Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Blaðsíða 6
steingervir risar um nótt í hel- kaldri þögn sem hrímgar rúð- uirnar með engin andlit til að braeða frostrósir og horfa út á snjóinn þennan vetur. Mann- laus hús um nótt ..." I öðrum þáttum er Thor enn að velta fyrir sér viðfangsefn- inu: tímanum. Hvað er tími? „Hann fór um stumd án þess að hún væri stutt eða löng, tíminn hafði ekki þýðingu lengur og kom ekki til greina unz hann mætti leitarmönnun- um og þá varð hann til á þann hátt að honum hugkvæmdist að spyrja þá hvað tíma liði, ekki af því að hann þyrfti að vita það heldur til að segja ,_ eitthvað við þá, ná sambandi af vana sem einhvern tíma hafði kannski haft þýðingu, síðar líklega kurteisi eða þjóð- félagskækur, nú aðeins tómur thugsumarlaus vani sem maður gaf ekki gaum sjálfur." Þessar málsgreinar eru teknar upp úr Gamalli sögu, sem er þjóðleg draugasaga með existensíalískum tilbrigðum. Draugurinn er draugur, af því hann getur aldrei orðið sam- ferða (öðrum) mönnum, ekki einusinni í tímanum: „Hvern- ig sem hann reyndi að ná fundi þeirra og verða þeim samferða var hann alltaf ann- að hvort á undan þeim eða eftir." Leyfum okkur að skilja sög- una táknirænt, ef okkur lang- air einu sinni til. Sama einsemdartilfinning — að maðurinn sé alltaf einn í ireynd þrátt fyrir návist ann- aitra manna, er líka túlkað ,. táknræwt í Fundi, örstuttum þætti: „Holdsveiki maðurinn situr á steini og horfk á kjúkur sín- ar meðan blindi maðurinn tal- ar og segir honum frá stjörn- unum á vorin og hvernig mán- inn baðar sig í lygnum tjörn- um og malbikinu á götunum þegar það hefur rignt. Heyrnarlausi maðurinn horf- ir bænandi á þá og neynir að sjá hvað þeir eru að tala um." í næstu bók, Andliti í spegli dropans (1957), hverfur Thor ekki frá gátunni um tímann og varundiwa, en gefuir meiri gaum að manninum sem yrkis- efni; manninum í leit að stað sinum og stund og — sjálfum sér: „Hvar var hún núna? Hvenæir er nú? Hver er ég?" — Og mannkvum í leit að markmiði, hamingju má kalla það, ást, eða hverju sem hönd á festir. „Hún verður hamslaus 'eins og hið frjálsa villidýr skóganna miklu sem berst fyr- ir lífi sínu af ölluim mætti og reynir með því að sannfæra sig um að þetta sé ástin mikla." Þessar tilvitnanir eru tekn- ar upp úr sögunni Þau, bezta og fágaðasta þætti bókarinn- ar; einkunnararð eftir Dylan Thomas. f þeinri sögu er mað- urinn afhjúpaður — færður úr því prjáli, sem menningin hef- .* ur á löngum tíma íklætt hann, til að hann sýnist öðru vísi en hann í raun og veru er, og eftir stendur hann nakinn með f rum hvatiir sínar, leitandi svölunar eins og hinn fyrsti maður. En þrátt fyrir allt mun hann ekki slíta sig úr tengslum við um- hverfi það, sem forsjónín hef- ur einu sinni kjálkað honuim niður í, en rekur sig hvar- vetna á það; hann er flæktur í því eins og fiskur í neti. Og hvað er þá eftir ne-ma gefast upp, hætta að berjast fyrir því, sem maður taldi eftirsóknar- verðast, og „búa sig undir frið- sæla daga ellinnar"? Hin, nokkrar Iitlar myndir af manneskjunni í þeim stóra heimi — svo heitir