Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Blaðsíða 10
Torfkirkjan á Hofi tekuir nærri 100 manns í sæti. Hún var endurbyggð 1954. hafa verið fjórtán til sextán bönn á vetri, héldu þeir: fjög- ur eða fimm bonn fermast á ári hverju, en stundum færri. En hvað var að írétta af skemmt- analífinu. Jú, þeir héldu stund um skemmtanir á sumrin og sögðu, að fátt fólk kæmi úr öðrum sveitum, en það færi í vöxt. Þar sem eitt sinn vonx seytján guðshús, þar esr nú eitt látið duga; það er torfkirkjan, og hún stendur á Hofi. Gafl- inn er hvítmálaður með krossi efst og fallegum vindskeiðum, en tveir sexrúðu gluggar sín hvorum megin við dyrnar. í>að er samræmi og þokki yfir þess- ari torfkirkju, sem endurbyggð var árið 1954 á kostnað þjóð- minjasafnsins. Þair veltust í griasi þrír ungir menn og heimalningar tveir, og var vandséð hver hafði af því mesta ánægju. Kirkjan er stærri en ífljótu bragði virðist. Hún rúmar víst um 100 mamms I sætl, effa tæp- lega það. Þarna er messa þrisv- ar og affltt uipp í sex sÉnmiuim á ári, og kirkjusókn hefur alltaf verið fremur góð, sögðu þeir á Hofi. Áður komu kirfcjugestir inn og þágu veitingar, en nú eftir að bdlar komu til sögunn- ar og lafflit upp í sex isöninium á lagzt niður. Nú flýtir sér hver til síns heima. En búskapurinn, hvað um hann? Þeiir töldu að þar væru um 200 ær á bæ, 800 á öll- um Hofsbæjunum. En kúabú- skapuæiim nálega einvörðungu til heimilisþairfa. Þó var ekki örgnannt um, að einstaka smjör skaka hafnaði á markaði Hof í Öræfum var einn þeirra bæja á landinu, þar sem sýrukeir var höggvið í stein, og fylgdi það jafnan þess konar sýrukerum, að búskapur mundi allvel blómgast og verða án óhappa, ef þess yrði vand- lega gætt að hafa sýru í ker- inu. En kerið á Hofi var ekk- ert smásmíði: það var talið taka 18 tunnur. Þetta var gert til að göngulúnir ferðamenn mættu svala þorsta sínum. En nú, þegar sjoppuoiar hafa tek- ið við þessu hluitverki, hafa sýrukerin fallið í gleymsku og dá og verður ekki betur séð en að búskapurinn blómgist allt að einu. Niðurlag þessarar greinar birt- ist í næsta blaði. MYKDLIST Að hlusta með sjóninni Eraimih. af bls. 4 kornskrýfi með lafandi punti, fax Ijónsins, hvoftur villigalt- arins löðrandi í froðu, og fjöldi annarra fyrirbæra af sama tagi auka á fegurð alheimsins og blása mönnum í brjóst ánægju- kennd sem ómissandi hluta al- heimsins, skapaða af hinni guð- lcgu vc.ru, þó að í sjálfu sér megi þeir naumast teljast fagrir. Segja má því, að kunni maðurinn að meta tilgang al- heimsins og bresti ekki innsýn í liann, er varla sá hlutur til, sém ekki virðist á vissan hátt geta veitt ánægju. f þessum skilningi er hinn opni skoltur villidýranna, engu ógirnilegri til fróðleiks en eftirlíkingar hans í heimi listarinnar. Þar sem fer öldungurinn, mun hon- um gefast að sjá hinn fulla þroska og útlit, er honum sæm- ir, og liinu ljúfa blóma æsk- unnar getur hann virt fyrir sér, án þess. að lostafull ástriða dragi ský á augu hans. Þessu líkt mun honum farast um f jöl- marga hluti, sem ekki kunna í allra augum að sýnast við- felldnir, en mun vissulega gleðja hvern þann mann, sem er sannur skoðari náttúrunnar og handverka heoinar." Málverk er hugverk og hef- ur í kjarna sínum þann höfuð- tilgang að miðla áhorfandan- um upplifun þess, er skóp verkið. Hann er því meiri af sjálfum sér sem list hans er einstaklingsbundnari. í allri sögu listarinnar hefur það hvergi verið skráð til mikilla afreka að þjóna hinum óþrosk- uðu almennu kenndum. Hella- málverkin fornu voru ekki gerð f jöldanum til unaðssemd- ar, píramídarnir því síður. Michaelangelo hjó ekki út myndir