Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1969, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1969, Blaðsíða 13
urð á Auðkúlu, Bjarna-Dísu á Fjarðarheiði o.s.frv., sem ekki verður reynt að rekja hér frekar. Engurn getur blandazt hugur um að fólk þetta hafi verið myrt vísvitandi eða óvilj- andi. Og hafi þessu verið þannig varið um Staðarbrseður sem nú hefir verið til getið, verður frágangur Mkarana „eðlilegur“ miðað við aðstæð- ur og að þess vegna hafi þótt ráðlegra að „dylja hel“ þeirra bræðra, og „dysja þá . . . á eyðimel“, eins og segir í útfar- arkvæði þeirra. Ber þetta orða lag með sér, að grunsemda hef- ir orðið vart, þegar á þeim tíma, að dysjun líkanna hafi beinlínis verið til þess að „dylja hel“ bræðranna, þ.e. hvernig dauða þeirra hafi bor- ið að höndum. Ef til vill hefir hinn „sterki og líklegri grun- ur“, sem presturinn talaði um, og vitnað er í hér í upphafi þessarar greinar, einnig eða að einhverju leyti beinzt að þessu sama Ég gat þess áðan, að e.t.v. myndi ýmsum þykja það óvið- feldið, og jaðra við bíræfni, að vilja skýra atburðina á Kili,— leyndarmál Líkaborgarinnar — á þann hátt, að beina grun- semdum að ákveðnum manni eða mönnum, svo sem gert er hér að framan, En þeim sem þannig hugsa mætti benda á þá bót í máli, að í leiðinni eru sýknaðir þrír alsaklausir menn, sem legið hafa óbættir hjá garði hátt á aðra öld. Hins vegar verður eklci sagt, áð saga Reyni staðarmanna hafi „misst glæp- inn“ við þetta, hann „blivur“ eftir sem áður, hefir einungis flutzt yfir á annað svið, ef svo má að orði komast. Hitt er svo álitamál hvort sá „síðari“ glæp urinn er nokkuð verri hinum fyrri, þótt svo kunni að virð- ast í fljótu bragði. Finna má þó mannlegar afsakanir fyrir honum sem hverju öðru — augnabliks- óláns- og ofstopa- verki, um leið og hinum „fyrri“ þ.e. líkaránunum, yrði í raun- inni seint fundið neitt til af- bötunar, ef sönn væru. XV. Þá er að lokum spurningin um afdrif Jóns Austmanns. Um þau vitum við ekki og munum aldrei vita. Þau eru enn einn leyndardómurinn í þessum mál- um. Hefir jafnan verið gengið út frá því, að hann hafi lagt á stað norður yfir, og freistað að ná til byggða, og hefir Guðmundur frá Brandsstöðum skrifað um þetta ítarlega grein, fyrir nokkrum árum. Þá hefir Hannes Pétursson ort um það ferðalag mikið hetjuikvæði. En hér er margs að gæta. Ólíklegt verður að telja, að Austmann hafi í rauninni kært sig um að leita byggða norður af, a.m.k. ekki til Reynistaðar. Þangað var sízt til fagnaðar að flýja, eins og nú var komið. Honum yrði kennt um allt, og áreiðan- liega krtatfimin saigma. Hefði hon- um hins vegar verið rruest í muon að bjarga lífinu hefði hann auð vitað leitað suður af, sem var miklu styttra, og auk þess und an veðri að sækja, ef trúa má mumrmælunum um hið mikla morðamveður. Þeists vegna gæti það flögrað að manni, að Aust- manin hefði jafrwel huigsað sér, að láta fyrir beraisit á fjölium um sinn, þ.e. leggjast út, eða ná sambandi við útilegumenn, sem þarna átbu að vera á næstu grösum, — eftir því sem þá var trúað af öllum almenningi, — frægustu útilegumannabyggð- ir