samsafn fremur stuttra þátta; megin- hluti Andlits í spegli dropans, eru sundurleitar myndir og mis- jafnar, en þær beztu magnað- ar með spennunni milli hins sagða og ósagða; hlutum, sem eru leynt og ljóst gefnir í skyn; hálfkveðnum vísum. Þegar á allt er litið, mátelja tvær fyrstu bækur Thors fnum raunir og tilraunir, en Andlit í spegli dropans fyrsta verk hans sem þroskaðs listamanns. Thor er þá búinn að aga stíl sinn, fullkomnia (frásagnar)að- ferð sína og ná slíkum tökum á efni sínu, að ekki fer á milli mála, að kunnáttulega er á haldið. Að vísu eru þættir bókarinnar nokkuð misjafn- ir og ef til vill mismikið unnir, en þeir beztu mega teljast til hins albezta, sem Thoir hefur sent frá sér, t. d. áðurnefndur þáttur, Þau. Höfundur er bú- inn að skapa sér eigin stíl, mjög persónulegan og frá- brugðinn stíl annarra höfunda (áhrifa frá Laxness gætk þar ekki teljandi, þó sumir álitu svo vera); stíl, aem úir af nýj- um og óvæntum, en engu síður rökréttum hugmyndatengslum, svo lesandirm hefur varla við að átta sig: hvernig fer einum manni að detta í hug svona margt? spyr maður sjálfan sig. Thar er afar næmur á hið fína í mannlegum samskiptum, það sem ekki varður með ber- um orðum sagt, og skynja/r öðrum monnum betur samræmi lífs og listar. Og náttúrulýs- ingar hans í víðtækustu merk- ing orðsins — einnig borgin, því borg og allt sem henni til- heyrir er líka náttúra — eru næstum sér á blaði. Svona lýs- ir hann t. d. dögun: „Næturhiminninn fór að tæt- ast, það komu grænar skurfur á hann sem opnuðust á gátt eins og vaör, það var brugðið finginum upp í og rifið út úr; og dökk skýjabreiða næturinn ar var gamalt klæði sem ókunnir kraftar togast á um, það fer fyrst að gisna á við- kvæmuim stöðum þar sem tím- inn hefur nuddað sér ákafast utan í það, svo springa göt á það og út vellur sagið, efni í nýjan dag. Hann streymir fram úr sinni Ijósu blágrænu lind. Hann streymir fram, svo koma önnur ljós utar og þeim stafar út, nýir litiir fálma eftir sínum kanón í tónum dagsins, þá veröur daguir" (Þau). Þetta er ómenguð náttúru- lýsing. Á það hlýtur hver maður að fallast. En borgin — hvað skal segja um hana? „Vorið kom líka á Montpar- nasse. Þá streymdi það upp gegnum innsigli malbiksins og andaði með órósemi í sárt leiknu hjarta nýju laufi á hin gömlu tré. Og eitiraðar gufur hverfisins öðluðust nýjan seið, minni völvunnar sem bruggaði gestum örlög örvaðist, hún mundi aftur fornar þulur, og þegar hún fór að muna spruttu ný tilbrigði í heiðnum sefa hennar, og galdurinn ríkti aftur í hverju glasi, spratt ungur fram af hverjum sprota, átti heiminn" (Gamall maður á Montparnasse). Skyldar þessum náttúrulýs- ingum Thors eru mannlýsingar hans, sem gegna miklu viða- meira hlutverki í sögum hans en genigur og gerist í skáld- verkum. Sumiir hafa líkt sög- um Thors við kyrrlífsmyndir. Aðrir hafa líkt þeim við kvik- myndir. Kristján Karlsson fer sanni nær, þegar hainin nefnir bæði myndlisit og kvikmynda- tækni sem fyrirmyndir að sögutaekni Thors. Þó furðu megi gegna fljótt á litíð, bera sögur Thors með sér hvort tveggja: kyrrð