Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 1
Jafn gamalt mannkyninu Samantekt um skattheimtu fyrr á tímum Margir hafa skattarnir verið: Þrældómur ^ Mannskattur ^ Gluggaskattur Kvenna- búrsskattur ★ Andrúmsloftsskattur Jc Skart- gripaskattur ^ Munaðarskattur ^ Virðing- arskattur Skeggskattur ^ Fuglaskattur ★ Hvíluskattur. Enginn getur eytt meiru en Ihann afiar, án þess að illa fari. Þetta einfalda viðs'kiptaiögmál er þekkt meðal allra þjóða á öllum tímum. Það snertir ein- stakling sem fjölskyldu, þann fátæka sem hinn ríka. Og það er meginlögmál allra ríkis- stjórnia. Sérhver ríkisstjórn verður að gera fjárha'glsáætlun, þar sem tekjur og gjöld svaira til hvors annars. Skattakerfi nú- itíma þjóðfélaga verður að vinna úr að mestu með reikni- vétan. En það þýðir að hinn almenni borgari skillur oft ekki hinn flókna útreikning við það. Jafnvel sérfræðimgarnir eiga fullt í fanigi með að hafa yfir- Œ'it yfir skat'takerfið, því víða eru nöfn skattanna svo mörg að þeir geta ruglazt í því, hvað er hvað. Franski gamanteikjahöfund- urinn Verneudl orðaði það á gamamsaman hátt í bók sinni „Kennslubók fyrir s'kattgreið- endur“ á þann ve»g, að „þeir sem ekki skildu skattakerf- ið, yrðu að greiða hluta af skatti þeirra sem skiildu það of vel“! Söguökráninig og skáldskap- ur allra þjóða og alira alda igeyma ótal tilvitnanir um ekattamál, þar sem vitnað er til þrældómslaga o»g annars þess háttar. Augsýniilega hafa þeir á fyrri tímum verið marg- fallt harðdrægari og persónu- legri, he'ld'ur en við þekkjum almennt til nú á tíimum, sem bygg't var á gjörræði valdhafa hvers tíma og hugvi'tissemi til skattpáninigar þegnanna. Jafnvel áður en maðurinn komst á svonefnt menningar- stig, var hann háður ska/tit- lagningu. Iiægt er að finna daemi um Slíkt meðal frum- stæðra þjóðifloklka í Ástralíu., ®em lifa þar á samia stigi og steinaldarmaðu'rinn. Minnstu samfélög þessara þjóðfélags- brota hafa 20—30 manma hópa, sem sjá uim veiðar fyrir ailan flokkinn og er skylt að láta hliuta af veiði sinni til allilra. Uppskiftin fara eftir mjög miákvæmiuim reglum, og skattsvik eru nær óþekikt, því skatt'greiðendurnir trúa á guði og djöfla, sem muni hegna þeim grim.milega fyrir slíkan óheið- arieika með veikindium eða snöggum dauðda.ga. Fyrsitu skaititalög sem kuinn- U'gt er um eru frá Egyptalandi, Kína og löndu'nuim mi’lli Tigris og Eufrat. Á 5.000 ára gömlum fieygirún.a töffum er skráð, að það sé eðfilegt að tigna prins eða konumig, en mönnum beri að óttast ska.ttstjórann. Frá svipuðum tíma er elzta skrá- setning sem fundizt hefur í rúst um Sumerisku borgarinnar Lagash um sikattlagnimgu þar. Ein elzta skat'tila'gninigarað- ferð sem almennt tíðkaðist var þrælahald fyrri alda, og þekkt- ist einnig í Evrópu. Það var greiðsla með líkamlegu erfiði. Frægasta dæmið um siíkt, er bygging Cheops pýramídans í Egyptalandi. (Um 2500 f. K.) Hann var um 20 ár í byggingu, og talið er að um 100,000 manns hafi verið þar stöðuigt að vinnu. í þetta stórbrotna minn- ismerki voru motaðar stein- blokkir a»llt að 300 tonn að þynigd, sem fluttar voru aila l'eið frá Ethiópíu og aillit unnið af hamdafli. Til eru steinskurðarmyndir á minnismerki frá borginni Sakkar, um 2300 árum f. Kr. sem sýna fólk vera að greiða skatta sína í nautgripum, korni og öðrum landbúnaðarvörum. Forn-Eigyptar voru skyldaðir til þess að krjúpa á kné fyrir Skattheimitumönniuim tii þess að biðjast vægðar. Sem var þó ekki alltaf fyrir hem'di. Salómon konungur, sem við þekkjum úr biblíunni þurfti að hafa þúsumdir þræla til þess að safna saman og flytja sedruis- viðinn, sem notaður var til byggingar hailar hans í Líban- on, og í skipabyggingar. Minos konungur á Miðjarð- arhafseyjunni KrJt byggði upp menninga'rþjóðfélag, sem stóð yfir tímabilið 3000 til 1200 f. Kr. innleiddi ja.fnvel manmfórnir við skattlagningu. Grikkir mót uðu utm hann þjóðsaignamynd- ina um Minotaurusinn siem áttti að leymast í kast'aianum Knoss- us, þar ssm fórna varð ung- meyjum og unigum piltum hon- um til viðurværis. Hinir mibliu herkonungar Rómaveldis léitu reisa ótal minnismerki um hernaðarsigra sína, og notuðu hertekna menn í þrældómi til þess að byggja þau. Slíkar aðiferðir urðu til þess að hinir innfæddu Rómverjar voru ánægðir með skatta S'ín'a, sem voru litlir eða en.gir, því þeir höfðu þannig aðra til þess að greiða fyrir sig. Sikattbænd- ur voru skyldaðir tiil þess að greiða háar u.pphæðir hvert ár, og skattpínin.gin oft svo tak- markalauis, að almenninigur ótt aðist og hafaði skattheimtu- memnima, svipað og böðlar og pyndingamenn miðaldanna voru hataðir. Að Kriistur sat við sama borð og þeir var talið til umburðarlyndis. En síðar kom að því að Róm- verjarnir sjálfir urðu að greiða ska/tta. Ágús'tus keisari inn- leiddi hinn svonefnda einn prosent skatt, þekktur undir heitinu „centesimia“ (hundraðs- hluti) sem ennþá er motað á okkar ítJÍmum í peninigahlútfarli. Þegar Titus, sonur Vespasians keisara átaldi föður sinn fyrir að íþyngja þegnunum um of með skattliagningu, tók keisar- inn gu'l'lpenimg renndi honum undir nef hans, og spurði hvort hann lyktaði nokkuð! Meðferð á skattþegnum sem tregðuð'ust við greiðslu var ekki af blíðustu gerð á mið- öldum. Þeim var varpað í fang- elsi, settir í ískalda dimma klefa, þar sem rottur og mýs höfðuist við, og ef það hafði ekki tillætluð áhrif var pínimg- arkilefinn næsta stig. Þeir sem ekki greiddu skatita sína skil- víslega og umyrðalaust áttu það einn'ig yfir höfði sér að verða hlekkjaðir við árar á gal eiðuim. Franska byltingin hafði stór- kostleg áhrif á S'kattlagnimgu í Frakklandi: það var ekki aðeins að mieð einni reglugerð, voru afnumin öll sérréttindi aðaJs og yfirstétta, hel'dur var eimn- ig afnumin öll þviniguinarvinna. Á velerensrnistímabilinu um 1500 urðu borgarnir að greiða inn lieimtumönnum í reíðufé skatta sína.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.