Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Blaðsíða 5
'r- BÖKMENNTIR OG LISTIR 4/roíí fojaaípa Islenzk skáldsagnaritun eftir 1940 — 6. grein Ef tir Erlend Jónsson VIÐ SUÐURGLUGGANN Thor Vilhjálmsson fæddist í Edinborg, Skotlandi (1925), en ólst upp í Reykjavík, hélt til útlanda skömmu eftir stúdentspróf og dvaldist er- lendis við nám og ritstörf næstu árin; hefur raunar allt- af síðan gert víðreist um út- lönd, einkum Suður-Evrópu — Erakkland og ftalíu. Thor gerðist brautryðjandi meðal lausamálshöfunda eftir- stríðsáranna; með honum hefst nýr kapítuli í sögu íslenzkrar skáldsagnaritunar. Þegar Thor hverfur til útlanda, eru ís- lenzkir skáldsagnahöfundar enn að glíma við verkamann- inn og stórbokkann í plássinu eða þaðan af eldri mótíf; af- dankaður stalínismi eins og bögglað roð fyrir brjósti sumra; aðrir á kafi í þjóðlegri hreppapólitík; stríðsgróðinn enn í veltunni; mikið glingur á boðstólum, en horfur í menn- ingarmálum óvissar eins og gengisskráning íslenzku krón- unnar. I Evrópu kemst Thor í snerting við annars konar um- hverfi. Evrópa kennir enn til af sárum styrjaldarinnar, þæg indi eru af skornum skammti, en mikið hugsað; Eliot orðinn klassískur og viðurkenndur; súrrealisminn löngu alkunnur; Sartre tízkuhöfundur — að vinsældum helzt líkjandi við pop-stjörnur nútímans. Thor brýtur þær hömlur, sem ís- lenzkt umhverfi hefði vafa- laust búið honum, ef hann hefði haldið kyrru fyrir heima, verður eins og heimamaðuir í suðrinu og flytur svo heim með sér andblæinn þaðan. Árið 1950 sendi Thor frá sér fyrstu bókina, Maðurinn er alltaf einn, safn stuttra þátta og ljóða í óbundnu máh. Áður hefuir verið vikið að, hvernig heiti bókarinnar boðar þátta- skil. Fram að þeim tíma höfðu rithöfundar — með hliðsjón af pólitík og stéttabaráttu, lagt ofuráharzlu á gildi samfélags og tekið það fram yfir ein- stakling. Maðurinn sem sögu- hetja vaa-ð í þeirra meðförum að félagsveru og söguefnið fé- lagsleg „átök" milli manna; einn maður á sviðinu — það var óhugsandi. Eftir striðið beinist kastljós- ið að manniniurn, eins og hann er þegar búið er að færa hann úr þeim garvihjúp, sem samfé- lagið spinnur ávallt utan um hann: stöðu, metorð, markmið, félagslegan tilgang og svo framvegis. Einn kemur maður- inn í heiminn, og einh fer hanm þaðan; einn þreyr hann ævi sína — hví skyldi hann þá ekki standa einn á því sviði, sem skáldið býr honum? „Ganga upp gðtuna og ganga niður götuna, það er að Thor Vilhjálmsson stefna í sömu átt. Það er að stefna að enda götunnar. Lif vort liggur í hring frá því að vera ekki að því að vera ekki" (Maður nokkur hugsar á mánudegi eða einhvern annan dag). Hinar félagslegu bókmennt- ir höfðu verið miðsæknar í tíma og rúmi, miðazt við til- tekinn stað og stund, ein- beinzt að vandamálum líðandi stundar, eins og þau ein væru algild og varanleg. En eftir stríð taka ungir höfundar að skyggna mannlífið án afmark- aðs rúms og tíma, meðal ann- ars fyrir áhrif frá Eliot og tímahyggju hans (Thor valdi bók sinni næsta heppileg og lýsandi einkunnarorð úr leik- riti Eliots, The Coctail Party). Maðurinn i timanum, óendan- legum og afstæðum, og þar með tímalaus í sagnfræðilegum skimingi, kemur í stað manns- ins í náttúrunni, sem var hinn rómantíski staður hans, og mannsins í hinu borgaralega •umhverfi, sem síðar var hinn félagslegi staður hans. Þetta afstæða tímaskyn kemur með- al annars fram í Tímanum og vatninu eftir Stein Steinanr, Dymbilvöku Hannesar Sigfús- sonar; einnig — og ekki síður — í Maðurinn er alltaf einn eftir Thor. Hér skulu tilfærð þrjú dæmi úr jafnmörgum þátt- um þeirnaa- bókar: „Það gerist ekkert nema þetta, enginn atburðuir, bara þetta að þeir ganga. Þess vegna er eins og enginn tími sé. Kannske er til tími en hann er ekki hér. Hann er þar sem þetta endar ef þetta end- ar" (Maður og skuggi saman áferð). „Hann stóð kyrr og horfði á hana og hugsaði um það hvem ig lótusblómin fljóta eftir eilif- um fljótum þar sem heilagir menn standa naktir með borð- ið við brjóst og ausa sig tíma- lausu vatni" (Ekki neitt). „Þú horfir ofan á hinn svarta depil sem ert þú og hugsar uan það til að losa um farg hinnar tímalausu eilífðar, til að ljúga tíma í tómið svo að þú fáir viðþol eitt örlítið tilbúið augnablik" (Borgin). Við þessi dæmi mætti ef til vill bæta niðurlagsorðum