sinar fyrir hið óþroska auga. Leonardo da Vinci horfði með stóiskri ró á hermenn eyði- leggja mesta listaverk hans, hina miklu riddarastyttu af l/Orenzo di Medici. Liistin hef- ur verið sögð gnðsdýrkun í línum, litum og formi, einnig verið túlkuð með svo einföldu orði sem miðlun. Víst er, að fjöldinn getur menntað sig í gegnum listina sem önnur þroskandi meðul, er byggjast á lífsreynslu, menntun og innsýn, en hann getur ekki gripið fram fyrir hendur listamannsins frekar en hendur skurðlæknis- ins. Og þótt almenningur sé svo mjög andsnúinn listamönn- um, er það víst, að engin stétt þjóðfélagsins hefur haft jafn ríka samkennd með honum og einmitt listamennirnir, og eng- ir hafa lýst honum betur í reisn hans og lægð. He leimurinn hló, þegar heims pressan skýrði frá amerískum málara, sem málaði eingöngu svartar myndir, en seldi þó allt. — Hefðu þeir, sem skoð- uðu sýninguna og komu frétt- inni út, rýnt lengur á hvert einstakt málverk hefðu þeir uppgötvað marga liti og marg- vísleg form, og einmitt þessi hárfína og merkilega yfirferð gaf myndunum ómetanlegt gildi. Heimurinn hló einnig er upp komst, að api hefði fengið verðlaun á listasýningu. Apar geta skynjað að marki og hægt er að kenna þeim ýmsan verknað, hreyfingar þeirra enx mýkri en mannsins og hafa yf- ir sér vissan þokka. Ekki skyldi það koma neínnm á ó- vart, þótt hjá þeim væri feg- urð að finna í myndrænum skilningi. En því miður, apans vegna, náði geta hans yfir mjög þröngt svið, en tilraunirn ar voru engu að síður athyglís- verðar. Mörgum þykir það frá- leitt, að geðveikir geti málað fallegar, tjáningarríkar mynd- ir. Margur hló, er hann las um geðveiku stúlkuna í Englandi, er hlaut fyrstu verðlaun á al- þjóðlegri sýningu þar og mikið lol' listgagnrýnenda. í ijós kom, að faðir hennar var myndlist- arkennari, mjög góðum listgáf- um gæddur — og væntanlega láta þeir menn til sín heyra, sem halda því fram, að van- gefnum og geðveikum glepjist sýn á öllum sviðum. Sænski málarinn Ernst Josephson, sem er eiiih af brautryðjendum sænskrar listar, var með ann- an fótinn á geðveikrahælum og gerði meira að segja frægar teikningar, eftir að hann var orðinn algjör hælissjúklingur. Van Gogh afrekaði það að mála 50 myndir á einu sumri, sem er máski ekki svo m.jög mikið í sjálfu sér, en þó einsdæmi í listsögnnni fyrir það, hvilík listaverk þetta voru. Hann var þá í uinsjá geðlæknis. Allir geðlæknar vita, að ekki er til neitt, sem heitir „hinn normali maður", því að hér vantar við- miðun, nc-ma me'ðalmennsku. Eru þá ekki allir, sem skara fram úr ónormal? M, lyndlistin hefur vissulega mikilvægu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu sem uppeldis- meðal og ekki síður til þess að varpa ljósi inn í hugi þess fólks og skynjanir, sem annað- hvort getur ekki tjáð sig með öðrum hætti, (vangefnir, mál- lausir, geðveikir) eða vill ekki, t.d. þverlynd og erfið börn með innibyrgð vandamál. MyHd listin veitir í þessum tilvikum geðlækninum, sálfræðingnnm og kennaranum mikilsverðar upplýsingar, sem hann gæti ekki aflað sér eftir öðrum leið- um. Þá getur myndlistin, og það verður að skoðast mikils- verðast almennt, kennt fólki að sjá í stað þess að horfa, svo sem áður var vikið að, og þar með opnað ný lít'ssvi'ð ... Það má vera augljóst, að myndlist er sízt alls það, sem nefnt er „lúxus", í almennum skilningi, en vissulega ern það forréttindi og „lúxus" að fá að lifa og hrærast í umhverfi sínu og njóta þess að skynja það meffi vakandi tilfinningum. 10 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 1. tobriúiair 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.