þjóðtrúarinnar, Þórisdalur, Þjófadalir, og svo Hveravellir, enda voru þá ekki nema fá ár síðan Eyvindur var þar, og leið áreiðanlega engan skort. Þetta kann reyndar að virðast óHk- leg hugmynd, frá sjónarhóli okkar nútímamanna, enda ekki annað en lausleg tilgáta eða möguleiki. En hér var ekki margra kosta völ, en maður- inn hinis vegar kjarkmikill og óvilinn, svo bezt er að fortaka sem minnst. En fyrir því nefni ég þennan möguleika, að þá væri fengin skýring á því und- arlega fyrirbrigði, sem drepið var á hér að framan, að 20 kinda hópur fannst norður í námunda við Hveravelld, síðar um veturinn. Útilokað er, að (sunnan)fé þetta hafi leitað þá leiðina af sjálfsdáðum, og það á móti veðri. Það hefir örugg- lega verið rekið þangað, og um það varla öðrum til að dreifa en Jóni Austmann. Mætti þá geta sétr þesis til, að haran hefði ætlað að hafa fé þetta sér til lífsframfæris á fjöllunum, eða leggja það á borð með sér, ef svo bæri til. Hitt þykir mér með ólíkindum að hann hafi ætl að að halda með féð til byggða norður af. Annars verður aldrei um þetta sagt, sízt með neinni vissu. Það eitt er vitað, að til Jóns Austmanns spurðist aldrei, hann hverfur algerlega út í sortann og öræfaauðnina. Verða afdrif hans og endalok þess vegna eilíf ráðgáta. XVI. Ég mun nú ekki hafa þess- ar athugasemdir öllu fleiri að sinni. Ég hefi svo til eingöngu haldið mér við hinar ytri stað- reyndir, en þó — vegna rúms- ins — orðið að sleppa mörgu. Um leið hefi ég reynt að fylla í eyðurnar, eftir eðlilegum lík- uim os samhemgi. Hinis vegar hefði ekki verið úr vegi að víkja í lokin lítillega að hinni „dulrænu“ og þjóðs'agniarlegu hlið þessara margumtöluðu mála, og væri þar vissulega um auðugan garð að gresja. „Voru ærid margar sagnir og sumar all ótrúlegar“ segir Espólín. En hér er þó hvorki tími né rúm til þess að gera því nein skil að ráði. Margar þessara sagna og fyrirburða má sjálf- sagt skoða sem — undarlegar — tilviljanir, svo sem viður- eign galdramannsins og Jóns Egilssonar á Reykjum, sem einnig átti að vera fjölkunnug- ur. En henni lauk svo, að galdramaðurinn missti sjónina snögglega meðan á þessu stóð, og var blindur upp frá því. Eða viðskipti Bjarna Halldórs- sonar við prestinn, sem var að slá járn í smiðju sinni snemma morguns rétt áður en þeir lögðu á fjöllin, en til hanskast aði Bjarni, af sinni alkunnu hvefsni (og ættlægri hag- mælsku) þessum visuparti: „Tvíllaust þetta tel ég stál, tól- in prests eru komin á ról“. Þessu reiddist prestur, sem von var, — (hafði rétt áður tekið fram hjá kianiu siruni) —: „ÝM þín af sulti sál, sólarlaus fyr- ir næstu jól“. Hefir mönnum þótt siem þetta yrði að áhríms- orðum nokkuð svo, hvort sem við köllum það tilviljun eða ekki. Hins vegair eru sumar þessara dulrænu sagna og fyr- irbrigða þess eðlis, að mjög erfitt verður að rengja, og skulu hér tilfærð tvö dæmi. Flestir munu kannast við draumvísuna: ,,í klettaskoru krepptir liggjum við báðir, en í tjaldi áður þar, allir vorum félagar", en vísa þessi kom fram meðan alger óvissa var um afdrif Staðarmanna og engar fregnir höfðu borizt af