skuggamyndar- innar og hraða kvikmyndar- innar. Má ekki líkja þeim við kvikmynd, sem er sýnd ýmist hægt eða hratt og stundum al- veg stöðvuð? Þó myndin standi kyrr við og við, er hún engu síður þrungin krafti hreyfing- arinnar. Spennan er fólgin í því, sem hefur gerzt og á eftir að gerast. Eigi að benda á slíkan samsetning mynda, kyrra sem kvikra, og þó fleiri kynra, mun nærtækast að nefna síðustu bók Thors, Fljótt fljótt sagði fuglinn (1968), sem margir telja mesta og bezta verk hans. Þaðan má sem dæmi tilfæra eftirfarandi málsgreinar til áréttingar nefndum staðhæfingum: „Fagurmótað andlitið sem í hvíld sinni bjó yfir varúð og var í senn mjúkt og skairplegt við hvítan vegginn sem tók við skugga af vangasvipnum sem teygðist og færðist úr sín- um nettu formum og vairð að andstæðu sinni: hrikalegur og uggvænn einsog hatursfull áróðursmynd lygaraæ. Það stirndi á hár hennar einsog þangað hafi fallið fín- gert inegn af örsmáum stjönn- um áramótafagnaðarins og lifðu þar áfram fyrir framtak ljósmyndarans." Gefum gaum að síðustu orð- uiíum — „lifðu þar áfram" og svo framvegis. Einnig þannig eru kynrlífsmyndir Thons, portret hans og svipmyndir; þær segja sögu; segja, hvað hefur gerzt; það, sem hefur gerzt, lifir áfiram í þeim. Tím- inn ristir rúniir sínar í ásjón- una; þar skrást atburðir lífs- hlaupsins; og sé myndræma lífs hlaupsins stöðvuð andartak, þá má samt lesa alla söguna út úr þeinri einu mynd, sem blasir við í það skiptið. „Hann vildi ekki sjá þennan fagra munn hennar sem bar ýmist fram dýra póesí eða grófar klámsögur með sjálfs- vorkunnarfullri kaldhæðni, nautn sjálfspyntingarinnar í endurminningum blóðskamm- arinnar, þessu ægði saman" (Fljótt fljótt sagði fuglinn). Fljótt fljótt sagði fuglinn er sú skáldsaga íslenzk, þar sem lengst hefur verið vikið frá venjubundnu skáldsöguformi. Þar er ekki sögð saga í venju- legum skilningi, heldur er verkið byggt upp af raðkvæm- um og þó samkvæmum mynd- um, sem eru þverskurðuir mannlífsins án staðar og stund- ar. Andlit söguhetjanna — það er andlit mannsins án tillits til þjóðar, stéttao: og stöðu; sí- breytileg ásjóna fjöldans, þar Fraimihiaflid á Ms. 12. Réttlæti? Smásaga eftir Björn Þórleifsson Þ að verður víst ekki annaff sagt en aff mér líffi furffulega. Mér er ekki alveg ljóst, hvort ég á að hryg-g-jast éða gleðjast. Innprentuð siðferðiskennd mín segir, að mér eigi að þykja mið- ur. Samvizka mín er 'heimi ekki sammála. Ég er gjörsamlega laus við samvizkubit vegna þess sem ég gerði. Aff vísu hef- ur þetta valdið mér töluverð- um óþægindum. Blöðin hafa japlaft' á þessu og bálreiðar konur skrifaft bréfaþáttunum hvert bréfið á fætur öðru. Ég var ekki þekktur in.aftur í bæn- um áður, en nú má ég ekki sjást á götum úti, án þess að bent sé á mig. Satt er það, óþægind- in eru mikil. Samt sc.im áður finnst mér ég hafa breytt rétt. Bráðum verður þetta mál út- kljá'ft' fyrir rétti. Lögfræðingur minn er orffinn daglegur gest- ur heima og öðru hverju hring- ir lögfræðingur strákkvikind isins. Þessa bölvaða illfyglis, sem gerft'i xnér lifið að hrcinu víti. Ég man