þátt- arins Ein:.....nú var enginn tími lengur til og þau voru ein eftir." Maðurinn er alltaf einn er því, með öðrum orðum, tíma- laus bók miðað við venjuleg- an skilning orðsins tími — ger- ist ekki á neinni tiltekinmi stund. En bókin er ekki aðeins tímalaus, heldur einnig staðar- laus: „Svo ert þú einn einn á endalausu malbikinu sem er eins og takmarkalaus yfirgef- inn flugvöllur, eftir að mann- kynið ar útdautt. Þú gengur þar einn, enginn nema þú, í gránri birtu eilífðarinnar og sérð sjálfan þig ganga þar sem örsmáan svartan depil á grárri víðlendu án takmarka" (Borg- in). Þættir þessarar bókar (Mað- urinn er alltaf einn) gerast sem sagt ekki í nafngreindu landfræðilegu umhverfi, held- ur á nánast auðu sviði, sandi, skógi, malbiki; án kennileita, sem gefa til kynna mannvistir. Á þessu sviði hrærist maðuir- inn andartak. Áður en hann varð til, var ekkert, og eftir að hann hveirfur, er líka ekkert; hann veit ekki annað en það, sem hann þykist skynja, einn- ig rúm og ríma. Allt í kring- um hann er því dauði, myrk- ur, ekkert: „Hann tók hendur úr vösum, rétti þær fram fyrir sig og ætl- aði að rifa myrkrið frá því að hann hélt að það væri tjald en greip í tómt og myrkrið var ennþá eins og kolsvört hálf- kúla, lögð yfir landið og hann var lokaður inni í henni, fangi, fangi" (Post). Vera má, að yfirbrago' þátt- anna í Maðurinn er alltafeinn þyki nokkuð dapurlegt, sé það mælt á kvarða hefðbundins raunsæis. En þá ber að geta, að þættirnir eru samdir rétt. eftir styriöldina og í umhverfi, sem enn var merkt eymd og dauða. Þess gætir nokkuð, að bókin ea? byrjandaverk, Thor átti eft- ir að gera margfalt betur síð- ar. Samt er Maðurinn er alltaf einn í sumu tilliti markverð- asta bók síns höfundar, þar eð hún er í svo mörgum skilningi tímamótaverk, Maðurinn er alltaf einn ber þannig með sér hrjúfa, en heill- andi áferð frumraunarinnar. I samræmi við stíl og efni bókar- innar, tóku eldri gagnrýnendur (henini með tortryggni og varúð — bezt að sjá, hvað setur — en unga fólkið tók henni fegins hendi — loks bar þó nokkuð til nýlundu í öllu fásinninu. Milli fyrstu og annarrar bókar Thors liðu svo fjögur ár. Thor virtist ekki mundu verða afkastamikill rithöfundur af fyrstu horfum að dæma, en það fór á annan veg. Dagar mannsins (1954), en svo nefhdist næsta bók, er eins og framhald af Maðurinn er alltaf einn, safn stuttra þátta; stíllinn svipaður, efnið áþekkt; en höfundur hefur nú hvort tveggja betur á valdi sínu. í sumum þáttunum hverf- ur Thor nú frá fynra tima- leysi, sögurnar gerast á stund og stað, hneigjast jafnvel í átt til hefðbundins smásöguforms; t, d. fyrsti þáttur bókarinnar, Snjór í París, sem er samsettur úr sex svipmyndum frá París, árstíðin tengir þær saman: það snjóar. Sama máli gegnir um Þrjú eða fjöguir, sem er í raun- inni mjög hefðbundin smásaga um margnotað efni. Forvitni- legt er að virða þann þátt fyr- ir sér og geta sér til af hon- um, hvar Thor stæði nú, ef hann hefði lagt rækt við hefð- bundið söguform. Slík getgáta leiðir þó aldrei til niðurstöðu, þar eð enginn veit nokkru sinni, hvað hefði orðið í slíkum tilvikum. En saklaust er að gizka á, að Thor hefði getað sent frá sér hugtæk verk- í þeim dúr einnig. Margir þættirnir í Döguim mannsins eru skrifaðir áður en fyrsta bókin kom út eða með öðrum orðum mjög skömmu eft- ir strið. Skuggi styrjaldarinn- ar vokir enn yfir sviðinu, lífið er enn ekki komið á hreyfing; sú auðn, sem dauðinn skilur eftir sig, blasir enn við, kyrr og köld. Thor túlkar þá auðn- artilfinning í nokkurs konar kyrrlífsmyndum. Perpetuum immobile heitir t. d. ein slík og ekki lengri en svo, að vel má tilfæra hér í heilu lagi: „Mannlaus hús um nótt og rúm sem enginn ssfur í. Blind augu í frostinu fyrir utan hús- in sem stara í órjúfandi myrkx- ið og orðlausar varir í mold- ugri þögn grafarinnar. óhrein- ir diskar á borðinu með storknaða feiti handa flugun- um sem liggja á bakið í glugga kistunum eða eru fastar í köngulóarvefnum í loftinu eða i lampanum. Það eru húsin sem standa afskekkt eins og Hanna Kristjónsdóttir Ég hef horft Ég hef horft a spor þín hverfa í myrkur þögult fótatak f jarlægðist andardrátt minn. tJti í myrkrinu stendurðu einn og ég finn ekki hönd þína næ ekki hönd þinni. 1. febrúar 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.