Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Qupperneq 12
Þáttur sá, sem nú er að hef ja
göngu sína hér í Lesbókinni
mun, eins og nafnið bendir til,
fjalla um hina lifandi náttúru,
sem hrærist í kringum okkur.
Við mennimir emm svo önnum
kafnir við að hugsa um okkur
sjálfa, að varla gefst tími
til þess að virða og athuga um-
hverfi okkar. Meiri hluti þjóð-
arinnar býr nú í þéttbýli og
fjarlægist meir og meir upp-
runa sinn. Allt fram á þessa öld
voru íslendingar bændaþjóð,
sem var í náinni snertingu við
dýr og plöntur. Börnin ólust
upp með þeim og Iærðu að meta
og bera virðingu fyrir lífinu.
Dýrin og gróðurinn varð hluti
af þeim sjálfum og mótaði við-
horf þeirra til lífsins ævilangt.
Nú er þetta breytt. Kynslóð er
að vaxa upp, sem sjaldan hefur
tækifæri til að umgangast lif-
and villta náttúru. Það er þó
tiltölulega auðvelt að komast út
í ósnortna náttúru hér á landi
miðað við flest önnur lönd
Evrópu. Þess skal þó getið, að
ferðalög landsmanna innanlands
hafa aukizt mjög hina síðustu
áratugi með bættri afkomu og
samgöngum. Nú er það svo, að
menn njóta ferðalaga með ýmsu
móti. Það eru ferðir til þess að
njóta náttúrufegurðar, skoða
sögustaði og jarðsöguleg fyrir-
bæri. Menn iðka sportveiðar og
þar fram eftir götum. Allmargir
hafa náttúruskoðun sem tilefni
ferðalaga, en því miður ekki
nógu margir. Ég held, að fólk
almennt geri sér ekki grein
fyrir því hversu dásamlegur
heimur það er, sem uppgötvast,
þegar farið er að skoða Móður
náttúru niður í kjölinn. Hvers
vegna myndar IambagTasið þúf-
ur? Hvers vegna er bláliljpn
með blá-grænum lit, en ekki
grænum? Hvers vegna eru blóm
margra plantna með skærum
lit? Hvernig fer búrhvalurinn
að því að kafa niður í 1?00 m
dýpi? Hvernig má það vera, að
súlan þoli að stingja sér úr 15—
20 m hæð alla ævi? Hvers
vegna eru svifþörungar svo
mikilvægir fyrir efnahag okkar
íslendinga? Þannig mætti lengi
telja, af svo ósegjanlega mörgu
er að t.aka. Þátturinn mun leit-
ast við að svara slíkum spum-
ingum.
Árið 1970 hefur verið valið
sem alþjóða náttúruverndarár í
helztu menningarlöndum heims.
Ætiunin er meðal annars að gera
mikið átak til fræðslu almenn-
ings á þessu mjög þýðingar-
mikla menningarmáli. Það er
því ekki úr vegi, við upphaf
þáttarins, að gera náttúruvemd
að umtalsefni. Orðið náttúm-
vernd er mjög víðtækt hugtak
og mætti skrifa um það langt
mál, en hér verður rétt ymprað
á því lielzta. íbúar jarðar em
taldir vera rúml. 3000 milljónir
og á næstu 10—15 ámm «r álit-
ið að talan verði komin upp í að
minnsta kosti 4500 milljónir.
Þetta er svimandi há tal.a og
menn eru í fyllstu alvöm fam-
ir að tala um hvort nægilegt
rými sé fyrir allan þennan sæg
á jörðinni. í kjölfar þessarar
fjölgunar hefur tækni allri
fleygt mjög fram, eins og kunn
ugt er. Svo einn góðan veður-
dag blasir sú óhugnanlega stað
reynd, að við emm að tortíma
sjálfum okkur og öðrum lífver-
um, sem dveljast með okkur á
jörðunni. Þegar bók Rachel Car
sons, RADDIR VORSINS
ÞAGNA kom út í Banda-
ríkjunum árið 1962 mun
óhætt að segja, að þátta-
skil hafi orðið í sögu manns-
andans. Það er þá fyrst, sem
flestum er gert Ijóst hvert stefn
ir. Upp frá því er óhætt að
segja, að fregnir um hvers kon-
ar mengun umhverfis okkar hafi
borizt næstum daglega. Sem bet
ur fer er mengun andrúmslofts
ekkert vandamál hjá okkur enn
sem komið er. Því eigum við að
þakka m.a. veðráttunni okkar
blessaðri. Úti í hinum stóra
heimi er vandamálið gífurlegt,
sérstaklega í þéttbýlinu. Öll þau
úrggngsefni, sem frá verksmiðj-
Lollobrigida í síðpels úr sjötta
hiuta tígrisdýrastofnsins.