öræfunum. Eng- inn vissi þá, né hafði reyndar minnstu ástæðu til að gera ráð fyrir, að bræðurnir hefðu þannig orðið viðskila við þá félaga, og lægju nú krepptir einhvers staðair í klcttaskoru. Það er ekki fyrr en á næstu öld að þetta kemur í ljós, og að vísan reyndist hafa sagt nákvæmlega rétt til um þetta, (um bæði þau atriði, sem und- irstrikuð eru). Ef menn vilja gizka á, að vísan sé seinni tíma tilbúningur, þá útilokar Espó- lín þann möguleika, því hann segir einnig frá þessiari vísu. En Espólín deyr 1836, og þá eru beinin enn ófumidiin. Nær áratug síðar koma þau loks í leitirnar, bræðranna beggja saman, og i klettaskoru, eða nákvæmlega eins og vísan sagði til um. Það verður þess vegna erfitt, að bera brigður á sanngildi þessarar sérstæðu dulrænu frásagnar. Eins og segir í hinu tilvitn- aða kvæði Jóns Helgasonar hefir löngum þótt reimt á Kili, og jafnvel allt fram á þennan dag. „Hleypur svo einn með hærusekk“, segir í kvæðinu, og mun þar höfð í huga gömul saga um draug eða fylgju, sem bregða sást fyrir með hæru- sekk á baki, og áttu höfuð — (þeirra Bjamia og Eimarts —!) að skaga upp úr pokanum. Þetta er ein af þeim kynjasög- um, sem upp komu í sambandi við þessa atburði, og ekkert mark er á takiandi. Öðru máli kynni að gegna um skuggana, sem sézt hafa „lyftast og líða um hjarn“ á þessum slóðum. Þar vill einmitt svo til, að skil- merkt og trúverðugt fólk, sumt nú lifandi, telur sig hafa orðið þeirra vart. Má þar nefna frá- sögn Guðmundar fró Miðdal, „Skuggamir á Kili“ (1929) og Magnúsar stjómairráðsdyra- varðar Vigfússonar, (1899). Greinilegust er frásögn hinna tveggja útlendu kvenna, (Grá- skinna, III), hvoruig hatfði heyrt um „fyrirbrigði“ þessi áður, en þær töldu sig hafa séð móta fyrir eins og „flöktandi skuggum“ gegnum tjaldið í morgunsólinni, og var um leið sem dimmdi í tjaldinu. Athug- uðu þæa- fyrirbrigði þessi góða stund, og sáu greinilega móta fyrir mannsmyndum í skuggun- um, er virtust hreyfast fram og aftur fyrir utan tjaldið. „Virt- ist fyrsti skugginn skýrastur og stærstur, en sá síðasti miklu lægri en tveir þeir fyrstu" Greinilegastur var fremsti skugginn, sem „virtist vera af háum manni, nokkuð álútum, í nærskornum klæðnaði, en með klút eða eitthvað þess háfctar um hálsinn, og tók hnúturinn upp að hökunni, en endarnir stóðu nokkuð út frá brjóstinu". Andlitsfalllið sást glöggliega, en það var „nokkúð stórskorið og var sem blautt hárið héngi nið- ur á ennið og axlirnar“. Fóru konumar út og aðgættu í kring um tjaldið, þ.á.m. hvort stög þess gætu valdið missýningum, en það reyndist ekki vera. „Fara þær þá inm aftur, og rétt strax sjá þær sömu sýnánia, en eitthvað óglöggvar, þó að'gættu þær þetta langa stund, unz skuggarnir hurfu með öllu“. Nú geta menn vitanlega rengt þessar frásagnir, eftir því, sem hverjum einum lízt eða gott þykir. En hér kemur fleira til en vætti þess fólks, sem nú var rakið. Enn er ógetið þeirrar heimildar, sem gerir sögu þessa hvað sérstæðasta, — og mark- verðasta, sé hún skoðuð í því samhengi, — og það er frá- sögn Gísla Konráðssonar í Þætti Grafar-Jóns og Staðar- manna. En hann segir frá því að er líkaleitin á KiU hafi sitaðið í viku, og án árangurs, þá hafi fyrirliði fararinnar, Eggert prestur Eiríksson á Löngumýri, skýrt svo frá: „Það var þá aptan einn, þá sól var til fjalla runnin, og leitarmenn vora komnir til tjaldis sins, að þeim sýndist stór mannskuggi ganga fyrir tjaldið, þeim megin sem aptanskinið var að, og litlu síð- ar annar minni og á eftir hon- um hinn minnsti . . . Við það góu hiuindar þeima . . .