Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1969, Síða 14
VIÐ erurn stundum minnt á þá
bjartsýni, sem menn segja, aö hafi
ríkt um aldamótin síðustu. Það
hafði verið vorhugur, líkt og eftir
harðan vetur og von um betra líf
í einu og öllu, jafnvel vissa. Sú
vissa byggðist að verulegu leyti á
því, að tœknin mundi skapa betra
og fegurra líf meö því að létta af
fólki þeim gífurlegu byrðum erfið-
is, sem þá voru jafnan samfara lífs-
baráttunni.
Norðanmenn, sem gengu til sjó-
róðra undir Jökul og Skaftfelling-
ar, sem héldu á hestum sínum yfir
óbrúuð fljóf til að sœkja sér nauð-
synjar út á Eyrarbakka, þeir hefðu
ugglaust trúað því, að framtíð flug-
véla og bíla og annarra vélknú-
inna farartœkja mundi bera sjálfa
hamingjuna í skauti sér. Og þótt
enn lifi þriðjungur aldarinnar, hef-
ur víst allt það verið fundið upp,
sem vísindamenn aldamótanna
dreymdi um. Nú finnst okkur, að
möguleikinn til að lifa mannsæm-
andi lífi hvíli á tækninni. Hvers
konar líf vœri án rafmagns, án
síma, án útvarps, flugvéla, bíla og
allra þeirra óteljandi smáhluta,
sem við notum daglega og eru af-
kvæmi tœkninnar. Meira að segja
höfum við beizlað kjarnorkuna og
komizt til tunglsins. Er það ekki
kóróna þessa mannlega sköpunar-
verks?
Ef til vill, en engar rósir eru án
þyrna. Með beizlun kjarnorkunnar
til hernaðarþarfa varð fyrst alvar-
lega vart við ugg um framtið
mannsins. á jörðinni. Menn eygðu
þann möguleika, að hin merka upp-
gatvun kynni að útrýma mann-
kyninu, þar sem félagslegur
þroski tœki litlum framförum og
væri engan veginn samferða tœkni-
legum nýjungum. Skáldin höfðu
miklar áhyggjur af framvindunni;
þau ortu mikið um Sprengjuna á
fimmta og sjötta áratugnum en ein-
hverra hluta vegna er það minna
nú orðið. Menn vissu, að andstœð
stórveldi geymdu atómsprengjur í
eldflaugum og svo að segja með
einu handtaki var hægt að taka í
þennan ógnvekjandi gikk.
Þannig hafa ár hinna gagnkvœmu
ógnana liðið og nú er sjaldnar
minnst á þennan háska en áður.
En nú er víða farið aö tala um nýj-
an voða af völdum tœkninnar;
voða, sem jafnvel kynni að ráða
miklu um framtíð mannkynsins.
Þessi nýuppgötvaða hætta er fólg-
in í þeirri gífurlegu mengun vatns
og andrúmslofts, sem nú á sér stað.
Skáldin hafa að vísu ekki ort svo
mjög um þennan voða, en sumir
vísindamenn hafa aftur á móti tek-
ið djúpt í árinni og sagt, að lífs-
skilyrði gœtu víða orðið mjög óviss
eftir 1980, ef ekki verði snarlega
tekið í taumana.
Óþyrmilegast verða háþróaðar
iðnaðarþjóðir fyrir barðinu á meng
uninni, enda valda þær mestu þar
um. Nýlega var greint frá því í
fréttum, að súrefni í Rínarfljóti
vœri komið niður í fjórðapart af
því sem verið hafði, enda er nú svo
komið, að fiskar fljóta þar upp,
dauðir. I Bandaríkjunum er Michi-
hverjum fiski
útrýmzt af sömu
LLUUUI/I . i1 X-IU.fl/U-U// UIIUIIV t
/ ganvatn orðið ólíft hverji
j og sundfugl hefur útrýmzt
ástœðum. Úrgangsefnum frá stór-
iðjuverum er veitt í vatnið úr öll-
um áttum og allir sjá þann vanda,
sem hér er upp kominn, en ekki
þykir auðvelt úr að bœta.
í stórborgum heimsins er and-
rúmsloftið forpestað af sóti, reyk
og kalsýrinai frá útblœstri bif-
reiða. Ennþá er bensínhreyfillinn
allsráðandi og hvorki vilja einstakl
ingarnir afsala sér þægindum, né
heldur að hinir voldugu iðnaðar-
stólpar vilji neinu fórna af hagnaði
sínum til framleiðslu á vél, sem ef
til vill vœri ekki eins kraftmikil og
stœðist þar af leiðandi ekki sam-
keppni. í áratugi hafa menn verið
sannfœrðir um, að rafhreyfill sé
hin heppilegasta lausn til að frelsa
heiminn frá útblástursgasinu, en
allt um það virðist auðveldara að
komast til annarfa hnatta en að
fullkomna hann.
Þegar Thor Heyerdal sigldi á
papírusbátnum Ra langleiðina yfir
Atlantshafið í sumar, veitti hann
því athygli sér til mikillar furðu,
að víða var úthafið eins og forar-
pollur þar sem olíubrák og hvers
kyns brak flaut í þykkum flekkj-
um. Þannig getur jafnvel hafið
misst lífsmagnið. Vélamenningin er
náttúrunni fjandsamleg og að veru
legu leyti stendur það í sambandi
við þau úrgangsefni, sem verða við
bruna. En raunar er víðar pottur
brotinn: Skordýraeitur hefur verið
notað í óhófi án þess að séð verði
fyrir endann á afleiðingunum og
við þurfum ekki annað en að ganga
á nálægar fjörur til að sjá plast-
brúsaflekkina, sem ekki rotna.
Annars má segja, að við höfum
ekki mikið af mengunarvandanum
að segja, borið saman við sumar
iðnaðarþjóðir. Ennþá er tœrt eða
að minnsta kosti ómengað vaitn í
flestum ám á fslandi og nœðingur-
inn flytur óðar burtu þá óveru,
sem hér verður til af mengun á and
rúmslofti. Samt er sjálfsagður hlut
ur að vera á verði, hvar sem meng-
un getur orðið í umhverfinu og
fleygja ekki gerviefnum á fjörur
og viðavang, þar sem þau fljóta
eða fljúka um án þess að eyðast.
Gísli Sigurðsson.
Lausn á síðustu krossgátu
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
2. mióvember 1960