um, bílum, flugvélum og öðrum
tækjum valda mengun í and-
rúmslofti, sem ekki er séð fyrir
endann á. Koleinsýringur (CO)
er baneitruð gastegund, sem m.
a. er í útblástursgasi bíla. Ef
magn CO í andrúmsloftinu fer
yfir 30 hluta úr milljón skamm-
stafað p.p.m., er talið að hætta
sé á ferðum. Mælingar, sem hafa
átt sér stað í Oxfordstræti í
London, um há annatímann, hafa
sýnt 360 p.p.m. í andrúmsloft-
inu. Árið 1952 var mengað loft
í London bein afleiðing dauða
4000 manna. Nú fyrir nokkrum
dögum var frá því skýrt í frétt-
um, að um 300.000 tré í ná-
grenni Los Angeles væru dauð
eða að því komin að deyja. Or-
sökin: Eiturefni, sem blandast
höfðu andrúmsloftinu úr útblást
ursgasi bíla. Alkunna er meng-
un .andrúmsloftsins af geislavirk
um efnum, þegar kjarnorkutil-
raunir ofanjarðar eiga sér stað.
Mengun vatns og sjávar er
ekki síður mikið alvörumál. Svo
til hvarvetna í hinum tækni-
menntaða heimi er mengun
vatns gengdarlaus. Flestum er
enn í fersku minni, þegar fisk-
ar í ánni Rín fóru að finnast
dauðir hér og hvar um þessa
miklu lífæð Evrópu. Því olli
eiturefni, sem komist höfðu í
ána. Það eru ekki einvörðungu
fiskamir, sem drepast, heldur
allt líf, dýr og gróður, en gróð
urinn er undirstaða lífsins bæði
á Iáði og legi. Rín er ekki eina
v.atnsfallið, sem svo er ástatt
fyrir. Flestar ár í Evrópu og
Bandaríkjunum eru nær því líf
vana svo og mörg vötn og tjam
ir. f vötnum og sjó er ákveðið
magn af köfnunarefnis- og fos-
fórsamböndum, þar sem einhver
gróður er. Vegna hinnar miklu
mengunar hefur í sumum vötn-
um safnast mikið mjagn af efna-
samböndum þessum og þar með
orðið þess valdandi að þömng-
ar hafa margfaldast og vötnin
orðið eins og þykk baunasúpa.
Þá er mengun sjávar ekki síður
mikið vandamál. Öll efni, sem
blandast fersku vatni fara fyrr
eða síðar í sjó fram. Magn það
af óæskilegum efnasamböndum,
sem í sjóinn fer er mikið. OIíu-
mengun sjávar er vart þörf á
að minnast á svo oft, sem henn-
ar hefur verið getið í fréttum.
Við munum flest okkar eftir,
þegar olíuskipið Torey Canion
strandaði við suðvesturströnd
Englands með fleiri tugi þús-
unda af svartolíu innanborðs.
Olían rak um stórt svæði, meng-
aði baðstrendur og drap ótölu-
legan fjölda fugla. í fyrra fór
olía að vella upp úr holu, sem
hafði verið borað fyrir í sjó
skammt frá strönd Califomiu.
Nú fyrir skömmu bárust fregn-
ir um, að enn kæmi olía upp úr
holunni. Þessi mengun hefur
valdið gífurlegri eyðileggingu á
dýralifi, baðströndum o.fl. á
þessum slóðum. Um tíma var ótt
ast um afdrif sæfílahjarðar, sem
hefur látur sín í nokkurri fjar-
lægð frá slysstaðnum.
