eins og sýnt hefir verið fram á. Geng- ið er út frá því sem höfuðfor- sendu, að leynd eða dysjun líkanna verði ekki skýrð nema út frá undanfarandi glæp eða misferli. Hafa ber í huga, að slík tilfeilli eru enigan vegimm fátið, hvoriki á landi né sjó, að menn hafi farizt, eða ekki náð að bjargast, eingöngu vegna ósamkomulags, áfloga og uppáfallandi ofstopaverka. Þetta er og hefir verið á al- manna vitorði, þótt sjaldnast hafi neinir verið til frásagnar eftir á. í þessu tilfelli liggja auk þess fy.rir viss atriði, sem ein- dregið benda í þá átt, sem nú hefir verið til getið. Það má .telja víst og áreiðanlegt, að ósamþykki og ýfingar hafi ver- ið upp komnar milli þeirra Austmanns og Bjarna um það leyti er þeir lögðu á fjöllin. Það er vitað að bræðurnir voru að minnsta kosti á báðum áttum hvort upp skyldi leggja eða leita annarra úrræða, enda gefur það auga leið þar sem annar var barn að aldri, og því augljós ábyrgðarhluti að leggja hann í slíka hættuför, þar sem vetur var lagstur að. Himis vegar ber heimildum siaim- an um það, að Austmann hafi ekki viljað hlusta á neinar úr- tölur, og drifið þá á fjöllin, hvað sem hver sagði. Þegar svo í óefni var komið þar efra er ekkert líklegra en að sitt hafi sýnzt hvorum, Austmann og Bjarna, hvað til bragðs skyldi taka, láta fyrir berast eða freista byggða, og þá hvora leiðina, norður eða suður af. Sé nú gengið út frá, að tjald- mennirnir báðir hafi verið dón- ir (kafnaðir?), — sem vit- anlega er ekki nema ágizk- un, en þó liklegt eftir því hvernig þeir lágu, svo sem þeir hefðu dáið í svefni eða ein- hvens kooar miáittteysiisástain'dji. Og hafi drengurinn er hér var komið ver'ið þrotinn að kröft- um, og mjög liklega orðinn veikur og dauðvona, — þá seg- ir þa'ð siig ruoikikum veigimtn sjálft, að Bjarnii hefir kennt Austmann um hversu komið var, — og með réttu — og þarf þá ekki mikið hugmynda- flug til þess að geta sér til um áframhaldið, þegar þessir menn áttu í hlut. Og varla þarf í grafgötur að leita hvor bera myndi hærri hlut í þeim við- skiptum, heljarmennið Jón Austimiamm, eða Bj'armi Hjaillldó.rs son, óharðnaður skólapiltur. Að sjálfsögðu verður þetta aldrei vitað beinilínis, og þess vegna um það eitt að ræða, að geta sér til um atvik og sam- hengi eftir sannsýnilegum lík- um. Ern þyki mönnum þetta glæfralisgia txi getið þá má riifja það uipp, að hvorugur þeirra Auisitmiamns eða Bjarna var nieiinm geðprý'ðiimaðuir, þveirt á móti báðir hinir mestu yfiir- ganigisimenn og ribbaddiair, ofisa- menn í slkapi og aillri fram- komu. Þetta kieimur viða fram í heúmilldiumi, beimit og óbeimit. í Tíðaríimuim Jómis Hjailta- lím er sérstaklega haft á orði „rilkidjæfti“ 'þeirra Stað- armiammia, þ.e. ráðrííki, yfir- læti, ófyrirlátssemi. Bjarni var þar að auki orðhákur, svo til var tekið, illskeyttur og áleit- inn. Alþekkt er í Reynistaðar- málum frásögnin um það, er hann ásamt föður sínum hár- reitti og misþyrmdi gömlum far lama presti, svo bjarga varð honum úr klóm þeirra. Um Aust mann er vitað, að hann var heljarmenni að burðum, ófyrir- leitinn og harðgeðja, enda lagði hann sjaldnast gott til mála. Það er kannski táknrænt, að þegar menn fóru að ugga um afdrif Staðarmanna, að þeir myndu orðnir úti, þá var haft á orði að „víst“ myndi Jón Aust- mann kominn í neðri staðinn, ekki var svo sem vafi um hver „heimvonin" væri. Og í raun- inni virðist Bjarni hafa verið lítið betur kynntur, nema hvað hamm var ynigri. „Ýli þím aÆ sulti sál, sólarlaus fyrir næstu jól“ var ort og á hann lagt áð- ur en hann færi þessa örlaga- för, og var það helzt til kald- ranalegt veganesti. Báðir þess- ir menn virðast sem sagt hafa verið ofsa- og vankantamenn í skaplyndi, og þesis vagrna til alls vísir ef út af bæri, þótt minna væri tilefni en hér, þar sem um líf eða dauða gat var- ið að tefla. Mjög líklega er til getið, (Benedikt frá Hofteigi), að áfengi hafi verið með í för, srvo sem algemigiaisit var á þeim tímoxm, oig hefiir það sízt utm bætt. Viðsikillmiað'ur- imn við hestana kynmi eim- mitt að bendia ti(l glífcs, eða minnsta kosti að eitthvað hafi snögglega eða óvænt að hönd- um borið. En hafi þeim félög- um lent saman þarf varla að efa, að fljótt hafi gætt afls- munar, og þá mjög líklega með þeim afleiðingum, vitandi eða óvitandi, að lemstur og áverk- ar hafi af hlotizt, sem leitt hafi til dauða. f slíkum eða áþekk- um tilfellum, sem áreiðanlega eru ekki fátíð á liðnum öld- um, hafa menn gjarnan gripið til þeirra úrræða, er í óefni vair komið, að dysja eða fela líkin til þess að leyna áverkum og verlksiunnimierkj'Uim, cða koma á gamig ýmiss ko'niar drauiga- eða kynjasögum, til þess að forða frekari eftirgrennslunum og málarekstri, og þá ósjaldan gripið til beggja þessiara úr- ræða jöfnum höndum. Við þekkjum fjölda dæma um slikt, sr. Odd í Mifclaibæ12), sr. Sig- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. aktóber 1069

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.