mjög vel daginn, þegar ég sá hann fyrst. iÞað er heldur ekki svo langt síðan. f haust var það. Ég Jiafði verið rá'ft'inn sem kennari við ungl- ingaskólann í bænum. Kennslu hafði ég ekki stundaS áður, en ég taldi Iiana starf við mitt hæfi. Ég hafði reyndar ekki kennarapróf, en í þessu tilfelli var stúdentsprófið mitt látið duga. Margir urðu til þess að vara mig við og sögðu að það væri erfitt fyrir byrjendur að fást viS börn á þessuin aldri. Eg skellti skollaeyrum við öll- um a'ðvöriuium <»« taldi mig fær an í flestan sjó. Ég sagði, að ég ietlafti aS forðast óþarfa liörku; gera börnin að vinum minum. Svo talaSi ég um gagn- kvæmt traust og viffkvæmar barnssálir og því um likl, og allir gáfust upp á ^ff affvara mig. Annars kom þessi fyrir- fram afstaða min þeim ekki á óvart, því ég er þekktur fyrir að vera blíðlyndur maffur og viðkvæmur, sem aldrei skiptir skíipi. Svo hófst kennslan. Fyrsta daginn voru börnin aðeins lát- in koma litla stund til þess a'ft' leyfa þeim aff átta ság á tilver- unni og gefa þeim upplýsingar um vetrarstarfið. Daginn eftir voru fyrstu kennslustundirn- ar. Ég var dálítiff óstyrkur, þeg ar ég gekk inn í bekkinn mina í fyrsta skipti, en ég harkaffi þaff af mér, bauff glaðlega góff- an dag og kynnti mig. Siffan svipaðist ég um í stofunni. Þau sátu i beinum röðum börnin og horfðu á mig. Mér sýndist ekk- ert annað en sakleysi og góff- vilji skina út úr svip þeirra. AUra fremst, alveg upp við kennaraborffiff, sat hann. Þenn an dag virtist Iiann ekkert frá- brugffinn hinum nemendunum, og meðan ég útbýtti bókum og talaði um námsefnið virtist hann áhugasamastur allra. Hann bar fram skynsamlegar spurningar um ýmislegt viffvíkj andi náminu, notaffi þá kurteis- islegt málfar og var allur hinn prúffmannlegasti. Samkvæmt bekkjarbókinni hét liami Sig- urjón og var Torfason. Seinna heyrffi ég, aff bekkjarsystkin hans kölluffu hann Jonna. Fyrstu dagana í þessu nýja starfi mínu gekk allt eins og bezt var á kosiff. Samkomulag ið viff börnin var í stakasta lagi og iiámift virtist ganga þeim vel. Ég var farinn að halda, aff samband mitt vift nemendurna væri óaðfinnan legt. Án þess að ég tæki eiginlega eftir því í fyrstu varff nú breyt ing á þessiun góffa anda, senx ríkt hafði i bekknum. Þegar cg svo fann aff eitthvað var að breytast, gerffi ég mér ekki strax grein fyrir því, hvað það var. Allt í cinu kom ég þó auga á þaff. Jonni, þessi prúffi og greindi piltur var orðinn eitthvað undarlegur. Annað veifið sat hann sem dáleiddur og starffi út í loftið, tók svo jafnvel kipp og iffaffi allur í sætinu. Hin börnin í bekknum höfffu Hka veitt þessu eftir- tekt. Jonni hafffi alltaf verið þeim foringi og fyrirmynd og nú, þegar hann tók aff gerast svona undaríegur, vissu þau ekki hvernig þau áttu aff haga sér. Fyrst í staff skipti ég mér ekki af þessu iði í drengnum, en hugsaffi þeim iium meira um hvernig á þessu gæti staffiff. Þegar námsárangur hans tók svo ;ift versna óftuiri, gat ég 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. fiebrúiar 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.