Flestar siglingaþjóðir heims
hafa nú gert með sér samkomu
lag til þess að koma i veg fyrir
mengun sjávar. Nú er t.d. olíu-
flutningaskip skyldug að hafa
útbúnað til þess að hindra, að
olía fari í sjó, þegar lestar skip-
anna eru lireinsaðar og talið er,
að þessum fyrirmælum sé hlýtt
að mestu. Aðalhættan nú er
þegar verið er að ferma eða af-
ferma olíuskip í höfnum. Hver
dropi af svartolíu, sem í sjóinn
fer, getur haft afdrifarík áhrif
á umhverfið. Þvi er ósegjanlega
mlkils um vert, að gætni sé höfð
við þessi störf. Einhver ömur-
legasta sjón, sem hægt er að
hugsa sér eru fuglar, sem eru
ataðir olíu. Eitraðar gastegund-
ir, geislavirk úrgangsefni og
önnur hættuleg efni, sem menn
hafa sökkt í sjó valda miklum
áhyggjum og hafa þegar gert
stór spjöll. Þannig mætti lengi
telja upp þær miklu raskanir,
sem orðið hafa á jörðunni vegn.a
fjölgunar mannkynsins. Þessi
mál eru komin á það alvarlegt
stig, að mönnum er orðið Ijóst,
að mikið átak verður að gera
til að sporna við totrýmingu. En
hvað um aðrar lífverur, sem með
okkur búa á jörðinni? Auðvitað
hafa þær orðið fyrir þungum
áföllum vegna alls þessa. Auk
þess hefur maðurinn verið að
ryðja dýrategundum, sem hafa
keppt við hann um landrými og
fæðu úr vegi. Ofveiði hefur
einnig aukizt mjög siðustu ára-
tugi og eru dýr af þeim sökum
að hverfa. Eitt bezta dæmi um
ofveiði eru hvalveiðar, sem voru
reknar gengdarlaust þrátt fyrir
aðvaranir sérfræðinga. Tízkan
hefu átt sinn þátt í að fækka
dýrum. Víða eru krókódílar
orðnir sjaldgæfir vegna eftir-
sóknar kvenfólksins í krókó-
dílaskinn. Dýr eins og tígrisdýr,
hlébarðar og aðrar sérkennileg
ar kattartegundir eru að verða
sjaldgæfari með ári hverju
vegna loðfelldsins. ísbjömum er
einnig að fækka af sömu ástæð-
um. Nú fyrir skömmu lét kvik-
myndastjaman Gina Lollobrig-
idia í það skína, að henni væri
nokkuð sama hvort tígrisdýrum
yrði útrýmt eða ekki. Þetta lýs-
ir frámunalegu skilningsleysi).
Hvarvetna er hætta á ferðum.
Framræsla er einnig áberandi
þáttur i fækkun dýrategunda.
Og nægir að benda á votmýram
ar, Marismas á Suður-Spáni.
Náttúmvemdarmenn reyna af
öllum mætti að bjarga þeim og
þar með öðrum sjaldgæfum fugl
um, dýmm og plöntum. Norður-
landaráð fékk málið til meðferð
ar. Ein milljón sænskra króna
þurfti til þess að bj,arga þessum
vetrarheimkynnum norrænna
fugla. En þjóðir þessar sáu sér
ekki fært að gera neitt í mál-
inu.
Hér hefur verið stiklað á
stóru um nokkra þætti náttúru
verndar. Þessi mál eru emgum
óviðkomandi og raunar eiga þau
engin landumæri. Mönnun ætti
ekki að vera sama, hvar á
jörðu, sem þeir búa, um afdrif
t.d. stóm dýranna i Afríku,
fuglalifsins á Mývatni, dýralífs
ins á Galapagoseyjum og Ijón-
pnna í Indlandi, svo eitthvað
sé nefnt. Maðurinn er eina hugs
anavera jarðar og af þeim sök-
um ber hann ábyrgð á öllu lífi.
Hér á landi er ótal margt, sem
má gera á þessu sviði. Við get-
um ekki spomað við framþró-
uninni, en við getum með fram-
sýni og góðum vilja vemdað
hluta lands okkar ókomnum
kynslóðum til gagns og fróð-
leiks. Þetta er mcnningarmál,
ekki siður en varðveizla sögu
mannisns hér á landi.
12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
25. j aruúiar 1070