“ „Bar leitarmönnum saman um að svo sýndist þeim, og fóru heim við svo búið“. — S. Ól. 5) ,,Galdramaður“ þessi mun hafa verið dóttursonur Magnúsar á Fossá í Kjós, sem almennt var grunaður um að myrða ferðamenn til fjár. Fyrir rúmum 40 árum fundust bein eða önnur ummerki í landareign- inni, og taldi Hannes í>orsteinsson sig geta sagt til um, hver þar myndi hafa myrtur verið, og dysjaður. Er þetta enn nokkurt sýnishorn eða dæmi um slíkt frá fyrri öldum, þótt ekki hafi komið til kasta yfirvalda. 6) Þeir Sigurður og Björn bjuggu að líkaránsgrunsemdunum alla ævi. Sem dæmi má nefna, að þegar Björn kvæntist, (hann var T6 ára er hann kvæntist í síðara sinn), var hann í kerknivísu einni kallaður „gamall kroppaþjófur“! Þeir urðu báðir auð menn miklir, og var því almennt trúað, að stofninn að þeim auðæfum væri líkaránsfengurinn á Kili. 7) Jón Egilsson á Reykjum var skáldmæltur, orkti m.a. Blómstur- vallarímur, drápu um veturinn Hreggvið o.fl. Ekki mun neitt hafa varðveitzt af skáldskap hans, og tel ur Magnús á Syðra-Hóli, að því muni flestu hafa verið brennt að honum látnum, vegna þess óþokka, sem fólk hafði á „galdrakukli“ hans. 8) Fróðlegt væri að rekja ítarlega ættir frá þeim mönnum, sem áttust við í hinum frægu líkaránsmálaferl- um. Er það að nokkru gert í „Skag firzkum fræðurn", sérstaklega Reyni staðarfólks, þar sem getið er ýmissa helztu andans manna þjóðarinnar, Einars Benediktssonar, Sigurðar Nor dals, Indriða Einarssonar o. fl. Af Birni Illugasyni er komið margt nú- lifandi manna, Einar B. Guðmunds- son, hæstaréttarlögmaður o. fl. Með al niðja Jóns á Reykjum má nefna Stephan G., en Sigurður sonur hans átti ekki afkomendur, en tók til fóst urs ungan svein, er síðar varð pró fastur í Glaumbæ, og byggði hinn fræga bæ, sem nú er byggðasafn Skagfirðinga. í þeim bæ er varðveitt járnslegin skjalakista þeirra Reyni staðarhjóna. Sonarsonur hans er hér aðshöfðinginn Jón á Reynistað, fyrr um alþingismaður. Helmingur hins mikla Krossanesauðs gekk til Fjölnismanna 1 Kaupm.h (Brynj. P.) en hinn helm. til fóstursonarins, og þaðan að nokkru til núlifandi Reyni staðarmanna. Hefði það þótt ólikleg spá á sínum tíma, að eftirkomendur „líkaránsmannanna“ ættu eftir að sitja sjálft höfuðbólið, Reynistað. 9) Samkv. skýrslu Tómasar á Flugumýri átti fremsta líkið í tjald inu, (sem þeir töldu vera Bjarna), að vera í bláum fötum. Hins vegar hafa þau munnmæli og hjátrú hald izt í ætt Reynistaðarmanna, að eng- inn í þeirri ætt mætti ganga í græn um fötum, af því að Bjarni Reyni- staðarbróðir hafi verið grænklæddur er hann fórst á Kili, sbr. Ævisögu sr. Arna Þórarinssonar, Indriða Ein arsson o.fl. heimildir. Sé þetta rétt hefir líkið þá ekki verið af Bjarna, sem kemur heim við það, sem hér hefur verið haldið fram. Til gamans má geta þess að Einar Ben. var bein línis ,,hræddur“ við grænan lit, og svo mun vera um suma afkomendur hans. 10) Meðan á málarekstrinum stóð var Jón Egilsson, þá gamall orðinn, hrakinn af ábýlisjörð sinni, (í hefnd arskyni auðvitað); hafðist hann við í koti einu í grenndinni, þar sem hann tók sótt mikla og stranga, svo að hann bar vart af sér. Þóttu stun- ur hans og dauðastrið með þeim ólík indum, að fólk flýði af bænum. Var þetta vitaskuld sett í samband við galdraorð hans og illar ásóknir, og líkaránsgruninn, sem við þetta færð ist mjög í aukana. Að síðustu lét hann bera sig niður í bæjardyr, þar sem hann andaðist, eftir mikil harm kvæli. 11) í grein Ben. frá Hofteigi örlar á þeirri hugmynd, að um eftirför byggðamanna kunni að hafa verið að ræða: „Ríði Jón einhesta norð ur, er hann á flótta. Og undan hverju, ránsmönnum og manndráp- urum“. Ekki virðist höf. samt trúað ur á þessa tilgátu. 12) Enginn vafi er á, að sr. Oddur í Miklabæ hefir verið myrtur, enda mun beinagrind hafa fundizt í fjár hústóft á næsta bæ fyrir 20—30 ár- um, sem varla getur verið af öðrum en honum. Hefir hann verið dysjað ur, auðsjáanlega til þess að leyna áverkum, en bæði hann og fylgdar maðurinn voru fullir er þeir fóru frá Víðivöllum. Er þessi fræga drauga- saga gott dæmi um það, hvernig valdstjórn og refsivald hafa einatt verið leidd á villigötur með alls kyns drauga- og kynjasögum. Bjarna-Dísa er drepin upp á heiði, viljandi eða óviljandi, en síðan logið upp að hún hafi verið að ganga aftur, og sú skýring látin nægja! — Meira^ að segja hið fræga ævintýri um Ólaf Liljurós (frá Færeyjum eða héðan), er sennilega ekki annað en morð- saga, maðurinn er i kvennastússi, með fleiri en eina og fleiri en tvær í slagtogi, og loks kemur sú, sem stingur hann með hnífi, trúlega í afbrýðiskasti? Síðan er gerð úr þessu álfasaga og danskvæði áður en nokkuð er farið að rekast í mál- inu frekar. Ábending Reykjavík 10. okt. 1969. í TILEFNI ummsela blaða- maninis, sem fram komu í vfð- taH við ungan arkitekt í Les- bók Morguniblaðsinis 5. okt. sl„ um sérstöðu hans sem sikipu- lagsfræðings á ísilainidi, viílíl stjóm Arkitektafélagis íslamds taka fram eítirfarandi: Skipuilagsfrseðingar meðal arkitekta teljaist þeir arkitekt- ar, víðast (t.d. á Norðurlönd- um), sem að kuknu venjulegu arkitektanámi, leggja stund á fnamhaldsmiám og störf við skipulagsmál hjá viðurkenmd- uim hásfcólum og/eða skipulags séi'fræðingum, svo sem íslenzk dæmi eru um. Á Norðurlöndium, Þýzkalamdi o.fl. löndum lýkur slíku námi eða/og störfum ekki me'ð prótf- skírteiinum. í suirmum löndum, sem í him- um emgilisaxmeska heimi, er einruig ýmis annar háttuir á hafður, svo sem prófskírteini eftir lengri eða skemmvri nám- skeið í skipulagsfræðum. Stjórn A.í. teluir rétt að of- amgreindair upplýsingar komi fram, til þess að forðast mis- skilnimg, sem aí fyrrgreindium ummælum kynmi að leiða. Stjórn A.í. 26. október 1069 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.